Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Jttorjjivnblnbtb nr^minMaM^ Síminn á ritsljórn og skrilstofu: I 10100 JHorntmblnbib MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1981 Útlánsvextir: Lækka um 1-2% LÆKKUN vaxta á útlánum var aðalniðurstaða umf jollunar rikis- stjórnarinnar um vaxtamál á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Minniháttar tæknilegar breyt- ingar verða gerðar á innlánsvöxt- um, en þeir munu verða því sem næst óbreyttir áfram, frá því sem nú er. Vaxtabreytingin mun taka líildi frá og með 1. mars næst- komandi, það er f rá og með næsta sunnudegi. Helstu breytingarnar eru þær að vextir á vaxtaaukaútlánum munu lækka um 2%, víxilvextir munu lækka um 1%, vextir á hlaupareikningum lækka um 1%, en innlánsvextir verða óbreyttir sem fyrr segir. Seðlabankinn hef- ur þessi mál nú til umfjöllunar og nánari útfærslu, og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun að vænta tilkynningar frá bank- anum nú fyrir helgi, jafnvel í dag eða á morgun. Nú fyrir breytinguna eru for- vextir víxla 34,0%, vextir af hlaupareikningum eru 36,0% og vextir af vaxtaaukalánum eru 45,0%. Tekjutrygging elli- lif eyrisþega f ær sérstaka 8% hækkun RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sinum i gærmorgun tillögu um sérstaka 8% hækkun tekjutryggingar elli- og örorkulífeyrisþega. Jafnframt var samþykkt sérstök hækkun heimilisuppbótar, einnig 8%. Til viðbótar hækka þessar bætur einnig um 5,95%, sem er skert verðbótahækkun, sem hefði átt að vera án bráðabirgðalaganna 12,95%. Þannig verður heildarhækkun tekjutryggingarinnar og heimilisuppbótarinnar 14,43% hinn 1. marz næstkomandi. í fréttatilkynningu frá ríkisstjórn- inni segir m.a.: „Eftir þessa ákvörðun liggur fyrir, að aldraðir og öryrkjar, sem njóta tekjutryggingar, búa við hærra hlutfall í samanburði við um- samin laun í landinu en nokkru sinni fyrr. Auk þeirrar sérstöku 8% sem hér er um að ræða, hefur ríkisstjórnin áður samþykkt sérstaka 5% hækkun tekjutryggingar umfram hækkun verðbótavísitölu. Alls hefur því átt sér stað 13% hækkun tekjutryggingar frá því að núverandi ríkisstjórn tók við, umfram hækkun verðbóta á laun." í þessu sambandi er rétt að benda á að frá og með 1. marz gengur í gildi 7% skerðing verðbótavísitölu, sem ríkisstjórnin hefur með þessari ákvörðun ákveðið að láta ekki ná til áðurnefndra tryggingabóta, en hækk- ar hins vegar bæturnar um 1% að auki. Þá má benda á það einnig, að gagnvart BSRB kemur þessi skerðing heldur ekki fram að fullu, þar sem fjármálaráðherra gerði viðaukasamn- ing við opinbera starfsmenn, sem veitir allt að 6% hækkun launa, þrátt fyrir að BSRB ætti ekki endurskoðun- arrétt á launalið. Fréttatilkynningu heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, sem Mbl. barst í gær, lýkur með þessum orðum: „Þeir einstaklingar, sem búa við elli- og örorkulífeyri með fullri tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót, hafa 1. marz 3.052 krónur á mánuði, en hjón með fulla tekjutryggingu hafa 4.509 krónur á mánuði. Dagvinnulaun samkvæmt 7. taxta VMSÍ verða frá 1. marz 3.906 krónur á mánuði." í umræðu á Alþingi í gær, skýrðu ráðherrar frá því, að þessi hækkun væri m.a. ákveðin þar sem skatta- lækkanir, sem ríkisstjórnin væri að framkvæma, næðu ekki til þeirra hópa, sem eingöngu hefðu framfæri sitt af bótum almannatrygginga. Geir Hallgrimsson: Fundu dufl á reki Grindavik, 23. febrúar. BJÖRGVIN Gunnarsson skip- stjóri á mb. Gauk GK 660 kom á sunnudaginn með dufl að landi sem fundizt hafði á reki á svonefndum Reykjaneshrygg eða i kanti hans og veiddu skipverjar það upp i bát sinn. Við töluðum við landhelgisgæzlumenn sem virtust kannast við duflið af lýsingu okkar. Toldu þeir það vera kafbátaloftnet eða eitthvað slikt. Duflið er 2,85 m langt, um 50 cm í þvermál, sívalt með tveimur vængjum eða eins og tvíþekju og stýrisblöðkum. Á duflinu er teng- ing eins og fyrir fjarstýringar- kapal og hankar fyrir dráttar- taug. Duflið virðist hafa legið nokkuð lengi í sjó eða verið á reki, en engar skemmdir eru á því eftir viðkomu við botn. Það er þakið sjávargróðri fínum og skelfiski hér og þar. Duflið er straumlínu- lagað og rennilegt. Það virðist ekki vera hættulegt, en tæki í því virðast vera einhvers konar hlust- arar eða þreifarar. Engar merk- ingar eru sjáanlegar á duflinu því eða bending um eiganda eða framleiðanda og er þetta því huldutæki hið mesta. Guðfinnur Ráðherrar neita ekki leynisamningunum Ákvörðunarvald utanrikisráðherra þó ótvirætt miðað við fyrirliggjandi gögn mála w Togaramálið: Biðum róleg- ir úrlausnar Islendinga „VIÐ VITUM að rætt hefur veríð fram og aftur um málið á fslandi og einnig, að rikisstjórn- in ætlaði að taka það fyrir i dag og okkur hefur verið tjáð að íslenzk yfirvold líti málið já- kvæðum augum. Við bíðum þvi rólegir úrlausnar," sagði Konrad Mikkelsen hjá Nu- Norsk Motor í Tromso, Noregi, en hann er umboðsaðili hinna norsku seljenda togarans til Þórshafnar og Raufarhafnar. Rikisstjórnin tók mál þetta fyrir á fundi sinum i gærmorg- un, en frestaði umræðum og afgreiðslu. Konrad Mikkelsen sagði, að hann væri eingöngu umboðsaðili og hefði ekki heimild til að upplýsa innihald telexskeyta, sem fóru á milli kaup- og sðluað- ila um helgina. „Ég veit að sölu- og kaupaðilar vilja báðir, að málið fái bezta mögulega úrlausn og við hljótum að vinna að því að svo verði," sagði hann. Sjá viðtöl á bls. 19. l'Oí.N ráðherranna talar sinu máli. Hún bendir til að slíkur samningur kunni að vera fyrir hendi. Meðan svo er ekki viður- kennt verður þó að lita svo á að utanrikisráðherra hafi ótviræðan rétt til ákvarðanatöku um fram- kvæmdir í tengslum við örygg- ismál okkar og varnarsamstarf, sagði Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins og for- maður utanrikismálanefndar Al- þingis, i umræðum á Alþingi i gær um það, hvort aðilar rikis- stjórnarinnar hefðu gert með sér samkomulag, skriflegt eða munn- legt um að framkvæmdir er snerta varnarsamstarf og örygg- ismál þjóðarinnar yrðu ekki leyfðar nema samþykki allra aðila að stjórninni kæmi til. Geir Hallgrímsson bar fram fyrirspurn utan dagskrár um það, hvort til væru reglur, sem ríkis- stjórn eða ráðherrar hafa sett sér og ekki hafa verið birtar, þess efnis, að ríkisstjórnin taki ekki ákvarðanir í meiriháttar málum nema samþykki allra stjórnarað- ila komi til. I svörum forsætisráð- herra, formanns Alþýðubanda- lagsins og formanns Framsóknar- flokksins fólst hvorki viðurkenn- ing né neitun á tilvist sJíks leynisamnings, til hliðar við stjórnarsáttmála. „Um vinnu- brögð og vinnulag innan ríkis- stjórnar við afgreiðslu mála tel ég ekki ástæðu til að ræða hér frekar," sagði forsætisráðherra. Geir ítrekaði spurningar sínar en fékk ekki frekari svör. Harma ber að forsætisráðherra skuli taka þá afstöðu að svara ekki skýrt og skorinyrt eðlilegri og óhjákvæmilegri spurningu, sem bæði þing og þjóð eiga heimtingu á að fá svör við, sagði Benedikt Gröndal (A). Gerði formaður Framsóknar- flokksins samning á bak utanrík- isráðherra um neitunarvald Al- þýðubandalags í málaflokki, sem heyrir undir ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar, spurði Sighvatur Björgvinsson. Framsóknarflokk- urinn stendur heilshugar að baki öllum ákvörðunum sem utanrík- ismálaráðherra hefur tekið á sínu ráðherrasviði, sagði Steingrímur Hermannsson (sjá nánar á þing- síðu Mbl.). Fjármálaráðherra: Lækkun sjúkratryggingargjalds — hækkun persónufrádráttar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja allt að 100 milljónum ný- króna til skattalækkana 1981, frá ráðgerðum skatttekjum i fjárlög- um, sem koma eiga fram i niður- fellingu sjúkratryggingargjalds á tekjur allt að 6,5 milljónir gam- alkróna (en það verður áfram 2% á tekjur umfram þá fjárhæð), nokk- ur hækkun persónufrádráttar og hækkun tryggingabóta. Þetta kom fram i máli Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær, en hann taldi þessa skattalækkun þýða 1,5% kaupmáttaraukningu á lægrí- og meðallaun og eiga að mæta ráðgerðri skerðingu brá- birgðalaganna á verðbætur al- mennra launa. Sá hluti tekjuskatta ríkisins sem fólgin er í 1,5% sjúkratrygginga- gjaldi á tekjur upp að 6,5 milljónum gamalkróna fellur niður en gjaldið verður áfram 2% á tekjur umfram þá fjárhæð. Þetta þýðir að sögn fjármálaráðherra 1,5—1,8% meðal- talslækkun á laun á bilinu 4—10 milljónirgamalkróna. Þar sem þessi skattalækkun kemur því fólki illa til góða, sem eingöngu hefur tekju- tryggingu og heimilisuppbót frá Tryggingastofnun ríkisins, hefur verið ákveðið að hækka þessar bætur 1. marz nk. um 8%, auk lögbundinna verðbóta, sem eftir verðbótaskerðingu bráðabirgðalag- anna verður 5,97% 1. marz nk. í stað 12,97%. Fjármálaráðherra sagði þessar skattalækkanir þýða 9 milljarða gamalkróna rýrnun á áður ráðgerð- um tekjum ríkissjóðs 1981, auk þess sem hækkun tryggingabóta þýddi 1 milljarð gamalkróna í auknum út- gjöldum. Talsmenn stjórnarandstöðu þökk- uðu ráðherrum fyrir að koma nokk- uð til móts við tillögur þeirra, þó skattalækkunin væri ofmetin í máli ráðherra, ef miðað væri við skatta fyrra árs en ekki tekjuáætlun fjár- laga 1981, sem með vísitölu 145 færðu ríkissjóði verulegar um- framtekjur miðað við fyrra ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.