Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 Fjölbrautaskólinn á Akranesi Akranes: Opin vika hjá Fjöl- brautaskólanum DAGANA 22.-28. febrúar verður svonefnd opin vika i Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Þessa viku er brugðið út af venjulegu skóla- starfi og þess i stað hafa nemend- ur og kennarar skipulagt fjöl- breytta dagskrá, sem öllum er heimil þátttaka i. Tilgangurinn með opinni viku er í meginatriðum þríþættur: — að gera nemendum kleift að kynnast ýmsum þáttum atvinnulífs og vinna að verkefnum, sem þeir hafa hug á, en alla jafna ekki tækifæri til að starfa við — að sinna nokkrum þáttum menningar, sem ekki er nægilegt rúm fyrir innan marka stundaskrár — og síðast en ekki sízt er sótzt eftir því að auka tengsl skólans og almennings og er því skólinn opinn öllum bæjar- búum þessa viku og er þeim boðin þátttaka í öllum dagskrárliðum. Opin vika er nú haldin í þriðja sinn og er orðin fastur þáttur í starfi vorannar, enda hefur hún mælzt vel fyrir hjá nemendum og öðrum bæjarbúum. Unnið verður að verkefnum, sem m.a. miða að því að varpa ljósi á félagslega aðstöðu ýmissa samfé- lagshópa. Fólki gefst kostur á að sjá leikrit, hlýða á tónlist, kynnast bókmenntum og hlusta á fyrir- lestra um margvísleg efni svo eitthvað sé nefnt. Magnús L. Sveinsson formaður VR: Berum saman kjör VR og BSRB og ákveðum síðan viðbrögð okkar Verzlunarmannaiélag Reykja- kíkur hefur nú til athugunar hvernig bregðast á við þeirri leið- réttingu kjara, sem BSRB samdi um við rikið á dögunum. Sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, að hagfræðingur félagsins ynni nú að samanburði á kjörum BSRB og VR eftir viðbótarsamn ing BSRB. — Ég geri ráð fyrir að þessari úttekt verði lokið um miðja næstu viku, sagði Magnús L. Sveinsson, — og þegar hún liggur fyrir verður tekin ákvörðun um viðbrögð. Eftir slíkan samanburð á árinu 1977 var ljóst að við höfðum dregizt verulega afturúr, en töldum bilið hafa jafnazt nokkuð í október sl. Nú virðist bilið hafa aukizt, en ég vil gera mér sem bezta grein fyrir stöðunni áður en við ræðum um framhald. Ef í ljós kemur að bilið er verulegt er um tvennt að gera, annað hvort áskilj- um við okkur allan rétt og brúum bilið við gerð næstu samninga eða óskum eftir viðræðum við vinnu- veitendur. Bókauppboð Klausturhóla á morgun GUÐMUNDUR Axelsson uppboðs- haldari i Klausturhólum efnir til hókaiipphoðs í verzlun sinni að Laugavegi 71 klukkan 14 á morg- un, sunnudag. Á uppboðinu eru 160 númer og verða bækurnar sýndar i Klausturhólum klukkan 9—17 i dag. Margar eigulegar bækur er að finna á uppboðsskránni svo sem frumútgáfu af Barni náttúrunnar, íslenzka sagnaþætti, sögur af Þuríði formanni og þjóðsögur og ævintýri Jóns Arnasonar nefnt. Taf If élag Reykjavíkur: Jóhann Hjartar- son teflir fjöl- tef li í dag *m VfcfKWR ZNéW WHO/ f» Vff ýfí'flL WfiAMKMtirNl v»6trov)^/vr WM SWftT VÍ VÍW7U ftt rVfW/EKK) SE 61ÓKOÍ.V10S WrZEVSfl SEW Y&yjr/ 90 Sfflfl WfTIMNW tí YWOS/fW" í DAG laugardag teflir íslandsm- eistarinn Jóhann Hjartarson fjöl- tefli við börn og unglinga í félagsheimili Taflfélags Reykja- víkur að Grensásvegi 44. Fjölteflið hefst kl. 14.00 og er öllum heimil ókeypis þátttaka meðan húsrúm leyfir. 9 K&9 RIBBENSTEG Svínasíða aö dönskum hætti. borin fram meö rauökáli. sykurbrúnuðum kartöflum. eplum og ávaxtahlaupi. Jón Ólafsson leikur á píanóið kl. 7-8 Fóstbræður Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar. Verö aðeins kr. 85.- Barber Shop Hinn vinsæli og síkáti ..Barber Shop" kvartett tekur lagið. Kvikmyndasýning í hliðarsal veröur frumsýnd kynningarmynd um ferðir Samvinnu- ferða-Landsýnar til Rimini, Portoroz og Danmerkur. Spurningakeppni Áfram er haldið með spurninga- keppni fagfélagana. Nú reyna járn- iðnaðarmenn að rjúfa óslitna sigur- göngu verslunarmanna. í Tískusýning Modelsamtökin að venju í glænýjum og glæsilegum tískufatnaði. Bingó Að venju verður spilað bingó um glæsileg ferðaveröiaun. K*? KfdSá Nú skemmtum við okkur á konudeginum og Givenchy Paris verður aö sjálfsögöu i hatiðarskapi og færir konunum gjafir. ____ Gfistur kvöldsins - - Heiðursgestur kvóldsins er Jorgen L0ye. fulltrúi Dansk Folke Ferie sem skipuleggur Danmerkur- og Möltu- ferðir Samvinnuferða-Landsýnar. K^ ^V k(M Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Helena halda aö venju uppi stanslausu fjöri á dansgólfinu. Kynnir Magnús Axelsson - Stjórnandi Sigurður Haraldsson Dansað til kl. 01 - Húsið opnað kl. 19 / Borðapantanir i sima 20221 e.kl. 4 i dag. sT~/ / Samvinnuferdir-Landsýn (^- AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ^"^ f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.