Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 13 Pétur Sigurðsson: Megingjörð fyrir Steina Þorsteinn Páisson forstjóri Vinnuveitendasambandsins sendir mér sínar kveðjur og útgerðar- manna, sl. fimmtudag í Morgun- blaðinu. Nokkuð bera þessi skrif hans merki þess að hann hefur brugðið sér í gömlu blaðamannabuxurnar frá því hann starfaði á Morgun- blaðinu. Einnig er ljóst að hann hefur engu gleymt af því sem húsbændur hans þar kenndu hon- um og er það í samræmi við ágætan námsárangur hans hjá sínum nýju húsbændum. Fyrirsögn og niðurlag í grein Þorsteins Pálssonar forstjóra Vinnuveitendasambands íslands sl. fimmtudag, bendir til þess að opinberar umræður um togara- kaup til Þórshafnar hafi verið honum ofarlega í huga, þegar hann skrifaði grein sína vegna andsvara minna við fullyrðingum hans sjálfs um innri mál Sjó- mannafélags Reykjavíkur og að- dróttanir — á blaðamannsvísu — um að lögleysur hafi verið þar viðhafðar, auk þess sem að þvi var látið liggja að félagsstjórnin væri sérstaklega höll undir stærsta auðhring landsins. Kannski stafar óværa Þorsteins af því að útgerðarmenn á Þórs- höfn og þeir sem reka frystihúsið þar, eru í einhverjum samtökum atvinnurekenda? I grein sinni talar Þorsteinn Pálsson „um hin stóru orð alþingismannsins", að orð mín hafi verið „laustengd málefnalegum rökum" og ég hafi verið með „órökstuddar aðdrótt- anir“. Þeir, sem hafa fylgst með skoð- anaskiptum okkar Þorsteins sjá ljóslega að allt orðaflóð gamla ritstjórans, sem er í þessum dúr, er bein og einkar skýr lýsing á hans eigin viðtali við Mbl. 19. febrúar s.l. og var ástæða þess að ég lét álit mitt í ljósi við blaða- mann Mbl. 24. febr. En það má Þorsteinn eiga að í þessari ritsmíð hans kemur fram að hann hefur skammast sín fyrir sumt af því, sem hann lét þá frá sér fara í vonsku, þegar ljóst var að farmenn myndu ekki bíða sem fuglsungar í hreiðri eftir mötun viðsemjenda sinna. Sem dæmi skal eftirfarandi nefnt sem Þorsteinn hélt fram í viðtali sínu og ég mótmælti harð- lega. Á þessi atriði minnist hann ekki í grein sinni sl. fimmtudag. Hann sagði m.a. að stjórn SR „hafi látið fella fyrir sér sam- ningana". Þó hann vaði nú elginn um hlutfallsþátttöku í atkvæða- greiðslu og sé bersýnilega kominn á fleygiferð — í huganum — um breytingu vinnulöggjafar, þá eru á þessu eðlilega skýringar sem jafn- vel útgerðarmenn farskipa og for- ráðamenn þeirra eiga að geta skilið. Uppspuni hans um að „ljóst sé að ýmis skip sem komu til hafnar meðan á atkvæðagreiðslu stóð fengu ekki tækifæri til að kjósa", er nú hljóðlega dreginn út úr umræðunni. Á furðulega fullyrðingu Þor- steins í viðtalinu um að „starfs- menn Landhelgisgæslunnar taki þátt í þessari atkvæðagreiðslu, þó þeir eigi engan hlut að máli“, minnist hann ekki í grein sinni eftir að starfandi sjómaður á varðskipi og ég, bentum honum á, að þeir og fjölskyldur þeirra þyrftu aðeins að lifa af því sem úr þessum samningum fengist. Stærra mál var þetta nú ekki fyrir þá! Á aðdróttanir Þorsteins í niðurlagi viðtalsins um, sérstaka kærleika milli forystumanna SR, og stærsta auðhrings landsins er ekki minnst nú, enda „slíkir kær- leikar" gott betur til staðar ann- arsstaðar, ef kurteislegar sam- ræður SR og skipadeildar SÍS- flokkast undir slíkt. Eftirtektarvert er einnig að Þorsteinn kemur ekkert inná full- yrðingar mínar um samningsbrot og vinnuþrælkun. Hann kemur að vísu inn á það að vinnuveitendur hafi þegar fallist á ýmis heilsu- gæslu-, heilsuverndar- og trygg- ingaratriði, sem ég telji ríkisstj. hafa svikið sjómenn um. Þor- steinn hefði betur skýrt frá því að breyting komst á það mál eftir að farmenn felldu samninginn. Kannski skýrir Þorsteinn í næstu grein frá yfirlýsingunni sem út- gerðarmenn skrifuðu undir fyrir mörgum árum varðandi þetta at- riði og hversu mikill árangur af þeirri yfirlýsingu hefði orðið á þessu árabili? I þessu skrifi sínu fer hann þá leið blaðaþrasara, að taka annars- vegar til samtaka sinna eitt og annað sem ég sagði, enda þótt það sé tæplega hægt nema með sér- stöku hugarfari, og hinsvegar að gera mér upp skoðanir sem hann virðist gjarnan vilja koma inn hjá lesendum Morgunblaðsins, vill ekki láta koma fram sem eigin skoðanir og eignar mér. í tilvitnunarmerkjum lét ég hafa eftir mér „þið eigið að fá sömu prósentu og einhverjir silki- treflamenn, sem sitja í sama rassfarinu ár og síð“. I grein sinni gerir Þorsteinn mér það upp að hér eigi ég við láglaunafólkið í samtökum verslunarmanna og BSRB .. Með þessum orðum var ég að vitna orðrétt til atvinnurekenda sem hélt því fram einnig í mín eyru að grundvallarskilyrði vinnu- veitenda (og ríkisstjórnarinnar við aðra en sjálfa sig og sína) í þeim samningum sem nú hafa staðið í tæpt ár væri: Sama prósentuhækkun fyrir alla!!! Þetta hefur komið ítrekað fram hjá VÍ á liðnum mánuðum og ítrekað hjá Þorsteini Pálssyni. Þetta flokkast undir aldamótaskoðanir, ekki síst þegar í hlut eiga starfshópar sem hafa stóraukið afköst sín með auknu persónulegu álagi og fórn. Pétur Sigurðsson Milli slíkra aðila vil ég gera skil, þeirra sem án mótmæla VI og með góðu samþykki verðbólgu- spekúlanta, hækka sína vinnu um hærri % en láglaunafólk hefur fengið, og aðrir í margvíslegum stjórnunarstörfum sem m.a. taka laun sín byggð á taxta láglauna- manns með %álagi ofaná, fá tvöfalda og þrefalda krónutölu- hækkun láglaunamannsins án nokkurrar fyrirhafnar eða kjara- baráttu. Samtök vinnuveitenda hafa orð- ið æf þegar forystumenn laun- þegasamtaka hafa rætt beint við ráðherra um félagslegar umbætur að lagaleiðum og talið slíkar umræður alfarið eiga að vera í sínum höndum. Þegar Sjómannafélag Reykja- víkur fer þá leiðina hefur Þor- steinn allt á hornum sér og ber við vanmætti mínum á Alþingi til að ná fram óskalista sjómanna — en kætist þegar lítið þokar, enda allur leikurinn til þess gerður. Og undir rós er þeirri skoðun lætt að lesendum að um pólitískt verkfall og aðgerðir sé að ræða og ég sé þar á bak við. Aldrei hefi ég fyrr verið borinn þeim sökum af pólitískum andstæðingi að ég mis- notaði aðstöðu mína sem stjórnar- maður í SR til að koma höggi á pólitíska andstæðinga, eða ríkis- stjórn sem ég hefi verið í andstöðu við. Hitt er vitað að ég hefi oft gengið fram fyrir skjöldu til að lægja öldur og tekið á mig óþokka, þegar ég hefi talið rétt að ganga til samninga þótt slík ríkisstjórn hafi verið við völd. Ég hefi margoft brýnt fyrir félögum mínum að við yrðum að fara sérstaklega varlega í þeim efnum nú, því það væri yfirlýst stefna valdamesta ráðherrans í núverandi ríkisstórn, Svavars Gestssonar formanns Alþýðu- bandalagsins, að koma Sjálfstæð- ismönnum úr trúnaðarstörfum í Sjómannafélaginu og Verslun- armannafélagi Reykjavíkur. Ég vissi fyrir að þessi stefna Svavars átti fylgi í mínum pólitísku sam- tökum, ekki vegna fylgispektar við andstæðinga, heldur vegna þess að við sjálfstæðismenn í stjórnum SR og VR höfum aldrei talið að grundvallarhugsjón okkar um að „stétt vinni með stétt", ætti að túlkast á þann veg, að við launþeg- ar værum „stétt undir stétt", eins og sterkur hópur í sjálfstæðis- flokknum vill að sé. Þekkir Þor- steinn Pálsson til þeirra? Nú er atkvæðagreiðsla hafin um nýjan samning. Með honum hafa fengist að meira eða minna leyti öll þau viðbótaratriði sem samninganefnd farmanna taldi að þyrftu að nást svo samningar tækjust. Vel má segja að þessir samningar hafi staðið frá 1979. Útgerðarfélög farskipa settu fram kröfur við undirmenn í mörgum liðum 1979 um fækkun áhafnar og kauplækk- un. Rétt þegar þeir höfðu lagt fram sínar kröfur virtist full samstaða nást milli VÍ og þáver- andi vinstri ríkisstjórnar um að brjóta á bak aftur verkfall yfir- manna. Því fylgdi verkbann á undirmenn, sem tæpast höfðu lagt fram kröfur. Sett voru bráða- birgðalög um gerðadóm bæði á yfir- og undirmenn. Þann lið þeirra laga sem fékk undirmenn til að beygja sig fyrir þessum ólögum og mæta til vinnu, var að finna í 2. grein C-lið, en hann kvað á um að dómurinn skyldi við ákvörðun sína taka fullt tillit til sérstöðu farmanna að því er varðar langar fjarvistir frá heimili sínu og einangrun á vinnu- stað. Þetta treysti dómurinn sér ekki til að gera á þeim tíma sem hann hafði til umráða né án aðstoðar sérfróðra manna. Farmenn hlýddu niðurstöðu gerðardómsins, en hin pólitíska samstaða V.I. og ríkisstjórnarinn- ar hélt áfram og þessi grein laganna var aldrei látin koma til framkvæmda hvorki í samningum við útgerðarmenn eða skv. laga- fyrirmælum. Kröfur farmanna, þar á meðal um framangreinda rannsókn, voru Háskólinn: HEIMSPEKIDEILD Háskóla ís- lands hefur ákveðið að gangast fyrir fiutningi opinberra fyrir- lestra um rannsóknir og fræði í deildinni. Nú á vormisseri munu fjórir kennarar deildarinnar flytja fyrirlestra um fræði sín. og er dagskrá þeirra og efni sem hér segir: Laugardaginn 7. mars mun Páll Skúlason prófessor í heimspeki flytja fyrirlestur sem nefnist Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir. Laugardaginn 21. mars mun Jón Gunnarsson lektor í almennum málvísindum flytja fyrirlestur sem nefnist Hugleiðingar um morfemgerð í indó-evrópsku. Laugardaginn 4. apríl mun Vésteinn Ólason dósent í íslensku flytja fyrirlestur sem nefnist Is- iendingaþættir. lagðar fram í maí 1980. Vonandi verður niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu sem nú stendur yfir sú að nýgerðir samningar verða samþykktir, tæpu ári eftir að kröfur voru lagðar fram. En aidamótavinnubrögð eru þetta og batna ekki, ef farmenn standa upp með því hugarfari að við útgerðarmenn sé ekki talandi fyrr en búið sé að binda skipin við bryggju — í verkfalli. Farmenn vildu rannsókn og mat á þeim atriðum ,sem semja þarf um ef kerfisbreyting á samningum verð- ur gerð m.a. vegna hins aukna álags, og eins til að verða samstiga öðrum launþegum í félagslegum umbótum sem þjóðfélagið virðist hafa efni á að veita öllu landverkafólki. Það kærir VÍ sig ekkert um. Þar skilja 80 ár í milli skoðana SR og VÍ því hinir síðarnefndu eru alfarið inná þum- alputtaaðferð aldamótanna. í þessum samningum er skrifað undir þá ósk útgerðarfélaganna að fleiri farmenn gerist félagsmenn í SR Undir það skal tekið,en til þess þarf bæði að breyta lögum ASÍ og landslögum. Þá er hægt að hugsa sér að undirmenn SÍS skipa sem eru víðsvegar af landinu séu allir í SR. En fljótvirkasta leiðin til þess — og til þess að fleiri taki þátt í atkvæðagreiðslu — er að útgerð- arfélögin hætti samningsbrotum sínum við ráðningar og lögskrán- ingu. Það hefði þó ekki breytt þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar sem felldi samningana. Af þeim sem tóku þátt í henni voru um 61% sem vildu fella hann, en 39% sem vildu búa við hann. Sú saga var mér eitt sinn sögð að Ketill Indriðason bóndi að Fjalli hafi komið í verslun á Húsavík og spurt: Fást megin- gjarðir fyrir konur hér? Hvort Þorsteinn fái sér megingjörð fyrir konu eða karl er ekki aðalatriði. En töfrabelti sem má herða og spenna fastar í axlabandaskorti, þegar staðið er frammi fyrir því velsæmisbroti, að vera með allt á hælunum, sýnist mér þjóðráð fyrir Steina. Laugardaginn 25. apríl mun Heimir Áskelsson dósent í ensku flytja fyrirlestur sení nefnist Um ensk-íslenska orðabók. Þessi laugardagserindi verða öll flutt í stofu 101 í Lögbergi og munu hefjast kl. 15.00. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands) Leiðrétting VAKIN var athygli á þvi við Mbl. í gær, að skekkja hefði komið fram í frásögn af klæðnaði forseta íslands í samkomunni í ráðhúsinu á Friðriksbergi sl. laugardag. Var rangt farið með nafn hönnuðar kjóls Vigdísar, en hún heitir Aðalbjörg Jónsdóttir. Fyrirlestrar um rannsóknir og fræði heimspekideildar PEUGEOT ódýr., V'nnno /tvon i ■ ■ hanv't<xiArqr nnnaik'iiLróniniiar franwLa franLanw • Vcgna óvenju hagstæörar }»ennisskránini>ar franska frankans }>elum við boðið hina vinsælu PEUCEOT bíla á mjög góðu verði Panlið slrax því að aðeins örfáum bílum er óráðslatVð Peugeot 104 verð frá kr. 81.680.- Peugeot 305 verð frá kr. 104.320.- Peugeot 504 verð frá kr. 114.600.- Peugeot 504 station kr. 124.210.- Peugeot 505 verð frá kr. 134.500.- Peugeot 604 verð frá kr. 169.700.- :>! HAFRAFELL HF. (Gengisskr. pr. 01.03. 81) UMB0Ð A AKUREYRI VÍKINGUR SF. VAGNHOFÐA 7^ 85 211 FURUVOLLUM 11 ^ 21-6 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.