Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 15 í gær kom i fyrsta skipti til Reykjavikur norska skipið Lynx, sem hafskip hefur leigt næstu 6 mánuði til siglinga á Norðurlandahafnir. Skipið er 1200 tonn dw og sérstaklega hannað fyrir palla- og gámaflutninga. Það hefur opnanlegar dyr á hliðum og lyftu, auk bómu sem lyftir 28 tonnum. Ljósm. ÓI.K.Mhk. Pálmi Jónsson um Þórshafnarmálið: „Hlutverk Fram- kvæmdastofnunar að afgreiða málið44 „VIÐ Iítum svo á að málið sé hjá Framkvæmdastofnun. Það er hlutverk hennar að afgreiða það. Annars hefur þetta ekki verið rætt í ríkisstjórninni frá því að við scndum Framkvæmdastofnuninni okkar bréf.“ sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra í viðtali við Mbl. en hann gegnir nú forsætisráðherrastörfum í fjarveru Gunnars Thoroddsen og Friðjóns Þórðarsonar. Pálmi var spurður hver afstaða rikisstjórnarinnar væri til svonefnds Þórshafnartogaramáls og meðferðar stjórnar Framkvæmdastofnunar á því fyrir helgi. r * Alyktun stjórnar Blaðamannafélags Islands: Skylda blaðamanna að skýra ekki frá heimildarmönnum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá stjórn BlaÓamannafélags íslands. sem samþykkt var á fundi stjórnar- innar í gærdag vegna niðurstöðu Sakadóms Reykjavikur í máli tveggja blaðamanna Dagblaðs- ins, sem gert er að gefa upp nafn heimildarmanns sins i svokölluðu Kötlufellsmáli: Stjórn Blaðamannafélags ís- lands lýsir eindregnum stuðningi við þá tvo blaðamenn Dagblaðsins, Atla Steinarsson og Ómar Valdi- marsson, sem neitað hafa að gefa upp heimildir fyrir frétt á baksíðu blaðsins 31. janúar sl., þar sem fjallað var um svonefnt Kötlu- fellsmál. Vígslan 29. júlí London, 3. mars. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Karl Bretaprins og lafði Dí- ana Spencer gangi í hjóna- band í St. Páls-kirkjunni í London 29. júlí nk. Flest konungleg brúðkaup í Bret- landi hafa hingað til farið fram í Westminster-dóm- kirkjunni. Ástæðan fyrir því að svo verður ekki nú er að St. Páls-kirkjan tekur fleiri manns í sæti. Stjórn BÍ lítur svo á, að það séu augljósir hagsmunir blaðamanna, jafnt sem skylda þeirra við heim- ildarmenn sína, að skýra ekki frá þeim. Ef út af þessu væri brugðið myndi það verða til að stórskerða möguleika blaðamanna til frétta- öflunar og verða þannig stjórn- arskrárvernduðu ritfrelsi fjötur um fót. Það er því ekki að ástæðulausu, að í siðareglum Blaðamannaféiags íslands er skýrt tekið fram, að blaðamanni beri að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. Þessu til stuðnings vill stjórn BÍ skírskota til ummæla Ólafs Jó- hannessonar ráðherra og fyrrum lagaprófessors, í tímariti laga- deildar Háskóla íslands um þetta efni frá 1969, þar sem segir orðrétt: „Það er augljóst, að prentlögin byggja á þeirri reglu, að höfundi ritsmíða í dagblöðum, vikublöðum og tímaritum sé óskylt að nafn- greina sig. Nafnleyndin er að vísu ekki heimiluð sérstaklega berum orðum en hún leiðir af ábyrgðar- kerfinu. Um það segir m.a. svo í greinargerð frumvarjssins til laga um prentrétt: „Ábyrgðarkerfi þessu er ætlað að slá vörð um prentfrelsið, með því að sporna við eftirgrennslun yfirvalda um það, hverjir kunni að eiga hlutdeild í því, sem ritað er, að ná með skjótum og virkum hætti til þess, sem telst sekastur, og loks sér- staklega að vernda nafnleynd höf- undar og heimildarmanns." Auk þess verður nafnleyndarréttur höfundar dreginn af því, að í lögunum er nafngreiningarskylda lögð berum orðum á útgefanda, ritstjóra og prentara, en ekki minnst á höfunda." — I bókun stjórnarformanns Framkvæmdastofnunar á fund- inum fyrir helgi segir að nánari útskýringar verði til að koma frá hendi ríkisstjórnarinnar. „Það er ekkert vandamál að gefa þær skýringar og það verður gert, ef þess verður óskað." — Hvað finnst þér persónu- lega um þetta mál? „Mér sýnist að það sé búið að velkjast alltof lengi og ástæða sé til að Framkvæmdastofnunin hraði afgreiðslu þess, hver svo sem niðurstaða þeirrar af- greiðslu verður. — En hefur ríkisábyrgðar- sjóði ekki verið tilkynnt að tryKKja megi 90% kaupverðsins? „Það verður að hafa í huga i því sambandi að málið þarf að fara í gegnum Alþingi í tengslum við lánsfjáráætlun og afgreiðast þar.“ — Nú segir stjórnarformaður Framkvæmdastofnunar, að þeim 1.500 millj. kr. sem getið er um í 12. gr. lánsfjáráætlunarfrum- varpsins og stjórnvöld hafi reiknað með að yrðu notaðar til fjármögnunar þessara skipa- kaupa, sé þegar ráðstafað til innlendrar skipasmíði og við- gerða. Stendur samþykkt ríkis- stjórnarinnar þrátt fyrir það? „Eg vil ekkert um það segja. Ríkisstjórnin hefur fallist á til- lögur Framkvæmdastofnunar um kaupin og enda þótt við kysum fremur að lán byggða- sjóðs yrði 20% miðað við 21 millj. kr. norskar þá stendur samþykkt okkar enn og málið er nú í höndum Framkvæmdastofn- unar,“ sagði Pálmi að lokum. Breytingartillaga: Lækkun tekjuskattsstof ns vegna veikinda og fleira ALBERT Guðmundsson og Guð- mundur J. Guðmundsson. alþing- ismenn. hafa lagt fram á Alþingi breytingartillögu við frumvarp til laga um ráðstafanir gegn verð- bólgu um lækkun á tekjuskatts- stofni vegna veikinda og fleira. Gert er ráð fyrir að ný grein númer 66 komi inn i lögin, en hún er eftirfarandi: Skattstjóri skal taka til greina umsókn manns um lækkun tekju- skattsstofns þegar svo stendur á sem hér greinir: 1. Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjald- þol manns verulega. 2. Ef á framfæri manns er barn sem haldið er langvinnum sjúk- dómum eða er fatlað eða vangef- ið og veldur framfæranda veru- legum útgjöldum umfram venju- og 5. legan framfærslukostnað mótteknar bætur. Ef maður hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sínu. Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna 16 ára og eldri. Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignatjóni sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila. © INNLENT 6. Ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegn tapa á útistand- andi kröfum, sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans. 7. Ef maður lætur af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sök- um. Nánari ákvæði um framan- greindar ívilnanir skulu sett af ríkisskattstjóra. Skattstjóri getur veitt ívilnanir samkvæmt þessari grein án umsóknar. Ákvörðun skattstjóra samkvæmt þessari grein má skjóta til ríkisskattstjóra sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Ríkisskattstjóri skal sér- staklega fylgjast með ívilnunum, sem skattstjórar veita samkvæmt þessari grein, og sjá til þess að samræmis sé gætt og ákvæðum þessarar greinar framfylgt. Slysavarnadeild og Rauða krossdeild á Egilsstöðum: Reisa saman félags- og biörgunarmiðstöð EidlHHtööum, 1. marz. SLYSAVARNADEILDIN GRÓ á Egilsst(>ðum hefur undanfarið ár unnið að byggingu húss fyrir starfsemi sina hér á staðnum. Framkvæmdir hafa að miklu leyti farið fram i sjálfhoðavinnu. Fyrir nokkru hófust viðra*ður milli slysavarnadeildarinnar og Rauða krossdeildarinnar hér um aðild að hyggingunni og þann 28. febr. sl. undirrituðu þcssi tvö félög samning um byggingu og rekstur þessarar félags- og björgunar- miðstöðvar. Eign Rauða krossdeildarinnar á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra er 20% en slysavarnadeild- arinnar GRÓ 80%. í húsinu sem er tvær hæðir, hvor 162 fermetrar, verður tækjageymsla á neðri hæð en fundarsalur, eldhús og skrif- stofa á efri hæð. Mikill skortur hefur verið á félagsaðstöðu fyrir þessi félög og fleiri á Egilsstöðum. Ætlunin er að önnur félagasamtök geti fengið leigða fundaraðstöðu í húsinu. Þá er gert ráð fyrir að leigja nokkur herbergi fyrir skrifstofur. Rauða krossdeildin hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Er þess skemmst að minnast, að á síðasta ári gaf RK-deildin heilsu- gæzlustöðinni á Egilsstöðum mjög fullkominn sjúkrabíl. Deildin sam- þykkti nú fyrir skömmu að gefa heilsugæzlustöðinni fullkominn sjúkrastól, sem staðsettur verður á Borgarfirði eystra. Stóllinn er út- búinn fyrir sjúkraflutninga og hentar sérstaklega vel með tilliti til slíkra flutninga til og frá flugvelli. RK-deildin tók þátt í Afríkusöfnuninni með útgáfu auglýsingablaðs í samstarfi við aðrar deildir á Austurlandi. Auk þessa hefur deildin haft með hönd- um önnur hefðbundin störf RK-deilda, m.a. merkjasölu og blóðsöfnun. Það er staðföst trú heimamanna, að vel hafi tekizt til um samstarf það sem hér hefur verið lýst og jafnvel brotið blað í sögu þessara aðila um samstillt átak til eflingar starfsemi sinnar og öryggi þegna þessa lands. Fréttaritari Ljósm J.D.J. Ragnar Ó. Steinarsson formaður RK-deildarinnar á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði evstra og llalldór Sigurðsson formaður slysavarna- deildarinnar GRÓ við félags- og björgunarmiðstöðina sem nú er að rísa á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.