Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 27 26. leikvika — leikir 28. febr. 1981 Vinningsröð: X 2 2-X 1 2-1 1 X-X 2 2 1. vinningur: 11 réttir — kr. 40.815.- 27166(4/10) 40768(6/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.249.- 196 26341 27183 29856 32383 34914 41649 15277 26580 27184 30115* 33746 40352 42712 18886+ 27165 29572 * =(2/10) Kærufrestur er til 23. marz 1981 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á aöalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað. ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Þeir hefjast á morgun Búlgörsku dagamir að Hótel Loftleiðum og standa til 8. marz. I Veitingabúð: Búlgarskir réttir í hádeginu á vægu verði. Borðapantanir i Víkingasal og Blómasal i símum 22-3-31 og 22-3-22. Komið og kynnist fram- andi landi. Vikingasalur: Gnægð góðs matar. Búlg- örsk hljómsveit ásamt söngkonu. Dansarar. Töframenn. Gesta- happdrætti á hverju kvöldi. Siðasta kvöldið verður dregin út ferð til Búlgaríu fyrir tvo. 1 ■■■"■ > Blómasalur - Hádegi: Kalda borðið okkar glæsilega á sínum stað, auk þess verða búlgarskir réttir á boðstólum. Búlgörsk hijómsveit leikur. HÓTEL LOFTLEIÐIR Óðal opið frá 18.00-01.00. Þar má lengi dansinn stíga sem vel er kveðið segir gamalt máltæki og víst er, aö þaö veröur vel kveöiö í Óðali í kvöld. Halldór Árni verður í sínu bezta formi og kynnir m.a. plötuna „Adam & the Ants“ plötu, sem vakið hefur meirihátt- ar athygli í Bretlandi. Spakmæli dagsins: „Svo er fé sem þiggjendur duga“ Kristján Páll Sigfús- son kaupmaður sextugur Það er ástæðulaust að viðhafa mörg orð um mannkosti og starfs- hæfni Vestfirðingsins Kristjáns kaupmanns Sigfússonar. Hann er víða þekktur og öllum sem kynni hafa haft af Kristjáni, er þetta fullkomlega ljóst. Kristján er maður ljúflyndastur og allra manna vinsælastur. Það er sérstaklega gaman að tala við hann. Fjölmarga þekkir hann um allt land og fyrir utan landsteinana. Oft má sjá hrafna nálægt verzl- unarhúsnæði Herjólfs í Skipholti, því ekki er einleikinn þessi mikli fróðleikur Kristjáns, ef til vill eru þarna á ferð Huginn og Muninn. Kristján í Herjólfi á marga vini sem í dag hugsa til hans með mikilli hlýju á þessum tímamót- um. Kristján í Herjólfi er einn hinna kyrrlátu í landinu. Að loknu prófi frá Samvinnuskólanum, hefur hann helgað verzluninni starfs- krafta sína af einstakri alúð og málefnum verzlunarinnar. Hann hefir sinnt skyldum kaupmanns- ins af einstakri alúð og skyldu- ATHYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minnirigargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta iagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunbiaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. rækni. En síðast en ekki sízt er framkoma hans áhrifamikil. Kristján í Herjólfi er alinn upp á vönduðu vestfirzku heimili, þar sem í föðurgarði var brýnt fyrir systkinunum: „Haf þú trú og góða samvizku." Af þessu hefir ævi- starf hans mótazt, að honum var það innrætt í foreldrahúsum að gjöra það sem rétt er. Kristján í Herjólfi hefir með viðurkenndri skyldurækni og trú- mennsku áunnið sér hylli og traust samferðamannanna, við- skiptavinanna. Viðskipti verzlun- ar hans aukast líka frá ári til árs, vegna fyrrnefndra atriða. Ýmsir vaxa með auknu starfi og svo er um Kristján. Hann fylgist vel með í sinni grein, verzlunarfræðum, og hefur glögga sýn yfir stefnur og strauma samtíðarinnar. í tómstundum Kristjáns, sem raunar eru oftast strjálar og stopular, hefir Kristján yndi af útiveru og ferðalögum. Hvar sem hann kemur fylgir honum hress- andi glaðværð og lífskraftur, hvort heldur er á Spáni eða í Skorradal í Borgarfirði. Annars átti þetta fremur að vera afmæliskveðja á merkum tímamótum en mannlýsing. Kristján Páll kaupmaður er fæddur 4. marz 1921 í Súðavík Alftafirði, N-ísafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru þau hjónin Sig- fús heitinn Guðfinnsson, skip- stjóri á Djúpbátnum, síðar kaup- maður í Reykjavík, frá Hvítanesi og María Anna Kristjánsdóttir, sem nú dvelur á Elliheimilinu Grund, 84 ára að aldri. Hann ólst upp í foreldrahúsum, næstelztur sjö barna foreldra sinna. Kristján minnist jafnan með óviðjafnanlegu þakklæti þess haldgóða uppeldis er hann þar naut, hversu víðtæk og djúp ítök það á í minningunni. Kristján er í framkomu hægur og blátt áfram. Bjartsýnn og getur verið fyndinn þegar svo við horfir. Auk útiver- unnar í tómstundum finnur hann mikla nautn í því að lesa góðar og göfugar bókmenntir og hlusta á fagra músík. Kærleiki, bindindi, víðsýni, nærgætni og lagni eru aðalkostir mannkostamannsins Kristjáns kaupmanns. Kristján kvæntist 23. júní 1945, þann dag var honum gefin dýrmæt gjöf, Guðbjörg L. Guðmundsdóttir, Jóhannssonar í Reykjavík. Af kærleiksríkri alúð hefir hún búið Kristjáni frábært heimili. Guðbjörg er mikil merkiskona og hefur reynst manni sínum fram- úrskarandi lífsförunautur. Þeirra hjóna hefur orðið tveggja mann- vænlegra barna auðið. Guðmund- ur Bragi, kaupmaður í Herjólfi, kvæntur Ernu Eiríksdóttur frá Akureyri. María Anna, húsfreyja í Reykjavík, gift Jesus Petenciano, verzlunarmanni frá Spáni. Kristján, innilegustu hamingju- óskir í tilefni dagsins. Helgi Vigfússon Hann tekur á móti gestum á heimili sínu Kleppsvegi 2 eftir kl. 17 í dag. Þaö er ekki ofsögnum sagt, aö velgengni bresku hljómsveitarinnar Adam & the Ants undanfarnar vikur hefur verið meiri en nokkur gat látiö sér til hugar koma, þegar þeir hófu vinnslu plötunnar Kings of the Wiid Frontier. Þaö er einmitt þessi frábæra plata, sem á stærsta þáttinn í vinsældum Adam & the Ants og til skamms tíma var þetta langvinsælasta platan á Bretlandseyjum. Lögin Dog Eat Dog, Kings of the Wild Frontier og Antmusic hafa öll notið toppvinsælda í Bretlandi og ekki seinna vænna fyrir tónlistarunnendur hér heima aö sperra nú eyrun, því Adam & the Ants er ein merkilegasta popphljómsveitin í Bretlandi þessa stundina. HLJOMDElLD Iffiii\KARNABÆR I Laugavegi 66 — Gl*sib* — AuM»irsi»*ii /, r Simt trá skiptiboröi 85055 Heildsöludreifing rtaÍAorhf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.