Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 11 Þá er „dolby tæknin44 komin Um þá spurningu hvort tæknin stjórnar lífi okkar verður vart komist að niður- stöðu fyrr en heimur okkar er að fullu tæknivæddur. Hitt er ljóst að vart er hægt að snúa af braut tækninnar án þess horfið verði til mun óþægi- legra lífsforms. Vilja menn sækja vatn í uppþvottinn eða nota fjörugrjót í stað klósett- pappírs svo dæmi sé tekið. Segiði svo að við höfum það ekki betra í dag. Ekki vegna pólitískra kenninga heldur einfaldlega vegna tæknibylt- ingarinnar. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Andann þarf að fóðra og nú er það tæknin sem sér fyrir miðlun hugverkanna. Framför segja sumir. En er það svo? Var miðlun arfsagna sem fram fór við skin langelda síðri en sú sem nú fer fram gegnum syntesæsara, litabyssur eða hvað þetta nú heitir allt sam- an? Hinn sífellt fullkomnari miðlunarbúnaður sem stefnir að því að færa menn inn í sjálfa rás atburðanna er nefni- lega háður einum annmarka: hugbúnaði þess er lýsir at- burðum. Aukin tækni hnikar ekki þessari staðreynd. Hún verður aldrei fremri því hug- arflugi sem býr að baki. Fari aflið úr vængjum fuglsins hrapar hann til jarðar. Staðreynd þessi varð mér einkar ljós þegar Laugarásbíó sýndi okkur fáeinum gestum fyrstu myndina hér með dol- by-tækni. Tækni þessi er í sjálfu sér stórmerkileg, byggð á 12 hátölurum; fjórum sitt hvoru megin við áhorfendur tveim þar að baki og þrem sem faldir eru hinumegin sýn- ingartjalds. Sérstakur for- magnari og þrír hundraðvatta tvöfaldir magnarar bætast við búnaðinn. Eg bý ekki yfir sérþekkingu á sviði hljóm- flutnings svo ég kvaddi til umsagnaraðila, dómur hans hljóðaði: „Allt annað sánd.“ Menn verða að skreppa upp í Laugarásbíó til að átta sig á við hvað er átt. Þá er það myndin sem Laug- arásbíó valdi til þess að kynna þessa nýju hljómburðartækni. XANADU er nafn hennar. Ég sagði fyrr í umsögn að sú staðreynd hefði orðið mér ljós við vígsluathöfn dolbysins að tæknin hversu fullkomin sem hún er þá hvíldi hún á því hugarflugi sem býr að baki. Þessi staðreynd varð svo ljós vegna þess skorts á hugarflugi sem þessi annars laglega gerða kvikmynd rís á. Eða réttara sagt rís ekki á. Þó vil ég ekki dæma þessa mynd of hart á þessum forsendum og hvet þá sem hafa gaman af Oliviu Newton-John og skrautlegum danssýningum að sjá myndina. En það eru aðrar forsendur sem ég byggi mína neikvæðu umsögn sum sé siðferðiiegar. Því þrátt fyrir glæsilegt yfir- borð ljúfa tónlist og dísætan söguþráð er þessi mynd ekki annað en löng auglýsinga- mynd, ætluð til að skapa nýja unglingatísku. Grunar mig að Robert Stig- wood sem býr í villu á Ba- hamaeyjum og stundar þá vafasömu iðju að segja ungl- ingum á vesturlöndum fyrir verkum standi þarna að baki. En karl þessi hefur að undan- förnu beitt Oliviu og Jóni til Bókmenntir eftirÓLAF M. JÓHANNESSON Trafala ótæpilega í þessu skyni. Aðferðin er einföld gefnar eru út plötur. Ef ein- hver þeirra selst vel þá er gerð mynd um efni plötunnar (stundum gengur ferlið öfugt fyrir sig) eða söngleikur. Aðal- leikarar myndarinnar eru klæddir í nýstárleg föt sem þegar hafa verið framleidd í milljónatali. Nú eftirleikurinn er auðveldur að tengja saman í hugum unglinganna hið vin- sæla lag, fötin sem flytjendur lagsins klæðast og það and- rúmsloft sem fylgir með og þrýst er inn í gegn um press- una. Unglingar eru hrifnæmar hópsálir og hin minnsta tísku- sveifla hrífur þá með. En því þéttari sem þessar sveiflur verða því erfiðara er fyrir hina efnaminni að fylgja þeim eftir. Og þá brotnar aldan á þeim sem síst skyldi foreldrunum. Það er erfitt að eiga barn sem finnur vanmátt sinn í hópi jafnaldra. Með þessu er ekki sagt að tískusveiflur eigi ekki rétt á sér, fremur að heldur sé óvið- kunnanlegt þegar þær skella ein af annarri og að baki stendur andlaus milljónamær- ingur á Bahamaeyjum. Eðli- legar tískusveiflur eru ekki tilbúnar af fáeinum mönnum heldur spretta þær úr iðu þjóðfélagsins. Þær eru líkt og spegill síns tíma og þeim fylgir ferskleiki. Menn halda að sú tíska sem fylgdi John Lennon heitnum og félögum á sínum tíma hafi verið þeirra verk. Nei hún var sjálfsprottinn fylgifiskur nýrrar aldar: ungl- ingaaldar. Fyrir þann tíma skiptust menn í kallar og kellingar. Unglingarnir sem sjálfstætt þjóðfélagsafl komu fram um ’60. Verðum við ekki að bera smá virðingu fyrir þessum hópi manna. Er hægt að pakka þörfum unglinganna inn í umbúðir merktar Olivia Newton-John eða Jón til Traf- ala? Væri ekki nær að lofa unglingunum að móta að ein- hverju leyti sína eigin tísku. Eða eins og segir í hinni helgu bók: Betri er fátækur ungling- ur, sé hann vitur, heldur en gamall konungur, sé hann heimskur og þíðist eigi framar viðvaranir. Eiginmenn Gjöfin sem gleöur er falleg grávara frá Feldskeranum, Skólavöröustíg 18, sími 10840. Deman tshringar Draumaskart Kjartan Ásmundsson, gullsmíðav. Aðalstræti 8. PONI FALKINN Þessi fyrsta plata hljómsveitarinnar Pónik er ósvikin dægurtónlist af vandaðri gerðinni. Höfundar laganna eru: Gunnar Þórðarson, Gylfi Ægisson, Jóhann G., Sverrir Guðjónsson og Kristinn Sigmars- son. Textarnir eru prentaðir á plötu- hulstrið. Verð: 12.900 kr. BJARNI 22226

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.