Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 2 1 Háskólakórinn Það má skipta hlutverki kóra í þrjú meginsvið og er fróðlegt að bera saman starf kóra samkvæmt því. Þessi þrískipting lýtur aðallega að efnisvali, en ekki innra starfi slíkra félags fyrirbæra, sem kórar eru. Flokka má við- fangsefni á eftirfarandi hátt. 1. vinsæl og fræg tónverk, sem allir keppast við að flytja. 2. meiriháttar tónverk, sem ekki hafa áður verið flutt og 3. nýgerð tónverk, bæði innlend og erlend. Að flytja eingöngu vinsæla tónlist er að því leyti áhættu- samt að líkindi eru til að flutningurinn standist ekki kröfur hlustenda, sem við hverja endurtekningu beinast meir og meir að uppfær§lunni, samhliða vaxandi þekkingu á laginu sjálfu. Þá má bæta því við, að vinsældir eru tíma- bundið fyrirbæri, eins konar nýnæmisfyrirbæri. Að flytja stór tónverk er viðburður, ef til hans er stofnað í samræmi við gerð verksins. Öðru máli gegnir ef hver sem er telur sig vera í stakk búinn að standa undir slíkum viðburði, og er þá hætt við að tilstandið missi gildi sitt. Frumflutningur tónverka er aftur á móti annars eðlis en að feta troðnar slóðir. Auðvitað skiptir máli hvers konar tón- list er flutt og fyrir hverja, en meginmálið er þó, að með flutningi nýs verks hefur kór- inn e.t.v. lagt fram örlitla viðbót, ásamt höfundinum, til þeirrar framvindu er nefnist lifandi list. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Háskólakórinn hélt núna um helgina mjög skemmtilega tónleika og frumflutti fjögur íslensk tónverk. Eftir að hafa lokið við hefðbundin stúdenta- minni, flutti kórinn lítið en fallegt lag eftir söngstjórann, er hann nefnir Gamalt vers. Lagið er byggt á skemmtileg- um hljómskiptum og, mjög gleðilega, án þess að um beina stælingu sé að ræða, minnti á notkun Jóns Leifs á svonefnd- um þverstæðum. Eftir Atla Heimi Sveinsson flutti kórinn The Sick Rose, en lagið gerði Atli í minningu Benjamín Britten. Ekki er víst að íslend- ingar eigi nokkurt erindi við t.d.. enska texta, en lagið var skemmtilegt og ekki óskemmtilega flutt. í fimm mansöngvum eftir Jónas Tóm- asson var margt mjög vel gert. Fimm íslensk þjóðlög voru flutt í raddsetningum Róberts A. Ottósonar, Jakobs Hall- grímssonar og Jónasar Tóm- assonar. Móðir mín í kví kví, eftir Jakob er mjög vel unninn tónbálkur en ákaflega lítið í tengslum við efni vísunnar. Utanlands í einum bý og Berhöfðaður burt ég fer, eftir Jónas, eru skemmtilegar út- færslur en Haust er aftur á ótrúlega samstæð raddsetn-' ingu á sama lagi eftir Sigfús Einarsson, ef mig ekki mis- minnir. Síðasta verkið á efn- isskránni var tónverk eftir stjórnandann við kvæði eftir þann fræga mann Dunganon, hertoga af Sankti Kildu, og eftir því sem stendur í efn- isskrá, uppfærir Hjálmar að- eins hluta af stærra verki, sem er í smíðum. Að semja við texta Kárls Einarssonar (Dunganon) er skemmtileg hugmynd og eftir því sem dæmt verður af svona broti er þarna von á skemmti- legu verki, vonandi fyrir hljómsveit, einsöngvara og kór. Tónleikar Háskólakórsins voru einhverjir skemmtileg- ustu kórtónleikar sem undir- ritaður hefur farið á um langan tíma, bæði fyrir skemmtilega efnisskrá og góðan söng og ekki síst fyrir sterka og lifandi stjórn Iljálmars Ragnarssonar. Jón Asgeirsson smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Innflytjendur Get tekiö aö mér að leysa út vörur. Tilboö merkt: „Vörur — 3333", sendist augld. Mbl. Myntir til sölu Stórt safn mynta frá Dönsku- Vestur-lndíum, margar í hæsta flokki. Skandinavískar ártals- myntir og peningaseölar. Biöjiö um ókeypis verölista Mentstu- en, Studiestræde 47, 1455 Köb- enhavn K, sími (01)132111. Bútasalan er í Teppasölunni Hverfisgötu 49. Teppasalan Hverfisgötu 49, sími 19692. 1 pr Nryrr1 ýmislegt Verðbréf Fyrirgreiðsluskrifstofan, Vestur- götu 17, sími 16223. I.O.O.F. 7=16203048% = . □ Glitnir 5981437 — 1. Frl. I.O.O.F. 9 = 16203047% EBh. RM R-4-3-20-VS-MT-HT-A □ Helgafell 598104037 — IV/V. Kristinboössambandið Almenn samkoma verður í Krist- inboöshúsinu Betaníu Laufás- vegl 13, í kvöld kl. 20.30. Jónas Þórisson kristinboöi talar. Fórn- arsamkoma. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐI, Lundarreykjadalur um næstu helgi, góö gísting í Brautartungu, sundlaug, gengiö meö Grímsár- fossum og á Þverfell, einnig gott tækifæri fyrir gönguskíöafólk. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Far- seðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist Stórsvigmót Ármanns - punktamót Stórsvigmót Ármanns í flokki fulloröinna veröur haldið laugar- daginn 7. marz, í Bláfjöllum. Þátttökutilkynningar berist til Jóhönnu Guöbjörnsdóttur, síma 82504 fyrir fimmtudagskvöldiö 5. marz. Mótstjórn. Krossinn Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 aö Auöbrekku 34, Kópa vogi. Robert Hunt og frú frá Bandaríkjunum tala og syngja. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.G.T. St. Einingin Fundur í kvöld kl. 8.30. Inntaka nýliða. Öskudagsfagnaður í umsjá sjúkrasjóösstjórnar. Pokauppboö. Kaffiveitingar. Æt. I.O.G.T. Saumaklúbbur Félagssystur muniö fundinn laugardaginn 7. marz, n.k. á venjulegum staö og tíma. Áríö- andi mál á dagskrá. Kaffiveitingar. Stjórnin. Góðtemplarahúsið Hafnarfiröi Félagsvistin i kvöld miövikudag 4. marz. Verið öll velkomin. Fjölmenniö. tnfélag .allgrímskírkju Fundur veröur haldinn fimmtu- daginn 5. marz kl. 20.30, í félagsheimilinu. « > Sálarrannsóknarfélag íslands Almennur félagsfundur veröur haldinn miövikudaginn 4. mars í Félagsheimilinu, Seltjarnarnesi kl. 20.30. Fundarefni: Dr. lan Stevenson læknir flytur erindi um: „Rann- sóknir á endurminningum barna um fyrri líf": Dr. Phil. Erlendur Haraldsson þýöir erindiö jafn óðum og flutt er. Stjórnin raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir lO J.C. Island Dagskré hsimsóknar Vilas Kale er sem hér segir: Föetudagur 6.3. kl. 20.00 némskeiö um Transactional Analysis í félagsheimili JCR aö Laugaveg 178. Némskeiöiö er byggt m.a. é bókinni I’ OK — Your ar OK eftir Thomas Harris, bandarískan sélfraaöing. Némskeiöiö er ókeypis og opiö öllum JC-félögum. Aðalfundur Vörubílstjóra- félagsins Þróttar verður haldinn laugardaginn 7. marz nk. að Borgartúni 33 og hefst kl. 14. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikningar fyrir árið 1980 liggja frammi á skrifstofu félagsins á skrifstofutíma. Stjórnin Laugardagur 7.3. kl. 10.00. Námskelö fyrlr núverandl og viötakandl sfjórnarmenn. Námskeiðið er opiö öllum JC-félögum. Haldiö í félagshelmlli JCR, Laugavegi 178. Laugardag 7.3. kl. 14.00. Fundur skipulagöur al Svæöisstjórn Reykjaness fyrlr JC-félögin á Reykjanesi og í Reykjavík. Haldinn í Gafl-lnn, Dalshrauni 13. Sunnudagur 8.3. kl. 10.00. Ráöstefna um umhverfis- og öryggismál blindra og heyrnarskertra aö Hótel Loftleiðum. Sunnudagur 8.3. kl. 14.00. Sameiginlegur fundur JC Víkur og JC Stykkishólms aö Hótel Loftleiðum. Sunnudagur 8.3. kl. 17.00. Stofnfundur nýs JC-félags í Grindavík. JC-félagar eru hvattir til aö taka þátf í ofannefndum dagskrárliöum. Landsstjórn JCÍ húsnæöi óskast Húsnæði óskast á leigu í Reykjavík eða Kópavogi fyrir félagsstarf Skotveiðifélags Islands og stangaveiðifélagsins Ármenn. Heppileg stærð: 30—50 m2. Innrétting á nýju eða lagfæring á gömlu kemur til greina. Tilboð er tilgreini staðsetningu, ástand, stærð og verð, leggist inn á augld. Mbl. fyrir 7. marz nk. merkt: „Veiði — 9754“. Sænsk fjölskylda Verkfræðingur, kona hans og 3 börn 16—22 ára, óska að skipta á einbýlishúsi í Stokk- hólmi og húsnæði í Reykjavík í sumarfríi í 2 vikur á tímabilinu 4. júlí til 15. ágúst nk. Tilboð sendist augld. Morgunblaðsins merkt: „íbúðaskipti — 9759“. húsnæöi i boöi_______ Verslunarhúsnæði 58 ferm. götuhæö nálægt Hlemmi, til leigu, hentar margskonar starfsemi. Einnig gott herbergi á sömu hæð fyrir skrifstofu eða annað. Laust strax. Sala kemur til greina. Tilboð sendist augld. Mbl. sem fyrst merkt: „Tvö pláss — 9760“. | þjónusta______________| Vátryggingar — neytendaþjónusta Miðvikudag — föstud. kl. 10—12. Tryggingaeftirlitið, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Símar: 85188 og 85176.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.