Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 43. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tilraun með geimskutlu gekk vel Kanaveral-höfoa, Florida, 20. febrúar. AP. HINIR þrír geysiöflugu hreyflar geimskutlunnar Columbiu vökn- uðu til lífsins i dag með miklum drunum þegar fram fór þýð- ingarmikil tilraun, sem skera mun úr um það, hvort unnt verður að senda geimskutluna ásamt geimförum á braut um jörðu i april nk. „Allt gekk eins og í sögu og hreyflarnir unnu eins og til var ætlast," sagði í tilkynningu stjórnstöðvarinnar, en stefnt er að því, að Columbia fari á braut um jörðu 7. apríl nk. eða tveimur árum síðar en upphaflega var áætlað. Vísindamenn eiga raunar eftir að leggja endanlega blessun sína yfir tilraunina í dag en flestir telja, að með henni hafi verið yfirstiginn erfiðasti þröskuldur- inn í þeim byltingarkenndu breyt- ingum, sem verða munu á geim- könnun Bandaríkjamanna með tilkomu skutlunnar. Meðal ánægðra áhorfenda að tilrauninni í dag voru geimfar- arnir tveir, John Young og Bob Crippen, sem stjórna munu Col- umbiu í jómfrúrferðinni. „Við erum ferðbúnir," sagði Young, sem á að baki fjórar geimsigl- ingar og hefur m.a. spássérað um á tunglinu. Þremur ræðismönnum rænt á Norður-Spáni Madrid. 20. febrúar. AP. BASKNESKIR aðskilnaðarsinnar rændu i dag ræðismonnum Austur- ríkis. Uruguay og El Salvador á Norður-Spáni og gerðu einnig ár- angurslausa tilraun til að ræna ræðismanni Portúgala. Að sögn lögreglunnar vakir það fyrir mannræningjunum að þvinga st jornvóld til að leysa úr haldi 300 skæruliða ETA-samtakanna, að- skilnaðarhreyfingar Baska. Ráðist var inn á heimili ræð- ismannanna í nótt og þeir fluttir strax á brott en nokkrir skærulið- anna höfðu gætur á húsunum til morguns. Mikil leit var hafin að skæruliðunum þegar uppvíst varð um mannránin en þegar síðast fréttist hafði hún engan árangur borið. Lögreglan telur að mannræningj- arnir séu úr hinum hófsamari armi ETA-samtakanna og dregur þá ályktun af orðaskiptum þeirra við fjölskyldur ræðismannanna. Þeir sögðust ræna mönnunum vegna „basknesku fanganna" og til að vekja „alþjóðlega athygli" á kröfum aðskilnaðarsinna um uppgjóf saka. Einnig gáfu þeir í skyn við fjöl- skyldu austurríska ræðismannsins, að honum yrði ekki haldið lengi. Embættismenn stjórnarinnar drógu einnig mjög í efa, að mann- ránin væru gerð til að hefna Baskans, sem spænska lögreglan er sökuð um að hafa pyntað til bana, vegna þess, að hann hefði verið félagi í róttækari armi ETA, sem sakaður er um að bera meginábyrgð á 95 pólitískum morðum á Spáni á síðasta ári. Suthclif fe formlega ákærður um 13 morð Dewsbury, Englandi, 20. febrúar. AP. VÖRUBÍLSTJÓRINN Peter Suthcliffe, sem grunaður er um að vera hinn svokallaði „kvennamorðingi frá Yorkshire", var í dag formlega ákærður um að hafa myrt 13 konur og gert tilraun til að myrða aðrar sjö. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin fara fram, en búist er við þeim i byrjun næsta mánaðar. Mikill viðbúnaður var viðhafður þegar Suthcliffe var fluttur til dómshússins og óllum nálægum götum lokað til að koma í veg fyrir að atburðirnir frá 5. jan. sl. endurtækju sig. Þá safnaðist sam- an mikill mannfjöldi fyrir utan réttarsalinn, sem hafði í hótunum við sakborninginn og hrópaði að honum ókvæðisorð. Peter Suthcliffe var hljóður og án allra svipbrigða þegar ákær- urnar á hendur honum voru lesnar upp, en hann er sakaður um að hafa myrt 13 konur og reynt að myrða aðrar sjö. Ákærandinn sagði, að lögreglan myndi leggja fram ýmis sönnunargógn við rétt- arhöldin, t.d. „teikningar, kort og ljósmyndir, sem sakborningurinn hefði tekið... og átta aðra hluti". Þar mun vera átt við skrúfjárn, hamar og nokkra hnífa sem fund- ust í fórum Suthcliffes. Friðarverðlaunahafinn Adolfo Perez Esquivel heldur út úr lögreglustöðinni i fylgd rómversk-kaþólska kardinálans i Sao Paulo. Esquivel var handtekinn i fyrrakvöld, hafður í haldi í tvær stundir og varaður við að láta sér nokkuð það um munn fara, sem viðkæmi mannréttindamálum i Brasiliu, ella yrði hann rekinn úr landi. - AP-simamynd Friðarverðlaunahafa hótað með brottrekstri Sao Paulo, 20. febrúar. - AP. Argentinumaðurinn Adolfo Per- ez Esquivel, sem fékk friðarverð- laun Nóbels á siðasta ári, var i gær tekinn í vörslu brasilisku Pólland: Matarskömmtun á næstu grösum Varsjá. 20. febriiar. - AP. BÆNDUR i Suðaustur-Póllandi komust i dag að samkomulagi við fulltrúa stjórnvalda og er ekki vitað til annars en að allt sé nú með kyrrum kjörum i landinu. Stjórn Jaruzelskis, hins nýja forsætisráð- herra, gefst nú tækifæri til að snúa sér af alefli að efnahagsmálunum og er búist við, að ekki dragist lengur úr hömlu að tilkynna mat- arskömmtun i Póllandi, sem ganga átti i gildi um siðustu áramót. Hin opinbera pólska fréttastofa, PAP, sagði í dag, að Sovétmenn hefðu ákveðið að veita Pólverjum greiðslufrest á lánum, sem þeir hefðu veitt þeim, en engar tölur voru nefndar í því sambandi. í næstu viku munu vestrænir lánar- drottnar Pólverja halda fund í París þar sem afborgunarskilmálarnir verða endurskoðaðir Á fundi, sem Jaruzelski átti í gær með starfsmönnum lyfjaverksmiöju nálægt Varsjá, sagði hann, að stjórnin ætlaði að sjá til þess, að „Pólland yrði ekki gjaldþrota" og bætti því við, að efnahagsástandið í Póllandi yrði helsta umræðuefnið á fundi með sendiherrum Bandaríkj- anna, Bretlands, Vestur-Þýskalands og Frakklands í næstu viku. Búist er við tilkynningu stjórn- valda um matarskömmtun um nk. mánaðamót en samkvæmt henni eiga fullorðnir að fá 3,5 kg af kjöti mánaðarlega, unglingar og erfiðis- menn nokkru meira en börn minna. lögreglunnar um stundarsakir og varaður við þvi að gefa yfirlýsingar um pólitisk mál. Ella ætti hann það á hættu að vera rekinn úr landi. Esquivel var hafður í haldi í tvær stundir og honum hótað því, að hann yrði rekinn úr landi ef hann minntist einu orði á brasil- ísk innanríkismál. Talið er, að lögregluyfirvöld hafi haft í huga viðtal, sem Esquivel átti við dag- blað í Brasilíu þar sem hann sagðist styðja málssókn vinstri- sinnaðrar konu á hendur stjórn- völdum vegna pyndinga, sem hún hefði sætt. Handtaka Esquivels hefur vakið mikinn úlfaþyt í Brasilíu og hafa kaþólskir kirkjuhöfðingjar, stjórnmálamenn og jafnvel stuð- ningsmenn herstjórnarinnar verið ómyrkir í máli um aðfarir lögregl- unnar. Kardinálinn í Sao Paulo, Paulo Evaristo Arns, kallaði handtök- una „fáránlega firru — það að handtaka friðflytjanda" og leið- togi jafnaðarmannaflokks stjórn- arinnar á þingi sagði, að lögreglan „hefði ekki átt að koma fram við Esquivel á þennan hátt". Sotelo tapaði í fyrstu lotu Madrid. 20. febrúar. AP. LEOPOLDO Calvo Soteio. for- sætisráðherraefni Miðflokka- sambandsins, beið i dag lægri hlut i atkvæðagreiðslu þings- ins um útnefninguna og skorti hann sjö atkvæði upp á tilskil- inn meirihluta, 176 atkvæði af 350. Önnur atkvæðagreiðsla fer fram nk. mánudag og fullyrða stuðningsmenn Sotelos, að þá muni útnefning hans verða staðfest. Við aðra atkvæða- greiðslu nægir meirihluti við- staddra þingmanna en ekki allra eins og við þá fyrri. Við atkvæðagreiðsluna í dag mæltu vinstri menn mjög gegn Sotelo, en það, sem úrslitum réð, var fjarvera þingmanna Katalóníu- manna, Baska og íhaldsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.