Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1981 Texti H.G. Myndir Kristinn AKUREYRI: Alvarlefft ástand atvinnumála Garðar Svanlaugsson, atvinnulaus „Atvinnuleysið ömurlegt líf " „Þetta er ömurlegt líf, ég hef verið atvinnulaus síðan í september að þvi frátöldu að ég hef vinnu sem dyravörður i II 100 7 til 8 kvold i mánuði. Það er þvi. hræðilegt að liggja heima langt fram eftir degi hverjum alveg aðgerðarlaus og það liggur við að maður snúi sólar- hringnum við i þessu tilgangs- leysi," sagði Garðar Svanlaugsson er blm. hitti hann á vinnumiðlun- arskrifstofunni. Hverjar eru atvinnuleysisbæturn- ar? „Ég fæ 1.100 krónur á hálfs mánaðar fresti og af því er varla nokkur leið að komast af. Ég vann áður hjá Odda, en þar var dregið saman í haust og því fékkst ekki áframhaldandi vinna þar." Hefur þú leitað vinnu víða? „Ég hef gengið á milli nær allra fyrirtækja hér í bænum auk þess sem ég er á skrá hjá Atvinnumiðlun- inni, en það hefur ekkert gengið . Ég sé ekki fram á annað en að maður verði að koma sér úr bænum til að fá vinnu. Ég hef heyrt að næg vinna sé nú úti í Grímsey og ætli maður drífi sig ekki bara þangað. Mér finnst það anzi hart að þurfa að fara úr bænum til að fá vinnu og mér finnst að bærinn ætti að gera eitthvað í málinu, atvinnuleysið er orðið svo víðtækt. Ég er ekki nema 21 árs en hef þó aldrei orðið atvinnulaus og finnst það mjög þungbært og mér er kunnugt um að margir jafnaldrar mínir eiga við sama vanda að stríða, eða verða kannski að láta sér nægja hálfs dags vinnu." „íbúðamarkað- urinn nær mettaður" „Það er erfitt að gera sér grein fyrir stöðunni i byggingariðnaðin- um, en sennilega erum við langt komnir með að metta ibúðamarkað- inn og nú er staðan sii að til er að meðaltali ein íbúð á hverja meðal- íjolskyldu. Þá hafa vaxta- og verð- tryggingakjör lána komið i veg fyrir að fólk hafi getað fjárfest i íbúðum. Þetta eru megin orsakirn- ar fyrir þeim samdrætti, sem orðið hefur i byggingariðnaðinum", sagði Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri Smára hf. „Sem dæmi um samdráttinn hjá okkur get ég nefnt að frá 1972 byggðum við að meðaltali 30 íbúðir á ári, en fyrra voru þær aðeins 12 og nú 14, þar af eru enn þjrár óseldar, en slíkt hefur ekki komið fyrir áður, en þrátt fyrir þetta höfum við enn komizt hjá því að segja starfs- mönnum upp. Hvernig stendur á því að íbúða- markaðurinn hefur mettazt? „Það stafar mikio til af því, að hér á Akureyri hefur okkur tekizt að byggja mun ódýrara en víðast hvar annarsstaðar og það lætur nærri að fbúðir hér séu 30% lægri í verði en í Reykjavík. Áður en vextir hækkuðu og verðtrygging kom á lán var einnig miklu auðveldara fyrir einstaklinga að fjármagna íbúðakaup. Ef við lítum á þróun mála undanfarin ár kemur í ljós að nú eru mun fleiri íbúðir á hvern íbúa en verið hefur: íbúðir fjöldi íbúa á alls hverja íbúð 1959 2.035 4,22 1970 2,583 4,16 1972 2,797 4,00 1978 3,758 3,42 Nú þegar lánamöguleikar eru litlir og afborgunarskilmálar nær óvið- ráðanlegir auk mettunarinnar hlýt- ur samdráttur að vera óhjá- kvæmilegur. íbúðir í nýsmíði hafa fylgt vísitölunni og eru því hlutfalls- lega talsvert dýrari en eldri íbúðir og fólk veigrar sér við að fara út í kaup. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri Smára hf. Meðan á uppgangstímunum stóð fengust mjög margir við húsbygg- ingar og til þess þurfti marga starfsmenn, sennilega of marga mið- að við bæjarstærð. Þá hefur bæjar- félagið orðið að draga úr fram- kvæmdum vegna fjárhagsörðugleika og kostnaðaraukninga og erfiðleikar í atvinnurekstri hafa komið í veg fyrir nauðsynlega fjárfestingu." Hvað telur þú að sé framundan? „Ég tel útlitið talsvert dökkt. Hvað byggingaiðnaðinn varðar, þá sé ég ekki fram á að unga fólkið geti valdið íbúðakaupum, lánstíminn er of stuttur. Húsnæðismálastjórnar- lánin verða að hækka og eigin fjármðgnun að minnka jafnt og þétt eígí þetta að vera möguleiki. Hjá okkur er ástandið þannig að undan farin ár höfum við haft verkefni eitt og hálft fram í tímann í byrjun hvers árs og jafnvel getað bætt við, en nú höfum við ekki verkefni út þetta ár og sjáum okkur ekki fært að ráðast í íbúðabyggingar vegna þess að kaupendur skortir. Þetta er að mörgu leyti erfiður iðnaður, mikill hluti rekstrarfjár kemur frá hús- næðismálastofnun. Fyrsti hluti fæst 3 mánuðum eftir að bygging hefst 2. og 3. hluti koma svo 6 og 12 mánuðum síðar. Það getur því orðið anzi erfitt að brúa bilið og ástandið er nú þannig að nú í fyrsta sinn eiga verktakar samtals 10 óseldar íbúðir frá fyrra ári. Hvað varðar atvinnuástandið al- mennt, er það að segja, að hér hafa ekki risið ný fyrirtæki í langan tíma og nokkurrar stöðnunar hefur gætt í atvinnuuppbyggingu og þar með dregur úr fólksfjölgun-. Því þarf stóriðja eða einskonar vítamíns- sprauta að koma til ef ástandið á að lagast til frambúðar. Nú er sam- dráttur hjá Sambandsverksmiðjun- um og önnur stór fyrirtæki stækka ekki og virðast ekki eiga peninga til fjárfestingar. Þá er rétt að geta þess að atvinnuleysið er mun meira en fram kemur, þar sem þeir sem ráku sjálfstæðan atvinnurekstur áður, fá ekki bætur og fjöldi iðnaðarmanna er auk þess með uppsagnir upp á vasann. Þá hefur eftirvinna hér nær með öllu lagzt niður." „Ekki lóða- skortur sem veldur sam- drættinum heldur vaxta- og lánakjörin" „Það er ekki hægt að neita þvi að talsverður samdráttur hefur orðið i húsbyggingum hér síðan 1978 en á þvi ári var byggingu flestra ibúða lokið. Þegar þetta er athugað er ekki raunhæft að lita aðeins á Ioöaúthlutanir, þvi þær segja litið um byggingahraða og einnig er oft nokkuð um það að úthlutuðum ióðum sé skilað inn aftur. Það stafar helzt af þvi að fólki finnst lóðirnar erfiðar og því rétfnir það frekar að fá aðrar lóðir. A siðasta ári var til dæmis um 40% af úthlutuðum einbýlishúsalóðum skil- að." sagði Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi Akureyrarbæjar. Hve mörgum íbúðum hefur verið lokið á ári hverju undan farin ár? „1973 voru aðeins 89 íbúðir full- gerðar, svo kemur nokkur kippur í húsbyggingarnar, '74 var lokið við smíði 141 íbúðar, '75 146, "76 146, '77 174 og '78 265, en þá fer að draga úr aftur og 1979 er lokið við byggingu 192 íbúða og 1980 aðeins 126. I ár er engin viðmiðun nema lóðaúthlutunin og nú hefur vetið úthlutað lóðum fyrir alls 145 íbúðir á móti 86 í fyrra. Á þessari aukningu eru tvær skýringar, önnur sú að einbýlishúsa- lóðirnar eru álitnar betri en í fyrra og það að verktakar hafa fengið alls 128 þessara lóða, sem skiptast þann- ig að 40 eru fyrir einbýlishús, 55 íbúðir eru í raðhúsum og 50 í fjölbýlishúsum. Þessar tðlur segja kanna byggingarhraðann. Það virð- ist vera svo að fjöldi íbúða í byggingu aukist, jafnframt því sem byggingartíminn lengist og virðist sem fólk þurfi æ lengri tíma til að Ijúka dæminu." Af hverju telur þú samdráttinn stafa? „Hann stafar fyrst og fremst af því að fólk ræður engan veginn við núverandi lánakjör, vextir og verð- trygging gerir flestum ómögulegt að standa í húsbyggingum eins og málin standa í dag. Akureyrarbær hefur í mörg ár haft þá stefnu að eiga alltaf til nægar lóðir fyrir íbúðir og iðnað og verktakar hafa fengið svæði, sem dugað hafa þeim í allt að fjögur ár. Það hefur skapað þeim mun meira rekstraröryggi og gert kleift að gera áætlanir lengra fram í tímann og eins og staðan er nú eiga nokkrir þeirra svæði fyrir næstu þrjú árin. Þetta er ekki talið með í úthlutuninni og því er hún nokkru meiri en tölur gefa til kynna. Það er því alveg ljóst að það er ekki lóðaskortur, sem veldur samdrættin- um, heldur vaxtamálin". Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi lítið um það hve miklu verður lokið á árinu, greiðslufrestur á lagmarks- gjöldum fyrir lóðirnar er til 1. apríl og þá kemur í ljós hve mikil afföllin verða fyrst í stað og svo er eftir að Snorri Bergsson, atvinnulaus „Hart að f á ekki vinnu „vegna veðurs" í heilan vetur" „Ég hef bókstaflega farið á alla hugsanlega vinnustaði að leita vinnu, en það er alls staðar sama svarið: „Því miður, engin vinna." Ég hef verið atvinnulaus frá þvi 1. nóvember og hef fyrir 6 manna fjölskyldu að sjá og elzti sonur minn, sem er 17 ára er einnig atvinnulaus, en konan hefur vinnu hálfan dag," sagði Snorri Bergsson er blm. hitti hann á vinnumiðlun- arskrifstofunni. Hvar vannst þú áður? „Ég vann áður við viðhald í Skjaldarvík, ég fékk vinnu eftir auglýsingu, þar sem óskað var eftir manni í framtíðarvinnu, en framtíð- in þar var stutt, mér var sagt upp í haust veðrinu kennt um og sagt að ég gæti fengið vinnu aftur þegar því slotaði. Hvenær það verður veit ég ekki. Því verður heldur ekki neitað að veðrið í vetur hefur verið mun verra en í fyrra, þá unnum við við steypuvinnu í janúar. En mér hefur verið sagt að það hafi verið veðrið, sem olli atvinnuleysinu hér, en mann grunar nú samt ailtaf að hér sé um tilbúinn vanda að ræða og mér finnst það satt að segja „helv ..." svart ef ekki er hægt að fá vinnu í heilan vetur vegna veðurs." Hvað heldur þú þá að valdi atvinnuleysinu? „Mér finnst það merkilegt hve margir utanbæjarmenn hafa fengið vinnu hér, á meðan heimamenn eru atvinnulausir, því held ég að sof- andaháttur verkalýðsfélaganna valdi, sem þar stjórna reka þau eins og einkafyrirtæki. Þau gera allt of litið í þessum málum og þess ber einnig að gæta að atvinnuleysið er talsvert meira en fram kemur í opinberum skýrslum eins og allir vita. Þá mættu bæjaryfirvöld sjá sóma sinn í því að gera eitthvað í þessum málum. Það er aldrei hlust- að á mann af því að maður hefur ekki háskólapróf upp á vasann. Ég er kannski dálítið kjaftfor af því að ég er að vestan, en það mætti nú hlusta á mann fyrir því." „Hlutverk bæjaryfirvalda að leysa at- vinnuvandann. „Við höfum orðið að segja upp 15 til 20 manns i sútunardeild vegna gæruskorts i vetur, sem stafaði af þvi hve miklu minna fé var slátrað i háust, en undanfarin ár. Þess i stað höfum við reynt að fara meira út i fullvinnslu skinna, sem þá eykur aðeins atvinnuna, en líkur er á að þetta lagist með næsta hausti, þegar búast má við eðlilegri slátr- un. Að öðru leyti er hvorki fyrir- sjáanlegur samdráttur né aukning starfseminnar i nánustu framtið", sagði Birgir Marinósson, starfs- mannastjóri hjá Sambandsverk- smiðjunum. „Það er mikið leitað eftir vinnu hjá okkur, en við höfum ekkert getað hjálpað fólki. Þetta stendur nokkuð í stað hafi þurft að draga saman í einhverri deild, hefur verið reynt að koma fólki fyrir á öðrum deildum. Hluti þeirra, sem sagt hefur verið upp er fólk, sem rétt á á ellilífeyri og lífeyrissjóðsgreiðslum, svo raun- verulegar uppsagnir eru ekki marg- ar. Þetta hefur verið erfiður tími hjá verksmiðjunum, sem stefnt hefur verið að aukinni rekstrarhagræð- ingu í stað þess að ráðast í eitthvað nýtt? Birgir Marínósson, starfsmanna- stjóri Sambandsverksmiðjanna Hverjar telur þú framtíðarhorfur í atvinnumálum? „Atvinnuleysið hér á Akureyri er óvenju mikið og ég sé ekki fram á að þetta lagist verulega nema eitthvað komi til. Þá veldur talsverðum erfiðleikum, þegar byggingaiðnaður- inn dettur niður, sem stafar senni- lega af því að erfitt er að fá lán og enn erfiðara er að greiða af þeim vexti. Þá hefur sennilega verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.