Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 1E bók? Það er spurningin um „þráðinn að ofan", sambandið við Guð. Síst skal ég neita því, að Biblían getur verið torveld aflestrar. Engin góð og mikil bók er reyndar auðveld á sama hátt og prentað léttmeti. Stað- gott efni rennur ekki ofan í mann og niður af manni aftur eins og flautir dagblaða, sæt- indi reyfara eða inngjafir eit- urritlinga. Ég veit ekkert verk, ritverk eða annað, er geti talist veigamikið og ábatasamt, sem ljúki sér upp viðstöðulaust og án allrar fyrirhafnar. Það er löngum svo, að því meira sem að kveður um tilþrif, andagift og auðlegð slíks verks, því meira leynir það á sér, og gagnið og yndið, sem af því verða, byggjast á varanlegum, stöðugum og oft nokkuð áreynslusömum kynnum. Biblían er ekki undantekn- ing í þessu. Það er margt í henni, sem skírskotar umsvifa- laust til hverrar heilbrigðrar 1. Þegar ég lýk upp Biblíunni minni hef ég hugfast, að Guð er hjá mér og vill tala við mig. Ég ætla að hlusta á hann, ekki sjálfan mig, kynnast hans hugsun, beygja mig fyrir hans athugasemdum við mig og lífið mitt en ekki að gera athuga- semdir við orð hans. En til þess að heyra það, sem Guð vill við mig tala, er ekki nóg að sjá orðin eins og þau standa á blaðsíðum bókarinnar. Ég þarf að opna hug og sál. Og það gerist með bæn. Bænin er lykill að Drottins náð. „Tala þú, Drottinn, ég vil hlýða á það, sem Guð Drottinn talar." Með slíkri bæn og ákvörðun skal hefja lestur Biblíunnar hverju sinni og sú bæn skal búa í huga meðan lesið er. Og það, sem ég les, geri ég að bænarefni: „Lát mig skilja, hlýða, helga mig í sannleikanum." Ég skil kannski ekki allt, sem ég les. Það gerir ekkert til. Mark Twain sagði: „Fólk er alltaf að vandræðast yfir því, að það sé Hvaða gagn er að svo gamalli bók eins os Biblíunni í nútíma Fyrst ættum við að koma okkur saman um það, að nota ekki orðið „nútímalíf" með neinu yfirlæti. Við erum ekkert merkilegra fólk en það, sem lifað hefur á undan okkur. Nútíminn getur vissulega miklast af stórum afrekum. En hann má líka fyriverða sig fyrir hrapalleg slys og ótrúlega staurblindu. Og ótvíræða af sið- un. Stjórnmálasaga aldarinnar og líðandi stundar ber þess merki. Eða hvað? Og þó að kjór manna, öll aðbúð og félagsleg aðhlynning hafi batnað til stórra muna, þá er ekkert auðvelt að lifa nú á dögum, ekki vandalaust að lifa nú- tímalífi án innri áfalla. Um 'það eru dæmin deginum ljós- ari. Fyrir utan það, að maður nútímans er ekki tryggður fyrir ytri áföllum. Hann getur beðið heilsutjón, misst ástvini, lent í árekstrum við nákomna. Og „enginn dauðanum ver". Það megum við líka vita, að afrekin í bókmenntum eru ekki öll frá því í dag eða gær. Það eru til listaverk frá fjarlægum tímum, bækur og annað, sem eldast ekki. Sumt yngist með aldri, birtir sífellt nýjar hliðar og ný djúp þess innsæis og meistarabragða, sem þar eru fólgin. Einhver hefur sagt: „Verk er klassískt, sístætt, þegar það er alltaf nýtt." Slíkar gamlar bækur eru til. Það vitum við báðir. Og mér þykir það engin fjarstæða, sem maðurinn sagði: „Þegar ég vil kynnast nýrri hugsun, tek ég gamla bók." Hvaða gagn? Svo spurði líka köngulóin í ævintýri Andersens um „þráð- inn að ofan". Hún spann þráð og festi hann við grein efst í háu tré. En hún kunni ekki við sig þar uppi og ákvað að spinna sig niður. Þar lenti hún í stórum þyrnirósarunna og spann mikinn vef um allt lim og kvisti hans. Og vefurinn var festur við þráðinn að ofan, sem köngulóin hafði sjálf lesið sig á ofan úr trjákrónunni. Vefurinn varð stór og fagur og köngulóin var fengsæl og hreykin yfir verki sínu. En einn morgun, þegar hún var að kanna snilld- arverk sitt, sá hún í efsta horni vefsins þráð, sem hún kannað- ist þá ekki við. Hún var búin að gleyma, að hún hafði komið niður á þessum þræði og að hann hélt vefnum uppi. Nú sá hún engan tilgang og ekkert gagn í þessum þræði, sem lá beint upp í loftið, út í bláinn. Og hún hafði snör kjafttök og beit á þráðinn. En þá datt vefurinn auðvitað, hrundi allur og varð ónýtur. Hann hafði hvílt á einum, nær ósýnilegum þræði, þræðinum að ofan. Köngulóin var heimsk. Hún mátti vera hreykin yfir tækni sinni — köngulóarvefur er mikið snilldarverk. En með öll sín mörgu augu og frábæru fimi varð hún blind á það, sem mestu skipti, hún gleymdi hvaðan hún kom og að lífsverk hennar hvíldi á einni taug, líftaug að ofan. Erum við, nútímans fólk, svona heimsk? Það er ljóst, hvað skáldið er að fara. Viltu ekki hugleiða, hvort áminning þessa ævintýris kunni ekki að eiga tímabært erindi við þig? Og nútímann almennt? Hvaða gagn er að Biblíunni, gamalli Herra Sigurbjörn Einarsson biskup hugsunar sakir fegurðar, visku og djúpsæis. Þar er margt, sem barnið skilur, tær og gagnsær vísdómur. Raunar getur það hið sama orðið ævilangt íhug- unarefni og vakið þroskuðustu spekingum aðdáun, undrun, frjóar spurningar æ að nýju. Það má sækja mikla nautn í Biblíuna, þótt hún sé aðeins lesin sem bókmenntir. En þá fyrst er hún lesin í samræmi við þann skilning, sem hún hefur á sjálfri sér og erindi sínu, þegar leitað er til hennar í því skyni að heyra Guð tala til hjarta og samvisku og treysta þann þráð, sem tengir lífið honum. Hér eru fáeinar bendingar um notkun Biblíunnar til gagnsmuna. svo margt í Biblíunni sem það skilur ekki. Ég fyrir mitt leyti er einlægt í vandræðum með það, sem ég skil." Ég tek undir þetta. Auðskilj- anleg eru orðin: Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllum huga, sál og mætti, og náung- ann eins og sjálfan þig. Fögur og einsæ er lífsreglan gull- væga: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Hið eina erfiða við slík orð er að fara eftir þeim. Og það sem sagt er í Biblíunni um miskunn og kærleika Guðs, það er ekk- ert torf. Hið eina torvelda í því sambandi er að geta treyst þeim orðum og láta þau móta líf sitt. Ég þarf ekki öðruvísi Biblíu. En ég þyrfti að vera öðruvísi sjálfur en ég er. Biblían þarf að breyta mér. Ég þarf ekki að hreinsa hana. En ég þarf að biðja daglega með orðum hennar: „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda." Þegar ég hnýt um eitthvað í Biblíunni, sem vel getur komið fyrir, þá minnist ég þess, að hún er ekki sniðin eftir mínum stakki, tíma, skilningi eða að- stæðum. Hún er gefin kynslóð- um, óteljandi einstaklingum með mismunandi þarfir, þroska og kjör. Hún hefur eitthvað handa öllum, líka mér. Ég leita þess, sem varðar mig og mér er ætlað. Og ég fylgi reglu William Booths: „Ég les Biblíuna eins og ég borða fisk — ég legg beinin til hliðar." 2. Ég reyni að lesa daglega í Biblíunni, einhvern kafla, helst eftir vissri reglu, þannig að ég lesi ákveðin rit í samhengi. Það ætti helst ekki að bregðast, að Guðs orð fái sína ákveðnu stund á deginum, skemmri eða lengri eftir ástæðum. Stund að morgni, jafnvel stutt, getur gefið ómetanlegt veganesti fyrir komandi dag. 3. Það er gömul og gild regla handa þeim, sem vilja hefja biblíulestur, að byrja ekki eins og venjulega er byrjað á bók- um, þ.e. á fyrsta blaði, heldur á guðspjöllunum eða Postulasög- unni. Biblían er ekki ein bók, heldur ritsafn. Og guðspjöllin eru inngangur að því öllu. „Ég er dyrnar," sagði Jesús. Um þær dyr verður að ganga inn í sali Biblíunnar. 4. Þegar ég les guðspjöllin hugsa ég mér, að ég sé meðal þeirra, sem leituðu Jesú og hlýddu á hann, þegar hann var sýnilegur hér á jörð, einn þeirra, sem komu til hans og báðu um hjálp, sjálfum sér eða öðrum til handa. Og hann segir við mig eins og þá: „Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki . burt reka." 5. Ég heyri Jesú flytja orð lífsins, sé hann ganga um kring og gjöra gott og græða alla, sé hann ofsóttan og kross- festan, sé hann vinna sigur á synd og dauða. Og í ljósi páskanna fylgi ég vinum hans áfram og les önnur rit Nýja testamentisins. Ég finn, hvern- ig þeir verða gagnteknir af mætti hins upprisna Drottins og höndlaðir af anda hans. Ég sé, hvernig þeir taka að vitna um konungdóm hans og flytja öllum heimi fagnaðarboðin um sigur hans og líf. Ég les um þetta í Postulasögunni og bréf- unum. Ég tek undir með þeim, sem vitna þar. Ég bið um þann heilaga anda, sem gaf þeim sýn, svo að þeir gátu sagt: „Vér sáum dýrð hans." Á bak við þeirra sterku trú og mína veiku er bæn hans: „Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki einung- is fyrir þessum, heldur einnig fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra ... Ég vil að þeir séu hjá mér þar sem ég er og sjái dýrð mína. 6. Gamla testamentið les ég með Jesú Kristi. Það var hans Biblía. Hann las það stöðugt, lagði út af orðum þess, lifði og dó með orð þess á vörum. Hann sagði að það vitnaði um sig. Ljósið í Gamla testamentinu birtist í mörgum litbrigðum, eins og árdegisbjarmi, sem roðar ský og boðar uppkomu sólar. Kristur er sólin. Gamla testamentið lýsir að sama skapi sem maður vill ganga í birtu Krists og láta dögun hans renna upp yfir lífi sínu og játast honum sem Drottni sín- um og f relsara. Sigurbjörn Einarsson Að biðja með börnum Jæja, hvað eigum við helzt að kenna? Nokkur hópur fólks, líklega um 10 manns, var saman kominn í kirkju einni á höfuð- borgarsvæðinu í haust. Þessi hópur ætlaði að annast barna- starf safnaðarins í vetur og var að ræða verkefnið. Þarna voru ömmur og afar og ungar mæð- ur, svo og organleikarinn og presturinn. Það stóð ekki á svarinu við spurningunni. Ein amman sagði: „Við skulum fyrst og fremst kenna þeim vers og bænir. Skólinn kennir þeim biblíusögurnar en minna af versum, en þau verða allir að kunna." Við frekari umræður kom í ljós hvílíkt gildi gömlu barna- versin hafa í huga þeirra sem þau kunna og nota. Það var vitnað til skipbrotsmanns, sem sagði frá því, að þegar hann féll í sjóinn, kom fram í hugann gamalt vers, sem hann hafði lært í æsku og var næstum gleymt. Þetta vers fyllti vitund hans meðan hann barðist þarna í hafrótinu. „Kristur minn ég kalla á þiií. komdu að rúmi minu. Græðarinn Jesús geymdu mix. Guð i faðmi þínum." Og nú er barnastarfi þessa safnaðar þannig hagað, að vissan hluta af samverunni er barnahópnum skipt í smáhópa sem safnast kringum „ömm- urnar" og „afana" sem þarna eru og kenna börnunum eitt vers á hverjum sunnudegi. Nú hafa börnin þegar lært milli 10 og 20 vers. Lesendum er boðið að senda spurningar sem fjalla um kristni og þjóðlíf til síðunnar. Biskup og fleiri guðfræðingar munu svara þeim á þessum vettvangi. Utanáskriftin er: Á Kristni- boðsári, c/o Bernharður Guðmundsson. Ritstjórn Morgunblaðsins, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.