Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Eyjólfur Konráð Jónsson: Hjörleifur deilir á tíma- bil Gunnars Thoroddsen Hvern veg var eftirliti með súrálsverði háttað frá 1975? Súrálsverð til álversins í Straumsvík kom til umræðu utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær. Iðnaðarráðherra lét að því liggja að ekki hefði verið samræmi í útflutningsverði súráls í Ástralíu og innflutningsverði hér síðan 1975. Voru hann og Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, sem varð iðnaðarráðherra 1974, krafðir sagna um, hvern veg eftirliti með ákvæðum álsamnings um þetta atriði hefði verið framfylgt 1975 og síðan. Efnisþráður umræðnanna verður lauslega rakinn hér á eftir. Ásakanir og undansláttur Kjartan Jóhannsson (A) sagði þetta mál snúast um meint mis- ræmi í útflutningsverði súráls frá Astralíu og kostnaðarverði til Is- als. I fréttaviðtölum við iðnaðar- ráðherra í gær kæmi þó fram, ekki sjaldnar en átta sinnum, að of snemmt sé að staðhæfa nokkuð eða kveða upp endanlega dóma, enda eigi ísal eftir að gefa skýringar hér að lútandi. Það er óvenjulegt, sagði Kjartan, að upplýsingar sem þess- ar séu látnar á þrykk út ganga án þess að ráðherra sé jafnframt reiðubúinn til að standa við mála- tilbúnaðinn, sem væntanlega verð- ur nýttur til að byggja á kröfur af hálfu íslendinga í málinu. Kjartan vitnaði til álsamnings- ins um súrálsverð til Isal, sem miða ætti við verð súráls eins og það væri milli óskyldra aðila. Óhjá- kvæmilegt væri að ráðherra skýrði þingheimi frá því, hvern veg hefði verið að því staðið að fylgjast með verðákvörðun súráls undangengin ár. Ráðherrann hlýtur að hafa aðrar og meiri upplýsingar hér að lútandi en fram eru komnar, því þetta er sú undirstaða, sem hugs- anlegar kröfur af okkar hálfu hljóta að byggjast á. Þetta er m'jög mikilvægt; en jafnframt er var- hugavert, ef forsendur eru ótraust- ar, því „þetta má helzt ekki reynast vindhögg", sem færir okkur skaða í stað sterkari stöðu. Kjartan vitnaði til þess er hann átti sæti í stjórn ísals 1974 og hefði gert iðnaðarráðuneyti kunnugt um að ástæða væri til að fylgjast með súrálsverði, sem verið hefði 14,9% af söluverði áls 1972,15,1% 1973 og 15,8% 1974. Þetta hefði hann ítrek- að 1975 enda hefði verið gert ráð fyrir 14% hlutfallsverði í undir- búningsplöggum við stofnun ál- versins. Kjartan sagði ástæðu til þess að ráðherra gerði þinginu ítarlega grein fyrir því, hvern veg hefði verið staðið að skoðun þessa máls síðan, hver þróun hefði orðið í hlutfallsverði súráls síðan (miðað við söluverð áls), því það „er nokkuð seint í rass gripið" ef eftirlitsskyldu hefur ekki verið sinnt allan þennan tíma þar til nú. Upplýsingar þurfa að koma klárar og hreinar á borð þingmanna, enda mikilvægt að málatilbúnaður ráðu- neytisins verði ekki vindhögg, sem reynzt getur okkur á margan hátt skaðlegt. Spara mér að kveða upp dóma fyrirfram Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, hóf mál sitt á því að lesa upp tvo fyrstu töluliði frétta- tilkynningar ráðuneytis síns (sem birt var í heild á miðopnu Mbl. í gær). Efnisatriði þeirra var að meginpunkti það að „innflutnings- verð á súráli til íslands sé miklu hærra en eðlilegt má telja miðað við útflutningsverð frá Astralíu". Ráðherra sagðist ekki draga í efa traustleika þeirra gagna, sem á væri byggt, en vildi þó ekki kveða upp efnislega dóma né halda uppi fullyrðingum, enda matsatriði, hvern veg finna skuli það viðmið- unarverð, sem hugsanlegar skaða- bótakröfur yrðu byggðar á. Þar þurfi að kveða til fleiri aðila en íslenzka og álsamningurinn þann veg úr garði gerður að hann fulltryggi ekki íslenzka hagsmuni. Ráðherra sagði að endurskoðun- araðili, Coopers & Lybrand í Lon- don, dragi ekki í efa þær forsendur, sem iðnaðarráðuneytið byggði reikningslegar niðurstöður sínar á, en þetta fyrirtæki myndi fara nánar ofan í sauma á, hvern veg finna skuli umrætt viðmiðunarverð og hafa um það efni tengsl við Alusuisse, varðandi skýringar af þess hálfu. Ráðherra sagði ekki verulegan mun á súrálsverði útfluttu í Ástr- alíu og innkaupsverði hér fyrr en 1975 en frá og með því ári annað uppi á teningnum. Las hann upp enskan texta Coopers & Lybrand, umsögn um tölfræðilegar niður- stöður ráðuneytisins nú, sem hann hafði áður vitnað til, en fyrirtækið myndi að beiðni íslenzkra aðila Kjartan Jóhannsson fara nánar ofan í saumana á þessu máli á tímabilinu frá 1975. Ráð- herra sagðist ekki vilja fullyrða, hvað kæmi út úr þeirri endurskoð- un en sér virtist sem verð súráls cif í Noregi hefði á tímabili verið 25% lægra en verð hingað komins súr- áls. Þá sagði ráðherra að raforku- verð til álverksmiðja í Noregi væri og verulega hærra en raforkuverð til ísals. Hjörleifur veitizt að Gunnari Thoroddsen Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði m.a. að þrjú mál sem voru á dagskrá Sameinaðs þiflgs í gær: iðnaðarstefna, stefnumörkun í stóriðjumálum og fyrirspurn . um Blönduvirkjun hefðu ekki fengizt rædd vegna þess að iðnaðarráð- herra hafði öðrum hnöppum að sinna þ.e. að halda blaðamarina- fund um uppiýsingar, sem Alþingi höfðu ekki verið áður sendar. Ræða ráðherra nú hefði hvorki aukið á þær upplýsingar, sem fréttamenn fengu í gær, né skýrt þau efnisat- riði, sem Kjartan Jóhannsson hefði fjallað um. Ef þær upplýsingar, sem ráð- herra hefur kunngert alþjóð, eru réttar, eru þær í senn hryggilegar og gleðiefni. Hryggilegar, ef Isal hefur brotið á okkur samninga, varðandi súrálsverð, en ánægju- efni, ef í ljós kemur, að álsamning- urinn tryggir okkur meira í aðra hönd en ráð var fyrir gert, þ.e. að greiða niður Búrfellsvirkjun, með stofnlínum og spennistöðvum skemmri tíma en á 25 árum. Ef, ég endurtek ef hér er um samnings- brot að ræða, þá þarf að taka á því máli með samhug og festu, en ráðherra þarf að tengja málsatriði betur saman og fullnægja upplýs- ingaskyldu til þingsins betur. Núverandi iðnaðarráðherra stað- hæfir að þessi mál hafi verið í stöku lagi, þ.e. eftirlit með súráls- verði, þar til 1975, er núverandi forsætisráðherra verður iðnaðar- ráðherra. Síðan hafi verið mis- brestur á allan iðnaðarráðherra- feril hans og raunar áframhald- andi. Enginn ætti því að geta svarað betur fyrir þetta tímabil en forsætisráðherrann, hvern veg eft- irliti með súrálsverði var hagað í iðnaðarráðherratíð hans, sem nú- verandi iðnaðarráðherra gagnrýnir svo harðlega. Raunar hefur Hjör- leifur Guttormsson áður gert því skóna í þingræðu, hve erfitt hafi Á. s Hjörleifur Guttormsson verið að koma í iðnaðarráðuneytið eftir veru núverandi forsætisráð- herra þar. Ég treysti og núverandi forsætisráðherra betur til að fjalla um þetta tímabil í iðnaðarráðu- neytinu en arftaka hans þar. Ég beini þeirri spurningu til hans, hvern veg var að þessum málum staðið af hálfu ráðuneytisins á þessu árabili? Núverandi iðnaðar- ráðherra getur hinsvegar e.t.v. upplýst, hvern veg var að eftirlit- inu staðið á ráðherraárum Magn- úsar Kjartanssonar? Að lokum sagði Eyjólfur að þingheimur ætti kröfu á því að ráðherra gerði gleggri grein fyrir öllum sínum málatilbúnaði. Ef rétt reyndist, sem um væri dylgjað, myndi ekki standa á samstöðu þingmanna úr öllum flokkum um að ná fram rétti okkar. En með hliðsjón af upphlaupinu á Flugleið- ir og hvern veg þær ásakanir hefðu runnið út í sandinn væri óhjá- kvæmilegt, að krefjast þess að öll spil og allar upplýsingar væru settar á borð þingmanna. Endurskoðaðir samningar Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði að nafn sitt hefði verið nefnt í þessari umræðu. Þess vegna vildi hann segja örfá orð. Álsamningurinn hafi verið endur- skoðaður haustið 1974, er hann kom í iðnaðarráðuneytið, bæði varðandi skattlagningu fyrirtækis- ins, þ.e. framleiðslugjaldið, og varðandi raforkuverðið. Náðst hefðu fram verulegar úrbætur. Hann hefði ekki tiltækar tölur um framleiðslugjaldið, en ávinningur- inn í hærra raforkuverði síðan, miðað við eldri samning, væri milli 8 og 9 milljarðar króna. Svörin ærið mögur Kjartan Jóhannsson (A) þakk- aði svör ráðherra, þó mögur hefðu verið. Ég óska eftir því að iðnað- arráðherra láti þegar dreifa ljósriti Eyjólfur Konráð Jónsson af bréfi Coopers & Lybrand til allra þingmanna, svo þeir geti sett sig inn í umsögn þessa endurskoðunar- aðila. — Kjartan sagði að upplýs- ingar ráðherra varðandi súrálsverð í Noregi og Ástralíu væru ekki tæmandi og dyggðu skammt, einar út af fyrir sig, til að sækja okkar mál. Það sem ráðherra las úr bréfi endurskoðunaraðilans sýndi það eitt að menn þar kynnu að leggja saman og draga frá, en ekki það sem eftir hefði verið leitað. Ég vona sannarlega, bæði vegna ráð- herrans og okkar allra, að hann hafi mikilvægari gögn í fórum sínum. Þá upplýsti forsætisráðherra á engan hátt, hvern veg staðið hafi verið að eftirliti með súrálsverði í iðnaðarráðherratíð hans. Kjartan sagði að ekki skorti á eftirlit með skattmálum smælingj- anna í þjóðfélaginu, þar væri allt grannt skoðað, en illa gengi að fá fram upplýsingar frá þessum tveimur iðnaðarráðherrum um eft- irlit með hér umræddu máli, svo stórt sem það þó væri í sniðum. Full ástæða er til þess að úttekt verði gerð þar á og þó fyrr hefði verið. Hafi samningar verið sviknir verður að taka á því máli með einurð og festu. En ef hér er um vindhögg eitt að ræða þá þarf líka ýmislegs að spyrja. (Er hér var komið var umræðu frestað vegna þingflokksfunda.) Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) tók til máls að loknu hléi, og lagði áherslu á mikilvægi málsins. Hann gagnrýndi málsmeðferðina og spurði hvort nauðsynlegt hefði verið að leggja málið fram að svo stöddu, hvort ekki hefði átt að bíða frekari upplýsinga. Þá spurði hann um hvernig samstarf yrði haft við stjórnarandstöðuna um málið, og einnig um hvort sendinefnd hefði verið gerð út til Ástralíu vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson (Abl) svaraði, og sagðist ekki hafa Jagt málið fyrir Alþingi vegna mikilla anna þar í síðustu viku fyrir jól. Hann sagði rétt að maður hefði verið gerður út til Ástralíu vegna málsins, það væri Ingi R. Helgason hrl. sem farið hefði að beiðni iðnaðarráðuneytis og kynnt sér málið. Hjörleifur sagði að ekki hefði verið talið rétt að bíða með málið, þar sem það væri þegar farið að kvisast út, meðal annars til fjölmiðla, en áfram yrði haldið að kanna það. Telexskeyti hefði verið sent til fyrirtækisins í Sviss, þangað hefði farið sendimaður héðan og aðstoðarforstjóri þaðan komið hingað til viðræðna, en skýrari svör kæmu væntanlega síðar um ýmsa þætti málsins. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) Gunnar Thoroddsen sagði skýringar ráðherra ekki nægilegar, hann hefði lagt málið fram á blaðamannafundi í áróð- ursskyni í stað þess að kynna það fyrst á Alþingi. Þá kvaðst Ey. Kon. vilja fá skýrari svör frá forsætis- ráðherra um hvað hefði verið gert í tíð hans í iðnaðarráðuneytinu, en svör hans fyrr um daginn hefðu verið í óskýrum véfréttarstíl. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra ítrekaði fyrri svör sín, en sagði jafnframt, að ekki þætti ástæða til að tortryggja hið er- lenda fyrirtæki svo að á hverju ári þyrfti að gera rannsóknir á starf- seminni á hverju ári. Þorvaldur G. Kristinsson (S) tók aftur til máls og ítrekaði spurningu sína um hvernig sam- starfi við stjórnarandstöðu um málið yrði háttar. Eyjólfur K. Jónsson (S) kvaddi sér á ný hljóðs, og sagði það nú komið fram, að ekkert hefði verið gert í að kanna málið á tíma Gunnars Thoroddsens sem iðnað- arráðherra, og væri gott útaf fyrir sig að fá það fram. Greinilegt sagði hann hins vegar að Hjörleifur ætlaði ekkert samstarf að hafa við stjórnarandstöðuna, þótt vera kynni að hann neyddist til þess. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra tók enn til máls og sagði að samstarf yrði haft við stjórnarandstöðuna, en ekki lægi fyrir áætlun um á hvern hátt. Kjartan Jóhannsson (A) kvaðst vænta þess að þetta mál og þessi umræða á Alþingi yrði til þess að í framtíðinni yrði betur fylgst með þessum málum en hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.