Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981
Móöir mín, + RÓSA DAVÍOSDÓTTIR
frá Kroppi
andaöist sunnudaginn 1. marz, 1981 í Háskólasjúkrahúsinu í
Uppsölum. Valborg Gísladóttir Floderus.
+
Eiginmaður minn,
ÓLAFUR EGGERTSSON,
Kvíum í Þverárhliö,
lést á sjúkrahúsi Akraness þriöjudaginn 3. marz.
Sigríöur Jónsdóttir.
+ Faöir okkar,
ODDUR ODDSSON
frá Siglunesi viö Siglufjörö
andaöist aö heimili sínu, Noröurbrún 6, 3. marz. Börnin.
+
Útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR KRISTJANSDOTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. mars
næstkomandi klukkan 13.30.
Kristjana Þorkelsdóttir,
Einar J. Skúlason,
Skúli Einarsson
og barnabarnabörn.
t
Útför fööur okkar og tengdafööur,
STEINS STEINSEN,
verkfræóings,
fyrrverandi bæjarstjóra,
fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 4. marz kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjúkrunarheimili
aldraöra í Kópavogi.
Eggert Steinsen, Steinunn Steinsen,
Gunnar M. Steinsen, Sjöfn Zóphaníasdóttir.
+
Bróöir okkar,
ÓTTAR EGGERT PÁLSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. marz kl.
10.30.
Magnús E. Pálsson,
Guörún Pélsdóttir.
Áslaug Pálsdóttir,
+
Bróðir okkar og fósturbróðir,
INGVAR ÁGÚST STEFANSSON,
vistmaður á Elliheimilinu Grund,
áóur á Snorrabraut 77,
veröur jarösunginn fimmtudaginn 5. marz kl. 13.30 frá Fossvogs-
kirkju. Málfríður Stefánsdóttir,
Stefanía Ottesen,
Júnía Stefánsdóttir.
+
Móöir okkar, fósturmóöir og amma,
GEIRÞRÚOUR GEIRMUNDSDÓTTIR,
Ytri-Knarrartungu,
Breióuvík, Snæfellsnesi,
veröur jarösungin frá Búöakirkju laugardaginn 7. marz kl. 14.
Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 7 árdegis sama dag.
Jón Kristinsson, Anna Guölaugsdóttir,
Guöjón Kristinsson,
Kristgeir Kristinsson, Björg Jónsdóttir,
Hulda Kristinsdóttir, Ólafur Kjartansson,
Fjóla Kristinsdóttir,
Eliveig Kristinsdóttir, Bírkir Skarphéóinsson,
Bjarni Th. Kristinsson, Sólveig Ingvarsdóttir,
Laufey Jónsdóttir, Kristinn Arnberg
og barnabörn.
Minning:
Valtýr Guðmundsson
fyrrv. sýslumaður
„Drúpir Hoffli.
Dauður or ÞenKÍll.
Illæja hliðir
við Hailstplni.”
Þetta var ort fyrir nær 1100
árum. Þengill bóndi var dauður.
Hann nam land við Eyjafjörð
austanverðan og gaf heiti eftir
Höfðanum mikla.
I dag drúpir Höfðinn, dauður er
einn af hans mönnum, frá Lóma-
tjörn í Höfðahverfi, Valtýr Guð-
mundsson lögfræðingur, fyrrum
sýslumaður á Eskifirði.
Sá sem er barn árið 1980 — það
er ekki vitað hvaða framtíð bíður
hans, maður er ekki alltaf bjart-
sýnn.
Sá sem er barn 1980 í venjulegri
stórborg vestrænni, hann mætti
öfundast yfir aðstæðum sem Val-
týr hlaut í æsku.
Hann fæddist 28.02. 1920, var
yngsta barn foreldra sinna, hið 11.
í röðinni. Foreldrarnir voru táp-
mikið, vel gefið bændafólk, hraust,
músíkalskt og fjörmikið fólk,
systkinin eldri 10 öll hið sama.
Efni voru lítil, en ekki skortur.
Umhverfið var gróið menning-
arhérað. Þar ólst Valtýr upp, á
glaðværu heimili, umkringdur
aldamótafóikinu, í faðmi hinnar
fegurstu náttúru. Þar voru enn
haldnar í fullri virðingu erfðir
forfeðra vorra, venjur og siðmenn-
ing. Það var mikið unnið en
matarkostur góður, fólkið heil-
brigt, íþróttir stundaðar af kappi;
á heimilinu var söngurinn skraut
hversdagsins, en ekki fag í skóla;
það var nú þá.
Sá sem er barn árið 1980 í
vestrænni stórborg, hann fer á
mis við þetta allt. Þá ólust börn
upp í lífsstríðinu sjálfu, í stað þess
að læra fyrst um það af bók í
aldarfimmtung. Orðið skólaleiði
hafði þá ekki verið hannað. Þá var
enn langt í næstu stórstyrjöld,
sagði fólk, enda voru börn þá enn
bjartsýn.
Foreldrar Valtýs bjuggu fyrst á
Grenivík en lengst á Lómatjörn í
Höfðahverfi. Móðir hans var Val-
gerður, dóttir Jóhannesar Reykja-
lín frá Þönglabakka í Fjörðum og
Guðrúnar Hallgrímsdóttur frá
Hóli í Fjörðum. Jóhannes var
sonur sr. Jóns Reykjalín á Þöngla-
bakka, sem var annálaður söng-
maður, og entist sú gáfa marga
ættliði.
Faðir Valtýs var Guðmundur
Sæmundsson, hreppstjóri í Gröf í
Kaupangssveit, Jónassonar frá
Stórhamri í Eyjafirði. Móðir Guð-
mundar var Ingileif Jónsdóttir,
frá svarfdælskum ættum.
Á Lómatjörn ólu þau Valgerður
og Guðmundur upp sinn barna-
hóp, 11 börn, og á þann veg sem
lýst var. Valtýr var vel af Guði
gerður, enda varð hann eftirlæti
móður sinnar. Hann var vel gef-
inn, gamansamur, glæsilegur á
velli, manna hraustastur og best
íþróttum búinn. Hann settist í
Menntaskólann á Akureyri og
lauk þaðan stúdentsprófi. Nam
síðan lögfræði við Háskólann. Á
þessum árum lék Valtýr íþróttir
af miklu kappi, einkum knatt-
spyrnu og lék með Knattspyrnufé-
laginu Fram og varð hann einn af
okkar snjöllustu knattspyrnu-
mönnum þá, t.d. unnu þeir félagar
íslandsmótið 1946 og ’47. Á þess-
um árum lék Valtýr bridge af
miklum áhuga og lengi síðan.
Hann tók mikinn þátt í gleðskap-
arlífi háskólaáranna. Á vetrum
stundaði hann talsvert kennslu
meðfram námi; á sumrin stundaði
hann ýmsa vinnu, m.a. sem
knattspyrnuþjálfari.
Lögfræðiprófi lauk Valtýr 1951
og hóf hann feril sinn sem fulltrúi
við embætti sýslumanns Suður-
Múlasýslu á Eskifirði. Þar kvænt-
ist hann 1960 Birnu Björnsdóttur,
þaðan ættaðri, hinni bestu konu.
1966 var Valtýr skipaður sýslu-
maður Suður-Múlasýslu og gegndi
því starfi til 1976. Þá er honum
veitt staða borgarfógeta við Borg-
ardóm Reykjavíkur. Flutti þá fjöl-
skyldan suður og settist að í
Kópavogi.
Börn þeirra hjóna eru Helena,
við nám í Háskólanum, Vala, er að
ljúka menntaskólanámi og Valtýr
Björn, í fjölbrautaskóla, allt efnis-
fólk. Veit ég að Valtýr var þeim
góður faðir.
Ég kynntist Valtý mjög náið á
árunum 1968—’69 þegar ég var á
Eskifirði og naut góðs af að eiga
þennan lífsreynda frænda þar.
Ekki var hann gallalaus maður
frekar en aðrir, t.d. óhófsamur við
vín. Við áttum mörg áhugamál
sameiginleg, meðal þeirra var það
að stofna til félagsskapar um
sagnfræði héraðsins okkar, sem
var úteyfirska svæðið, einkum
austanvert. Leiðir okkar skildi um
10 ára skeið. En 1979 bjuggum við
öðru sinni í sama plássi, hér syðra.
Þá létum við drauminn rætast:
stofnuðum félagsskap með mörgu
skemmtilegu fólki upprunnu það-
an að norðan, af Grenivík, úr
Höfðahverfi, utan af Látraströnd
og utan úr Fjörðum. Ströndin og
Fjörðurnar eru nú í eyði. Þetta
land á sér merka sögu, og er mikið
af henni óskráð, þótt allmargt
hafi verið skráð, svosem með bók
Arnórs Sigurjónssonar um Einar
á Nesi, með ævisögu Theodórs
Friðrikssonar og með sögu Há-
karla-Sæmundar, Virkum dögum,
sem Hagalín festi á bók, svo að
þrjú öndvegisrit séu nefnd. Há-
karla-Sæmundur var föðurbróðir
Valtýs. Og félagið bar nafn Höfð-
ans mikla.
Utanum félagsskap okkar stóð
hópur af góðu fólki, sem átti þá
skoðun saman, að það væri hollt
að þekkja sögu og lífsháttu sinna
forfeðra og að halda tengsl við það
land sem mann ól. Og að hollt
væri að skemmta sér með sínum.
Laugardaginn 21. febrúar hélt
hópurinn þorrablót, fjörugt blót,
þar var fjölmenni, margir komnir
að norðan. I miðri þorragleði
þessa vinafundar þá féll hann,
þessi vörpulegi maður, og var þá
allur. Fyrir lífsglaðan mann er
dauðinn of snemma á ferð. Drúpir
Höfði.
Valgarður Egilsson
Fréttin um lát bróður okkar
kom sem reiðarslag, sem erfitt var
að trúa. Við vissum að hann gekk
ekki heill til skógar, en svo fljótt
áttum við ekki von á að líf hans
væri á enda runnið.
En þetta er lögmál lífsins og
allir verða að hlíta því, en nú er
það okkar að syrgja góðan bróður
og geyma minninguna um hann í
huga okkar og hjarta.
Síðasta kvöldið, sem hann lifði,
dvaldi hann í margmenni meðal
fólks frá æskustöðvum hans. Þar
hitti hann vini og ættingja, sem
hann hefur eflaust beðið fyrir
kveðju til átthaganna fyrir norð-
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Skrifstofan verður lokuð
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar
ARA Ó. THORLACÍUS
BJÖRN S7EFFENSEN
OG ARIÓ. THORtACRJS
ENDURSK00UNARST0FA
Ármúla 40, Reykjavík.
an.
Far þú 1 friði
friður (tuðs þig blessi.
Ha( þú þðkk fyrir allt ok allt.
Systir hins látna.
Leiðrétting
Nú er mér nóg boðið. í tvígang
hefur prófarkalesari Morgun-
blaðsins breytt réttu máli í rangt í
minningargreinum eftir mig í
Morgunblaðinu. Fyrri greinin var
minningarorð um Jónínu Krist-
jánsdóttur frá Þórshöfn. í mínu
handriti stóð: „Öll eru þau systk-
ini horfin til feðra sinna utan
Andrea“. í Morgunblaðinu stóð
„utan Andreu". Prófarkalesarinn
ætti að vita, að „utan“ merkir
þarna nema. Um þverbak keyrir í
minningargrein minni í dag um
Sigríði Guðmundsdóttur. Þar
breytir prófarkalesarinn orðinu
„aðal“ í „aðall". Málsgrein mín var
þannig: „Kærleikur til náungans,
góðvild og hjálpsemi var aðal
Sigríðar Guðmundsdóttur.
Veit maðurinn ekki, að „aðal“
merkir einkenni sbr. orðtakið:
„Slíkt er heimskra aðal.“ Á þetta
orðtak ekki best við þá sem spjalla
mál manna, breyta réttu máli í
rangt? Mál er að linni.
Reykjavík 3. mars,
Ingóifur A. Þorkelsson.