Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980
17
Frá æfingu Sinfóniuhljómsveitar íslands og Sóngsveitarinnar Fiiharmóníu á Alþingishátiðarkantötunni
„íslands þúsund ár.“ Alls taka um 150 manns þátt í flutningi verksins. Ljósm. Emiiía.
Sinfóníuhljómsveitin og Söngsveitin Fílharmónía:
Alþipgishátíðarkantat-
an „Island þúsund ár“
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands
og Söngsveitin Filharmónia munu
ásamt einsöngvurum flytja Al-
þingishátiðarkantötu Björgvins
Guðmundssonar, „íslands þúsund
ár“. i Háskólabiói kl. 20.30 i kvöld.
Þcir einsöngvarar sem koma fram
eru Ólöf K. Harðardóttir. Sólveig
M. Björling, Magnús Jónsson og
Kristinn Hallsson. Stjórnendur
eru Páll P. Pálsson og Debra Gold
kórstjóri.
Tónleikarnir í kvöld eru síðustu
tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar fyrir jól og gilda áskriftarskír-
teini sem aðgöngumiðar þó ekki sé
um áskriftartónleika að ræða. Alls
munu um 150 manns koma fram á
tónleikunum. Að sögn Sigurðar
Björnssonar framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitarinnar, hefur
mikil aðsókn verið að tónleikum
hljómsveitarinnar í vetur og áskrif-
endur eru fleiri en nokkru sinni
fyrr. Kvað hann það mikið í ráðist
hjá Söngsveitinni að flytja þetta
viðamikla verk á þessum tíma árs,
— hefðu æfingar staðið frá 24.
september en þar sem flestir með-
limir söngsveitarinnar gegna fullu
starfi hefur verið erfitt hjá þeim að
fá frí til að sinna æfingum á
þessum annatíma.
Alþingishátíðarkantötuna samdi
Björgvin Guðmundsson árið 1929.
Tilefnið var opinber keppni um
tónverk í sambandi við Alþingis-
hátíðina 1930 og var ljóð Davíðs
Stefánssonar „Að Þingvöllum
930—1930“ fyrirskrifaður texti. Þó
Björgvin hefði bersýnilega hljóm-
sveit i huga við undirleik verksins
hafði hann ekki efni eða ástæður til
að setja það í raunverulegan hljóm-
sveitarbúning. Gerði Jón Þórarins-
son, tónskáld, þá hljómsveitarút-
setningu á „Islands þúsund ár“ sem
flutt verður í kvöld.
Óttast harðnandi sam-
keppni á flugleiðinni milli
Islands og Danmerkur
Rætt við Vilhjáhn Guðmundsson, yfirmann Flugleiða í Danmörku
YFIRMENN Flugleiða á Norður-
svæðinu svokallaða, Noregi, Sví-
þjóð, Bretlandi og Skotlandi, voru
á fundum í Reykjavík í sl. viku.
Blaðamaður Mbl. náði tali af
einum þeirra, Vilhjálmi Guð-
mundssyni yfirmanni Flugleiða í
Vilhjálmur Guðmundsson, yfir-
maður Flugleiða i Danmörku.
Danmörku. Vilhjálmur var fyrst
spurður að því hvernig staða
Flugleiða væri í Danmörku?
„Hún er góð miðað við það að
dregið hefur mjög úr ferðalögum
Dana undanfarið," sagði Vil-
hjálmur.
„Siðastliðin 2 ár hafa Danir átt
við efnahagslega erfiðleika að
etja. Við höfum þó staðið okkur
vel. Við höfum heldur aukið
umsvifin á sama tíma og þau
hafa dregist heldur saman hjá
öðrum. Við erum ánægðir með
það.“
— Vilhjálmur sagðist halda að
ástandið hjá Flugleiðum í Noregi
væri nokkuð öðru vísi en bæði í
Danmörku og í Svíþjóð.
„Danir hafa dregið úr ferðalög-
um og Svíar einnig, en þó ekki
eins mikið. En ég held að því sé
ekki þannig farið í Noregi, þó vil
ég ekkert fullyrða um það. Noreg-
ur er að verða auðugt land á
sama tíma og hin verða efna-
„Reynum að styrkja
stöðu okkar“
— Hvernig er útlitið fyrir
framtíðina?
„Ég er bjartsýnn hvað varðar
næsta ár. Þó er ekki svo að sjá að
vænta megi mikilla breytinga í
jákvæða átt fyrir almenning í
Danmörku.
Það lítur þó út fyrir að við
getum haldið okkar á næsta ári
en óttumst að til harðnandi
samkeppni geti komið sem geti
breytt bjartsýni í svartsýni.
Dönsk flugfélög sem hingað til
hafa aðeins boðið upp á ferðir til
suðrænna landa kynnu að fara að
leita fyrir sér annars staðar.
Danir hafa dregið mjög verulega
úr ferðum suður á bóginn og ef
þessi flugfélög fara að fljúga til
Islands gæti það orðið okkur
erfitt. Það er ýmislegt sem bendir
til þess að samkeppni muni
aukast á flugleiðinni til íslands."
— Ætla Flugleiðir að gera
eitthvað sérstakt til að mæta
þessari samkeppni?
„Nei, tímarnir eru ekki þannig
að við teljum að það borgi sig að
fara út í nýjar tilraunir. En við
munum reyna að styrkja stöðu
okkar."
— Flugleiðir eru ekki eina
flugfélagið sem flýgur milli ís-
lands og Danmerkur. Skandinav-
íska flugfélagið SAS flýgur fjór-
um sinnum í viku á sumrin til
íslands og Grænlands. Vilhjálm-
ur sagði að hingað til hefði SAS
eingöngu hugsað um Grænlands-
flugið því Danir teldu það skyldu
sína að halda uppi samgöngum
milli Danmerkur og Grænlands.
Þeir hefðu hins vegar ekki reynt
sérstaklega að selja farmiða til
íslands. Hann sagðist hins vegar
ekki vita hvað úr yrði því mjög
hefði dregið úr því að fólk
ferðaðist milli Danmerkur og
Yfírlýsing frá Alusuisse:
Súrálsverðið milli ísal
og Alusuisse innan marka
alþjóðasamninga
MORGUNBLAÐINU harst í
gær eftirfarandi yfirlýsing frá
Aiusuisse:
1. Vér vísum til fréttatilkynn-
ingar Iðnaðarráðuneytisins um
athugun þess á verðlagningu súr-
áls frá Svissneska álfélaginu hf.
(Alusuisse) til íslenzka álfélags-
ins hf. (ISAL).
2. Ráðuneytið tilkynnti Alu-
suisse um þetta efni með telexi
dagsettu 9. desember 1980, er
síðan var staðfest með skjölum
með sömu dagsetningu og afhent
voru Alusuisse 11. desember 1980
af hraðboða.
3. Háttsettur fulltrúi Alusuisse
kom til íslands 13. desember 1980
með bráðabirgðasvör við skjölum
ráðuneytisins.
Alusuisse var ekki gefið sann-
gjarnt tækifæri né nægilegur
tími til þess að leggja fram
upplýsingar um skýringar, áður
en málið var birt almenningi og
Alþingi.
Ráðuneytið hefur fengið bráða-
birgðaskýringar í þeim tilgangi
að leiðrétta grundvallar mis-
skilning.
Alusuisse hefur einnig tjáð
ráðuneytinu um vilja sinn til þess
að afhenda frekari upplýsingar
svo skjótt sem verða má.
Eftirfarandi upplýsingar voru
gefnar ráðuneytinu:
a) Alusuisse hefur langtíma
samningsbundna skyldu til
þess að sjá ISAL fyrir súráli.
Þessi tilhögun verndar ISAL
gegn truflunum á súrálsaf-
hendingum, sem gætu leitt til
tafarlausrar stöðvunar og
verulegs tjóns á verksmiðj-
unni, og þannig stefnt at-
vinnuöryggi starfsmanna
ISAL í hættu.
b) Súrálsverðið milli ISAL og
Alusuisse hefur ávallt verið og
er enn innan þeirra marka,
sem gilda í alþjóða, langtíma,
súráls afhendingarsamning-
um.
c) Samanburður á hagskýrslu-
verðum ástralsks súrálsút-
flutnings til Íslands við inn-
flutningsverð ISAL er villandi.
Alusuisse skýrði ráðuneytinu
frá því, að ástralskar hag-
skýrslur tækju ekki tillit til
afturvirkra verðleiðréttinga,
sem taka tillit til kostnaðar-
hækkana. Auk þess þarf Alu-
suisse að greiða fjármagns-
kostnað af lánum, sem tekin
voru utan Ástraliu og einnig
afskriftir, sem ekki eru að
fullu bornar upp af hinu ástr-
alska dótturfyrirtæki þess.
4. Alusuisse mun afhenda ráðu-
neytinu allar upplýsingar, sem
máli skipta. Þegar allar stað-
reyndir málsins eru kunnar ráðu-
neytinu, telur Alusuisse að mis-
skilningi verði eytt.
Alusuisse.
Grænlands og því yrði meira
rými eftir fyrir farþega til ís-
lands.
„En það er ekki þessi sam-
keppni sem við óttumst ef til
verulegrar samkeppni kemur á
leiðinni milli íslands og Skandin-
avíu.“
Slæm sætanýting sl.
sumar en góð í haust
— Vilhjálmur sagði að sæta-
nýting á ferðum milli Danmerkur
og Islands hefði verið góð sl.
mánuði og ljóst væri að hún yrði
einstaklega góð í desembermán-
uði.
„Við urðum hins vegar fyrir
vonbrigðum á mesta ferða-
mannatímanum sl. sumar. Þá
urðu farþegar all miklu færri en
undanfarin ár. Erlend flugfélög
skipulögðu leiguflug til íslands
og voru fargjöldin ódýrari en
almenn flugfargjöld. Einnig var
almennur samdráttur í ferðalög-
um á þessu ári.
„Um 200.000 Danir eru at-
vinnulausir og fólk fer miklu
varlegar með fjármuni og geymir
þá frekar en að eyða þeim í
sumarfrí og ferðalög. Skattar
hafa hækkað til muna og einnig
kyndingakostnaður. Þeir pen-
ingar sem áður fóru í ferðalög
fara nú í þessar hækkanir."
— Eru það íslendingar í Dan-
mörku eða Danir sem fljúga með
Flugleiðum milli íslands og Dan-
merkur?
„í vetur höfum við boðið Dön-
um og öðrum útlendingum upp á
ódýrar ferðir til íslands og ódýra
gistingu á Hótel Loftleiðum í
nokkra daga. Við höfum orðið
okkur úti um nokkur hundruð
farþega á þann hátt og vonumst
til að geta fengið enn nokkur
hundruð farþega í þær ferðir
eftir áramót.
En ég hef spurst fyrir um það
hér á Hótel Loftleiðum hvort þeir
sem koma í þessum ferðum eyði
miklum peningum á hótelinu.
Starfsfólkið segir að svo sé ekki,
þeir eyði litlu. Það er af sem áður
var með Skandinava í þeim efn-
um.
I desember höfum við boðið
upp á ódýr fargjöld milli íslands
og Danmerkur og hafa íslend-
ingar í Danmörku notfært sér
þau fargjöld til að koma heim nú
í desember. Áður flugu margir
þeirra með leiguflugi en við erum
ánægðir yfir því að fá þá nú í
áætlunarflug okkar," sagði Vil-
hjálmur að lokum.
Halldór Ásgrímsson:
Ríkisstjórnin virði betur
forsendur lánsf járlaga
HALLDÓR Ásgrímsson, þing
maður Framsóknarflokks, veitti
rikisstjórninni þungar ákúrur,
er hann mælti fyrir meirihluta-
áliti fjárhagsnefndar neðri deild-
ar Aiþingis, þ.e. með samþykki
stjórnarfrumvarps um viðbótar-
lánsfjárheimildir 1980, 4750
milljónir króna, og bráðabirgða-
heimildir 1981, 25.000 m.kr. Vitn-
aði Halldór til nefndarálits sem
hann, Ingólfur Guðnason (F) og
Guðmundur J. Guðmundsson
(Abl) hefðu undirritað við af-
greiðslu lánsfjárlaga fyrir árið
1980, þar sem segði m.a.: „Undir-
ritaðir nefndarmenn telja, að
halda verði erlendum iántökum
innan þeirra marka. er fram
koma í frumvarpinu. og ekki
megi stofna til frekari erlendra
lána.“ Á þessum forsendum hefðu
þeir staðið að samþykkt láns-
fjárlaga fyrir árið 1980.
Halldór Ásgrimsson sagði
enníremur: „Ég vil leyfa mér að
minna hæstvirta rikisstjórn á, að
henni ber að sjálfsögðu að fara
eftir þeim forsendum, sem frum-
vörp í Alþingi eru samþykkt
eftir. Við teljum hinsvegar að
ekki verði til baka snúið með þá
erlendu lántöku, sem hún hefur
hér stofnað til (umframlántaka
1980). En ég vil leyfa mér að
halda því fram, að það sé með
öllu óeðiilegt að taka inn ný
verkefni á lánsfjárlög, þegar
Alþingi hefur samþykkt löggjöf
með þessum hætti og þessari
röksemdafærslu. Ég get nefnt
nokkur dæmi þessu til stuðnings.
sem fram koma i þessu frum-
varpi, og vil ég vænta þess, að
rikisstjórnir virði betur þær for-
sendur, sem liggja fyrir sam-
þykkt lánsfjárlaga.“