Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981
COSPER
Ék var lanjjt kominn meA að opna peninKaskápinn þegar ég
heyrði grunsamleKt þrusk. — Ék Kreip símann ok hriniídi. en
þá var það löKKnn sem svaraði!
Ast er...
... að skipta öllu jafnt.
TM Reg. U.S. Pat Off — all rights reserved
• t978 Los Angetes Timea Syndtaate
Gamla kæra kyndita'ki — bara
út þennan vetur!
Hugsaðu þér hvað hún var
óheppin að íílöyma heyrnartak-
inu sínu heima hjá sér?
HÖGNI HREKKVÍSI
Upphafið vantar
og höf undinn
bóra Jóhannsdóttir, Sauð-
árkróki skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég sendi þér hér á blaði
nokkur erindi úr löngu kvæði.
Það sem ég kann af því munu
vera ein 35 erindi, en mig vantar
upphafið og langar auk þess að
vita eftir hvern kvæðið er og
hvað það heitir. Kvæðið er gam-
alt, því það eru margir áratugir
síðan ég lærði það. Kannski þú
getið aðstoðað mig í þessu máli.
Það fyrsta sem ég man úr
kvæðinu fjallar um drenginn
Stebba:
Bregður hönd að brúnum sér,
býsna hvasst í fjarska hann starir.
Fjárhóp út á flæðisker
fara langt í burtu hann sér.
Sjór á granda fellur fyrr en varir.
Bjarga verð ég fénu fljótt,
fellur að og sjórinn dunar.
Upp á rif og skerið skjótt,
Skúmur, þendu lappir ótt.
Her er Sproti, hratt sá fákur brunar.
Drengur út í dröfn þá reið,
drösull fer á miðjar síður.
Hóar fénu heim á Ieið,
hundurinn á sandi beið.
Fé úr dauða drengur bjargar fríður.
Og Stebbi fær að launum
þúsundfalt þakkarverð frá föður
sínum, litla Skjóna, folann
fjögra vetra. En nú dregur
blikur á loft og skuldheimtu-
menn ríða i garð. Víxilskuld
hefur fallið á bónda og nú á að
hirða allt af honum og það er
gert, líka hesturinn drengsins.
Það er komið að háttatíma.
Bóndi er hryggur í huga og sér
að Stebba vantar. Hann leitar
drengsins um öll bæjarhús og
finnur hann loks í hesthúsinu:
Lá hann á grúfu
á gólfi hörðu,
hvíldi höfuð þreytt
á handlegg sínum.
Vot var treyjuermi
af tárum angurs.
Eimdi enn eftir
af ekka sárum.
Unglingshjartað
er akur frjósamur
vaxið fær þar allt,
bæði vont og gott.
Hver sem illgresi
í þann akur sáir,
elur ef til vill
úlf fyrir lamb.
Með fyrirfram þakklæti."
Þessir hringdu . . .
Hvernig er
hægt að hjálpa
ykkur?
M.S. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Kona nokkur
utan af landi skrifar í Velvakanda
fyrir helgina og var ergileg yfir
því að fólk fyrir sunnan byggi við
miklu meira öryggi í rafmagns-
málum en dreifbýlisfólk, þar sem
ekkert mætti út af bregða, því að
þá yrði rafmagnslaust. Auðvitað
kennum við Sunnlendingar í
brjósti um þetta fólk, en við það
vil ég segja þetta: Hvernig er hægt
að hjálpa ykkur, meðan þið látið
Höllustaða-Pálana ráða því, að
hvergi megi virkja nálægt ykkur.
Því minna eftir
handa öldruð-
um og sjúkum
M.S. sagði ennfremur: — Eftir
að hafa lesið skýrslu Gerðar
Steinþórsdóttur í Mbl. um öll þau
barnaheimili, sem reist hafa verið
sl. ár á vegum borgarinnar, undr-
ast ég lífsfrekju hennar og annars
ungs fólks og þá kröfugerð, sem
það hefur í frammi á hendur
okkur sem eldri erum. Skilur þetta
unga fólk ekki, að því meira sem
það heimtar fyrir sig, því minna
verður eftir handa gömlum og
sjúkum.
Hefur hunda-
hald verið leyft
að nýju?
Sigríður Árnadóttir hringdi og
sagði: — Mig langar til þess að
forvitnast um það, hvort hunda-
hald hefur verið leyft að nýju hér
í borginni. Mér finnst það orðið
svo áberandi aftur, hvað margir
leyfa sér þetta. Þá hélt ég að það
væri óleyfilegt að flytja hunda inn
í landið erlendis frá, en ég get ekki
betur séð en það sé sniðgengið með
öllu að fara eftir slíkum reglum.
Fyrir utan það að fólk leyfir
hundunum að gera öll sín stykki
hvar sem þeir eru staddir, utan í
bíla eða við hús, þá finnst mér nú
keyra um þverbak, þegar fólk er
farið að koma með þá inn í
verslanir, þar sem þeir geta snuðr-
að utan í brauðum sem liggja
jafnvel umbúðalaus í hillum.
Þetta er óþolandi með öllu.
Fannst ekki
nóg um
klappið
Svava Valdimarsdóttir hringdi
og sagði: — Okkur hjónunum var
boðið á brúðkaupsafmæli okkar á
svokallað Utsýnarkvöld á Hótel
Sögu. Þar snæddi fólk í rólegheit-
um og naut þess að vera saman.
Einhver gítarleikari lék á hljóð-
færí sitt, en gestirnir voru flestir
með hugann við matinn og sam-
ræðurnar. Þegar hann hafði lokið
leik sínum, voru undirtektirnar að
minnsta kosti ekki eins hressi-
legar og stjórnanda kvöldsins
fannst ástæða til, svo að hann hélt
ærlega skammarræðu yfir gestun-
um. Mér finnst nú slík framkoma
varla viðeigandi af hálfu stjórn-
anda svona skemmtana þó að
honum finnist ekki nóg um klapp-
ið. Margir gestanna koma fyrst og
fremst til að fá sér tilbreytingu í
mat og vera saman.
Ellý Vilhjálms
Langar að
heyra í Ellý
Vilhjálms
Ein gömul hringdi og bað fyrir
kveðju til Svavars Gests: — Viltu
skila, til hans að mig langi að
heyra meira í henni Ellý Vil-
hjálms. Hún er mín uppáhalds-
söngkona. Ósköp finnst mér hún
bragðlítil söngvakeppnin í sjón-
varpinu, en það er sennilega af því
að ég er orðin of gömul. Og svo
finnst mér þessi Bubbi Merthens
vera alveg búinn að eyðileggja
lagið um hann Sigga sjómann.
Endursýnið
myndina „Þeg-
ar sprengjurn-
ar falla“
Magnús Pétursson hringdi og
bað Velvakanda að koma á fram-
færi við sjónvarpið ósk um að
endursýna myndina „Þegar
sprengjurnar falla“ sem sýnd var
á mánudagskvöld. — Fólk hélt að
þetta væri ein af þessum þraut-
leiðinlegu stríðsmyndum, sbr.
myndina um austurvígstöðvarnar
o.fl. í þeim dúr. Ég kveikti ekki
fyrr en myndinni var rétt að Ijúka.