Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981
Folald fæðist á þorraþræl
Jafnánægjulegt sem það er, þegar folöld fæðast á
vorin, þykir mörgum það lítil gleðifregn er
hryssur kasta um hávetur. Börn og unglingar
kunna þó venjulega vel að meta þessa „vorboða“
þótt i skammdegi sé, eins og Skúli, sonur
Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis i Laugarási,
sem hér sést mcð folaldi er fæddist á þorraþræln-
um nú fyrir skömmu. Folaldið kom i heiminn úti i
haga i vondu veðri, en i hús komust bæði móðir og
afkvæmi og heilsast nú vel eins og sést á þessari
mynd af folaldinu, merinni og Skúla Gunnlaugs-
syni.
Ólafsfjörður:
Lögregluþjóni veitt
lausn frá störfum
um stundarsakir
ÖÐRUM lögregluþjóninum á
ólafsfirði hefur verið veitt lausn
frá starfi um stundarsakir sam-
kvæmt ákvörðun Barða Þórhalls-
sonar bæjarfógeta á Ólafsfirði, en
að sögn Hjalta Zóphóniassonar i
dómsmálaráðuneytinu verður
ákvörðun um frekari gang máls-
ins tekinn i næstu viku í ráðuneyt-
inu.
Bæjarfógetinn hafði sent lög-
regluþjóninum áminningu skrif-
lega fyrir um það bil tveimur árum
síðan, en skorist mun hafa í odda
milli fógetans og lögregluþjónsins
um starf lögregluþjónsins og fram-
kvæmd gæzlumála.
Niðurstöður atkvæða-
greiðslu breyta engu
- segir Haraldur Steinþórsson hjá BSRB
um kröfurnar um allsherjaratkvæðagreiðslu
„SAMNINGURINN var gerður
af samninganefnd BSRB og i
hana eru sérstaklega kjörnir
fulltrúar frá öllum aðildarfélög-
unum. Það er búið að skrifa
undir samninginn án nokkurs
fyrirvara og ég leyfi mér að efast
um að hægt að kippa honum til
baka eða breyta honum úr þessu,
þannig að niðurstöður allsherjar-
atkvæðagreiðslu myndu hér engu
breyta um,“ sagði Haraldur
Steinþórsson hjá Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæjar í
viðtali við Mbl. í gær.
— Geta undirskriftarlistar ekki
haft nein áhrif, t.d. ef ákveðinn
fjöldi ríkisstarfsmanna krefst
þess að allsherjaratkvæðagreiðsla
fari fram?
„Hvað þingmanninum finnst
kemur okkur ekki við66
Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi vestra
deila á þingmann sinn vegna Blönduvirkjunar
„ÞAÐ ER fullkomin samstaða um
málið hjá okkur og við munum
fylgja þvi eftir. Hvað þingmannin-
um finnst kemur okkur ekki við.
Hann hefur sínar skoðanir, það er
hans mál“ sagði Guttormur
óskarsson formaður kjördæmis-
ráðs Framsóknarflokksins í Norð-
urlandskjördæmi vestra i viðtali
við Mbl. í gær. en á fundi stjórnar
kjördæmisráðsins sl. sunnudag var
samþykkt tillaga þess efnis „að
gefnu tilefni“, eins og segir i
tillögunni, „lýsir fundurinn yfir
eindregnum stuðningi við virkjun
Blöndu sem næsta áfanga í virkj-
unarmálum þjóðarinnar.“ Páll Pét-
ursson, sem er þingmaður Fram-
sóknarflokksins og fyrsti þingmað-
ur Norðurlandskjördæmis vestra
hefur aftur á móti, eins og kunnugt
er, lagzt gegn þvi að Blanda verði
FULLTRÚI Korchnois,
svissneski lögíræðinKurinn
Brodbeck, er væntanlegur til
íslands á morgun, fimmtu-
dag að skoða aðstæður hér
fyrir umbjóðanda sinn vegna
tilboðs Skáksambandsins um
að halda heimsmeistaraein-
vÍBÍð í skák hérlendis. Sov-
Margeir tefl-
ir í Tallinn
MARGEIR Pétursson skákmeistari
hélt í gær til Tallinn í Eistlandi til
þátttöku í mjög sterku skákmóti.
Keppendur verða 16 og stendur
mótið yfir í 4 vikur. Mjög sterkir
skákmenn verða með í þessu móti,
t.d. var þeim boðin þátttaka Tal,
Kasparov og Petrosjan, en hann
sigraði einmitt í þessu móti 1979,
þegar síðast var keppt.
virkjuð á þann hátt sem Orkustofn-
un og Rarik telja hagkvæmast.
í ályktun stjórnar kjördæmis-
ráðsins segir einnig: „Fundurinn
telur ekki þörf á að endurtaka
margframtekin rök, sem mæla með
virkjun Blöndu önnur en þau,
hversu hún er kjörin til auðvelds
orkuflutnings til austurs og vestur
og að virkjunin samrýmist fullkoml-
ega því ákvæði í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar, að vera utan og
fjarri eldvirkum svæðum. Þess
vegna skorar kjördæmisstjórnin á
forráðamenn orkumála í landinu,
Alþingi og ríkisstjórn að fylgja
fram virkjun Blöndu og treystir á
þingmenn Framsóknarflokksins í
kjördæminu, ásamt öðrum þing-
mönnum Norðurlandskjördæmis
vestra að veita málinu brautargengi
éska sendiráðið mun hins
vegar kanna aðstæður fyrir
heimsmeistarann Karpov.
Mbl. hefur skýrt frá því, að
Taflfélag Reykjavíkúr haldi að
sér höndum með að bjóða
Korchnoi til íslands meðan
ekki er ljóst, hvar heimsmeist-
araeinvigið fer fram, en- hins
vegar hefur verið til umræðu,
að þrír aðilar a.m.k. frá Skák-
sambandi íslands fari til
Moskvu á næstunni.
Mbl. spurði dr. Ingimar
Jónsson, forseta Skáksamhands
íslands í gær, um þessa Rúss-
landsferð. Ingimar Jónsson
kvaðst ekkert vilja ræða þessi
mál opinberlega. Þeir þrír, sem
ákveðið er að fari til Moskvu,
eru Þorsteinn Þorsteinsson,
varaforseti SÍ, Helgi Þ. Sam-
úelsson og Jóhann Þórir Jóns-
son, ritstjóri tímaritsins
SKÁK.
svo sem auðið verður.
Á fundinum voru mættir sjö af
níu stjórnarmönnum og greiddu
þeir allir atkvæði með ályktuninni,
að sögn Guttorms í gær. I tilefni af
frétt í dagblaðinu Tímanum í gær,
þar sem segir að viðmælandi blaðs-
ins á Blönduósi hafi sagt að þar
væri mál þetta stöðugt að nálgast
suðupunkt og einnig að: “Sumir séu
jafnvel farnir að hafa orð á „hvort
ekki megi framlengja fundi Norður-
landaráðs," eins og segir þar orð-
rétt, spurðum við Guttorm, hvort
mikil ólga væri í mönnum vegna
skoðana þingmannsins. Hann sagði
að á Sauðárkróki væri fullkomin
meining með þessari ályktun, en
menn væru þar rólegir. „Menn á
Blönduósi eru aftur á móti mjög
heitir út í þingmanninn og þaðan er
tilvitnunin komin." Þá sagði Gutt-
ormur aðspurður, að ekki hefði verið
tekin ákvörðun um hvert yrði næsta
skrefið hjá þeim framsóknar-
mönnum á Norðurlandi í þessu máli.
„í 40. gr. laga BSRB segir: „Við
breytingu á aðalkjarasamningi á
samningstímabilinu er ekki skylt
að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu." Það er eingöngu skylt
um aðalkjarasamninginn. Stjórn
BSRB hefur í sjálfu sér ekkert hér
um að segja, það er alfarið
samninganefndin sem samdi um
þessar breytingar og eins og ég
sagði í upphafi þá tel ég að hér
verði ekki gerðar neinar breyt-
ingar á,“ sagði Haraldur að lokum.
Útgáfa á ljóða-
safni Snorra
Hjartarsonar
SNORRI Hjartarson tók í
gær við bókmenntaverðlaun-
um Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfn.
í tilefni af verðlauna-
veitingunni gefur Mál og
menning út einhvern
næstu daga ljóðasafn
Snorra, en í því verða þau
Ijóð sem hann samdi fram
að þeim tíma er hann vann
að gerð verðlaunabókar-
innar. Mun sú bók bera
heitið „Kvæði 1940—
1966“.
Einnig hefur Snorri áritað
100 eintök af ljóðabókinni
„Hauströkkrið yfir mér“. Árit-
un er dagsett 3. marz 1981 og
verða þessi eintök seld í Bóka-
búð Máls og menningar og
e.t.v. öðrum bókabúðum.
Breytingartillaga:
Aldrei meira
en 75% launa
haldið eftir
ALBERT Guðmundsson og Guð-
mundur J. Guðmundsson, alþing-
ismenn, hafa lagt fram á Alþingi
breytingartillögu við frumvarp til
laga um ráðstafanir til viðnáms
gegn verðbólgu, þar sem segir, að
aldrei skuli launagreiðendur halda
eftir meiru en nemur 75% af
heildarlaunagreiðslum hverju
sinni.
Illustunarduflið, sem ^skipver jar á Gauki GK fundu fyrir 10
dögum.
(Ljósm. Guðfinnur.)
Níu rússnesk njósna-
duf 1 á rúmlega 9 árum
RÚSSNESKA hlustunarduflið.
sem skipverjar á vélbátnum
Gauki GK 660 fundu á reki á
Reykjaneshrygg sunnudaginn
22. febrúar sl. er níunda sovézka
njósnaduflið, sem finnst hér á
landi eða hér við land síðan árið
1972. Landhelgisgæzlan heldur
skrá yfir fund slíkra dufla og eru
þau yfirleitt skoðuð af sérfræð-
ingum Landhelgisgæzlunnar eða
Vamarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. í sumum tilvikum, eins og
nú. skoða báðir aðilar þessa
njósnahluti. en öll hafa þessi dufl
verið rússnesk og hluti enn meiri
búnaðar.
1972: 28. nóvember fann Sigur-
fari VE dufl á reki við Vestmanna-
eyjar.
1975: 22. febrúar fundust tvö
dufl rekin á land, annað við
Stokknes og hitt á Landeyjar-
sandi. 2. apríl fannst dufl rekið á
F'ossafjöru á Síðu. 3. apríl fannst
dufl rekið á fjöru í Ófeigsfirði á
Ströndum. 20. júní fannst dufl á
reki útaf Krísuvíkurbjargi. Fimm
dufl fundust því á reki á fjögurra
mánaða tímabili árið 1975.
1976: 22. júní fannst dufl á reki
útaf Krísuvíkurbjargi.
1979: 6. maí fannst dufl á
Þingeyjarsandi í Húnafirði.
Fulltrúi Korchnois
kemur á morgun