Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 17 Per Olof Sundman við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Sljíirnmálamenn gætu lært af skáldunum Frá Elinu Pálmadóttur í Kaupmannahöfn. SNORRA Iljartarsyni voru i dag veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Svíinn Per Olof Sundman hafði orð fyrir dómnefndinni við afhendingar- athöfnina. Hann sagði að hók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs væru nú veitt í 20 sinn, og féllu þau öðru sinni ísiendingi í skaut. Verðlaunin væru veitt fyrir ljóðahók. en það hefur gerst fjórum sinnum áður, Hann sagði að Snorri væri næstelzti handhafi verðlaun- anna, yrði bráðlega 75 ára, en eiztur væri Ivar Lo-Johanson er var 78 ára er hann hlaut verðlaunin fyrir tveimur ár- um. Sundman sagði, að verðlaunin hefðu ekki verið veitt fyrir jafn litla bók áður. Bók Snorra „Hauströkkrið yfir mér“ inni- héldi 45 ljóð á 50 blaðsíðum, og mörg ljóðanna væru í styttra lagi. „Islenzkan er auðug tunga. Segja má að hún sé fornleg, en samt er hún meira lifandi og opnari fyrir nýyrðum en flestar tungur aðrar. Ríkidæmi tung- unnar eykst, hún er fyrirtaks tunga rithöfunda og skálda," sagði Per Olof Sundman. Per Olof sagði að Snorri Hjartarson héldi vel á eign sinni, tungunni. Hann notaði ekki fleiri orð en nauðsyn krefði, en þau hefðu öll mikinn kraft, væru hnitmiðuð og drægju upp nýjar myndir og kölluðu fram nýjar vangaveltur við hvern lestur. Ljóðin yrði að lesa oft og þau yrðu meiri við hvern lestur. Sundman sagði, að það væri vel við hæfi við þetta tækifæri, að minnast þess, að framsetn- ing Snorra væri þverstæða við framsetningu stjórnmálanna. Hann sagði að ræður stjórn- málamanna væru langorðar og ynnu sjaldan á við annan lestur. „Skáldin geta ekkert lært af stjórnmálamönnum. Þeir hafa hins vegar mikið að læra af skáldunum. Viðfangsefni skálda og stjórnmálamanna eru þau sömu; að gera sér grein fyrir kjörum almennings, óskum hans og þörfum," sagði Per Olof Sundman. Hann sagði jafnframt að bók Snorra væri bókmenntaverk. Hér væri ekki um yfirlitsútgáfu að ræða, eins og oft væru veitt verðlaun fyrir. Hann sagði að orðfæri ljóðanna væri þó ein- kennandi fyrir skáldskap Snorra, sem hann gerði grein fyrir. Einnig rakti hann ævifer- il Snorra, og vék þá m.a. að myndlistarnámi hans í Kaup- mannahöfn veturinn 1930—31 og útgáfu fyrstu bókar hans, Hátt flýgur hrafninn, er kom út í Osló 1934. Hann velti því fyrir sér hvort Snorri hefði ætlað að rita á norsku til að ná til fleira fólks, samanber Gunnar Gunn- arsson, William Heinesen og Aksen Sandemose. Hann sagði að Snorri skýrði reyndar frá því í sögunni af Steinari Árnasyni, að hann ætlaði sér ekki að rita á norsku þar sem hann legði Steinari þau orð í munn, að hann gæti ekki hugsað sér að starfa sem máiari og myndlist- armaður í Osló þar sem útlend áhrif væru alltof mikil. Eftir þriggja ára vist í Osló hefði Snorri haldið heim. Per Olof Sundman sagði, að bókmenntalega séð tilheyrðu ljóð Snorra svokallaðri miðlýr- ísku. Þau væru huglæg og í þeim kæmu fram sterkar til- finningar skáldsins, persónu- gerð hans, og áhrif þau sem umhverfið, hagir fólksins og veröldin hafa haft á hann. Ljóðin væru snilldarleg og hefðu boðskap að geyma er beint væri til okkar allra. Þau væru því ekki aðeins ljóðrænt listaverk. í þessu sambandi vitnaði Per Olof Sundman í ljóð Snorra og hvatti viðstadda stjórnmála- menn til að taka sér bók hans í hönd í kvöld er þeir gengju til rekkju. Þeir skyldu lesa þau yfir aftur og aftur, og er þeir vöknuðu að morgni mættu þeir búast við því að hönd þeirra yrði útrétt og ekki lengur mátt- laus, þeir hefðu öðlast nýjan kraft. Per Olof Sundman endaði ræðu sína á því að segja að það væri hlutskipti stjórnmála- manna að bæta hagi fólksins. Það væru þó engin forréttindi stjórnmálamannanna og emb- ættismanna. Oft vissu skáldin betur hvaða leiðir væru farsæl- astar og því endurtók hann að stjórnmálamennirnir gætu lært meira af skáldunum en þau af þeim. Hátíðleg athöfn í ráð- húsinu Kaupmannahofn. frá Elinu Pálma- dóttur. blaðamanni Mbl. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru af- hent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Kaupmannahafnar í kvöld. að viðstöddum fjölda gesta. Snorri Hjartarson tók við verðlaununum úr hendi nýkjörins forseta Norður- landaráðs. Knud Enggaard. sem kvaðst ána'gður með að Norðurlandaráð fengi ta'ki- færi til að kynna ljóð Snorra langt út fyrir tsland. Borgarstjóri Bent Nebe- long, bauð gesti velkomna. Kvartett og söngkona, De fem aarstider, fluttu þjóð- lega tónlist. Rithöfundurinn Per Olov Sundman, kynnti verðlaunahafann og er úr- dráttur úr ræðu hans birtur á síðunni. Er skáldið Snorri Hjartarson hafði tekið við verðlaununum flutti hann ávarp, sem einnig er birt hér í opnunni, og á eftir var kvöldverður í hátíðarsal ráð- hússins og dansað fram að miðnætti. Gunnar Thoroddsen á þingi Norðurlandaráðs: Tillagan um tungnmálaráðstefnu gengur vissulega í rétta átt Frá Eiínu Pálmadóttur. Kaupmannahöfn. GUNNAR Thoroddsen forsætis- ráðherra flutti hér á Norður- landaþingi ræðu í dag. Ræddi fyrst norræna samvinnu og sagði að áhugi á henni færi vaxandi á íslandi. Þrátt fyrir úrtölufólk, sannaðist að timabundin and- staða og óánægja getur ekki hnekkt grundvellinum. sem byggir á menningarlegum. mannlegum og lýðræðislegum hugsjónum. Eitt af þessum grundvallar- atriðum er hin norræna tilfinning fyrir jafnstöðu, jafnrétti, bæði hvað snertir einstaklinga, samfé- lagshópa og þjóðir. Hann benti á að Islendingar hefðu fyrir 5 árum, fyrst þjóða á Norðurlöndum, sett lög um jafnstöðu karla og kvenna. Og á sl. ári hefði kona verið kjörin forseti íslands. Þótt raddir hafi komið fram við aðskilnaðinn við Dani, sem óttuðust að ísland fjarlægðist Norðurlönd, þá hafi Islendingar aldrei tekið meiri þátt í Norðurlandasamstarfi en eftir að þeir urðu sjálfstæð þjóð og jafnrétthá hinum, og samvinna og vinátta við Dani aldrei verið hlýrri, ekki síst nú eftir heimsókn forseta Islands. Þá kom Gunnar inn á þátttöku Grænlendinga og Álandseyinga í Norðurlandaráði og kvaðst vona að það mál fengi lausn, sem kæmi til móts við sanngjarnar óskir þessara heimastjórnarríkja og sem íbúarnir gætu sætt sig við. Palme réðst á hægrimenn Olof Palme er fulltrúi Svía í forsætisnefndinni, en þar eiga jafnan sæti fulltrúar stjórnar- andstöðu í hverju landi. Hann talaði í morgun og ræddi efna- hagsmál. Hann réðst harkalega á nýjar stefnur hægri manna og sakaði þá um skort á samstöðu. Palme er hér í síðasta sinn sem fulltrúi í nefndinni. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi of mikið að gera á alþjóðavettvangi, og telja menn að sjónarsviptir verði að honum hér á þinginu. Annar maður, sem er að hætta er Tryggve Bratteli, fyrrv. forsæt- isráðherra Norðmanna, sem verið hefur á öllum norðurlandaþingum utan einu og er ekki síður sjónars- viptir að honum. um, og dugi það bæði fyrir fram- kvæmdum og rekstrarkostnaði, auk útgjalda við dagskrárskipti milli landanna og textun á efni fyrir ísland og Finnland. Kosti það Dani ekki meira en að fá nýja jarðstöð fyrir rás 2. Um 65% Dana hafa nú þegar aðgang að þýskum og sænskum dagskrám og innan fárra ára 80—90%. Fyrirsjáan- lega munu innan fárra ára sjón- varpsdagskrár dynja yfir öll lönd- in úr gervihnöttum frá Evrópu- löndum og Bandaríkjunum. Og því velta menn fyrir sér, hvort Norð- urlöndin hafi efni á, af menning- arlegum og samnorrænum ástæð- um, að láta Nordsat verða að engu. Ef Svíar einir halda sínu striki með sinn nýja gervihnött sjá Norðmenn fyrir sér einhliða sjón- varpsútsendingar yfir sig frá sænskri hlið. En Tele-x er minni en Nordsat er fyrirhugaður og nær ekki til annarrar þjóða norð- lægari. Þá verður Island, Norður- Noregur og minnihlutahóparnir í norðri utangátta, þegar sá sænski byrjar útsendingar 1985 og sendir sitt efni yfir stóran hluta Noregs, Danmörku og Finnland. Á tungumálasviðinu væru mikl- ar hindranir á leið til jafnstöðu fyrir öll norræn mál. Tillagan um tungumálaráðstefnu, sem lægi fyrir þinginu og miðar að því að hver norrænn borgari geti snúið sér til yfirvalda í norrænu landi og talað á eigin máli, gangi vissulega í rétta átt. Þá benti Gunnar á að í nor- rænni samvinnu kæmu ávallt fram ný viðfangsefni, sem e.t.v. vörðuðu ekki öll löndin, en kannski 2—3 og nefndi sem dæmi fjárfestingabankann, sem fyrst lánaði til járnblendiverksmiðj- unnar, sem er norskt-íslenskt sameiginlegt verkefni. Það er upp- örvandi hve mörg viðfangsefni eru hér á ferð og koma fram í skýrslu forsætisnefndarinnar. Norræn samvinna stendur á traustum hefðbundnum grunni með augun opin fyrir nýjum lifandi hug- myndum og hugsjónum, sagði forsætisráðherra að lokum. Þingsalurinn í KristjánsborKarhöll, þar sem Norður- landaráð var haldið. - Uö«mynd ap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.