Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1981 17 KARL BRETAPRINS OPINBERAR TRULOFUN SINA OG DIONU SPENCER Karl Bretaprins, erfingi bresku krúnunnar, ætlar að ganga að eiga 19 ára gamla breska stúlku, laíði Díönu Spencer, að þvi er tilkynnt var í Buckingham-höll í dag. Ekki var þess getið hvenær brúðkaupið mun fara fram en líklegt er talið að það verði í dómkirkjunni í Westminster í lok júlí. Díana verður fyrsta enska blómarósin sem giftist breskum ríkisarfa í 300 ár. Árið 1659 giftist Jakob III enskri stúlku, Anne Hyde. Síðan þá hafa allir makar þjóðhöfðingja Breta verið af erlendu bergi brotnir. Síðustu viku hefur fjölskyldumeðlimum verið tilkynnt um trúlofun- ina, einnig forsætisráðherranum, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar og erkibiskupnum af Kantaraborg. kaupið yrði líklega síðast í júlí og að þau myndu búa á sveitasetri hans í Highgrove rétt fyrir utan London. „Eg hef aðeins tvö her- bergi í höllinni svo við getum ekki verið hér lengi," sagði hann. Er Díana var spurð að því hvort hún væri búin að skipuleggja nýja heimilið brosti hún og sagði: „Ekki ennþá." Karl keypti setrið á sl. ári. „Það er aðeins búið að standsetja tvær stofur á efri hæðinni og svefnherbergið. Að öðru leyti er nú verið að mála allt húsið," sagði Karl. „En húsið er enn alveg tómt, þar eru engin gluggatjöld, engin húsgögn og engin teppi." Prinsinn, sem fullu nafni heitir Karl Filipus Arthúr George Windsor og ber titlana riddari af sokkabandsorðunni, prins af Wal- es, jarl af Chester, hertogi af Cornwall og Rothesay, jarl af Carrick, Renfrew barón, lávarður Skosku eyjanna og verndari Skotlands, er nýorðinn 32 ára. Töldu Bretar hann vera kominn vel á giftingaraldurinn og fylgd- ust því náið með hverju fótmáli hans, hvort hann væri nú ekki á leið að biðja sér konu. „ÉG VAR ALDREI __________f VAFA"__________ Síðastliðið haust sáust Karl og Díana tiltölulega oft saman og fylgdust fjölmiðlar vel með fram- vindu mála. Flestir muna eftir því er fréttamenn settust um sveita- setur konungsfjölskyldunnar í Skotlandi vissir um það að Díana væri á leið þangað. En ekkert sást til Díönu. I viðtali sem breska fréttastofan Press Association átti í Buckingham-höll í dag við þau Díönu og Karl sagði hann að Díönu hafi verið smyglað inn á sveitasetrið í það skiptið. Hafi sú aðgerð verið þrautskipulögð sem hernaðaraðgerð. Karl sagði þó að umsátur fréttamanna hefði ekki verið það erfiðasta, heldur það að þurfa að þegja yfir trúlofuninni. Hann sagðist hafa beðið Díönu er þau borðuðu saman í íbúð hans í Buckingham-höll ein síns liðs 6. febrúar sl., rétt áður en Diana fór í frí til Ástralíu. „Eg vildi gefa henni tækifæri til að hugsa sig um," sagði hann. En Díana sem sat við hlið Karls meðan á viðtalinu stóð, sagði: „Ég var aldrei í vafa." Unga parið sagðist eiga margt sameiginlegt. „Díana er mikið gefin fyrir útiveru," sagði Karl. „Og við höfum bæði gaman af tónlist og dansi og höfum bæði sömu kímnigáfuna," sagði Díana. „Það er líka nauðsynlegt," bætti Karl við og hló. Það eina sem þau hafa ekki bæði áhuga á er líklega hesta- mennska. „Ég féll einu sinni af hestbaki og missti áhugann," sagði Díana. ÁSTIN FÓR AD BLÓMSTRA í JÚLf SL. Þótt það hafi oft komið fram að Díana og Karl hafi þekkst frá barnæsku muna þau ekki eftir því að hafa hist fyrr en 1977, árið sem Elísabet móðir Karls hafði setið í hásætinu í 25 ár. Systir Díönu, lafði Sara McCorquodale, kynnti þau er Karl var í heimsókn á setri Spencerfjölskyldunnar í Nort- hamptonshire. „Karl kom til þess að fara á fasanaveiðar," sagði Díana. „Hann var góður vinur systur minnar þá." Prinsinn sagði að hann myndi eftir því hvað honum þótti Díana „yndisleg 16 ára stúlka". „Ég hugsaði líka mikið um það hvað hún væri skemmtileg," bætti hann við. Þau sögðu að ástin hefði farið að blómstra milli þeirra í júlí sl. er Díana fór í heimsókn til Balmoral, sveitaseturs konungs- fjölskyldunnar í Skotlandi. „Þá urðum við vör við að eitthvað hafði gerst," sagði Karl, sem minntist þess einnig að síðar um árið hefði þau hist á heimili móður drottningarinnar í Birk- hall í Skotlandi. Karl sagði að þau ættu enn eftir að gera margar áætlanir um framtíðina. Hann sagði að brúð- ALDURSMUNURINN SKIPTIR ENGU MÁLI Prinsinn var í dag í gráum jakkafötum en lafði Díana var í rauðu flauelspilsi og jakka og blússu í stíl við. Þau sátu sitt hvorum megin í sófa og skiptust á augnagotum meðan þau töluðu. Díana tók það fram að 12 ára aldursmunur á þeim skipti hana engu máli. „Ég hef aldrei hugsað út í þennan mun nema þegar fólk var að para okkur Andrew sam- an." Andrew er yngri bróðir Karls, 21 árs. „Díana mun halda mér ungum," „Díana mun sóma sér vel sem prins- essa af Wales" sagði Karl. „Þú ert aldrei eldri en þér finnst þú vera." Karl sagði að Díana mundi sóma sér vel sem prinsessa af Wales. „Hún verður bráðum 20 ára, hún er á svipuðum aldri og ég var er ég fór að gegna opinberum störfum. Það verður erfitt fyrir hana til að byrja með en hún verður bara að hella sér út í þetta. Díana var varkárari: „Ég verð bara að taka því sem að höndum ber," sagði hún. Þótt Díana sé aðeins 19 ára virtist hún vera örugg og í góðu jafnvægi er hún sat við hlið prinsins í dag. En sagði þó: „Það er alltaf betra þegar maður hefur — segir Karl í viðtali sem tekið var við hann og Díönu í gær Diana og Karl munu búa á sveitasetri Karls i Highgrove rétt fyrir utan London. Diana vann þar til á siðasta ári á barnaheimiii í London en þar var þessi mynd tekin. Bresk blöð, sem þó hafa hrósað Diönu mikið, teíja hana hafa gert mikil mistök er hún leyfði töku myndarinnar. Karl prins og lafði Diana Spencer við Buckingham-höll i gær. einhvern við hlið sér, einhvern sem hjálpar." GIFTIST STÍJLKUNNI í NÆSTA HÚSI Lafði Díana Frances Spencer er dóttir Spencers jarls sem er einn afkomenda hertogans af Marlbor- ough, frægs hershöfðingja á 18. öldinni. Hertoginn er einnig for- * faðir Winstons Churchills sem fullu nafni hét Winston Spericer Churchill. Díana á tvær eldri systur og einn yngri bróður. Foreldrar hennar skildu árið 1969 eftir 15 ára hjónaband. Móðir hennar, sem er dóttir Fermoy baróns er nú gift kaupsýslumanninum Peter Shand Kydd. Jarlinn giftist aftur árið 1976 dóttur Barböru Cart- lands, rithöfundarins fræga. Frá barnæsku hefur Díana um- gengist hefðarfólk. Henni hefur verið lýst sem fallegri enskri rós, indælli, saklausri, heiðarlegri, al- varlegri, ferskri, vingjarnlegri, al- þýðlegri, þolinmóðri, skynsamri og varkárri. Bresk blöð hafa gefið henni nafnið feimna Dí. Hún er 1,75 m á hæð, grönn, hljóðlát og hláturmild. Hún hefur stór blágrá augu og ljósskollitað hár og hreinan andlitssvip. Hún notar lítinn andlitsfarða og lítið af skartgripum. Hún ferðast oft á reiðhjóli en keyrir þess utan rauðan Mini-Metro. Hún stundar skíði talsvert og er góður sund- maður en ekki mikið gefin fyrir veislur. Díana gekk í einkaskóla nærri London og var síðan send í skóla í Sviss en kom heim eftir sex vikur. Árið 1979 fékk hun atvinnu á barnaheimili í London. Hún bjó þá ásamt þremur vinkonum sín- um í húsi sem faðir hennar á í Kingston-hverfinu í London. Á síðasta ári sagði Díana upp starfi sínu. Sagt er að börn Spencers jarls og börn drottningarinnar hafi leikið sér mikið saman á yngri árum enda hafi aðeins lág steina- girðing skilið að landsvæði Spenc- erfjölskyldunnar og sveitasetur konungsfjölskyldunnar í Sandr- ingham. Karl ætlar því að giftast stúlkunni í næsta husi. ORÐAÐUR VIÐ 12 STÚLKUR Á 14 ÁRUM Þeir sem til þekkja hafa fullyrt að Díana hafi aldrei haft náin sambönd við aðra karlmenn. En Karl hefur verið orðaður við 12 stúlkur á síðastliðnum 14 árum. Fyrst kom upp nafn Luciu Santa Cruz, dóttur sendiherra Chile í London, Karl var þá 19 ára en hún 23 ára. Þá var lafði Jane Wellesl- ey, dóttir hertogans af Wellington lengi talin líkleg í sæti drottn- ingar. Síðan Rosie Clifton, Davina Sheffiled, Elizabeth Manners, lafði Sara Spencer, systir Díönu, Angelika Lazansku greifynja, Sabirna Guinnes, erfingi Guinn- esverksmiðjanna, Amanda Knatchbull, Anna Wallace, Marie Astride prinsessa af Luxemborg og að síðustu Díana Spencer. KONUNGSFJÖL- SKYLDAN ÁNÆGÐ Brúðkaup Díönu og Karls verð- ur 17. brúðkaupið innan bresku konungsfjölskyldunnar á þessari öld. Ástamál og brúðkaup kon- ungsfjölskyldunnar hafa ekki ætíð gengið hljóðlega fyrir sig, muna sennilega allir eftir látun- um í kringum giftingu Játvarðar VIII og Wallis Simpson. Mikið háreysti var einnig í kringum siðasta brúðkaup sem var árið 1978. Þá giftist Michael, yngsti sonur Georgs konungs, fráskilinni rómversk-kaþólskri konu. Bretum var farið að lengja eftir því að Karl festi ráð sitt og þótti sumum hann vera helst til laus- látur. En nú hefur Karl valið og það líklega vel því konungsfjöl- skyldan mun vera hæstánægð með ráðahaginn. Heimildir: AP og bresk og banda- rísk blöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.