Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 29 þingfréttir í stuttu máli Atvinnuleysi af völd- um náttúruhamfara Vinnuafköst Alþingis á haustþingi Atvinnuleysi — Náttúruhamfarir Fram er lagt á Alþingi írum- varp sem íelur það i sér að þegar viðtækt atvinnuleysi er yíirvof- andi af vöidum náttúruhamfara, t.d. þegar hafis lokar höfnum á heilu landssvæði. hafi stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs heim- ild til þess i samráði við viðkom- andi sveitarstjórnir að greiða aukakostnað sem hlýst af þvi að koma í veg fyrir atvinnuleysi á viðkomandi landssvæði, t.d. fiutningskostnað á afla milli byggðarlaga og svæða. Flutningsmenn eru Lárus Jónsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Guðmundur Bjarna- son (F), Stefán Jónsson (Abl) og Stefán Guðmundsson (F). Olíugjald til fiski- skipa — utan skipta Fram er komið stjórnarfrum- varp um framlengingu 7,5% olíu- gjalds til fiskiskipa, sem fiskkaup- andi (vinnsluaðili) greiðir ofan á fiskverð og fram hjá skiptaverði. Þegar fiskafli er seldur í erlendri höfn skal og draga 1% olíugjald til útgerðar frá heildarsöluverðmæti. Þetta frumvarp er einnig flutt í tengslum við fiskverðsákvörðun. Lögheimili fólks á stofnunum og sér- hönnuðum heimilum Pétur Sigurðsson (S) og ólafur G. Einarsson (S) flytja frumvarp til laga sem feíur það í sér að heimild fólks til að halda eldra lögheimili, þó það dvelji á „elli- heimili eða annarri slíkri stofn- un“, verði færð út. í stað fyrra orðalags leggja þeir til að heimild- in verði bundin við „sérhönnuð heimili og íbúðir aldraðra og öryrkja byggð í tengslum við þjónustumiðstöð aldraðra eða heilsugæzlustöð". Dýralæknisum- dæmum f jölgaö Halldór Blöndal (S) og Árni Gunnarsson (A) flytja frumvarp til laga að skipta Þingeyjarsýslum í tvö dýralæknisumdæmi í stað eins: vesturumdæmi (Bárðdæla- hreppur og þeir bæir vestan Fljótsdalsheiðar, sem eru í Reyk- dælahreppi og Aðaldælahreppi norðan Hrafnalækjarskóla) og austurumdæmi (S-Þingeyjarsýsla austanverð, Húsavík og Keldunes- hreppur í N-Þingeyjarsýslu). Mishá útflutnings- gjöld á sjávarafurðum Með lögum frá 1976 vóru öll lagaákvæði um mismunandi út- flutningsgjöld af sjávarafurðum numin úr gildi og lagt eitt sam- ræmt útflutningsgjald á sjávaraf- urðir. Fram er komið stjórnar- frumvarp sem felur það í sér að útflutningsgjald á frystar sjávar- afurðir skuli vera 4,5% (í stað 5,5%) árið 1981 en útflutnings- gjald af skreið hækka í 10% (úi 5,5%). I greinargerð er þessi breyting tengd fiskverðsákvörðun ÞÁ VAR KÁTT í HÖLLINNI: Ráðherrar veraldlegra hluta og geistlegra, fjármálaráðherrann og kirkjumálaráðherrann, halda gleði sinni hvað sem liður Þórshafnartogurum og öðrum fárviðrum stjórnmálanna Þá flytja Egill Jónsson (S) og Sveinn Jónsson (Abl) frumvarp sem felur í sér að stofnað verði nýtt dýralæknisumdæmi á Aust- urlandi og hljóði þá 16 tl. viðkom- andi laga svo: Norðfjarðarum- dæmi (Mjóafjarðarhreppur, Nes- kaupstaður, Norðfjarðarhreppur, Helgustaðahreppur og Eskifjarð- írkaupstaður), Austurlandsum- dæmi nyrðra: (N-Múlasýsla að undanteknum Skeggjastaðahreppi og Vopnafjarðarhreppi, Seyðis- fjörður og S-Múlasýsla að mörk- um milli Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps). Stjórnarfrumvörp og þingmannafrumvörp Fram að jólahléi Alþingis vóru samþykkt 27 stjórnarfrumvörp sem lög en aðeins 4 þingmanna- frumvörp. Tvö þingmannafrum- vörp vóru felld, þ.á m. frumvarp um niðurfellingu barnaskatta 1980. Einu þingmannafrumvarpi um tekjuskatt og eignaskatt var vísað til ríkisstjórnarinnar. Tvær þingsályktanir vóru sam- þykktar, önnur varðandi aðild Grikklands að EBE og hin um frestun á fundum Alþingis. 36 fyrirspurnum frá þingmönnum var svarað. Lögin, sem samþykkt vóru„ fjölluðu m.a. um: Málefni Flug- leiða, olíugjald fiskiskipa, útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum, meinatækna, eftirlaun aldraðra, almannatryggingar, fiskimála- sjóð, aflatryggingarsjóð, lífeyr- issjóð barnakennara, tímabundið vörugjald, ferðagjaldeyri, samn- ing um aðstoð í tollamálum, líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins, skráningu lífeyrisréttinda, ný- byggingargjald, stimpilgjald, lántökur 1980 og 1981, lífeyrissjóð bænda, verðjöfnunargjald á raf- orku, söfnunarsjóð lífeyrisrétt- inda, vörugjald, fæðingarorlof, jöfnunargjald, undanþágu ríkisins varðandi minnstu mynteiningu í bókhaldi o.fl., Grænlandssjóð, sparisjóði og biskupskosningu. raðauglýsingar —. raðauglýsingar — raðauglýsingar kennsla Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Námskeiö í ræðumennsku og framsögn verður haldið í félagsheimili Hlífar Reykja- víkurvegi 64, dagana 2., 4., 6., 9., 11., og 13. marz 1981 og stendur yfir þessi kvöld frá kl. 20—23. Leiöbeinandi verður Tryggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóri M.F.A. Fé- lagar í Hlíf og Framtíðinni eru hvattir til þátttöku. Fræðslunefnd Hlífar. Itilboö — útboö ............. Tilboð óskast í húseignirnar: 1. Mávahlíð 4, 1. hæð. 4 herb. íbúð 100 ferm. með 40 ferm. innréttuðum bílskúr. Óskað er tilboða í íbúöina með eða án bílskúrs. 2. Tindasel 3, kjallari 140 ferm. geymslu- og/eöa iönaðarhúsnæði með aðkeyrslu frá götu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.B. mánu- daginn 2. mars. kl. 15.00 að viöstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaöa tilboöi sem er eða hafna þeim öllum. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu V.B. að Suðurlandsbraut 30, sími 81240. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Útboð — Forval Byggingarhópur um nokkur raðhús við Granaskjól í Reykjavík leitar eftir vilja byggingarverktaka í að reisa a.m.k. 4 raðhús og skila þeim uppsteyptum og frágengnum að utan, á ári þessu. Framkvæmdir eiga að geta hafizt í júníbyrjun nk. og verður þá búið að ganga frá fyllingu undir sökkla. Um verður að ræöa lokað útboö að undan- gengnu forvali. Þeir aðilar sem áhuga kunna að hafa á því að bjóöa í verk þetta eru beðnir um að hafa samband við verkfræðistofuna FORSJÁ SF. að Skólavörðustíg 3 en hún veitir allar frekari upplýsingar. Verktakar skulu skila inn upplýsingum vegna forvals þessa fyrir kl. 17.00 föstudaginn 27. febrúar. Lokað útboð fer fram fyrri hluta marz. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar umferðaróhöppum. Fíat 128 Skoda 110 V.W. sendiferðab. Toyota sendib. Ford Cortina 1300 Skodi120 Austin Allegro Austin Allegro Datsun D. V.W. 1300 Ford Bronco B.M.W. 316 sem skemmst hafa í árg. 1972 árg. 1976 árg. 1977 árg. 1980 árg. 1972 árg. 1977 árg. 1976 árg. 1979 árg. 1972 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudaginn 23/2 ’81. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga fyrir kl. 17 þann 24/2 '81. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 91. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á hluta í húseign- inni Móatún 18, Tálknafirði með tilheyrandi lóð og mannvirkjum, þinglesin eign Blikanes hf., fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Ólafs Axelssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Stefáns Skarphéðinssonar hdl., Guömundar Ingva Sigurðssonar hrl., og Gunnars Sæmundssonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 26. febrúar 1981 kl. 16.00. Seldar verða 3 íbúðir í smíðum á efri hæð hússins (tvær 3ja herb. og ein 2ja herb.). Sýslumaður Barðastrandarsýslu. 18. febrúar 1981. Nauðungaruppboð Nauöungaruppboð annað og síðasta á v/s Gullfaxa SH 125 þinglýstri eign Kristins Arnbergs Sigurössonar sem auglýst var í 101., 106. og 110. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1980 fer fram í skrifstofu embættisins í Stykkishólmi eftir kröfu Fiskveiðisjóðs ís- lands o.fl., föstudaginn 27. febrúar, 1981, kl. 14.00. Stykkishólmi 19, febrúar, 1981. Sýslumaöur Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.