Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1981 15 Tejero Molina - andstæðingur lýðræðis - lærisveinn Francos Madrid, 24. fehrúar - AP. Antonio Tejero Molina ofursti, höfuðpaurinn í byltingarsamsærinu á Spáni, var lærisveinn Francos einræðisherra og yfirmenn hans í hernum hafa ætíð sýnt honum linkind. Fyrir síðasta samsærið, Galaxy- áætlunina, í nóvember 1978, hlaut hann aðeins sjö mánaða fangelsisdóm, en sá atburður hefur verið kenndur við kaffihús það í Madrid er Tejero Molina og fjórir aðrir foringjar í Þjóðvarðliðinu brugguðu vél sín. Þá var ætlunin að ræna Adolfo Suarez forsætisráð- herra og hafa hann í haldi þar til hægri stjórn hefði verið komið á í landinu. Galaxy-áætlunin fór út um þúfur þegar þrír samsær- ismannanna sáu sig um hönd á síðustu stundu og gerðu for- sætisráðherranum viðvart. Tejero Molina og fimmti sam- særismaðurinn, Richardo Sa- ens de Ynestríllas höfuðsmað- ur, voru settir í stofufangelsi og látnir dúsa þar þangað til herréttur var settur yfir þeim rúmu ári síðar. Dómur gekk í maí 1980, og fékk Tejero Mol- ina þá sjö mánaða fangelsi og félagi hans sex mánaða dóm. Rétturinn tók hins vegar til greina þann tíma sem þeir kumpánar höfðu verið í stofu- fangelsi; þannig að þeim var sleppt þegar í stað og tóku þeir til starfa í Þjóðvarðliðinu á ný, án þess að vera lækkaðir í tign. Við réttarhöldin ásakaði Tejero Molina ríkisstjórnina um að hindra lögregluna í baráttunni gegn skæruliðum Baska og krafðist heimildar til að fá að elta þá uppi með öllum tiltækum ráðum eins og tíðk- azt hefði á tímum Francos. Tejero Molina er 49 ára að aldri og ókvæntur. Hann er öfgafullur þjóðernissinni og það er bjargföst skoðun hans að ótryggt stjórnarfar á Spáni síðan Franco leið sé óyggjandi sönnun þess að lýðræði henti ekki á Spáni. Skömmu áður en Galaxy-málið komst á döfina ritaði hann Juan Carlos kon- ungi bréf þar sem hann krafð- ist þess að án tafar yrði látið til skarar skríða gegn hryðju- verkamönnum og stuðnings- mönnum þeirra, „þar á meðal ýmsum þingmönnum", eins og hann sagði í bréfinu. Tejero Molina var yfirmaður Þjóðvarðliðsins í Guipuzcoa- héraði í norðanverðu Baska- landi um árabil. Á þeim tíma lögðu skæruliðar Baska að velli um 300 manns, hermenn, lögreglumenn og óbreytta borgara. Tejero Molina var látinn hætta þessu starfi árið 1977, þar sem hann neitaði að láta það viðgangast að Baskar drægju að húni þjóðfána sinn, sem þá hafði nýlega öðlazt viðurkenningu. Var Tejero Molina fluttur til Malaga, þar sem hann er upprunninn. Þar lenti hann fljótlega í kasti við yfirmenn sína fyrir að fyrir- skipa að mótmælafundur vinstri sinna skyldi leystur upp. Viðbrögðin við valdaránstilrauninni: Miklu lofsorði lokið á Juan Carlos konung Madrid. 24. febrúar. - AP. ÖLL dagblöðin i Madrid luku i dag upp einum munni i fordæm- ingu sinni á valdaránstilraun þjóðvarðliðanna og lögðu til. að þeir yrðu dregnir til fullrar ábyrgðar á gerðum sinum. Er- lendis hafa viðbrögðin verið svip- uð og margir hafa lokið miklu lofsorði á Juan Carlos Spánar- konung fyrir einarðleg og skjót viðbrögð. Dagblaðið ABC, helsta dagblað í Madrid, sagði, að valdaránstil- raunina hefðu gert „geðsjúkir menn" en lagði jafnframt áherslu á, að gera yrði skjóta bragarbót á þeirri stjórnarkreppu, sem nú ríkti í landinu. Blaðið El Pais kallaði atburðina „sviksamlegt til- ræði við spænsku þjóðina" og bætti því við, að Juan Carlos konungur hefði komið fram sem „einarðastur og aðdáunarverðast- ur málsvari stjórnarskrárinnar". Sendinefnd spænskra kommún- ista á þingi sovéska kommúnista- flokksins í Moskvu bjóst til ferðar þaðan í dag til að taka þátt í „fjöldamótmælum" gegn valda- ránstilrauninni, Carillo, formaður spænskra kommúnista, var ekki í sendinefndinni enda hefur hann aðrar skoðanir á samskiptunum við Kreml. Hann var staddur í þinghúsinu þegar þjóðvarðliðarnir tóku það. Breska stjórnin fordæmi í dag tilraunina til að steypa stjórn Spánar og kallaði hana „hryðju- verk". „Stuðningur Breta við lýð- ræðið á Spáni er engum takmörk- unum háður," sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Með atburðunum á Spáni í gær var hvergi fylgst betur en hjá grönnum þeirra Portúgölum. Ör- lög þessara þjóða hafa verið sam- ofin um langan aldur og eru báðar ungar í hópi lýðræðisþjóðanna. Forseti Portúgals, Antonio R. Eanes, talaði við Spánarkonung snemma í gærkvöldi en ekki hafa nein opinber viðbrögð borist það- an enn. Bruno Kreisky, kanslari Aust- urríkis, sagði í dag, að Juan Carlos Spánarkonungur hefði brugðist við atburðunum á „aðdáunarverð- an" hátt, staðið vörð um stjórn- arskrána og komið í veg fyrir mikla ógæfu. I Róm efndu æskulýðssamtök kommúnistaflokksins til mótmæla fyrir utan sendiráð Spánar í Vatikaninu þar sem mest bar á vígorðum gegn CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Sandro Pertini, ítalíuforseti, talaði við Spánar- konung í dag í síma og hrósaði honum fyrir „ákveðni og stað- festu". Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Dana, harmaði í dag atburð- ina á Spáni í gær og sagðist vona, að þeir væru aðeins „síðustu dauðateygjur" fasismans þar í landi. Dönsku blöðin lofuðu mjög þátt Juan Carlos konungs í að kveða niður valdaránstilraunina en sögðu jafnframt, að hættan á nýju borgarastríði á Spáni væri ekki endanlega úr sögunni. volvo Lapplander fœr varla nokkur feguroarverðlaun, en hann stendur fyrir sínu Skoðaðu sýningarbíl hjá okkur. Hannvenst! e- *.-,-J 5 Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 j»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.