Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 Bandalag kvenna í Reykjavík mótmælir fyrirhuguðu skrefagjaldi KONUR úr Bandalagi kvenna i Reykjavík fylktu i gær liði og gengu fyrir þingmenn Reykjavíkur á Alþingi til að mótmæla þvi, að skrefagjald verði tekið i simtölum á höf uðborgarsvæð- inu. Afhentu þær þingmönnunum ályktun aðalfundar banda- lagsins, þar sem þess var óskað að þeir beittu sér fyrir þvi að elli- og örorkulífeyrisþegar yrðu undanskildir skrefagjald- inu. ef svo færi að því yrði komið á. Unnur S. Ágústsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavik, ávarpaði þingmennina og sagði þá meðal annars, að hún hvetti þá til að koma í veg fyrir að skrefagjaldið yrði sett á og til að gæta hagsmuna Reykvíkinga í fyllsta máta. Geir Hallgrimsson þakkaði konunum heimsóknina og þann áhuga sem þær sýndu málefnum Reykvikinga með þessu, fyrir hönd þingmanna, og sagðist vonast til þess, að málið fengi farsæla lausn. Hann sagði ennfremur, að þingmennirn- ir myndu ræða málin sin á niilli og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Mbl. ræddi við nokkrar kvennanna og fara viðtölin hér á eftir: „Haftakerfið að komast á aftur" „Þetta mál var tekið fyrir á ráðstefnu Bandalagsins fyrir rúmu ári og þá var bæði Póst- og símamálastjóra og ráðherra send ályktun fundarins, þar sem fyrir- huguðu skrefagjaldi var mótmælt og ef af því yrði að elli- og örorkulífeyrisþegar yrðu undan- þegnir því," sagði Ásta Gunnars- dóttir, ein þeirra, sem aðild eiga að tillögunni. „Nú er liðið ár síðan þetta var og enn hafði ekki borizt svar frá yfirvöldum og því var málið tekið upp að nýju á aöalfundi Banda- lagsins, sem nú er nýlokið. Heim- sókn okkar hingað í Alþingishúsið í dag er svo í beinu framhaldi af því. En það er í raun og veru ekki hægt að einskorða þetta við ör- yrkja og ellilífeyrisþega, það eru mun fleiri, sem þyrftu að vera undanþegnir gjaldinu. Það er til dæmis hópur þeirra, sem búa við 75% örorku. Ef af þessu yrði, fengju þeir ekki undanþágu, þrátt fyrir að tekjutrygging þeirra sé skert vegna þess að þeir fá greiðsl- ur úr lífeyrissjóði á þriggja mán- aða fresti. Það er í raun og veru kerfið á íslandi, sem berjast þarf gegn. Það er fullt af alls konar lögum og reglugerðum, sem eingöngu skerða Ásta Gunnarsdóttir Ljósmynd Emll B.H. rétt einstaklinga. Það er bein skerðing á einstaklingsfrelsi okkar allra, sem hér búum og við erum eiginlega komin aftur til haftaár- anna ef þessu heldur enn svo áfram. Með því að auka símakostnaö fólks eins og áætlað er, verður þannig stór hópur fólks lokaður inni á heimilum sínum. Það er sá hópur, sem erfiðast á með að fara á milli húsa og hefur því aðeins samband við vini og ættingja í gegnum síma. Ég veit ekki hvers gamla fólkið og öryrkjarnir eiga að gjalda." „Aldraðir hundeltir f ram á graf arbakkann" „Ég hef starfað í Bandalagi kvenna í Reykjavík í 35 ár og setið flesta fundi þess. Það hafa verið margvíslegir málaflokkar sem Bandalagið hefur látið til sín taka á löngum ferli og margt verið á óskalista, en flestar óskir okkar til þessa hafa orðið að raunveruleika og ég vona, að svo verði einnig nú," sagði Helga Rafnsdóttir. „Eitt af því fyrsta, sem banda- lagið lét til sín taka var skortur á dagvistunarheimilum og leikvöll- um, lausn húsnæðisvandamála al- þýðu og að borgarráð léti byggja Helga Rafnsdóttir Ljosmynd: Guomundur G. fjölbýlishús á félagslegum grund- velli. Allt þetta hefur orðið að raunveruleika. Við höfum einnig látið ýmis önnur framfaramál til okkar taka, og má þar nefna tryggingar, aðstoð við einstæðar mæður og öryrkja, byggingu fæðingardeildar Land- spítalans og nú erum við að safna fé til kaupa á taugagreini fyrir Landspítalann. Það er viðamikið verkefni og ætlunin er að safna alls 60 milljónum gamalla króna fyrir vorið. Ég sat ekki síðasta aðalfund bandalagsins, ég er farin að draga mig í hlé vegna aldurs, en ég fylgist þó engu að síður mjög vel með störfum bandalagsins og veit, að margt er enn óleyst. Skattamál aldraðra eru í mesta ólestri, þeir eru, að því er virðist, hundeltir fram á grafarbakkann og hrelldir með aukinni skattheimtu og fast- eignagjöldum. Það verður að bæta úr húsnæðisvanda aldraðra, bæði þeirra sem sjúkir eru og þeirra sem búa í óhentugu húsnæði. Þá má ekki gleyma skrefamál- inu, ég vil, að fullorðnu fólki verði gert kleift að hafa samband við vini og vandamenn í gegnum síma, því það tengir fólkið daglegu lífi og einangrar það síður." Unnur S. Ágústsdóttir afhendir Geir Hallgrimssyni ályktun og mótmæli Bandalags kvenna i Reykjavik vegna fyrirhugaðs skrefagjalds. Ljosmynd Mbi.: Kristján „Síminn okkar eina samband, það má alls ekki rjúf a" Ellimáladeild Bandalags kvenna í Reykjavík var stofnuð fyrir nokkrum árum og í henni starfa 5 konur. „Við höfum unnið að því að kynna okkur málefni aldraðra og í því tilefni heimsótt ýmsar stofnanir. Aðaláherzluna höfum við lagt á sjúkt fólk og öryrkja, því þar er neyðin stærst," sagði Jóna Kristín Magnúsdóttir, sem sæti á í nefndinni. „Meðal þess fólks er neyðin svo stór að ég held að enginn geti gert sér grein fyrir því, nema að eigin raun, en það er því miður lítið sem við getum gert. Við erum bara þrýstihópur, sem reynir að vekja athygli á ástandinu og koma því á framfæri við rétta aðilja. Þetta skrefamál er eitt af stærstu málunum og mikilvæg- ustu, sem nefndin og Bandalagið hafa fjallað um og ályktunin var samþykkt einróma á aðalfundin- um, sem lauk í gær. „Látum ekki skammta okkur simatima" „Auðvitað viljum við að skrefagjaldið verði aldrei að veruleika, en eins og er leggjum við mesta áherzlu á að ellilífeyr- isþegum og öryrkjum verði hlíft við því. Með þessu gjaldi er aðeins verið að seilast enn meira í vasa einstaklingsins og helzt þeirra sem minnst mega sín. Með því að skammta fólki síma- tíma á þennan hátt er einnig farið inn á friðhelgi heimilisins og hver kærir sig um það," sagði Unnur S. Ágústsdóttir, formað- ur Bandalags kvenna í Reykja- vík. „Margt af eldra fólkinu hefur ekki samband við umheiminn nema í gegnum síma og verði af gjaldinu eykur það verulega nauðsynlegan símakostnað þessa fólks. Það er að vísu talað um að skrefagjaldið verði ekki á eftir klukkan 22.00 á kvóldin, en hver vill láta skammta sér símatíma þannig, að allar opinberar stofn- anir og aðrar þjónustumiðstöð- var, sem fólk þarf að hafa samband við, séu lokaðar. Þess ber einnig að gæta að margt gamalt fólk fer snemma að sofa og vill þá ekki hringja sín á milli eftir klukkan 22." Jóna Kristín Magnúsdóttir Við erum allar sammála um að þessi hugmynd um skrefatalningu í Reykjavík megi alls ekki verða að veruleika. Síminn er eina sambandið sem þetta fólk hefur við vini og ættingja og það má alls ekki rjúfa, eins og raunin hlýtur að verða, komi þessi hugmynd til framkvæmda." „Lízt illa á skrefagjaldið" Unnur S. Ágústsdóttir „Mér lízt ákaflega illa á þessar hugmyndir um skrefagjald á síma í Reykjavík. Það er nú svo með okkur gamla fólkið að við þurfum að hafa talsverð samskipti við opinberar stofnanir og þjónustu- fyrirtæki og það gerum við aðal- lega í gegnum síma. En það vita allir hvernig það gengur. Síma- stúlka svarar, þá er það oft þannig að sá sem spurt er um, er ekki við, eða það er á tali hjá honum. Þá er annaðhvort að bíða á meðan skref- in teljast eða gefast upp og reyna seinna og hvort tveggja getur orðið manni dýrt," sagði Guðmunda Ólafsdóttir. „Þó svo að ódýrara eigi að vera að hringja eftir klukkan 22 er það engin lausn, því margt gamalt fólk fer snemma að sofa. Það getur líka verið að ég nái sambandi við ættingja og vini, en þá er sjónvarp- ið oft í gangi eða einhverjir í heimsókn, svo kannski er þá bara um truflun að ræða. Siminn er eina sambandið sem við höfum við umheiminn og það má alls ekki rjúfa." Guðmunda ólafsdóttir Ljonmynd Guomundur G. Vinahjálp gefur 100.000 kr. til kaupa á taugagreini Handavinnuklúbburinn Vina- hjálp hefur afhent stjórn Borgar- spítalans að gjöf kr. 100.000 (gkr. 10 millj.) sem renna eiga til kaupa á taugagreini fyrir Grensásdeild Borgarspitalans. Um þessar mundir stendur yfir söfnun á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík sem hyggst safna 600— 700 þús. kr. í þessu sama augnamiði. Er framlag Vinahjálpar hluti þess- arar söfnunar. Taugagreinir þessi kemur að miklu gagni þegar meta á möguleika einstaklinga til endur- hæfingar og því brýnt að hann sé fyrir hendi. Er efnt til söfnunarinn ar í tilefni af ári fatlaðra. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar flytur Vinahjálp þakkir fyrir höfðinglega gjöf og metur mikils þann dugnað og ósérhlífni sem Vinahjálp og Bandalag kvenna i Reykjavík sýna til að geta fært Grensasdeildinni þessa verðmætu gjöf. Leiðrétting í FRÉTT í Mbl.'í gser misritaðist gírónúmer söfnunar Bandatags kvenna í Reykjavík, „Eflum fram- farir fatlaðra". Rétta númerið er 606000-1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.