Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 19 stærra og sterkara íslenskt fyrir- tæki í ríkara mæli en hjá álverinu. Illu heilli er álver svo stór fjárfesting, að þess er ekki að vænta, að við getum átt meiri- hluta í því fyrst um sinn, en því fyrr sem við höslum okkur virki- lega völl á þessu stóriðjusviði, þeim mun fyrr getum við haft bolmagn til slíkra stórátaka. Annað mikilvægt atriði í sam- anburði Isal og járnblendifélags- ins er, að framleiðsla járnblendi- félagsins á sér stað í miklu opnari markaði en álframleiðsla. Kaup hráefna og sala fullunninnar vöru eiga sér stað milli óskyldra aðila meðan viðskipti með aðföng til álframleiðslu og ál eiga sér að stórum hluta stað milli tengdra aðila eða innan samsteypunnar. Þetta leiðir af sér þriðja atriðið, að réttarstaða járnblendifélagsins getur verið algerlega hin sama og annarra íslenskra fyrirtækja. Loks er í orkusamningum járn- blendifélagsins fyrirfram samið um reglubundna endurskoðun orkuverðs með tilteknum hætti. Breyting á orkuverði ísal er háð samningum hverju sinni. Undirstaða samninganna, — þ.e. það, að þeir skuli almennt vera til, er á hinn bóginn ein og hin sama. Tiltölulega hagstætt rafmagnsverð, sem vegur upp ýmsa aðra ókosti þess að festa fé hér á íslandi, leggur grunninn að starfsemi beggja þessara hlutafé- laga í upphafi. Þetta rafmagns- verð vegur einnig upp á móti ýmsum öðrum atriðum í sam- keppnisaðstöðu keppinautanna, sem ég hef vikið að fyrr. Ég fæ ekki betur séð, en að þessi mynd verði ríkjandi í fyrirsjáan- legri framtíð og menn verða að sætta sig við hana, hvort sem þeim líkar betur eða verr, ef menn vilja stefna að þeim langtíma- ávinningi, sem stóriðja leiðir til. Þegar litið er framhjá þessum efnahagslegu forsendum um upp- byggingu stóriðju, er eðlilegt að spurt sé hvernig háttað sé hinum skipulagslegu og mannlegu tengsl- um og samvinnu við hina erlendu aðila. I stuttu máli hefur sú reynsla okkar járnblendifélags- manna verið mjög góð. Við hófum góða samninga um greiðan aðgang að tækniþekkingu Elkem, hins norska hluthafa í járnblendifélaginu og fáum því greiðan aðgang að sérfræðingum og gögnum, sem þörf er á til að byggja upp þekkingu okkar eigin manna. I allri stjórnun á málefnum félagsins höfum við gert okkur far um að hafa frumkvæði að því, sem gera þarf og þannig verið leiðandi um málefni félagsins, enda hefur okkar stjórn á þeim verið í hæsta máta virt af hálfu okkar erlendu hluthafa. Ágreiningur hefur kom- ið upp um einstök mál og þau rædd í þaula og komist að niður- stöðu án vandræða. Okkar starfsmenn, ráðgefandi verkfræðingar og innlendir verk- takar, hafa af þessu verki bætt í reynslu sína og eru nú í stakk búnir til að standa fyrir stór- framkvæmd af þessu tagi. Á sumum sviðum hafa þeir þurft að tileinka sér nýja þekkingu og staðið erlendum starfsfélögum sínum jafnfætis á mjög skömmum tíma. A öðrum sviðum hafa þeir getað miðlað af reynslu, sem var meiri en hinna erlendu aðila, a.m.k. við okkar aðstæður. Þessir menn eru þannig orðnir fullgildir til áætlunar, skipulagningar og framkvæmdar á meiri háttar nýfjárfestingu og rekstrar verk- smiðju af þessu tagi. Þessi reynsla á að verða mjög verðmæt, ef sú stefna verður ofan á að stóriðja eigi verulegan hlut í atvinnuvegauppbyggingu næstu ára. Svolítil KiiticJiirliöiiii Ég hef hér talað langt mál um stóriðju á íslandi og er kominn tími til að draga saman hvað ég hef í rauninni sagt: 1. Vatnsorkan er auðlind, sem við verðum að nýta til betra lífs í þessu landi. Hún verður ekki notuð í stórum stíl til framleiðslu útflutningsverðmæta nema með stóriðju. 2. Af markaðs- og tækniástæð- um verður stóriðja ekki byggð upp nema í samvinnu við erlend fyrir- tæki, m.a. til að minnka áhættu af slíkum rekstri.. 3. Slík erlend fyrirtæki eiga margra kosta völ til að byggja upp stóriðju í öðrum löndum, þar sem ýmsar aðstæður framleiðslu eru hagstæðari en hérlendis. Hag- kvæm raforka, góður mannafli og sæmilega traust stjórnarfar eru einu atriðin, sem geta laðað fyrir- tæki til Islands og orkuverðið kemur þar alltaf fyrst. Raforku- verðið verður í því sambandi að bæta upp fjöldamörg önnur atriði, sem eru neikvæð fyrir nýja stór- iðju hérlendis í samkeppni við aðra framleiðendur. 4. Sú stóriðja, sem hingað til hefur verið komið á fót hér á landi, hefuf til þessa einungis verið jákvætt framlag til efna- hagslífs á íslandi, jafnvel þótt deilt hafi verið á rafmagnsverðið, sem þessi fyrirtæki hafa notið. 5. Ávinningur af stóriðju fyrir efnahagslífið kemur að hluta til meðan byggt er, en síðan sígandi. Aðalávinningurinn kemur þannig þegar frá líður, a.m.k. meðan og vera farnir að hafa ört vaxandi ávinning af henni fyrir aldamót. • Fara okkur hægt og ná þessu sama markmiði um framlag stóriðju til afkomu þjóðarinnar 10—20 árum síðar. Allt er þetta miðað við forsendu dagsins, en í mínum huga er fyrri kosturinn sjálfgefinn að því leyti sem færi kann að gefast á slíkum framkvæmdum. Hvert ár, sem liður í aðgerðarleysi, er tapað í þessu sambandi og verður ekki unnið upp aftur. Hvernig vildi ég þá nánar sjá þessa þróun gerast? I mínu eigin fyrirtæki vildi ég sjá ofn 3 byggðan sem allra fyrst og helst ofn 4 innan 6—8 ára. Á þessum árum vildi ég sjá járn- blendifélagið orðið það öflugt fjár- hagslega, að það geti ráðist í byggingu annarrar verksmiðju, t.d. með tveimur kísilmálmofnum, sem gæti verið tilbúin til fram- leiðslu kringum 1990 og væri byggð á hentugum stað úti á landi. Uppbygging á 10. áratugnum væri þá hagkvæmar viðbætur við þess- ar tvær verksmiðjur. Samning um nýtt álver teldi ég eiga að gera strax og kostur er á slíku á þessum áratug með þokka- legum kjörum og gefa ísal færi á stækkun við fyrstu möguleika á orkusviðinu. lítt merkjanleg. Fyrir ísal hefur nágrennið við hinn stóra þjón- ustumarkað í Reykjavík eflaust verið mjög hagkvæmt og gagnlegt. Nábýli járnblendiverksmiðj- unnar við Reykjavík hefur einnig verið henni mjö'g gagnlegt. Hins vegar eru áhrif byggingar og rekstrar verksmiðjunnar á um- hverfi sitt mjög merkjanleg með ýmsum hætti. Húsnæðismarkaður hefur raskast nokkuð. Viðskipti ýmiss konar og þjónusta, s.s. í samgöngum hefur stóraukist. Af- koma fyrirtækja, sem í hlut eiga, hefur batnað mikið vegna þess, að í flestum tilfellum er um að ræða veltuaukningu án samsvarandi aukningar tilkostnaðar. Nýir möguleikar til flutninga á sjó hafa opnast. Allmárgir vel menntaðir menn í tæknigreinum hafa flutt á svæðið. Tekjur sveitarfélaganna í grenndinni og þá sérstaklega hreppsins, sem verksmiðjan er reist í, hafa aukist. Ætla má, að þessi áhrif af járnblendiverksmiðjunni beri nokkurn keim af nábýlinu við Reykjavík, þannig að áhrif af byggingu slíkrar verksmiðju fjarri Reykjavík yrðu með nokkuð öðr- um hætti. Hins vegar má ætla, að þau yrði þá fremur sterkari, ef nokkuð er hægt að alhæfa í því sambandi. Ljóst er, að þessi áhrif geta fjárfesting er að miklu leyti fjár- mögnuð með erlendu lánsfé. 6. íslendingar hafa bolmagn til meirihlutaaðildar að kísiljárn- eða kísilmálmframleiðslu, en varla að álframleiðslu. 7. íslendingar verða að vera reiðubúnir til að fórna skamm- tíma hagsmunum í raforkuverði fyrir langtíma ávinning af stór- iðju. Annars getur engin uppbygg- ing orðið. 8. Fjárfestingu í stóriðju á að sjálfsögðu að meta í samanburði við önnur tækifæri til iðnaðarupp- byggingar á arðsemisgrundvelli. 9. Umtalsverðan hluta stóriðju og orkuframkvæmda í því sam- bandi þarf að fjármagna með innlendu fjármagni, innlendum lánum, hagnaði orkufyrirtækja eða skattlagningu, ef þessi upp- bygging á ekki að verða verðbólgu- valdandi. Kostirnir, sem við kunnum að eiga völ á, eru í stórum dráttum tveir: • Leggja nú þegar stóraukna áherslu á uppbyggingu stóriðju „Vatnsorkan er auð- lind sem við verðum að nýta til betra líís í þessu landi." — Hér beljar Dettifoss fram. Þetta gerir kröfu til samfelldrar byggingar orkuvera innan og utan eldvirkra svæða jafnharðan og hagkvæmar virkjanir eru tækni- lega og fjárhagslega tilbúnar til byggingar. Stóriðjafrá sjónarmiði landshluta og einstakra byggða Sú reynsla, sem til er hérlendis af áhrifum stóriðju á landshluta eða einstakar byggðir, er að sjálf- sögðu mjög takmörkuð. Álverið í Straumsvík var reist í svo miklu nábýli við Hafnarfjörð og Stór- Reykjavíkursvæðið, að áhrifin eru verið mjög mismunandi eftir því hversu umfangsmikla stóriðju er um að ræða og hvernig hagar til byggð á því svæði þar sem hún er reist. Stefna hlutaðeigandi stór- iðjufyrirtækis um húsnæðismál gæti hér einnig haft mikil áhrif. Til að skýra þetta nánar, vil ég greina frá stefnu okkar járn- blendifélagsmanna í þessu sam- bandi. Reynsla frá Noregi benti til, að ekki væri æskilegt að hlutast til um sérstaka byggð, þar sem flestir starfsmenn járn- blendifélagsins byggju í nábýli. Dreifð búseta þeirra í nágranna- sveitarfélögunum var talin æski- leg. Því gerði járnblendifélagið ekkert til að hafa áhrif á þessa búsetu og veitti enga beina aðstoð í því sambandi við aðflutta menn aðra en aðstoð við tímabundna leigu á húsnæði meðan menn voru að verða sér úti um samastað. Þetta, ásamt ráðningu manna, sem bjuggu á svæðinu fyrir, hefur leitt til þess að starfsfólkið býr mjög dreift í nágrannabyggðun- um. Þetta var þó aðeins hægt af því að húsnæðismarkaðurinn var þó þetta stór (5000 manna byggð). Eg met það svo, að þessi stefna hafi verið skynsamleg og hana bæri að hafa til hliðsjónar annars staðar, ef til kæmi. Rökrétt afleið- ing er sú, að byggð, sem fyrir er, þarf að vera nokkuð stór til að hún geti með góðu móti tekið við slíkri viðbót. Til að tala skýrar og í ákveðnum dæmum, hygg ég, að byggð mætti ekki vera minni en Eskifjörður/Reyðarfjörður, Húsa- vík eða Sauðárkrókur til að taka við verksmiðju til framleiðslu kís- iljárns eða kísilmálms (150—200 manns), ef komast ætti hjá meiri háttar röskun. Hins vegar þyrfti byggð eins og Keflavíkursvæðið, Reykjavík eða Akureyrarsvæðið til að taka við álveri með 6—700 starfsmönnum. Röskun væri alltaf talsverð, en stendur að sjálfsögðu í beinu hlutfalli við mannaflaþörf verksmiðju og stærð byggðarinn- ar, sem fyrir er. Staðarval stóriðju er að sjálf- sögðu meiri háttar stjórnmálaleg ákvörðun hverju sinni, sem lotið getur ýmsum sjónarmiðum öðrum en hagkvæmni og skynsemi. Ef- laust mætti finna því rök, að öll stóriðja væri hagkvæmust í ná- grenni Reykjavíkur, því að mörg og kostnaðarsöm vandamál koma upp ef slíkan rekstur á að reisa fjarri slíkri miðstöð. Samgöngur, flutningar, aðkeypt þjónusta o.fl. því líkt yrði allt miklu tímafrek- ara og dýrara, ef það væri keypt til verksmiðju úti á landi. Ráðning lykilmanna gæti orðið erfiðari og sömuleiðis tengsl utan- og innan- lands. Sé tekið hæfilegt tillit til ein- hverrar byggðastefnu í meirihátt- ar uppbyggingu stóriðju næstu ár og áratugi, tel ég, að skynsamlegt væri að dreifa henni nokkuð um landið. Ég tel hins vegar, að stærri þéttbýlisstaðirnir ættu að eftir- láta mannfærri stöðum að taka við stóriðju af því tagi, sem ekki raskaði byggð þar úr hófi, en Reykjavík, Reykjaness- og Akur- eyrarsvæðin ættu að standa reiðu- búin til að taka við álverunum, þegar og ef þau fást hingað. Lokaorð Röksemdafærsla mín í þessu erindi hefur verið einföld: • Við verðum að nýta vatnsaflið til að geta bætt afkomu fólksins í landinu á komandi árum og áratugum. • Þetta getum við ekki nema með stóriðju. • Þá stóriðju getum við ekki fengið hingað nema með því að bjóða henni hagstætt raf- magnsverð. • Því eigum við að gera hagstæð- ustu samninga, sem við náum og gera þá eins fljótt og ört og við treystum okkur til. Ávinn- ingurinn kemur frekar seint, svo að því fyrr, sem við byggj- um, því fyrr fellur hann okkur til. En hvað þarf þá til að þessi þróun geti orðið? í fyrsta lagi þarf að marka afgerandi stefnu um uppbyggingu stóriðju eins fljótt og ört og aðstæður leyfa. í öftru lagi þarf íslenskt frum- kvæði og innlent fjármagn. Við eigum að hafa frumkvæði um að spila úr þeim spilum, sem við höfum á hendi og eigið fjármagn til að gefa þeim aukið vægi. í þriðja lagi eigum við að setja okkur það mark, að raforka sé alltaf til reiðu, ef stóriðja getur orðið hagkvæm hér á landi. Við höfum ekki efni á að láta hagstæð stóriðjuáform stranda á raf- magnsleysi eða óöryggi um raf- orku. Og loks í f jórða lagi eigum við að semja við erlenda aðila, sem við veljum okkur til samstarfs. Við eigum að mæta óbilgirni af þeirra hálfu með fullri einurð, en jafn- framt eigum við að leggja raun- hæft mat á okkar aðstöðu til samninga og ef svo ber undir eigum við ekki að hika við að fórna peði í byrjuninni, því að í þessari skák vinnur tíminn með okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.