Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 Með glöðu geði býég um rúm forsætisráðherrans segir Arne Olav Brundtland eiginmaður f orsætisráðherra Noregs "***A : | jp : ••*' J A Jii ^ í V '*' 1 rf% K. 4 ' §9 •SR3B*S?^a5BBE£iiafc3i "™^ jS5? 2^ ¦NHJMÉjJ '^^Hf ) Gro Harlem Brundtland, hinn nýi forsætisráðherra Noregs, er fjögurra barna móðir og eiginmaður hennar, Arne Olav Brundtland, starfar við Utanrík- ismálastofnun Noregs i Oslo og er virkur félagi í Hægri flokknum, Birgit Rasmussen, blaðamaður við Berlingske Tidende, átti viðtal við Arne Olav um það, hvernig væri að vera „húsmóðir" með tvöfalt vinnuálag. Hann var einnig spurður að því, hvort hann mundi berjast gegn konu sinni í næstu kosningum. Þegar nýji forsætisráðherr- ann í Noregi heldur hátíð- legt silfurbrúðkaup eftir nokkur ár, getur hún, án þess að halla réttu máli, þakkað „honum Árna Ólafi mínum, en án hans ómetanlegu aðstoðar hefði ég aldrei náð svo langt". Gro Harlem Brundtland var yfirlæknir við heilbrigðisráðið í Oslo fyrir 7 árum, þegar hún varð umhverfismálaráðherra. Maður hennar, sem stundar rannsókn- arstörf við Utanríkismálastofnun Noregs og er ritstjóri tímaritsins „Alþjóðastjórnmál", tók þá að sér án þess að mögla, hið algenga starf húsmóður með tvöfalt vinnu- álag. Nú er Arne Olav Brundtland orðinn sögulega sjaldgæft fyrir- bæri, fimmti forsætisráðherra- maður í heimi og hann er bæði glaður og stoltur yfir „upphefð" konu sinnar. Ekki er með neinum rétti hægt að segja að hann sé bara maður konunnar sinnar. Löngu áður en kona hans fór að taka verkulegan þátt í stjórnmála- baráttunni, var hann orðinn kunn- ur sérfræðingur í norrænum varn- ar- og öryggismálum. Það gerir aðstæðurnar enn sér- stæðari, að maðurinn að baki konunnar, sem hefur fengið það hlutverk að bjarga Verkamanna- flokknum í nauðum hans, er sjálf- ur virkur í „óvinaherbúðunum", hann er hverfisborgarstjóri og formaður Hægri flokksins á Bygd- 0y, þeim hluta borgarinnar, sem þau eiga heima í. Arne Olav Brundtland hlýtur að eiga Noregsmet sem hláturmild- asti maður landsins. Hann hlær að þessu öllu saman. Þegar hann er spurður hvernig honum líði í sviðsljósinu, svarar hann „I can take it" (ég ræð við það) og gerir sig ábúðarmikinn í framan, ef það er hægt að gera það skellihlæj- andi. Hár, glæsilegur, aðlaðandi, glettinn. Honum mislíkar, ef sagt er, að flestar konur héldu sig nú heima hjá svona eiginmanni, því hann er á varðbergi gegn því, sem gefur á nokkurn hátt til kynna fordóma gegn honum. Hann er góður kvenréttindamaður. „Hvernig finnst þér að konan þín skuli vera orðin forsætisráð- herra? Hefurðu áhyggjur, þear þú lítur til þess hvernig þessi staða hefur slitið mönnum út?" „Gro er enn ung og hraust, aðeins 41 árs. Aðalbreytingin hjá okkur varð, þegar hún varð um- hverfisráðherra og síðar varafor- maður Verkamannaflokksins. Það var það sem kom á óvart. Auðvit- að er mikið álag á þeim stjórn- málamönnum, sem lengst ná og erfiðast er að vera forsætisráð- herra. En það eru 24 stundir í sólar- hringnum og Gro hefur alltaf verið vön að nota þær allar. í stjórnmálum gildir frjáls sam- keppni. Menn verða alltaf að vera í viðbragðsstöðu og keppinautarn- ir hafa talsverð áhrif á hvernig mönnum tekst til. Ég veit ekki, hvort Gro hefur hugsað um það, en ég hef a.m.k. hugleitt þá einkennilegu þversögn, að fólk, sem berst fyrir styttri og þægi- legri vinnutíma fyrir aðra, hamast sjálft við vinnu sína seint og snemma. Fyrir nokkrum vikum sendu makar trúnaðarmanna í steftarfelögum í Drammen fyrir- spurn til Vinnueftirlitsins, um Arne Olav Brundtland í skrif- stof u sinni i Utanríkismálastof n- un Noregs, þar sem hann stundar rannsóknir og ritstýrir tímariti um alþjóðastjórnmál. hvort vinnustaðalöggjöfin gilti ekki fyrir maka þeirra. Fram- kvæmdastjóri Vinnueftirlitsins, fyrrverandi varaforseti norska al- þýðusambandsins, sagði „Við tök- um þetta mál mjög alvarlega" segðir Arne Brundtland og hlær. „Kvartaðir þú ekki þegar öll ábyrgðin á heimilisstörfunum lenti skyndilega á þér" „Nei, fjöldi kvenna vinnur tvö- falt starf og við vorum fljót að koma á reglu, þannig að hvert barn fékk sin ákveðnu störf. Yngsta barnið var þá 7 ára. Nú er Jörgen 13 ára, Ivar 15 ára, Kaja 17 ára og Knút 19 ára, hann vinnur á olíuborpalli núna. á hálfs árs fresti ræðum við vinnuskipting- una á aðalfundi. Auðvitað gengur þetta ekki alveg eins og smurt, en alveg sæmilega samt. Mitt starf er að kaupa í matinn, þvo þvott og ganga frá honum og svo ber ég aðalabyrgðina á að allt gangi. Við viljum ekki hafa aðstoð við heim- ilisstörfin. Konan mín er auðvitað sú eina sem ekki er á „listanum". Ég er ekki að kvarta, en verð að játa að mér finnst vera óskaplega mikið um endurtekningar í hús- móðurstarfinu, barnauppeldið telst þar með. Maður getur orðið vitlaus á þeim. Þarfnú í 530. skipti að segja „þú mátt ekki henda nærbuxunum á baðherbergisgólf- ið", og „hvað á ég að vekja ykkur oft á morgnana?" En það eru líka kostir. Kannske eru margir þeirra karlmanna, sem hafa átt konur, sem séð hafa algerlega um heimil- ið og hafa því getað einbeitt sér að því að ná langt í starfi sínu, ekki alveg eins hamingjusamir. Sumir vina minna, sem völdu að helga sig starfinu og eru farnir að taka lífinu með meiri ró núna, þegar þeir eru komnir á sjötugsaldurinn, finna nú ánægjuna, sem fylgir því að vera afi, og þeir velta fyrir sér hverju þeir misstu af í skiptum sinum við bórn sín. Þessi hugsun leitar líka á Gro núna." „Konan þín sagði í blaðaviðtali við mig fyrir 2 árum, að það staeði í vegi fyrir starfsframa þínum að þú þyrftir að gæta Bus og barna." „Það er erfitt að meta slíkt, en örn Baldursson og Kolbrún Jóhannesdóttir reka veitingahúsjð Torfuna á Rernhoftstorf u í Reykjavik, og hér er Örn (t.h.) með einum matsveina sinna, Friðriki Sigurðssyni. LJómii.: LHja Guðmundsdóttir. Torf an býður nýjan matseðil VEITINGAHÚSIÐ Torfan á Bernhöftstorfu í Reykjavík, sem nú hefur starfað í átta mánuði, kynnti nýlega fyrir blaða- monnum nýjan matseðil. Er þar um að ræða ýmsa nýja rétti á matseðli veitingahússins, bæði fisk- og kjötrétti. Örn Baldursson og Kolbrún Jóhannesdóttir reka Torfuna og kváðu þau staðinn hafa fengið góðar viðtökur og því hafi nú verið ákveðið að bjóða upp á fjölbreytt- ari matseðil. Eru fáanlegir ýmsir forréttir og súpur, kjöt eða fisk- réttir og síðan eftirréttir og kaffi- brauð. Þá eru einnig fáanleg sterk og létt vín. Torfan er opin daglega kl. 10 til 23:30 og er matur fáanlegur til kl. 23 virka daga og 23:30 um helgar. Alls eru starfs- menn að jafnaði 15. Skákþing Reykjavíkur: Stigakerfið er þrösk- uldur hinum efnilegu Þó að keppnin í A-flokki á skák- þingi Reykjavíkur hafi vakið mesta athygli var keppni í öðrum flokkum ekki síður spennandi því að þar geisar hatrömm barátta um hvern vinning sem gæti þýtt sæti í hærri flokki á næsta móti. Undanfarin mót hefur keppnin í B-flokki jafnan verið mjög jöfn og spennandi og á því varð engin undantekning nú. Þar hefur hið umdeilda stigakerfi myndað nokkurn hóp efnilegra skákmanna sem allir virðast á svipuðu styrk- leikastigi. Þessi jafni styrkur þeirra þýðir það að hver vegur annan og dreifing vinninganna verður því óeðlilega mikil. Af því leiðir síðan að enginn þátttakenda hækkar nægí- lega mikið til að flytjast upp í A-flokk og auka þar enn á styrkleika sinn. Næstum sömu menn tefla því mót eftir mót í B-flokki án þess að hækka umtalsvert á stigum, því að þrátt fyrir það að þeim fari fram þá bítast þeir alltaf um sömu stigin. Að þessu leyti er stigakerfið ákaflega óþjált og kemur jafnvel í veg fyrir að ungir og efnilegir skákmenn fái tækifæri við sitt hæfi, svo sem í þessu tilfelli. Úrslitin í B-f\okki urðu á þesaa leið: 1.—2. Sveinn Kristinsson T.R. og Magnús Gunnarsson S.S. 6% v., 3.-5. Árni Á. Árnason T.R. Björg- vin Jónsson S.Ke. og Guðmundur llalldórsson T.Hr. 6 v., 6.-7. Lárus Jóhannesson T.R. og Torfi Stefáns- son T.h.N. 5'/4 v., 8.69. Helgi Jóna- tansson S.Ke. og Haukur Bergmann S.Ke. 4% v., 10. óli Valdimarsson S.M. 2M> v., 11. Björn Árnason T.R. ltó v. Skák eftir Margeir Pétursson Vart er hægt að segja annað en þeir Magnús og Sveinn hafi verið fremstir meðal jafninga, því að einungis einn vinningur skildi fyrsta og sjöunda mann að! Magnús Gunn- arsson hefur um árabil verið einn fremsti skákmaður á Suðurlandi, en frammistaða Sveins kom mikið á óvart því hann mætti til leiks eftir að hafa tekið sér tuttugu ára hlé frá þátttöku í mótum. Sveinn var fyrir þessa löngu hvíld meðal okkar sterk- ustu skákmanna, var þá t.d. um tíma ritstjóri Skákblaðsins samt Þóri Ólafssyni. í kjölfar efstu manna fylgja síðan nokkrir upprennandi skákmenn af yngri kynslóðinni sem enn um sinn verða að bíða síns tíma hvað varðar þátttöku í A-flokki. Fyrir síðustu umferð var Guðmundur í efsta sæti ásamt Sveini, en tefldi þá of glæfra- lega og varð að lúta í lægra haldi fyrir Lárusi í bráðskemmtilegri skák. Af úrslitunum í C-flokki að dæma eru unglingarnir í Taflfélagi Reykja- víkur í mikilli framför og koma áreiðanlega til með að ryðja sér eldri og reyndari skákmönnum úr efstu flokkunum innan skamms. Efstir urðu þeir Hrafn Loftsson og Sveinn Ingi Sveinsson með 9 v. af 11 mögulegum. Þriðji varð Páll Þór- hallsson með 8 v. og fjórði Stefán G. Þórisson með 7 v., en þessir fjórir eru allir úr T.R. Jafnir í fimmta sæti urðu Sigurður H. Jónsson S.Ke. og Agúst Ingimundarson T.R. með 6 v. Tveir kornungir skákmenn urðu efstir í D-flokki, þeir Gunnar Freyr Rúnarsson T.R. og Jóhannes Ágústsson T.R. með 7 v. af 11 mögulegum. Næstir urðu Jón H. Steingrímsson T.R. með 6V2 v., Axel Þorkelsson T.R. og Rögnvaldur G. Moller T.R. með 6 v. í E-flokki, þar sem tefldar voru 11 umferðir eftir Monrad-kerfi, vann Eggert Ólafsson yfirburðasigur, hlaut IOV2 vinning. Þar sem Eggert hafði ekki stig fyrir mótið bíða stigaspekúlantar með óþreyju eftir því að sjá hvaða einkunn tölvan úthlutar honum fyrir þessa frum- raun hans. Næstir komu: Davíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.