Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Jóhannes Árnason, sýslumaður - Kjördæmamálið: Seinni grein Um kosningar til Al- þingis ojí fjórðungsþinga Ekki kæmi til greina að hafa einmenningskjördæmin til Al- þingis á sama hátt og var fram til ársins 1959. Sú skipting landsins i kjördæmi var þá löngu orðin úrelt og hafði skapað hið mesta mis- rétti. Það má nefna sem dæmi, að þá voru 437 kjósendur í fámenn- asta kjördæminu, Seyðisfirði, en 8505 kjósendur í því fjölmennasta, Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sá þingmaður, sem kosinn var með upp, yrði skiptingin að miðast við núverandi aðstæður og með tilliti til framtíðarinnar. Kjördæmin yrðu að vera fjölmennari, en áður var, og alþingismönnum mundi fækka. Fjöldi kjósenda í hinum einstöku kjördæmum getur aldrei orðið jafn. Því valda margvíslegar aðstæður í landi okkar. Flest kjördæmin yrðu með 2500—5000 kjósendur á kjörskrá og kjósendur að baki hverjum þingmanni að fæstum atkvæðum, hlaut 190 at- kvæði. 15 þingmenn náðu kosn- meðaltali um 3000. ingu í sínum kjördæmum með Það mætti hugsa sér að kjör- 190—548 atkvæðum. Þetta var dæmi til Alþingis yrðu sem hér orðin skrípamynd af lýðræðinu. Ef segir og 1 alþingismaður kosinn í einmenningskjördæmi yrðu tekin Kjördæmasamband hverju þeirra: (landsfjórðungur) Kjósendur og kjördæmi: á kjörskrá: VESTFIRÐINGAFJÖRÐUNGUR 1. Akraneskjördæmi (Akraneskaupstaður) 2. Borgarfjarðarkjördæmi (Borgarfj arðarsýsla, Þingm. Akurnesinga 3033 Mýrasýsla) 3. Snæfellsneskjördæmi (Snæfellsness- og Þingm. Borgfirðinga 2445 Hnappadalssýsla) 4. Breiðafjarðarkjördæmi (Dalasýsla, Austur-Barða- strandarsýsla, Vestur-Barða- Þingm. Snæfellinga 2616 strandarsýsla 5. Vestfjarðakjördæmi (Vestur-ísafjarðarsýsla, Þingm. Breiðfirðinga 2143 Bolungarvíkurkaupstaður) 6. ísafjarðarkjördæmi (Isafj arðar kau pstaðu r, Norður-ísafjarðarsýsla, Þingm. Vestfirðinga 1718 Strandasýsla) Þingm. Isfirðinga 3045 Kjésendur á kjörsk. alls 15000 NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGUR 1. Húnavatnskjördæmi (Vestur-Húnavatnssýsla, 2505 Austur-Húnavatnssýsla) 2. Skagafjarðarkjördæmi (Skagafjarðarsýsla, Þingm. Húnvetninga Sauðárkrókskaupstaður) 3. Siglufjarðarkjördæmi Þingm. Skagfirðinga 2706 (Siglufjarðarkaupstaður) 4. Eyjafjarðarkjördæmi (Eyjafjarðarsýsla, Ólafs- fjarðarkaupstaður, Dal- Þingm. Siglfirðinga 1326 víkurkaupstaður) 5. Akureyrarkjördæmi Þingm. Eyfirðinga 3043 (Akureyrarkaupstaður) 6. Húsavíkurkjördæmi Þingm. Akurcyringa 8041 (Húsavíkurkaupstaður) 7. Þingeyjarkjördæmi (Suður-Þi ngeyj arsýsla, Þingm. Húsvikinga 1379 Norður-Þingeyjarsýsla) Þingm. Þingeyinga 2954 Kjósendur á kjörsk. alls 21954 AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR 1. Fljótsdalskjördæmi (Seyðisfjarðarkaupstaður, Norður-Múlasýsla og Skriðdals-, Valla-, Egilsstaða- og Eiðahreppar á Fljótsdalshéraði) 2. Austfjarðakjördæmi (Neskaupstaður, Eskifjarðar- kaupstaður, Suður Múlasýsla Þingm. Fljótsdalskjörd. 2966 utan Fljótsdalshéraðs) 3. Skaftafellskjördæmi Þingm. Austfirðinga 3487 (Austur-Skaftafellssýsla) Þingm. Skaftfellinga 1295 Kjósendur á kjörsk. alls 7748 SUNNLENDINGAFJÓRÐUNGUR 1. Suðurlandskjördæmi (Rangárvallasýsla, Vestur- Skaftafellssýsla) 2. Árneskjördæmi Þingm. Sunnlendinga 3034 (Árnessýsla) 3. Selfosskjördæmi Þingm. Árnesinga 3965 (Selfosskaupstaður) 4. Vestmannaeyjakjördæmi Þingm. Selfosskaupst. 1962 (Vestmannaeyj akaupstaður) 5. Reykjaneskjördæmi (Gullbringusýsla, Njarðvíkur- Þingm. Vestmannaeyinga 2822 kaupstaður, Grindavíkurkaupstaður 6. Keflavíkurkjördæmi Þingm. Reyknesinga 3751 (Kef'.avíkurkaupstaður) Þingm. Keflvfkinga 3925 7. Hafnarfjarðarkjördæmi (Hafnarfjarðarkaupstaður) 8. Kópavogskjördæmi (Kópavogskaupstaður) 9. Garðakjördæmi (Garðabær) 10. Kjalarnesskjördæmi (Kjósarsýsla- og Seltjarnarnes- kaupstaðar) REYKJAVÍK (Tölur áætlaðar) Miðbæjarkjördæmi Vesturbæjarkjördæmi Austurbæjarkjördæmi Háteigskjördæmi Laugarneskjördæmi Langholtskjördæmi Laugaráskj ördæmi Fossvogskjördæmi (Bústaða- og Fossvogs) Grensáskjördæmi Breiðholtskjördæmi Fellakjördæmi (Fella og Hóla) Árbæjarkjördæmi Auðvitað mætti haga skiptingu landsins í einmenningskjördæmi á annan veg, en ég hefi hér fylgt þeirri reglu að slíta ekki í sundur lögsagnarumdæmi, nema á Aust- . urlandi, þar sem ég freistaðist til að láta allt Fljótsdalshérað vera í kjördæmi með Seyðisfirði og Norður-Múlasýslu og kenni enda kjördæmið við Fljótsdalshérað. Byggðarlega og landfræðilega séð virðist þetta ekki vera fráleitt. Þessi skipting þýðir það, að í sumum tilvikum eru tvö eða fleiri' umdæmi, sýslur eða kaupstaðir saman í einu kjördæmi við Al- þingiskosningar vegna fámennis og einnig af landfræðilegum ástæðum. Af sömu ástæðum er kjósendafjöldi í nokkrum kjör- dæmum í algjöru lágmarki og á það við um kjördæmi í öllum landshlutum. En þetta á fyrir sér að breytast er fram líða stundir. I Reykjavík er skiptingin miðuð við kirkjusóknir, til að setja eitt- hvað fram til umræðu. Auðvitað kemur önnur skipting einnig til greina, en það hefi ég ekki athug- að neitt nánar. Ég geri ráð fyrir að þrátt fyrir að þingmenn í Reykjavík yrðu þannig kosnir í einmenningskjördæmum í borg- inni, yrðu þeir kenndir við Reykja- vík, eins og nú er, en ekki viðkomandi borgarhluta, þar sem þeir voru kosnir, enda þótt vissu- lega mætti hugsa sér það. Kjörnir þingmenn yrðu því 1., 2. og 3. þingmaður Reykvíkinga o.s.frv., raðað t.d. eftir atkvæðamagni. Nú verður fjölgun íbúa í ein- hverju af þessum 38 kjördæmum og kjósendafjöldi þar fer í 10000 eða meira í ákveðnum kosningum, og ætti þetta-’ kjördæmi þá að breytast sjálfkrafa í tvímenn- ingskjördæmi, þar sem kosnir yrðu 2 alþingismenn að viðhafðri hlutfallskosningu í þeim kosning- um. Jafnframt yrðu kosnir vara- þingmenn. Hver framboðslisti yrði því skipaður fjórum mönnum. Á sama hátt ætti að kjósa þrjá þingmenn hlutfallskosningu í þessu kjördæmi, ef fjöldi kjósenda á kjörskrá færi yfir 15000 eða aðra tölu, sem ákveðin yrði o.s.frv. Á þennan hátt mundi atkvæðisrétt- ur kjósenda í hinum einstöku kjördæmum jafnast, eftir því sem kjósendum þar fjölgaði í framtíð- inni, án þess að gera þyrfti sérstakar breytingar á kjördæma- skipaninni með stjórnarskrár- breytingu og tvennum þingkosn- ingum, eins og nú er, sbr. 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Á sama hátt mundi þingmönn- - um kjördæmis fækka aftur, ef Þingm. Hafnfirðinga Þingm. Kópavogskaupst. Þingm. Garðabæjar Þingm. Kjalarneskjörd. Kjósendur á kjörsk. alls Þingm. Reykvíkinga 7485 8440 2708 3720 41822 5550 4000 5100 6650 3560 4370 3370 6330 3450 6000 5800 “ “ 2492 Kjósendur á kjörsk. alls 56672 fjöldi kjósenda þar færi niður fyrir tilgreind mörk í ákveðnum kosningum. Kjördæmi legðist þó aldrei niður, heldur hefði ávallt minnst einn þingmann. Sem dæmi um kjördæmi, sem líkleg væru til að verða tvímenn- ingskjördæmi á næstu árum, mætti nefna stóru kaupstaðina Akureyri, Hafnarfjörð og Kópa- vog. Þegar kjósendafjöldi í þessum kjördæmum færi yfir 10000, ætti að kjósa 2 þingmenn í hverju þeirra, sem þýddi rúmlega 5000 kjósendur að baki hverjum þing- manni. Þetta fyrirkomulag býður því upp á blandað kerfi, er fram líða stundir. Enginn getur í dag séð með nokkurri vissu fyrir um þróun byggðar á íslandi í framtíð- inni. Þó er ljóst, að í mörgum þeirra kjördæma í þessum tillög- um, sem eru í hópi fámennustu kjördæmanna, myndarlegum kaupstöðum og blómlegum sveit- um, eigi eftir að verða veruleg fólksfjölgun þegar á næstu árum. Má telja nokkuð víst, að með þessu fyrirkomulagi yrði ekki um að ræða fjölgun þingmanna, svo nokkru næmi, á næstu áratugum, til aldamótanna eða svo. Nú kann einhver að segja sem svo, að þrátt fyrir fjölgun þing- sæta með tilkomu tvímennings- kjördæma, þyrfti að gera eitthvað til jöfnunar með líkum hætti og nú er gert milli þingflokka, vegna breytilegs kjósendafjölda í ein- stökum kjördæmum. Þetta sjónarmið hefur við nokk- ur rök að styðjast, enda eru eflaust margir, sem ekki eru reiðubúnir til að sætta sig við þann kalda veruleika, sem kosn-1 ingaúrslit í einmenningskjördæm- um oft bjóða upp á, svo sem er t.d. í Bretlandi, þar sem engin jöfnun- arþingsæti eru, heldur ráðast úr- slitin einfaldlega á annan hvorn veginn og sigurvegarinn verður að taka við og stjórna. Eftir 3—4 daga frá kosningum er komin ríkisstjórn með meirihluta og ábyrgð gagnvart þinginu. Án þess að ákveða að talan 11 sé einhver heilög tala í sambandi við gera ráð fyrir að úthlutað yrði allt að 11 jöfnunarþingsætum eða uppbótarþingsætum, eins og þau eru stundum kölluð. Þessum þingsætum ætti að skipta niður á landsfjórðungana og Reykjavík hlutfallslega miðað við kosningaþátttöku, þó þannig að hvert þessara kjördæmasam- banda fengi minnst 1 þingsæti í sinn hlut. Jafnframt ætti að setja „þak“ á fjölda uppbótarþingsæta, er komið gætu í hlut hvers kjör- dæmasambands, á þann veg, að þessi þingsæti gætu aldrei orðið fleiri, en sem svaraði '4 hluta af fullri tölu kjörinna alþingismanna í kjördæmum hvers landsfjórð- ungs eða Reykjavíkur í hverjum alþingiskosningum. Að öðru leyti gilti hlutfallsleg skipting innan þessara marka. Miðað við fjölda kjörinna alþingismanna sam- kvæmt framan rituðu væri fjöldi uppbótarþingsæta í fyrstu sem hér segir: I Vestfirðingafjórðungi, Norðlendingafjórðungi og Aust- firðingafjórðungi 1 þingsæti í hverjum fjórðungi, í Sunnlend- ingafjórðungi 2 þingsæti og í Reykjavík 3 þingsæti, alls 8 þing- sæti. Þetta ætti síðan fyrir sér að breytast i tímans rás, þegar ein- stök kjördæmi yrðu smátt og smátt tvímenningskjördæmi og alþingismönnum fjölgaði innan hvers kjördæmasambands, uns fullri tölu uppbótarþingsæta yrði náð, 11 þingsætum. Jafnframt mundi svigrúmið fyrir hlutfalls- lega skiptingu aukast. Til að finna hverjir skuli hljóta þessi viðbótarþingsæti í hverjum landsfjórðungi eða Reykjavík, er lagt til að þau hljóti sá eða þeir frambjóðendur í kjördæmum fjórðungsins, sem flest atkvæði hafa hlotið í kosningunum, en ekki náð kosningu sem kjördæmakosn- ir alþingismenn, og án tillits til þess fyrir hvaða flokk þeir buðu sig fram eða voru utan flokka. Ekki ætti að skipta máli, hvort flokkur þessa frambjóðanda hefði fengið þingmann kjördæmakosinn í kosningunum eða ekki. Úthlutun uppbótarþingsæta með þessum hætti yrði því fyrst og fremst til jöfnunar milli frambjóðenda, kjósenda í kjördæmum innan hvers svæðis og landshluta, en ekki milli þingflokka eingöngu, svo sem nú er, enda þótt það kæmi til með að verða einnig nokkuð á þann veg í framkvæmdinni. Upp- bótarþingsætin kæmu að jafnaði í hlut frambjóðenda í fjölmennustu kjördæmunum. Væri það í sam- ræmi við þau sjónarmið, sem nú eru aðallega uppi um breytingar á úthlutun þessara þingsæta og fyrr er um getið. Miðað við þær hugmyndir, sem hér hafa verið settar fram, yrðu alþingismenn alls 46, 38 kjörnir í jafn mörgum einmenningskjör- dæmum og 8 landskjörnir þing- menn í landsfjórðungunum og landskjörna þingmenn, skulum við þannig: Kjörd. Meðaltal Uppb. l'inx Meóaltal Kjósendur kosnir kjósenda bing- sæti kjósenda Umdæmi: á kjorskrá: þinvm: á þinxm: sæti: alls: á þinKsæti: Vestfirðingafj. 15000 6 2500 i 7 2143 Norðlendingafj. 21954 7 3136 i 8 2744 Austfirðingafj. 7748 3 2583 i 4 1937 Sunnlendingafj. 41822 10 4182 2 12 3485 Reykjavík 56672 12 4723 3 15 3778 143196 38 3768 8 46 3113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.