Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 37 Kamelía (Camellia sp.) Kamelían er sígrænn runni af te-ætt og er hún komin frá Kína og Japan og er nafnið kennt við jesúítamunk- inn Geore Joseph Cam- el. í suðlægum löngum er kamelían ræktuð úti, en í kaldari löndum er hún ræktuð í gróður- húsum eða sem stofu- blóm. Blómin eru spíra. Halda þarf mold- inni rakri þar til fræið fer að spíra. Sé sáð í pott er gott að breiða yfir hann eða hvolfa yfir hann glerkrukku. Græðlingar eru tekn- ir í júlí og eru þá valdir ársgamlir sprotar. Þá skal setja í púsningar- sand eða fínan vikur, sem blandað er mómold að V* hl. Þegar rætur lauskrýnd og ofkrýnd eða fyllt. Þau eru hvít, bleik eða rauð og marg- ir litir þar á milli, allt eftir tegundum og af- brigðum. I ræktun eru aðallega þrjár tegundir: Camellia japonica, C. sasanqua og C. reticula. Sú síðastnefnda er aðal- lega ræktuð í gróður- húsum og stofum. Hér á landi blómstrar kamelí- an að sumrinu. - Kamelíu er ýmist fjölgað með fræi eða græðlingum. Fræinu er sáð í góða garðmold og þarf það að vera ný- þroskað svo það nái að hafa myndast eru plönt- urnar settar í potta með góðri gróðurmold, og þarf að skipta um potta eftir því sem plönturnar stækka. Yfir vetrartím- ann þarf að vökva öðru hverju því ræturnar mega ekki ofþorna. í Evrópu hófst rækt- un kamelíu á fyrri hluta síðustu aldar, og jókst stórum eftir að skáld- sagan Kamelíufrúin eft- ir Alexander Dumas kom út. Nú á dögum er mikill fjöldi afbrigða í ræktun. E.I.S. Brídgedeild Skagfirðinga Fjórum umferðum er lokio í sveitakeppninni en alls taka 12 sveitir þátt í keppninni. Spilaðir eru tveir 12 spila leikir á kvöldi. Staða efstu sveita: Vilhjálmur Binarsson 61 Erlendur Björgvinsson 60 Jón Hermannsson 50 Hjálmar Pálsson 45 Guðrún Hinriksdóttir 43 Daníel Jónsson 42 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á þriðjudag í Drangey og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spil- að í einum 16 para riðli. Úrslit urðu þessi: Sigurður Ámundason — Helgi Skúlason 244 Baldur Bjartmarsson — Jón Oddsson 234 Viktor Björnsson — Hannes Haraldsson 232 Ingunn Bernburg — Eiður Guðjohnsen 227 Meðalskor 210 Á þriðjudaginn kemur hefst þriggja kvölda barometer og eru óskráðir þátttakendur beðnir að tilkynna þátttöku í síma 75592 eða hjá keppnisstjóra, Her- manni, í síma 41507 sem fyrst. Bridge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Spilað er í húsi Kjöts og fisks Seljabraut 54 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Brídgedeild Rangæinga Tíu sveitir taka þátt í sveita- keppni sem stendur yfir hjá deildinni og er staða efstu sveita eftir 7 umferðir þessi: Gunnar Helgason 112 Ingólfur Jónsson 88 Gunnar Guðmundsson 85 Jón L. Jónsson 83 Sigurleifur Guðjónsson 79 Spilað er í Domus Medica á miðvikudögum og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag kvenna Mánudaginn 16. febrúar í því aftakaveðri sem þá gekk yfir landið, létu bridge-konur ekki deigan síga frekar en fyrri 'daginn, og mættu allar til leiks. Þegar fyrri sextán spila leikn- um var sem næst lokið, varð rafmagnslaust, og var þá ákveð- ið að ljúka þeim leik við kerta- ljós, en láta seinni leikinn bíða betri tíma. Settust nú flestar konurnar við skemmti-bridge við milt ljós kertanna þar til veðr- inu tók að slota um eittleytið. Síðasta kvöldið verður því spiluð tvöföld umferð, í stað einnar, en staða efstu sveita eftir 11 um- ferðir er sem hér segir: Aldís Schram 159 Guðrún Bergsdóttir 146 Gunnþórunn Erlingsdóttir 141 Vigdís Guðjónsdóttir 140 Guðrún Einarsdóttir 129 Unnur Jónsdóttir 128 Bridgefélag Suðurnesja Nú er aðeins einni umferð ólokið í Suðurnesjamótinu í tvímenningi sem spilaður er með barometerfyrirkomulagi. Eftir nokkrar sviptingar er staða efstu para þessi: Elías Guðmundsson — Kolbeinn Pálsson 65 Gylfi Gylfason — Jóhannes Ellertsson 56 Gísli Torfason — Magnús Torfason 42 Alfreð G. Alfreðsson — Jóhannes Sigurðsson 41 Einar Ingimundarson — Sigurður Þorsteinsson 30 Síðasta umferðin verður spil- uð þriðjudag og hefst kl. 20. Cv .^^•^^^a (Kmudagsblórrmt f eru rœktuÖ i gródurhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.