Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981 Sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar Flugleiðir: „Seinkun rikisábyrgðar skapar fljótlega vanda" „EF AFGREIÐSLA ríkissjóðs á siðasta hluta rikisábyrgðarinnar dregst eitthvað, mun það fljót- lega skapa vanda fyrir Flugleið- ir," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, i samtali við Mbl. i gærkvoldi. Bæði fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra lýstu því yfir í gær að ríkisábyrgðin yrði ekki af- greidd fyrr en aðild fulltrúa ríkis- ins að stjórn Flugleiða hefði verið afgreidd. Verður það væntanlega ekki fyrr en á aðalfundi félagsins sem þarf að boða með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Verður stjórnarfundur um málið á næstu dögum hjá Flugleiðum. Flugleiðir: Ríkissjóður óskar aðalf undar strax _Kk tei að stjórn Flugleiða eigi næsta leik i þessu máli og ég geri ráð fyrir að hún boði til aðalfund- ar eins fljótt og unnt er til þess að afgreiða þessi mál, en við viljum sjá fyrir endann á þessu áður en siðasti hluti rikisábyrgðarinnar verður afgreiddur," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i sam- tali við Mbl. i gær þegar hann var spurður álits á þvi að aðild fulltrúa rikisstjórnarinnar i stjórn Flugleiða var felld á hlut- hafafundi i fyrrakvöld með tæp- lega einu prósenti. Ragnar kvaðst reikna með að önnur tilraun yrði gerð á aðalfundi til þess að koma tillögu stjórnar- innar fram, en hann kvað ríkissjóð hins vegar ekkert hrifinn af því að fjölga stjórnarmönnum í 11 úr 9, helzt hefðu þeir viljað halda töl- unni 9 eða fjölga aðeins um einn, en ef þetta mál verður afgreitt með kosningum, sagði Ragnar, fáum við einn mann í vor og annan að ári og það er út af fyrir sig allt í lagi. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Mbl. að leggja yrði áherslu á að halda aðalfund án tafar svo unnt verði að ganga frá ákveðnum atriðum í þessu máli, en Steingrímur sagði lausa enda í stöðunni gagnvart ríkissjóði og væri þar um að ræða að ríkissjóður vildi fá að tilnefna varamann fyrir fulltrúa í stjórn, þeir væru ekki hrifnir af því að fjölga stjórnar- mönnum um tvo og vildu ræða hugmynd um 10 menn í stjórn. Fóstrudeilan á Akureyri: Bæjarráð vill við- ræður um málið UM ÞAÐ leyti sem bæjarráðsfund- ur hófst kl. 15 i dag i ráðhúsi Akureyrar, kom um 100 manna hópur i ráðhúsið, foreldrar og börn. Fulltrúi bæjarráðs var kall- aður fram og honum afhent áskor- un foreldra barna á leikskólum þess efnis, að gengið verði að kröfum fóstranna. Hópnum var lofað að málið kæmi til umræðu á bæjarráðsfundinum. en það var ekki á dagskrá hins boðaða fund- ar. Eftir nálega klukkustundar dvöl á göngum ráðhússins, hélt hópurinn brott. Óformleg samtök foreldra hafa boðað til fundar annað kvöld um málefni fóstr- anna og verður hann i Alþýðuhús- inu kl. 21. Bæjarráð Akureyrar gerði bókun í málinu á fundi sínum í dag, þar sem það telur núverandi ástand í dagvistunarmálum í bænum óvið- unandi og bitna helst á þeim sem síst skyldi. Þess vegna vill bæjar- ráð fyrir sitt leyti bjóða Starfs- mannafélagi Akureyrarkaupstað- ar, STAK, til viðræðufundar um málið. En fram að þessu hefur það einkum verið rætt af samninga- nefndarmönnum beggja aðila. Ekki er talið ósennilegt, að til þessa fundar verði efnt þegar í kvöld. _ Sv.P Þunglega horfir um togara- og bátakjör ÞUNGLEGA horfir nú i deilunni um togara- og bátakjðr og þá einkum að þvi er varðar togara- kjör. Verkfall á fiskiskipaflotan- um á að koma til framkvæmda frá og með morgundeginum og siglir hann þá i land, takist ekki samningar fyrir þann tima. Nokkuð gott hljóð var í samn- ingamönnum þar til í fyrrakvöld. Þá tóku menn það sér fyrir hendur að yfirfara það sem samkomulag hefði náðst um og tíunda þau atriði, sem ekki hafði verið lokið við. Kom þá í ljós, að útvegsmenn höfnuðu öllum kröfum, sem menn höfðu ekki rætt, en sjómenn halda samt fast við. Var talsverð svart- sýni meðal þeirra samninga- manna, sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Upphaflega höfðu Sjómanna- samband íslands og Farmanna- og fiskimannasamband íslands boðað verkföll á togaraflotanum frá og með 9. febrúar og á bátaflotanum frá og með 16. febrúar. Þegar fiskverðsákvörðun lá fyrir, var það álit manna, að úr vegi væri erfiðasti hnútur samningamála fiskimanna og í trausti þess var verkföllum frestað til miðnættis 25. febrúar. Verkfallið á bátaflotanum nær ekki til Vestfjarða, þar sem sjó- menn eru með bundinn samning. Morgunblaðinu hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá danska sendiráðinu: I viðurkenningarskyni fyrir hið mikla starf Henriks Sv. Björnssonar, sendiherra, í þágu samskipta Danmerkur og íslands, hefir drottning Danmerkur sæmt hann Stór- krossi Dannebrogsorðunnar. Sendiherra Dana afhenti honum heiðursmerkið hinn 22. febrúar 1981. Notaðu tvær sléttfullar matskeiðar af kaffí fyrir hvern stóran bolla. Þvoðu kaffikönnuna úr heitu vatni áður en kaffið er lagað og einnig eftir lögunina og þurrkaðu hana. — (Þvoðu og þurrkaðu kaffipokann á sama hátt). Láttu renna úr krananum andartak áður en þú tekur kaffivatnið ferskt og rennandi. Best er að laga það magn af kaffi sem kannan er gerð fyrir og helst ekki minna en 3/4 af því magni. — Oft kemur það sér þess vegna" vel aðeiga tvær stærðir af könnum. - Áríðandi er að kaffi sjóði aldrei. — Þegar suðan er komin upp á vatninu, er gott að taka ketilinn af áður en hellt er á könnuna. — Mörgum finnst best að hella í bollana sem fyrst eftir að kaffið hef- ur verið lagað, — en í lagi er að halda kaffinu heitu í nokkurn tíma, en helst aldrei lengur en í klukkutíma. — Munið að kaffið má aldrei sjóða. — Vissara er að bjóða ekki upp á kaffi sem hefur náð að kólna og hitað hefur verið upp að nýju, því að þá missir kaffið talsvert af sínu góða bragði og ilmi. Ráðlegt er að kaupa ekki meira kaffi en það sem notast á einni viku, nema að kaffið sé í lofttæmdum um- búðum, þá er í lagi að kaupa 6 mánaða birgðir. — ¦JiifiHi Þegar kaffipakki hefur verið opnaður, reynið þá að verja kaffið fyrir súrefni andrúmsloftsins, t.d. með því að geyma kaffið í dós með þéttu loki. Það skaðar svo ekki aö geta þess að allt kaffi í neytendaumbúðum frá Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber er pakkað í loftþéttar og lofttæmdar umbúðir, þannig að skaðvaldurínn, súrefni andrúmsloftsins, nær ekki að hafa áhrif á bragð og ilm. Kaffi úr lofttæmdum (hörðum) umbúðum er alltaf eins og malað ofan í könnuna. KAFFIBRENNSLA O.JOHNSON & KAABER H.E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.