Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 15 Vistaskiptin nálgast Ronald Reagan, tilvonandi Bandarikjaforseti, og kona hans. Nancy, sjást hér frammi fyrir Hvíta húsinu, en þar voru þau á ferð um miðjan mánuðinn til að kynna sér hibýlaháttu á þessu væntanlega heimili þeirra i Washington. APsimamynd. Sovétríkin: Skipt um yfirmenn á 20 herstjórnarsvæðum Moskvu. 17. desember. AP. YFIRMENN nokkurra sov- éskra herstjórnarsvæða, eink- um við vesturlandamæri Sovét- rikjanna eða í Austur-Evrópu, hafa verið fluttir tii á síðustu tveim mánuðum, eftir því sem heimildir í Moskvu segja. Tal- ið er, að þessar tilfærslur standi ekki í sambandi við atburðina í Póllandi. Heimildarmenn í Moskvu segja, að tilflutningur herfor- ingjanna nái til 20 helstu her- stjórnarsvæða í Sovétríkjunum og eru sumir þeirrar skoðunar, að þó að þessar breytingar hafi lengi staðið til, hafi óróinn í Útnefningu Haigs víða vel tekið EBE: Ekkert samkomulag um fiskveiðistefnu Brtlssel. 17. des. AP. TILRAUNIR Efnahagsbanda- lagsrikjanna, sem staðið hafa i fimm ár, til að koma sér saman um fiskveiðistefnu fóru út um þúfur i dag. Einkum var deilt um skiptingu heildarafla milli þjóðanna og aðgang erlendra fiskimanna að breskum miðum. Síðustu tillögur um aflakvóta kváðu á um, að Bretar fengju mest í sinn hlut, eða 36,1% af 404.000 tonna afla, Danir næst- mest, 24,1%, en aðrar þjóðir minna. Þá var einungis átt við afla úr Norðursjó. Bundinn var endi á samninga- viðræðurnar þegar Danir, Þjóð- verjar, Hollendingar og Belgar mótmæltu kvóta sínum, sem þeim þótti skorinn við nögl, og Frakkar kröfðust áframhaldandi veiða á breskum miðum, sem þeir sögðust hafa „sögulegan rétt“ til. 17. dcs. AP. ÚTNEFNINGU Alexander M. Haigs sem væntanlegs utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hefur verið misjafnlega tekið, víða vel en annars staðar láta viðbrögðin á sér standa. Utanríkisráðherra Breta, Carrington lávarður, fagnaði tilnefningu Haigs og kvaðst hlakka til samstarfsins við hann. Aðrir háttsettir embætt- ismenn breskir sögðust búast við, að Haig yrði einarðari í afstöðu sinni til Sovétríkjanna en fyrirrennarar hans og færi sú stefna saman við stefnu bresku ríkisstjórnarinnar. Talsmaður japanska utanrík- isráðuneytisins sagði, að Jap- anir fögnuðu Haig og byggjust ekki við neinum breytingum á sambúð ríkjanna. ísraelsmenn og Egyptar hafa hvorir tveggja lýst ánægju sinni með Haig og binda Egyptar vonir við, að ástandið í Austurlöndum nær verði ríkari þáttur í utanrík- isstefnu Bandaríkjanna með tilkomu Haigs. í Moskvu var sagt frá tilnefn- ingu Haigs án athugasemda en á meðan Haig var æðsti yfir- Ástralía: Armenar myrða aðalræðismann Sydney, 17. des. AP. TVEIR armenskir hryðjuverkamenn skutu f dag til bana tyrkneska aðalræðismanninn í Sydney í Ástralíu og lifvörð hans að auki. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendur sendimaður er myrtur í Ástralíu. Ástralska lögreglan telur að Armenarnir hafi komið til landsins gagngert til að myrða aðalræðismanninn, Sarik Ari- yak, en talið er að þeir hafi fylgst með ferðum hans í nokkra daga. Líklegt þykir að morðingj- arnir séu nú komnir úr landi. Að sögn lögreglunnar hafði Ariyak verið hótað dauða og hafði hann þess vegna skipt um bíl við lífvörðinn þegar atburð- urinn átti sér stað. Tveir menn á bifhjóli óku upp að bílum aðal- ræðismannsins og lífvarðarins og skutu manninn í fremri bílnum til bana. Þegar þeir uppgötvuðu að þeir hefðu skotið rangan mann hófu þeir skothríð á seinni bílinn og myrtu sendi- herrann. Nokkrum stundum eftir morðin hringdi kona til frétta- stofu í Sydney og sagði að „hefndarsamtök armenska þjóð- armorðsins" stæðu að baki þeim. Með því er verið að vitna til þeirra atburða á árinu 1915 þegar Tyrkir drápu, að því er sumir telja, hálfa aðra milljón Armena. Endurminningar Brattelis metsölubók i Noregi í ár Ósló, 17. des. AP, ENDURMINNINGAR Trygve Brattelis, fyrrverandi forsætis- ráðherra i Noregi, sem nú stendur á sjötugu og hefur dregið sig i hlé í stjórnmálabar- áttunni, eru metsölubókin i Noregi á þessu ári. Tiden Norsk Forlag, sem gefur bókina út, hefur tilkynnt, að fyrsta bindi endurminninganna hafi verið prentað i 160.000 eintökum og þar af 100.000 í mjög góðu bandi. Bókin heitir „Fangi nifls og nætur“ og segir Bratteli þar frá reynslu sinni sem fangi í útrýmingarbúðum Hitlers en með mestu ólíkindum þótti, að hann skyldi komast lífs af. Ef öll 160.000 eintökin seljast, eins og búist er við, mun Bratteli fá í höfundarlaun um 160 millj- ónir ísl. kr., sem er hálfu meira en Nóbelsverðlaunin í bók- menntum. Annar fyrrverandi forsætis- ráðherra og Verkamannaflokks- leiðtogi, Einar Gerhardsen, sem nú er 83 ára, hefur einnig ritað endurminningar sínar Kfimm bindum og hafa þær selst hingað til í 600.000 eintökum. Trygve Bratteli maður Atlantshafsbandalags- ins var hann gjarna kallaður „skelmir" og „galdralæknir" austur þar. Sömu sögu er að segja frá öðrum Austur- Evrópulöndum. Póllandi flýtt fyrir þeim. Á Moskvu-herstjórnarsvæð- inu hefur Pyotr G. Lushev, sem er 57 ára og var áður yfirmaður Mið-Asíu-herstjórnarsvæðis- ins, tekið við af Vladimir Govo- rov. Mikhail Zaitsev hefur tekið við af Yevgeny Ivanovski sem yfirmaður sovésku herjanna í Austur-Þýskalandi, en Ivan- ovski tók við fyrri stöðu Zait- sevs sem yfirmaður hersins í Hvíta-Rússlandi, á landamær- unum við Pólland. Hershöfðingjarnir Dmitri Yazov og Alexander Mayorov, yfirmenn Rauða hersins í Tékkóslóvakíu og á Eystra- saltsströndinni við landamæri Póllands, hafa verið fluttir en ekki er vitað hvert. Callaghan hyggur á endurkjör London. 17. des. — AP. JAMES Callaghan, fyrrv. for- sætisráðherra Breta. hefur lýst yfir að hann ætli að bjóða sig fram i næstu þingkosningum í kjördæmi sínu í Cardiff í Suður- VVales. Callaghan er nú 68 ára að aldri. Næstu kosningar verða ekki síðar en 1984. „Ég er vel á mig kominn og sé ekkert því til fyrirstöðu," sagði Callaghan og bætti því við, að flokksdeildin í Cardiff hefði „fagnað ákaflega“ ákvörðun hans. Búist hafði verið við, að Callag- han byði sig ekki fram aftur eftir að hann laut í lægra haldi fyrir Michael Foot í formannskjörinu. Nú eru á lífi fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar í Bretlandi. Harold Wilson og Edward Heath, 64 ára báðir og sitja enn í neðri málstofunni, Home lávarður er 77 ára og Harold Macmillan 86. Þetta gerðist 18. desember Veður víða um heim Akureyri -3 snjókoma Amsterdam 8 rigning Aþena 18 heiöskírt Berlín 5 sólskin Brussel 11 heiðskirt Chicago 1 skýjað Feneyjar 5 rigning Frankfurt 6 heiðskírt Færeyjar 3 haglél Genf 6 skýjað Helsínki 0 heiöskirt Jerúsalem 13 skýjað Jóhannesarb. 25 sólskin Kaupmannahöfn 2 skýjað Las Palmas 9 hálfskýjað Lissabon 14 heiöskírt London 12 rigning Los Angeles 31 heiðskfrt Madrid 9 heiðrkírt Mallorka 10 skýjaö Malaga 13 léttskýjaö Miamí 25 skýjað Moskva 3 skýjað New York 3 heiöskfrt Osló -2 snjókoma Parfs 7 skýjað Reykjavík -2 skýjað Rió de Janeiro 37 heiöskírt Rómaborg 13 heiðskirt Stokkhólmur 0 skýjaö Tel Aviv 18 skýjað Tókýó 12 heiöskírt Vancouver -4 skýjaö Vínarborg 5 skýjað 1559 — Elízabet I veitir skozkum lávörðum aðstoð til að hrekja Frakka frá Skotlandi. 1644 — Stjórnarár Kristínar drottningar hefjast í Svíþjóð. 1745 — Orrustan við Clifton Moor. 1777 — Veturseta byltingarhers George Washingtons í Valley Forge hefst. 1792 — Réttarhöld í Bretlandi gegn Thomas Paine vegna útgáfu „The Richts of Man“. 1799 — Útför George Washingtons í Mount Vernon. 1865 — Þrælahald endanlega af- numið í Bandaríkjunum. 1890 — Frederick Lugard leggur Uganda undir Brezka-Austur- Afríku-félagið. 1903 — Bandaríkin fá Panama- skurð til eilífðar gegn árlegu leigu- gjaldi samkvæmt Panama-sátt- mála. 1912 — Fundur Piltdown-manns- ins kunngerður. 1927 — Chiang Kai-shek steypir Hankow-stjórninni af stóli. 1944 — Her Japana hrakinn frá Burma. 1961 — Innrás Indverja í Goa, nýlendu Portúgala — Vopnahlé SÞ í Katanga hefst. 1962 — Fundur Kennedys og Macmillans í Nassau. 1%3 — Óeirðir afrískra stúdenta í Moskvu eftir dauða Ghanamanns sem mótmælti kynþáttamisrétti. 1%5 — Níu Afríkuríki slita stjórn- málasambandi við Breta út af Rhódesíu. 1975 — Fulltrúar ísraels og 12 annarra ríkja ganga af fundi Un- esco vegna deilu um zionisma. Afmæli: Elizabet Petrovina, rússn- esk keisaradrottning (1709—1762) — Carl Maria von Weber, þýzkt tónskáld (1786-1826) - Christo- pher Fry, enskur leikritahöfundur (1908—) — Willy Brandt, þýzkur leiðtogi (1913—) — Betty Grable, bandarísk leikkona (1916—1973). Andlát: 1737 Antonio Stradivarus, fiðlusmiður — 1803 Johann Her- der, rithöfundur — 1829 Jean Baptiste Lamarque, náttúrufræð- ingur. Innlent: 1682 d. Guðríður Símon- ardóttir — 1728 Eldgos við Leir- hnúk — 1871 Leyfi til sölu á sætum í Dómkirkjunni afturkallað — 1893 Landsyfirréttur mildar dóminn gegn Skúla Thoroddsen — 1939 „Sköpun“ eftir Haydn flutt í Reykjavík — 1951 Alþjóðadóm- stóllinn dæmir Norðmönnum rétt til að ákveða 4 mílna landhelgi — 1958 Emil Jónssyni falin stjórn- armyndun — 1979 Tvö flugslys í Mosfellsheiði — 1915 f. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Orð dagsins: Séu menn uppfræddir án trúarinnar eru þeir aðeins gerðir að glúrnum djöflum — Hertoginn af Wellington, brezkur hershöfðingi (1769—1852).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.