Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 Minning: Ari Ó. Thorlacius endurskoðandi og Soffia J. Thorlacius Fæddur 14. marz 1891. Dáinn 18. febrúar 1981. Hinn 18. febrúar sl. andaðist Ari Ó. Thorlacius að Landakots- spítalanum í Reykjavík eftir all- langa sjúkralegu, tæplega níræður að aldri. Ari var fæddur að Bæ á Rauða- sandi, Barðastrandarsýslu, 14. mars 1891. Hann var sonur hjón- anna Ólafs Thorlacius og Halldóru Árnadóttur. Ari stundaði nám í Verslun- arskóla Islands og síðan endur- skoðunarnám hjá endurskoðun- arstofu N. Manscher & Co í Reykjavík. Þeir Ari ó. Thorlacius og Björn Steffensen stofnuðu saman endur- skoðunarstofu árið 1930, sem starfar enn, en Ari hafði fyrir nokkru látið af störfum. Hann var kjörinn endurskoðandi Reykjavík- urborgar um 30 ára skeið og var auk þess endurskoðandi margra stærri fyrirtækja landsins, svo sem Eimskipafélags íslands hf., Loftleiða hf. og Sjóvátryggingar- félags Islands hf. og fleiri. Þeir eru orðnir margir nemarn- ir, sem undir handleiðslu Ara og Björns hafa lokið námi og prófi í endurskoðun. Eg var einn þeirra, sem þessa nutu, og er mér nú á þessari kveðjustundu efst í huga, hversu einstakur maður Ari var. Öll hans framkoma og geðprýði var þannig, að hún smitaði út frá sér og hafði varanleg áhrif á þá, sem með honum störfuðu. Þannig tel ég, að hans framkoma hafi haft varanleg áhrif á mitt líf og ég veit, að þannig er einnig um margan ungan manninn, sem á skrifstofu þeirra Ara og Björns stundaði nám. Það er því svo, að enda þótt mér sé ljóst, að Ari kveður þennan heim saddur lífdaga, þá kveð ég Ara nú með trega og fullur þakklætis fyrir það lán, að hafa fengið að starfa með honum svo lengi, sem raunin varð. Ari kvæntist Soffíu Jónsdóttur frá Álftanesi í Mýrarsýslu árið 1925, en hún andaðist 1979. Þeim varð ekki barna auðið. Þau hjónin voru einstaklega barngóðar mann- eskjur og eigum við hjónin þeim báðum margs að þakka, fyrir aila þá umhyggju, sem þau sýndu börnum okkar á meðan þeirra naut við. Ari starfaði mikið að félagsmál- um, var m.a. í Oddfellowreglunni frá 1923. Hann var einn af stofn- endum Félags löggiltra endur- skoðenda, og var endurskoðandi félagsins um margra ára skeið og var heiðursfélagi þess. Það væri hægt að skrifa langt mál í minningu Ara Ó. Thorlacius og Soffíu konu hans, en ég læt hér nægja að lýsa þeiri tilfinningu minni og konu minnar, að minning þeirra lifir eins og bjartur geisli í okkar lífi og hafi þau okkar einlægu þakkir. Blessuð sé minning þeirra. Bergur Tómasson Ari Thorlacius er látinn. Þeim fækkar óðum stólpunum, sem studdu mig fyrstu fetin. Allt frá því að ég tók að muna eftir mér, var heimili Soffíu og Ara mér himnaríki hér í bæ. Þangað beind- ust bænirnar með stórt og smátt og ekki stóð á fyrirgreiðslu. Frá því að ég var sex ára og til nær tvítugs bjuggum við í næsta nágrenni við heiðurshjónin Soffíu, móðursystur mína, og mann henn- ar, Ara Thorlacius. Þar vorum við systkinin alltaf aufúsugestir og aldrei gerði Soffía sér dagamun í mat, svo að hún myndi ekki eftir frændfólkinu sínu smáa, ef ekki í veizluna, þá daginn eftir, til þess að gera krásunum skil. Fyrstu sunnudagsferðir, sem ég man eftir að ég færi án foreldra, voru gönguferðir með Ara. Hann gekk venjulega niður að höfn og meðfram henni. Stundum fór hann eftir mjóum og háum garð- inum, alla leið út í Örfirisey og horfði skyggnum augum á hafið og athafnalifið við höfnina. Hann elskaði hafið og fjöruna, enda fæddur og aiinn upp á yndislegum stað við sjó, að Saurbæ á Rauða- sandi. I þessum gönguferðum lyfti séntilmaðurinn Ari hattinum, tók títt ofan, því hann þekkti nær hvern mann, sem hann mætti. Man ég hvað mér leið vel og fann til mikils öryggis í fylgd þessa rólynda prúðmennis. Ari rak endurskoðunarskrif- stofu í Edinborgarhúsinu í félagi við Björn Steffensen. Þar kom hann gjarnan við á skrifstofunni, sýndi mér ríki sitt, vélritaði nafn mitt á blað og þótti mér, strákn- um, mikið til þessara tóla koma. Þar fékk ég í fyrsta skipti að æfa mig á ritvél, en ekki er það Ara heitnum að kenna að ég hef aldrei orðið handgenginn því apparati. Enga úttekt geri ég hér á uppruna og ættum Ara, endur- skoðandanum, Oddfellowanum og öðlingnum, allt er þetta sami maðurinn. Aðrir mér ritfærari og ritglaðari munu trúlega gera það. Ég ætla heldur að færa á blað sundurlausar bernskuminningar, sem hasla sér völl í huganum við andlát hans. Leiðin að heiman til Miðbæjar- barnaskólans og bæjarins liggur norður Bjarkargötu. Á Skothús- veginum hitti ég Ara, hann býður mér góðan dag, innir mig frétta og um leið og hann kveður mig, gaukar hann að mér krónu. Þá var krónan króna og dugði t.d. til að festa kaup á tíu kókosbollum eða tíu súkkulaðirenningum, svo þetta voru ekki litlir peningar. Fyrsta skemmtunin, sem ég man eftir að við systkinin tækjum þátt í, voru jólaböll þeirra Oddfellowa í boði Ara. Þetta voru ógleymanlegar ánægjustundir. Ari hafði forkunnarfagra rit- hönd og var drátthagur. Hann lánaði okkur krökkunum vanalega blað og blýant og kom okkur á sporið með stílvopnið. Ef ég get eitthvað dregið til striks eða stafs er það ekki síst því að þakka að ég gekk ungur í smiðju til þessa sniliings. Ari hafði einnig gaman af því að taka ljósmyndir. Það var fátíðara þá en nú þegar allir eiga myndavélar. Á mínum ungdómsárum var sparsemi nauðsynleg og nýtni í hávegum höfð. Hollt þótti heima hvat. Það kom fyrir oftar en einu sinni að mér voru saumaðar stutt- ar buxur úr óslitnum skálmum endurskoðandabróka. Það eru einu skiptin, sem ég tel mig með sanni geta sagt að ég hafi farið í fötin hans Ara Thorlaciusar. En nú er margt langt síðan krakkar hættu að ganga í kotum með kálfslappir og strákarnir létu sér nægja stuttar buxur og stelpurnar pils. Ari gat verið smástríðinn og sagði okkur frá brellum og sak- lausum prakkarastrikum, sem hann hafði gert sem ungur maður, bæði vestur á Patreksfirði og hér í hinni stóru Reykjavík. Engan vissi ég óvin Ara eiga og eitt sinn er það barst í tal, sagði Jóhann Ármann, ömmubróðir minn og svili Ara, að sér þættu vafasöm meðmæli. Á hinu tel égengan vafa leika, að voru góð meðmæli fyrir Ara, þegar fálátur á Álftanesi, afi minn og nafni, sagði systursyni sínum er hann sýndi Ara þar úti á hlaði: „Þetta er góður maður." Haraldur Bjarnason á Álftanesi var af öðru meira kunnur en kveða upp sleggjudóma. Móðir mín hefur sagt mér að Ari mágur sinn hafi alltaf reynzt henni eins og bezti bróðir og verið sér, sjómannskonunni, stoð og stytta, ekki hvað sízt á stríðsárun- um. Soffía og Ari áttu yndislegt heimili alla tíð. Lengst bjuggu þau við Tjarnargötu í íbúð Jóns Aðal- steins, frænda Soffíu, unz þau byggðu sjálf við Kvisthaga. Hús þeirra stóð opið öllu frændfólki þeirra. Okkur, skyldmennum Soffíu, fannst Ari ekki síður vera frændi okkar en Soffía, þó óskyld- ur væri. Þau hjón voru barnlaus, en svo barngóð og manneskjuleg, að enginn átti fleiri börn en þau. Tel ég fyrst systkinabörnin öll, sem þau lifðu og hrærðust fyrir. Auk þess tóku þau nokkrum sinn- um upp á síná arma einstæðar stúlkur um stundarsakir og hjálp- uðu þeim yfir erfiða kafla í lífinu. Þegar eitthvað bjátaði á var heimili þeirra eins konar Unuhús fjölskyldunnar. Jón Aðalsteinn vélstjóri átti þar athvarf þegar hann var í landi, þar til hann kvæntist og eignaðist heimili. Gummi, fósturbróðir Soffu, en svo voru þau kölluð af kunnugum, hélt þar til á vetrum, meðan hann var á togurum. Elínborg, ekkja Gumma, átti þangað í vinarhús að venda, eftir lát eiginmannsins, Oddur var þar til húsa meðan hann var milli kvenna og Nænna frænka eða Oddný Halla, eins og hún hét fullu nafni, eftir að hún varð veik og dó næstum í örmum Soffíu systur sinnar. Sigríður Guðný, systir Soffíu, bjó í vistlegu herbergi hjá systur sinni og mági eftir að hún kom til Reykjavíkur. Eflaust er margt ósagt, enda átti þetta aldrei að verða nein tæm- andi ritgerð, aðeins hugdettur, færðar á blað sem örlítil kvittun fyrir allt sem þessi góðu hjón gerðu mér. Soffía og Ari voru bæði orðin ellimóð þegar þau önduðust með tæplega tveggja ára millibili og hvíldinni fegin. Guð launi þeim gæzku sína, blessuð sé minning þeirra. Að endingu vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum, lærðum og leikum, skyldum og óskyldum, sem léttu þeim síðustu ævisporin. Haraldur Jónasson Það var heiðríkur og bjartur sumardagur 1. júlí 1925 og hjóna- vígsla stóð yfir í gömlu kirkjunni á Álftanesi á Mýrum. Brúðhjónin voru Soffía Jónsdóttir frá Álfta- nesi og Ari Ó. Thorlacius frá Saurbæ á Rauðasandi. Vígslumað- ur var móðurbróðir brúðarinnar, séra Haraldur Níelsson. Heiðríkj- an, sem þessi dagur einkenndist af, fylgdi lífi þeirra og hjónabandi til leiðarloka. Soffía Jónsdóttir Thorlacius var fædd 22. september 1886 en lést 6. ágúst 1979. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Oddsson, óðalsbóndi á Álftanesi á Mýrum (f 17.7. 1857 — d. 18.1. 1895) og Marta María Níelsdóttir (f. 18.11. 1858 - d. 13.11. 1941), Eyjólfssonar á Grímsstöðum á Mýrum og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur, prests á Staðastað, Níelssonar. Foreldrar Jóns voru Óddur Sig- urðsson, bóndi á Álftanesi og kona hans, Halla Jónsdóttir, Sigurðs- sonar. Kona Jóns Sigurðssonar var Ólöf Jónsdóttir frá Háteigi á Akranesi, en þau ráku stórbú á Álftanesi og var Jón hreppstjóri og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um, árið 1850 gaf hann m.a. Álftaneshreppi hálfan Syðri- Hraundal fátækum tii styrktar, en hann var sonur hjónanna Sigurð- ar Bjarnasonar og Sesselju Ara- dóttur á Álftanesi. Jón Öddsson var mikill dugnaðarbóndi og sjó- sóknari og var m.a. formaður á bátum vestur á Mýrum og eins á Suðurnesjum, en hann lést fyrir aldur fram. Börn Jóns og Mörtu Maríu voru: Ólöf (f. 1.10. 1883 — d. 2.11. 1964), gift Jóhanni Ármanni Jónassyni, úrsmíðameistara frá Drangshlíð, Austur-Eyjafjöllum (f. 2.1. 1877 - d. 31.5. 1965), Sigríður Guðný, lengi bústýra á Álftanesi, ljósmóðir og hagyrðing- ur (f. 31.5. 1855 - d. 23.10. 1968), Soffía, sem hér er fjallað um, Níels (f. 9.12. 1888 - d. 8.12. 1907, Oddný Halla, er fékkst við ýmis störf og mikil fróðleikskona (f. 6.8. 1890 - d. 8.6. 1942), Oddur, framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur (f. 15.7. 1892 - d. 7.11. 1975), fyrst kvæntur Elínu Hallgrímsdóttur frá Grímsstöðum á Mýrum og síðar Eyvöru Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, dóttur hjónanna Þorsteins Júlíusar Sveinssonar, skipstjóra í Reykja- vík og Kristínar Tómasdóttur, Svava, ljósmóðir (f. 2.7. 1894 — d. 25.3. 1971), gift Helga Ásgeirssyni frá Knarrarnesi á Mýrum (f. 23.11. 1893 - d. 13.12. 1974), bónda að ökrum og síðar m.a. verslunar- maður í Borgarnesi og Reykjavík. 30. nóvember 1900 giftist ekkjan Marta María Haraldi Bjarnasyni (f. 12.9. 1874 - d. 8.4. 1964), sonur hjónanna Bjarna Þórðarsonar á Borg á Mýrum og Matthildar Þorkelsdóttur, prests á Borg. Har- aldur var bóndi á Álftanesi og gegndi auk þess ýmsum opinber- um trúnaðarstörfum, var m.a. oddviti hreppsnefndar Álftanes- hrepps um langt árabil. Þá fékkst hann og við ýmis fræðistörf og skráði nokkuð af þeim. Börn Mörtu Maríu og Haraldar voru: Jón (f. 24.2.1901 - d. 2.3.1905) og Hulda f. 30.12. 1902, kvænt Jónasi Böðvarssyni fyrrum skipstjóra, f. 29. ágúst 1900, frá Drangshlíð, Austur-Eyjafjöllum, sonur hjón- anna Böðvars Böðvarssonar bónda þar og Sigríðar Jónasdóttur, syst- ur Jóhanns Ármanns Jónassonar, úrsmíðameistara. Er Hulda nú ein eftirlifandi þessa stóra og sam- heldna systkinahóps. Ekki er svo hægt að skilja við þennan kafla að ekki sé getið fósturbróður Guð- mundar Stefánssonar (f. 15.1. 1898 — d. 5.10. 1936), er kom tveggja ára gamall á Álftanesheimilið og ólst upp þar sem eitt systkinanna, hann kvæntist Elínborgu Bjarna- son, er lést fyrir nokkrum árum. Tók hann við búi á Álftanesi, en ekki hafði hann verið bóndi nema um þriggja mánaða skeið, er hann varð bráðkvaddur við störf sín. Tók Haraldur Bjarnason þá aftur við búinu og var Sigríður Guðný Jónsdóttir þá bústýra hans. Frá- fall Guðmundar var mikið áfall fyrir Álftanesfólkið og vissi ég t.a.m., að Soffía heitin syrgði mjög fráfall þessa kæra fósturbróður síns. Ekkja hans, Elínborg, dvald- ist að mestu eftir þetta hjá skyldfólki sínu erlendis, en kom þó nokkrum sinnum heim til íslands, bjó hún þá oft á heimili Soffíu og Ara Thorlacius og hafði mjög náið samband við systkinin frá Álfta- nesij þótt hún væri búsett erlend- is. Álftanes á Mýrum var mikið menningar- og rausnarheimili, enda kirkjustaður sóknarinnar og höfuðból Álftaneshrepps. Heimil- ið var mannmargt og stórbúskap- ur þar stundaður auk útræðis. Þarna var og miðstöð fyrir póst og síma auk ýmiss konar annarrar þjónustu. Svipar því um margt það heimili til höfuðbólsins að Saurbæ á Rauðasandi, enda jarð- irnar um margt líkar. Ari Ó. Thorlacius var fæddur 14. mars 1891 en lést 18. febrúar 1981. Foreldrar Ara voru hjónin Ólafur Thorlacius Ólafsson (f. 25.4. 1851 - d. 22.8. 1920), bóndi að Saurbæ á Rauðasandi í Rauða- sandshreppi, Barðastrandarsýslu og Halldóra Aradóttir (f. 9.12. 1855 - d. 26.3. 1920), að Saurbæ, Finnssonar. Foreldrar Ólafs voru Ólafur Thorlacius í Dufansdal og kona hans, Steinunn Ólafsdóttir, prests í Otradal, Pálssonar. Faðir Ara var mikill atorku- og fram- faramaður. Hann gerði miklar jarðabætur og var frumkvöðull ýmissa nýjunga og framfara í landbúnaði, m.a. varð hann fyrst- ur manna þar um slóðir til að hagnýta sér sláttu- og rakstrarvél og setti upp steinsteypuhús að Saurbæ. Hann var kirkjuhaldari sveitar sinnar, vel metinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Börn þeirra hjóna voru: Guðrún Ragnheiður (f. 8.10.1879 — d. 13.7. 1964), Ólafur, bóndi að Saurbæ og síðar póstafgreiðslumaður á Pat- reksfirði (f. 22.10. 1881 - d. 7.4. 1929), kvæntur Jóhönnu Einars- dóttur Thoroddsen frá Vatnsdal í Patreksfirði (f. 6.5. 1882 — d. 26.10. 1957), Finnur, trésmiður og m.a. kennari við Iðnskólann í Reykjavík í tæpa hálfa öld (f. 16.11. 1883 — d. 1974), kvæntur Þórörnu Erlendsdóttur frá Hval- látrum, Rauðasandshreppi, er verður 84 ára á þessu ári, Ari, sem hér er um fjallað, Steinunn (f. 17.3. 1889 — d. í ágúst 1953), gift Agli Egilssyni, búfræðingi og kaupfélagsstjóra frá Sjöundaá á Rauðasandi, lifir hann konu sína, merkur fræðimaður, Gísli, lést fyrir 20 árum röskum, búfræðing- ur og bóndi að Saurbæ á Rauða- sandi, kvæntur Hólmfríði Péturs- dóttur frá Stökkum á Rauðasandi, lést fyrir tveim árum. Ari Thor- lacius, er við kveðjum í dag, lifði að sjá á bak allra sinna systkina. Þau systkinin frá Saurbæ á Rauðasandi voru einstaklega vel gert fólk, heiðarleg og hógvær til orðs og æðis. í ættinni er margt framfara- og athafnamanna, auk þess. sem listagáfan hefur gist hugi þeirra í ríkum mæli. Eftir áðurnefnt brúðkaup á Álftanesi, stofnuðu þau Soffía og Ari heimili í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan, nú síðast að Kvist- haga 7. Bar heimili þeirra glöggan vott smekkvísi húsráðenda, enda fátt ánægjulegra en sækja þau heim. Kom þar margt til. Soffía var fágætlega myndarleg húsmóð- ir og þau hjón gestrisin með eindæmum. Minnist ég frá barn- æsku höfðinglegra matarboða þeirra, sem voru hápunktur jól- anna hjá öllum, sem til þekktu. Dæmi um höfðingskap Soffíu er, þegar við hjónin heimsóttum hana sárþjáða á Vífilsstaðaspítala, var hennar stærsta raunin að vera ekki þess umkomin að geta borið okkur veitingar. Bæði áttu þau það sameiginlegt að unna góðum bókmenntum, listaverkum og fá- gætum munum og bar heimili þeirra þess glögg merki. Því miður erfðust ekki góðir mannkostir þeirra hjóna, þar sem þeim varð ekki barna auðið, en barnagælur voru þau bæði og nutum við systkinabörnin hljóðlátra leið- beininga þeirra og hjartagæsku. Svo samhuga og samhent voru þau hjón í einu og öllu að í mínum huga eru nöfnin Soffía og Ari óaðskiljanleg og ekki hægt að aðskilja mynd þeirra í minning- unni. Þannig varð þeirra gestrisna heimili samtengingartákn fjöl- skyldunnar og í hugum okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.