Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 4
4
Peninga-
markaðurinn
GENGISSKRÁNING
Nr. 42 — 2. marz 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 6,609 6,627
1 Sterlingspund 14,391 14,430
1 Kanadadollar 5,493 5,508
1 Oönak króna 0,9822 0,9849
1 Norak króna 1,2011 1,2044
1 Saanak króna 1,4152 1,4191
1 Finnakt mark 1,6041 1,6065
1 Franekur franki 1,3063 1,3098
1 Belg. franki 0,1876 0,1882
1 Sviaan. franki 3,3244 3,3335
1 Hollenak florina 2,7754 2,7830
1 V.-þýzkl mark 3,0725 3,809
1 Itölak líra 0,00638 0,00640
1 Auaturr. Sch. 0,4341 0,4353
1 Portug. Eacudo 0,1155 0,1158
1 Spénakur peaeti 0,0754 0,0757
1 Japanaktyen 0,03131 0,03139
1 írakt pund 11,262 11,292
SDR (sAralök
dráttarr.) 27/2 8.0309 8,0529
\
—
GENGISSKRANING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
2. marz 1981
Nýkr. Ný kr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjedollar 7270 7,290
1 Sterlingapund 15,830 15,873
1 Kanadadollar 6,042 6,059
1 Dönsk króna 1,0604 1,0834
1 Norak króna 1,3212 1,3248
1 Saanak króna 1,5567 1,5610
1 Finnskt mark 1,7645 1,7694
1 Franakur franki 1,4369 1,4406
1 Belg. franki 0,2064 0,2070
1 Sviasn. franki 3,6570 3,6669
1 Hollenak florina 3,0529 3,0613
1 V.-pýzkt mark 3,3780 3,3890
1 Itðl.k líra 0,00702 0,00704
1 Auaturr. Sch. 0,4775 0,4788
1 Portug. Escudo 0,1271 0,1274
1 Spánskur peaeti 0,0629 0,0633
1 Japanaktyen 0,03444 0,03453
1 írakt pund 12,388 12,421
V
Vextir:
INNLÁNSVEXTIR:.
(ársvextir)
1. Almennar sparisjóðsbækur 35,0%
2.6 mán. sparisjóösbækur ........36,0%
3.12 mán. og 10 ára sparisjóðsb.37,5%
4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán...40,5%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán..46,0%
6. Ávísana-og hlaupareikningur..19,0%
7. Vísitölubundnir sparifjárreikn. 1,0%
ÚTLÁNSVEXTIR:
(ársvextir)
1. Víxlar, forvextir ..................34,0%
2. Hlaupareikningar....................36,0%
3. Lán vegna útflutningsafuröa....... 8,5%
4. Önnur endurseljanleg afurðalán ... 29,0%
5. Lán með ríkisábyrgö.................37,0%
6. Almenn skuldabréf...................38,0%
7. Vaxtaaukalán........................45,0%
8. Vísitölubundin skuldabréf......... 2,5%
9. Vanskilavextir á mán................4,75%
Þess ber að geta, að lán vegna
útflutnlngsafurða eru verðtryggö
miðað viö gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjóöslán:
Líteyrissjóður starfsmanna ríkia-
ins: Lánsupphæð er nú 80 þúsund
nýkrónur og er lánið visitölubundiö
með lánskjaravísitölu, en ársvextir
eru 2%. Lánstími er allt að 25 ár, en
getur verið skemmri, óski lántakandi
þess, og eins ef eign sú, sem veð er í
er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt
lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild
að lífeyrissjóðnum 48.000 nýkrónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast viö lánið 4 þúsund ný-
krónur, unz sjóösfélagi hefur náð 5
ára aöild að sjóðnum. Á tímabilinu
frá 5 til 10 ára sjóðsaöild bætast við
höfuöstól leyfilegrar lánsupphæðar 2
þúsund nýkrónur á hverjum ársfjórð-
ungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin orðin 120.000 nýkrón-
ur. Eftir 10 ára aöild bætast við eitt
þúsund nýkrónur fyrir hvern ársfjórð-
ung sem líður. Því er í raun ekkert
hámarkslán í sjóðnum. Fimm ár
verða að líða milli lána.
Höfuðstóll lánsins er tryggður með
byggingavísitölu, en lánsupphæöin
ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til
25 ár að vali lántakanda.
Lánskjaravtsitala fyrir febrúar-
mánuö 1981 er 215 stig og er þá
miöað við 100 1. júní ’79.
Byggingavísitala var hinn 1. janú-
ar síöastliöinn 626 stig og er þá
miöaö við 100 í október 1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viðskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
Á dagskrá hljóðvarps
kl. 22.40 er útvarpssagan
„Basilíó írændi“ eítir
José Maria Eca de Queir-
oz. Erlendur E. Ilall-
dórsson byrjar lestur
þýðingar sinnar.
— Höfundurinn er
portúgalskur 19. aldar
maður, lögfræðingur að
menntun og lést skömmu
eftir aldamót, sagði Er-
lingur. — Sagan er
raunsæ í besta skilningi,
lýsir þjóðfélagslega
mannlegu lífi í Portúgal á
Erlingur E. Halldórsson
Útvarpssagan kl. 22.40:
„Basilíó frændi44
seinni hluta 19. aldar. í
sögunni rekumst við á
ýmislegt það sem minnir
okkur á þessa tíma sem
við lifum nú, jafnvel
kvenréttindamál og annað
því um líkt. Sagan gerist á
þeim skilum, þegar aðall-
inn er að syngja sitt
síðasta vers og borgara-
stéttin er að sækja fram,
bjartsýn og glöð. Höfund-
urinn starfaði nokkuð
mikið erlendis, var sendi-
herra síns lands allvíða í
Evrópu og skrifaði nokkuð
margar skáldsögur í þess-
um stíl, Balzac-Dickens-
stíl. Aðalsöguhetjurnar
eru ung hjón, Georg og
Lovísa. Hann er verk-
fræðingur en hún af milli-
stétt. Basilíó frændi hafði
verið hennar æskuvinur
og unnusti, en síðan farið
til Brasilíu og efnast.
Hann kemur aftur heim
til Portúgals þegar ungu
hjónin eru að koma undir
sig fótunum. Basilíó er
hálfgerður ævintýra-
maður og Don Juan, og
lýsir sagan samskiptum
hans og ungu hjónanna og
því hvernig líf þeirra fer í
rúst, m.a. af hans völdum.
En fleiri koma til sögunn-
ar m.a. vinir ungu hjón-
anna úr aðalsstétt og
þjónustufólk, sem sagt
stéttirnar. Þá er lýst
nokkuð vel upp úr og
niður úr leikhúslífinu
þarna.
Örbirgð gegn auðsæld
Á dagskrá kl. 22.40 er þáttur
er nefnist „Norður/suður-
umræðan“, Örbirgð gegn auð-
sæld. Stefán Jón Hafstein
stjórnar beinni útsendinnu.
— Þessi „Norður/suður-
umræða" hefur lítið komist til
okkar, sagði Stefán Jón. —
Ætlunin er að reyna að bæta úr
því. Titillinn er tekinn út úr
skýrslu hinnar svokölluðu Willy
Brandt-nefndar um þróunarmál.
Um tuttugu manns víðs vegar að
úr heiminum sátu í þessari
nefnd og það merkilega gerðist
að nefndin komst að sameigin-
legri niðurstöðu og birti hana í
skýrslu, sem kom út í fyrra.
Skýrslan heitir: „North/South-A
Program for Survival". í nefnd-
inni sátu m.a. Olof Palme,
Edward Heath o.fl. þekktir
stjórnmálamenn. Skýrslan er
nærri 300 síðna bók og varð ein
af metsölubókunum á Vestur-
löndum í fyrra, en er ekki komin
hingað til okkar enn. Árð 1980
var líka merkilegt í þessu tilliti
fyrir það, að Robert McNamara
hélt athyglisverða ræðu er hann
kvaddi Alþjóðabankann. Hann
dró upp mjög dökka mynd af
ástandi þróunarmála og sí-
breikkandi bili milli þjóða sem
byggju við örbirgð og hinna sem
byggju við auðsæld. Eg fæ
hingað í beinu útsendinguna
Lárus Jónsson alþingismann,
sem sat í þróunarnefnd Samein-
uðu þjóðanna núna í haust. Þá
voru þar miklar umræður sem
enduðu því miður með því að
engin niðurstaða fékkst. Hann
tók þátt í þessum umræðum og
hefur því vafalaust frá ýmsu að
segja. Þá kemur einnig Björn
Þorsteinsson, fráfarandi starfs-
maður Aðstoðar íslands við
þróunarlöndin, sem er hnútum
kunnugur í þessum málum, og
loks Björn Jóhannesson, verk-
fræðingur, sem lengi starfaði við
þróunarverkefni hjá Sameinuðu
þjóðunum. ______
Sjónvarp kl. 21.15:
Framadraumar
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.15
er siðari hluti bandarisku sjón-
varpsmyndarinnar Frama-
draumar, sem byggð er á skáld-
sögu eftir Haroid Robbins. Þýð-
andi er Kristmann Eiðsson.
Dolsy og Mark Kessler eru
farin til Evrópu, þar sem hún
leikur í kvikmyndum og getur
sér gott orð. Johnny Edge vinnur
myrkranna á milli við kvik-
myndagerð. Það eina sem skygg-
ir á hamingju Dorisar konu hans
er það, að hún sér hann aldrei og
finnst hann vanrækja sig og son
þeirra ungan. Einn af leikurum
Magnum-kvikmyndafélagsins
sinnir syni hennar af miklum
áhuga og gefur henni til kynna
að hann sé ástfanginn af henni.
Það slær í brýnu hjá Kessler
gamla og Johnny Edge, tengda-
syni hans. Talmyndir eru komn-
ar til sögunnar en Kessler telur
að þær séu bara stundarfyrir-
bæri. Johnny er á öðru máli og
telur að talmyndirnar séu fram-
tíðin. Magnum-kvikmyndafélag-
ið stendur allt í einu frammi
fyrir því að aðalleikkonu vantar
í kvikmynd sem það er með á
prjónunum, kemur fram uppá-
stunga um að kalla á Dolsy,
tengdadóttur Kesslers. Eigin-
maður hennar, Mark Kessler, er
ekki hrifinn af hugmyndinni,
segir að þau hafi allt sem hugur
þeirra standi til. Dolsy, sem
alltaf hefur taugar til Johnnys,
slær strax til og þau halda
vestur um haf.
Útvarp Reykjavík
AIICNIKUDtkGUR
4. mars
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. 7.15 Leikfimi.
7.25 Morgunpósturinn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Morgunorð: Guðrún Ás-
mundsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Heiðdis Norðfjörð les „Hesta-
svein konungsins“, finnskt
ævintýri sem Sigurjón Guð-
jónsson sneri á isiensku eftir
nýnorskri þýðingu Turid
Farberg.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
9.45 bingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Kirkjutónlist:
Frá tónlistarhátíðinni í
Dubrovnik árið 1979. Garri
Grodberg leikur orgelverk
eftir J.S. Bach.
a. Partitu í í-moll
b. Prelúdíu og fúgu í Es-dúr.
11.00 Skrattinn skrifar bréf.
Séra Gunnar Björnsson í
Bolungarvík les þýðingu
sina á bókarköflum eftir
breska bókmenntafræðing-
inn og rithöfundinn C.S.
Lewis; 5. og 6. bréf.
11.25 Útvarpshljómsveitin i
Berlin leikur forleiki að
óperum eftir Gioaccino Ross-
ini; Ferenc Fricsay stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍODEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Miðvikudagssyrpa.
— Svavar Gests.
15.20 Miðdegissagan: „Litla
væna Lillí“
Guðrún Guðlaugsdóttir les
úr minningum þýsku leik-
konunnar Lilli Palrner í þýð-
ingu Vilborgar Bickel-
ísleifsdóttur (2).
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
Concertgebouw-hljómsveitin
í Amsterdam leikur Hnotu-
brjótinn, svítu op. 71a eftir
Pjotr Tsjaíkovský; Eduard
van Beinum stj./ Josef Suk
og Tékkneska filharmoniu-
sveitin leika fiðlukonsert i
a-moll op. 53 eftir Antonin
Dvorak; Karel Ancerl stj.
17.20 Útvarpssaga barnanna.
„Á flótta með farandleikur-
um“ eftir Geoffrey Trease,
Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sína (8).
17.40 Tónhornið.
Sverrir Gauti Diego stjórnar
þættinum.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIO
SKJÁNUM
MIÐVJKUDAGUR
4. mars
18.00 Herramenn.
Herra Snær.
Þýðandi Þrándur Thor-
oddsen.
Lesari Guðni Kolbeinsson.
18.10 Hamarsheimt.
Norsk leikbrúðumynd í
tvcimur þáttum um það er
Ása-Þór týndi hamri sín-
um.
Fyrri þáttur.
Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
(Nordvision — Norska
sjónvarpið)
18.35 Vetrargaman.
Þýðandi Eirikur Haralds-
son.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Nýjasta tækni og vís-
indi.
Umsjónarmaður Örnólfur
Thorlacius.
21.05 Framadraumar.
Bandarfsk sjónvarpsmynd
i tveimur hlutum, byggð á
skáldsögu eftir Harold
Robbins.
Siðari hluti.
Efni fyrri hluta:
Sagan gerist í Bandaríkj-
unum og hefst árið 1912.
Þýski innflytjandinn Peter
Kessler á litið kvikmynda-
hús. Ungur vinur Kesslers,
Johnny Edge, fær hann til
að selja kvikmyndahúsið
og flytjast með sér til
Kaliforniu, þar sem þeir
hyggjast sjáifir framleiða
kvikmyndir.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
22.40 Dagskrárlok.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á vettvangi.
20.00 Úr skólalifinu.
Kristján E. Guðmundsson
stjórnar. Kynnt er nám í
Garðyrkjuskólanum í Hvera-
gerði.
20.35 Áfangar.
Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson.
21.15 Píanótríó í H-dúr op. 8
eftir Johannes Brahms.
Michael Ponti, Robert Zim-
ansky og Jan Polasek leika.
(Hljóðritun frá útvarpinu í
Stuttgart).
21.45 Útvarpssagan:
„Basilió frændi“ eftir José
Maria Eca de Queiroz. Erl-
ingur E. Ilalldórsson byrjar
lestur þýðingar sinnar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Lestur Passíusálma (15).
22.40 örbirgð gegn auðsæld;
„Norður/suður- umra*ðan“.
Þáttur i beinni útsendingu í
umsjá Stefáns Jóns Haf-
steins.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.