Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 I.jósm. Mbl. Kristján. Sverre Hamre og ólaf ur Jóhannesson ræddust við i gærmorgun og var þessi mynd þá tekin. Sverre Hamre heldur ræðu á fundi SVS í dag HÉR á landi er nú staddur Sverre Hamre hershöfðingi, æðsti yfirmaður varna Noregs. Hann er hér í boði Samtaka um vestræna samvinnu. I dag, laugardag, heldur Hamre ræðu og tekur þátt í umræðum á fundi, sem haldinn er í Átthagasal Hótel Sögu og hefst klukkan 12. Umræðuefnið verður: Sjónarmið Norðmanna í varnarmálum og varnir á norð- urslóðum. Ræðu sína flytur Hamre á ensku. Fundurinn er ætlaður félagsmönnum SVS og eru þeir hvattir til að mæta vel og taka með sér gesti. í för sinni hingað hefur Sverre Hamre rætt við ýmsa aðila. Yf irvinnubann boðað á vertíðinni í Eyjum Verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum hafa boðað yfirvinnubann í Eyjum frá og með 26. feb. n.k. vegna meintra brota í sambandi við ný lög um vinnutíma, en lög frá 1. jan. sl. gera ráð fyrir að ekki sé unnið lengur en 14 tíma á dag, eða til kl. 22 nema við björgun sjávarafla þegar vinna má allt til kl. 24. ASÍ og VSÍ hafa ekki samið um þessi atriði, en þetta getur skapað vand- Vegna nýrra laga um vinnutima ræði í verstöðvum þar sem bátar koma með óaðgerð- an afla að landi. Verkalýðsfélögin í Vestmanna- eyjum ætla nú að láta reyna á þetta en atvinnurekendur og verkalýðsfélögin í Eyjum héldu sameiginlegan fund í sl. viku þar Teljum atvinnu við sjónvarpið tryggða um nýgerðan samning Svissneskt leigu- f lugf élag f lýgur hingað 11 ferðir SVISSNESKT leiguflugfélag, CTA, mun fljúga nokkrar ferðir hingað til lands i sumar frá Ziirich með svissneska ferða- menn á Caravelle-þotum. Eru ferðir þessar skipulagðar af ferðaskrifstofu í Sviss, Sagareis- en. Svissneska flugfélagið flýgur 11 ferðir, en Arnarflug mun fara 14 ferðir milli Keflavikur og ZUrich. Halldór Sigurðsson, sölustjóri Arnarflugs, sagði, að Arnarflug hefði sl. sumar setið eitt að þessum ferðum, en nú hefðu flug- málayfirvöld þar í landi komið því svo fyrir að hið svissneska flugfé- lag fengi hluta af .þessu verkefni. Gæti svo farið, að enn fleiri ferðir kæmu í þess hlut. Áður hefur verið skýrt frá því í Mbl., að danska flugfélagið Sterl- ing muni fljúga hingað tvisvar í viku í sumar á leið sinni til Grænlands og norska félagið Braathens er einnig væntanlegt með nokkrar ferðir. Halldór Sig- urðsson kvað ferðir erlendra leigufélaga hafa áhrif á starfsemi Arnarflugs, en ekki mjög mikla þar sem þessi svissneski markaður væri nokkuð nýr. Sveinn Sæm- undsson, blaðafulltrúi Flugleiða, kvað ferðir félaga frá Norðurlönd- um án efa geta dregið úr farþega- fjölda hjá Flugleiðum, ekki sízt ef innlendar ferðaskrifstofur seldu Islendingum þessar ferðir. — Öll áætlunarflugfélög lenda í þessum erfiðleikum og það er algengt, að leigufélög fleyti rjómann ofan af á háannatímanum, þegar áætlun- arfélögin þurfa að ná sem beztri nýtingu og tekjum til að geta haldið uppi nauðsynlegri þjónustu aðra árstíma, sagði Sveinn. Hann kvað erlend félög stundum undir- bjóða, en stundum hefðu Flugleið- ir ekki vitað um slíkar ferðir og því ekki getað gert tilboð, en stjórnvöld gætu gripið inn í og verndað áætlunarfélög að vissu marki í tilvikum sem þessum. segir Gísli Alfreðsson FÉLAG ísl. leikara og Rikisút- varpið undirrituðu í gær nýjan kjarasamning leikara vegna vinnu við útvarp og sjónvarp. Gisli Alfreðsson formaður Félags ísl. leikara tjáði Mbl. að samning- urinn við útvarp fæli aðallega i sér ýmsar lagfæringar og við sjónvarpið væri tryggður hlutur islenzkrar leiklistar. Gísli Alfreðsson sagði aðalágr- einingsefnið hafa verið vinnu við sjónvarp vegna samdráttar í ís- lenzkri dagskrárgerð. Sagði Gísli að leikarar teldu sig hafa fengið viðunandi tryggingu fyrir því að íslenzkri leiklist verði gert veru- lega hátt undir höfði og á móti lækkuðu leikarar endursýn- ingargjald um 50%. Sagði Gísli að sjónvarpið myndi tryggja þetta með því að sýna eitt íslenzkt leikrit í mánuði nýtt eða endur- sýnt og kvað Gísli deilu þessa ekki hafa snúizt svo mikið um launalið- inn. Leikarar munu koma til félagsfundar á mánudag, en sam- ningur þessi tekur einnig til söngvara, listdansara og leik- myndateiknara. Félag leikstjóra hefur enn ekki lokið samningum sínum, en þeir munu þó vera í sjónmáli. Guðbjörn Jensson látinn Bygging Landssmiðjunnar við Skútuvog: Ákvarðanatöku frestað í borgarstjórn Samþykkt að kynna Sundasamtökunum málið TILLAGA frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að fresta skyldi afgreiðNlu erindis varðandi byggingu Landssmiðjunnar við Skútuvog og visa málinu til umsagnar umhverfismálaráðs, var felld í borgarstjórn á fimmtudagskvöld með 8 atkvæðum gegn 7. Tillagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu 21. liðar fundar- gerðar borgarráðs frá 3. febrúar og vísa málunum til umsagnar umhverfismálaráðs. . Jafnframt verði Sundasamtökunum kynntar fyrirhugaðar byggingarfram- kvæmdir á Sundasvæðinu, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um fyrirhugaða byggingu Lands- smiðjunnar við Skútuvog." Meirihlutinn lagði fram brevt- ingartillögu við tillögu sjálfstæð- ismanna og var sú tillaga sam- þykkt. Breytingartillagan var svo- hljóðandi: „Tillagan orðist svo: Borgar- stjórn samþykkir að fresta af- greiðslu á 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar og felur borgarstjóra ásamt Borgarskipu- lagi að kynna Sundasamtókunum fyrirhugaðar byggingarfram- kvæmdir." GUÐBJÖRN Jensson skipstjóri lézt á gjörgæzludeild Borgarspít- alans i Reykjavik í fyrradag 53 ára að aldri. Guðbjörn var fædd- ur 18. apríl 1927 í Reykjavík. Guðbjörn Jensson lauk fiski- mannaprófi hinu meira frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1950. Var hann háseti árin 1944 til 1951 og stýrimaður 1951 til 1961, lengst af á bv. Hvalfelli. Frá 1961 til 1975 var hann skipstjóri á ýmsum togurum, síðast skuttogaranum Snorra Sturlusyni. Hefur hann síðan farið í nokkrar afleysinga- ferðir. Síðustu árin stundaði hann nokkra alifuglarækt í Helguvík á Álftanesi. Eftirlifandi kona hans er Vikt- oría Skúladóttir og eignuðust þau fjóra syni. Steingrimur Hermannsson sjávarutvegsráðherra: „Greina þarf betur á milli i ýmsum atriðum björgunarþjónustu á sjó" „ÉG TEL að það eigi að skoða mjög vel öll atriði varðandi björgunarþjónustu á sjó og tryggja það að aldrei verði hafnað besta kostinum, slíkt má ekki eiga sér stað," sagði Steingrimur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra í samtaii við Mbl. í gær. „Það eru mörg atriði í þessum efnum sem þarf að athuga og ég hóf könnun á þessu þegar ég var dómsmálaráðherra, en það þarf að greina betur á milli ýmissa atriða sem hafa verið bitbein, svo sem þess hvort verið sé að bjarga skipi frá því að farast eða losa net úr skrúfu í stilltu veðri. Það er ekki óeðlilegt að varð- skipsmenn hafi einhver björgun- arlaun, því þeir þurfa oft að setja sig í ákveðna hættu, en ég tel ástæðu til þess að greina á milli í ýmsum atriðum." sem þessi nýju lög voru rædd og áhrif þeirra á fiskvinnsluna. Var ákveðið þar að skoða þessi mál nánar hjá heildarsamtökunum í Reykjavík, en á fundinum í Eyjum voru m.a. fulltrúar ASÍ, Vinnu- veitendasambands íslands og nýskipaður forstöðumaður vinnu- eftirlits ríkisins. Ef yfirvinnubannið tekur gildi hefur það a.m.k. kosti fyrst í stað slæm áhrif fyrir bátaflotann, því þá lyki vinnu við fiskmóttöku kl. 5 og bátar yrðu að koma að landi mun fyrr en venjulega, sérstak- lega við þær erfiðu aðstæður til 'sjósóknar sem hafa verið að undanförnu vegna tíðarfarsins. Ekkert annað verkalýðsfélag á landinu hefur boðað til yfirvinnu- banns vegna þessara atriða. Hægt miðar um togara- og bátakjör HÆGT gengur í samningavið- ræðum um togara- og báta- kjör. Fundir voru haldnir í gærmorgun, en sökum anna ýmissa samninganefndar- manna frá báðum aðilum var fundum slegið á frest þar til árdegis í dag. Þótt hægt gangi, segja aðilar, að miði i áttina, en þó er vart búizt við, að samningar takist fyrr en eftir næstu helgi. Verkföllum á togaraflotan- um, sem komu til framkvæmda 9. febrúar og á bátaflotanum, sem koma átti til framkvæmda 16.v febrúar, hefur nú verið frestað til 26. febrúar og var það gert í sambandi við lausn fiskverðsvandans. Steinn Stein- sen látinn STEINN Steinsen verkfræðing- ur, fyrrum bæjarstjóri, lézt á Landspítalanum i Reykjavik i fyrradag. Steinn var fæddur 20. júni 1891 á Fjósum i Laxárdal i Dalasýslu. Steinn Steinson lauk stúd- entsprófi í Reykjavík 1912 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1922. Rak hann eigin verkfræðistofu í Reykjavík árin 1930 til 1934 og annaðist þá einkum útreikninga og teikningar á járnbentri stein- steypu, m.a. í Þjóðleikhúsið, Landakotsspítalann, Landssíma- húsið og Sundhóllina, en áður vann hann við undirbúning Flóa- áveitunnar og hafði umsjón með framkvæmd verksins. Steinn Steinsen var bæjarstjóri á Akur- eyri árin 1934 til 1958, en eftir það rak hann eigin verkfræðistofu í Kópavogi. Steinn var formaður Verkfræðingafélags íslands árin 1932 til 1934. Kona hans var Anna Eggerts- dóttir sem lézt árið 1965 og eignuðust þau tvo syni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.