Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 23 Alta-málið: Framkvæmdir stöðv- aðar á mánudaginn? Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. I Osló 20. fehrúar. RÍKISSTJÓRNIN tekur ákvörðun um það á mánudag- inn hvort haldið verður áfram að leggja veginn að virkjunarstaðnum við Alta-ána. Það þykir nú ljóst að við framkvæmdirnar hafa verið brotin lög um fornminj- ar. Samkvæmt þeim var skylt að rannsaka það hvort fornleifar leyndust í jörðu áður en framkvæmdirnar hófust en slíkt var ekki gert. Eins og er er málið mjög óljóst. Þeir sem sjá um framkvæmdirnar við virkjunarstaðinn segjast hafa sent uppdrætti og upplýsingar til fornminjasafnsins í Tromsö til þess að safnið gæti látið rannsaka svæðið. Fé var einnig lagt fram. Starfsmenn safnsins segja hins vegar að uppdrættirnir hafi ekki verið nógu nákvæmir. Mörg bréf munu hafa verið send milli þess- ara tveggja aðila en ekkert varð af rannsóknunum. Samkvæmt lögun- um á að kortleggja allar forn- minjar sem eru eldri en 100 ára og ef þurfa þykir á að koma þeim fyrir í vörslu. Það hefur flækt málið talsvert að lög þessi voru staðfest eftir að leyfi til vegaframkvæmdanna ha- fði verið gefið. Sérfræðingar sem hafa rann- sakað virkjunarsvæði áður segja \f 1 / Veður víða um heim Akureyn 5 skýjað Amsterdam 2 skýjaö Aþena 14 heiöskirt Barlin -2 skýjað Brussel 0 snjókoma Chicago 18 skýjao Foneyjar 5 heiðskírt Frankfurt 0 skýjað Færeyiar 6 skýjað Ganf 2 skýjaö Helsinki -5 skýjað Jerúsalem 15 skýjaö Jóhanneaarb. 24 heiðskirt Kaupmannahöfn 1 skýjeö Lm Palmas 17 skýjað Lissabon 13 heiðskírt London 4 snjókoma Los Angeles 29 heiðskírt ' Madríd 9 heíðskirt Malaga 13 léttskýjaö Mallorca e alskýjað Miami 23 heiðskírt Moskva -5 heiðskirt NawYork 15 rigning Osló -2 heiðskírt Paris 2 skýjað Reykjavík 4 skúrir Ríóde Janeiro 5 heiöskírt Rómaborg 10 heiðskirt Stokkhólmur -4 skýjaö T»l A»iv 19 skýjað Tókýó 7 skýjað Vancouver 12 skýjað Vínarborg 1 skýjað Spánarkonung- ur til Noregs Osló, 20. febrúar. - AP. JUAN Carlos Spánarkonungur mun fara í opinbera heimsókn til Noregs ásamt Soffíu drottn- ingu 3. maí nk. Konungshjónin munu dvelja þar til 6. maí. Kafbát- ar til Taiwan llaaif. 20. fehrúar. - AP. HOLLENSKA stjórnin ákvað í dag að standa við fyrri ákvörðun sína og heimila hollensku fyrir- tæki að selja tvo kafbáta til Taiwan, þrátt fyrir hótanir Kín- verja um stjórnmálaslit og sam- þykkt þingsins um að kafbátarnir verði ekki séldir til Taiwan. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á stjórnina vegna þessa máls. að þar sé talsvert af gömlum samískum grafreitum. Umhverfis- og olíu- og orku- málaráðuneytin rannsaka nú mál- ið með tilliti til laganna. Á mánudaginn tekur ríkisstjórnin Alta-málið fyrir á fundi. Verður þá tekin ákvörðun um það hvort framkvæmdir verði stöðvaðar. Einn farinn að borða á ný Þrír samanna fimm sem hafa svelt sig í mótmælaskyni undan- farinn mánuð fóru í nótt til Stokkhólms og hyggjast halda þar áfram föstunni. Þeir óttuðust það að yfirvöld í Noregi færu að skerast í leikinn með því að neyða þá til að borða. Þeir ætla ekki að koma til Oslóar fyrr en þeir hafa fengið tryggingu fyrir því að slíkt verði ekki gert. Eínn samanna hætti að svelta sig í dag samkvæmt beiðni fjöl- skyldu sinnar. Fimmti saminn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hann neitar samt að neyta matar. I gær bárust út fréttir um það frá dómsmálaráðuneytinu að læknar myndu taka ráðin í sínar hendur eftir að samarnir misstu meðvit- und. Væru þeir skyldugir til að hindra það að þeir létust, kæmi þá jafnvel til greina að beita valdi. Dómsmálaráðuneytið hefur dregið þessa frétt til baka.. Filippinskir foreldrar rétta páfanum barn sitt svo hann geti blessað það. Páfinn kom til Filippseyja sl. þriðjudg og fögnuðu honum um ein og hálf milljón manna við komuna til Manila. Páfínn á Filippseyjum: Verkamenn eiga rétt á að stofna frjáls samtök Filippsc.vjiim. 20. fehrúar. - AP. JÓHANNES Páll páfi II sem nú er á ferðalagi um Filippseyjar sagði i ræðu sem hann hélt fyrir meira en milljón verkamenn í bænum Bocold að verkamenn ..ættu rétt á að stofna frjáls samtök" sem vernduðu hagsmuni þeirra. Páfinn nefndi hvorki föðurland sitt Pólland í þessu sambandi né Filippseyjar en þar eru verkalýðsfélög undir umsjá ríkisins og verkföll eru bönnuð. I ræðunni sagði páfinn ennfremur að frjáls verkalýðsfélög ættu að njóta verndar laganna en lögin ættu ekki að hindra störf þeirra. Ameriskir Dagana 21. og 22. febrúar efnum við til kynningar á amerískum mat. Við bjóðum fjölbreytta ameríska rétti á hlaðborði. Heilsteiktur nautahryggur með ferskum maís og bökuðum kartöflum. Prim Rib of Beef, with fresh corn and baked potatoes. Körfukjúklingur Heilsteikt nautalæri. Southern fried Chicken. Roast leg of beef Reykt svinalæri Hamborgarar Smoked leg of pork — ham Hamburgers Eplakaka með þeyttum rjóma Apple pie with whipped cream. 10 teg. salöt — ten different salads. Salad bar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.