Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 19 Guðgeir Magnússon blaðamaður: Nú eru snobbhænur í landinu ánægðar... systkinabarnanna áttum við þar fullkomna ímynd góðs afa og ömmu, sem fylgdust náið með velferð okkar og tóku fullan þátt í lífi okkar og störfum. Örlæti og hógværð ásamt sjálfsvirðingu og heiðarleika var aðalsmerki þess- ara vammlausu hjóna, sem öllum vildu gott gera og aldrei féll styggðaryrði af munni til manna eða málefna, en reyndu sífellt að miðla umhverfi sínu góðvild og umburðarlyndi, er gerði okkur, sem áttu því láni að fagna að kynnast þeim, ríkari manneskjur. Ungur að árum fór Ari Thorlac- ius til verslunarstarfa og fyrst hjá Ólafi Jóhannessyni á Vatneyri. Ari lauk prófi frá Verslunarskóla Islands með miklum ágætum og hlaut ýmis verðlaun fyrir góðan námsárangur á lokaprófi. Síðan fékkst hann við verslunarstörf bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hann lauk námi löggilts endur- skoðanda hjá hinu þekkta firma N. Manscher & Co og stofnaði síðan með félaga sinum, Birni Steffensen, lögg. endurskoðanda, firmað Björn Steffensen og Ari Ó. Thorlacius, er varð eitt af virtustu endurskoðunarstofum hér á landi. Ráku þeir firmað þar til fyrir nokkrum árum, er þeir fólu yngri mönnum verkefni endurskoðun- arskrifstofunnar, er höfðu verið nemendur þeirra og félagar áður. Jafnan fylgdist Ari með störfum stofunnar eftir að yngri mennirnir tóku við og lét sér annt um velgengni arftakanna. Ari naut mikils álits í störfum sínum, enda kjörinn til margra vandasamra og meiriháttar verkefna. Hann var m.a. kjörinn endurskoðandi Reykjavíkurborgar, Sjóvátrygg- ingafélags Islands hf. og Eim- skipafélags íslands hf., auk margra stærri fyrirtækja. Ýmsum þessara starfa gegndi hann til dauðadags. Ari 0. Thorlacius hafði, þegar ungur að árum, sýnt af sér framúrskarandi námshæfi- leika. Mér er kunnugt um, að hann var einstaklega vel að sér í sínu fagi, auk þess sem hann kynnti sér vel bæði svið lögfræði og hagfræði. Hann gegndi og trúnaðarstörfum í félagi löggiltra endurskoðenda og var m.a. í mörg ár prófdómari við Háskóla ís- lands, bæði við próf þeirra svo og við laga- og viðskiptadeild varð- andi reikningshald og hagfræði. Sótti hann þing erlendis sem fulltrúi félaga sinna. Hann var og virkur félagi í Oddfellowreglunni í Reykjavík og gegndi þar æðstu trúnaðarstörfum. Veit ég, að vel- ferð þess ágæta félagsskapar bar hann mjög fyrir brjósti. Ættrækni og tryggð Soffíu og Ara var með þvílíkum fágætum, að þeir er urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim, litu gjarnan á heimili þeirra sem sitt annað heimili og ófáir leituðu þangað ráða og huggunar er eitt- hvað bjátaði á. Ávallt voru þau boðin og búin að greiða hvers manns götu. Ófáar voru þær stúlkur, er réðust til vistar á heimilinu og héldu síðan ávallt nánu sambandi við Soffíu og Ara, sem fylgdust af umhyggju með velferð þeirra æ síðan. Hygg ég að vist á heimili Soffíu og Ára hafi orðið góður skóli og haldgott veganesti í lífinu. Hjá þeim var mjög gestkvæmt og fóru þar fram menningarlegar umræður og hús- ráðendur létu sitt ekki eftir liggja. Og ekki urðu yngri gestirnir afskiptir af hjartahlýju og lífs- gleði húsráðenda. Ari var til að mynda einstakur látbragðsleikari og eftirherma, sem jafnan vakti mikla kátínu barnanna. Soffia óspör að miðla börnunum af frásögnum ýmissa gamalla sagna og ævintýra. Ósjaldan var og gripið til spila og sagði Soffía oft, að fásinna væri úr því fjórir væru komnir saman, að taka ekki eina rúbertu. Þá bar og oft á góma frásagnir og minningar frá ýms- um ferðalögum þeirra, heima og erlendis, en sterkust ítök í hugum þeirra voru endurminningarnar frá æskustöðvunum, frá Saurbæ og Álftanesi, enda áttu þessir staðir sterk og ríkjandi ítök í hugum þeirra. Prúðmannleg framganga þeirra, smekkvísi og orðgætni, verða okkur ævarandi gott fordæmi. Soffía hafði næmt auga fyrir listrænum og þjóðlegum munum og sem hefðarkvenna er háttur þurfti hún ekki að hlaupa eftir duttlungum tískunnar, en var samt ávallt höfðinglegust af öllum viðstöddum. Ari hafði og næmt auga fyrir slíkri smekkvísi eins og ekki fór framhjá neinum er hon- um kynntist, enda listhagur vel eins og hann átti kyn til. I langvarandi og erfiðum sjúk- dómslegum sínum báru þau reisn sína og útfrá þeim geislaöi góðvilji og umhyggja. Bæði héldu þau skírleika hugsunar sinnar þar til yfir lauk og tóku með rósemi hugans því, er þeim var báðum ljóst að stefndi að. Þau höfðu i lífi sínu öðlast bjargfasta trú á kristi- legum kærleika. I minningunni lifir mynd Soffíu og Ara Ó. Thorlaciusar flekklaus og heiðrík eins og júlídagurinn 1925. Blessuð sé minning þeirra. Jón Oddsson Deyr fé, dey|» fraendur. deyr Hjálfur ið sama. Kn orðHtir deyr aldreKÍ. hveim sér gAðan netur. Þessi gullkorn úr Hávamálum komu ósjálfrátt upp í hugann þegar ég frétti lát aldraðs starfs- bróður míns, Ara Ó. Thorlacius, og eiga óvíða betur við en hér. Ari var fæddur 14. mars 1891 og hefði því orðið níræður á þessu ári. Hann lærði endurskoðun hjá N. Manscher, dönskum endurskoð- anda sem rak hér endurskoðun- arskrifstofu um árabil, sem ber ennþá nafn hans. Árið 1934 hlaut hann svo löggildingu sem endur- skoðandi og var því meðal 8 stofnenda Félags löggiltra endur- skoðenda í júlí 1935. Allt frá upphafi sýndi Ari málefnum félagsins mikinn áhuga og vann fyrir það ómetanlegt sjálfboðastarf í gegnum árin. Hann samdi tillögur að fyrstu lögum þess ásamt N. Manscher. Hann átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og gegndi síðar for- mennsku um nokkurt skeið. Um tíma átti hann sæti í prófnefnd endurskoðenda og endurskoðandi Félags löggiltra endurskoðenda var hann um árabil. Árið 1976 var hann svo kjörinn heiðursfélagi í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins ásamt félaga sínum, Birni Steffensen. Þeir Björn og Ari stofnuðu saman endurskoðunarskrifstofu árið 1930, sem æ síðan hefur notið verðskuldaðrar virðingar í við- skiptalífinu og mun án efa gera það áfram undir stjórn lærisveina þeirra félaga, Inga R. Jóhannsson- ar og Lárusar Halldórssonar. Ég vil að lokum, fyrir hönd okkar allra félaga í FLE, færa þeim Birni, Inga og Lárusi, ásamt ættingjum hins látna, innilegar samúðark veðj ur. Kristinn Sigtryggsson í dag stöndum við yfir moldum Ara Ö. Thorlacius, endurskoð- anda, en hann lézt í Landakots- spítala hinn 18. febrúar sl. og vantaði þá tæpan mánuð í að níræðisaldri væri náð. Kynni okkar Ara hófust árið 1964 er ég réðst til náms í endurskoðun á skrifstofu hans og Björns Steffensen. Ari var þá fullorðinn maður, orðinn 73 ára gamall og farið að nálgast starfs- lok hjá honum. Þrátt fyrir það að á okkur væri ríflega hálfrar aldar aldursmunur tókst með okkur góð vinátta, sem entist þar til yfir lauk. Á þau samskipti okkar bar ekki skugga og naut ég þess þar hve auðvelt Ári átti með um- gengni við annað fólk og sérstak- lega það að vinna traust þeirra sem yngri voru. Ari var ekki maður vandamálanna. Hann leysti þau verkefni sem fyrir lágu af þeirri lipurð og skilningi, sem aðeins lærist þeim sem opnir eru fyrir mannlegum samskiptum. Hann var í lífi sínu veitandi og sýndi að þau gæði sem ofar eru efnislegum gæðum ber að leiða til öndvegis. Ari hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 1934, en árið 1930 gekk hann til samstarfs við Björn Steffensen um rekstur endurskoðunarstofu. Er hún enn rekin undir nöfnum þeirra. Ari var virtur og vinsæll í störfum sínum og naut þar óskoraðs trausts. Honum voru falin margs konar trúnaðarstörf um dagana, sem hann gegndi af þeirri alúð og kostgæfni, sem honum var svo eiginleg. Fjölmargir íslenzkir endurskoð- endur hafa notið handleiðslu hans við nám og störf og eiga þeir honum vissulega skuld að gjalda. Þegar ég nú kveð þennan aldna vin minn er mér efst í huga þakklæti fyrir ljúfa viðkynningu og lærdómsríka. Ásamt fjölskyldu minni, sem hafði á honum mikið dálæti, sendi ég öllum aðstand- endum samúðarkveðjur. Lárus Halldórsson Ari Ó. Thorlacius, löggiltur endurskoðandi, andaðist 18. febrú- ar 1981, nærri níræður að aldri, en hann var fæddur 14. mars 1891. Við andlát hans á ég margs að minnast, en við vorum húsfélagar um 15 ára skeið og voru kynni okkar náin af þeim sökum, auk þess sem leiðir okkar lágu saman innan Oddfellowreglunnar í fjölda ára. Ari Ó. Thorlacius var prúð- menni hið mesta, hógvær og af hjarta lítillátur, reglufastur og vingjarnlegur í öllu viðmóti og samskiptum. Hann var gestrisinn og góður heim að sækja, en góðvild hans bar af þegar börn áttu í hlut. Það var eigi sjaldgæft að sjá hann utan dyra við heimili sitt, er börnin komu hlaupandi til hans, en þá gaf hann sér góðan tíma til þess að ræða við þau og e.t.v. stinga að þeim einhverju eftirsóknarverðu. Þannig var Ari virtur jafnt af ungum sem göml- um. Kvæntur var Ari Soffíu Jóns- dóttur, er bjó manni sínum fagurt heimili. Var ávallt ánægjulegt og fróðlegt að ræða við þau hjónin á heimili þeirra svo lengi sem þeirra naut við, en frú Soffía andaðist fyrir nokkrum árum eftir langa vanheilsu og heilsuhælisvist. Þau Soffía og Ari voru barnlaus. Ari 0. Thorlacius starfaði í Oddfellowreglunni í hartnær 60 ár og vann þeim félagasamtökum, svo sem öðru sem hann tók að sér, af miklum áhuga og trúmennsku. Flyt ég honum einlægar þakkir fyrir hans óeigingjörnu störf inn- an Oddfellowreglunnar. Frá fjölskyldu minni fylgja hon- um hinstu kveðjur og þakkir fyrir þá vináttu sem við urðum aðnjót- andi um árabil og aldrei bar skugga á. Friður veri með sálu hans. Friðhelg veri minning hans. Sv. Björnsson Minning: Andrés Sigfússon bóndi Stóru-Breiðuvík Fa-ddur 10. ágúst 1893. Dáinn 9. febrúar 1981. Mig langar að minnast afa míns í örfáum orðum. Hann fæddist í Stóru-Breiðuvík, Helgustaða- hreppi, Suður-Múlasýslu árið 1893. Foreldrar hans voru hjónin Sig- fús Auðunsson bóndi þar og kona hans Björg Eyjólfsdóttir. Afi minn var næst yngstur sjö systk- ina. Búskap hóf afi í Stóru-Breiðu- víkurhjáleigu ásamt ömmu, Val- gerði Kristjánsdóttur árið 1927. Valgerður amma var fædd að Vöðlum í Vöðlavík, en alin upp í Stóru-Breiðuvík, þar sem foreldr- ar hennar bjuggu einnig. Amma lést árið 1975. Afa og ömmu varð fjögurra barna auðið, sem öll lifa, utan Einu sinni skrifaði rauðsokka smágrein í Þjóðviljann þar sem hún hélt því fram undir rós að íslenskir karlmenn væru náttúru- lausir. Ég hringdi í Villu Harðar rauðsokku á Þjóðviljanum. Hún sór og sárt við lagði að hún hefði ekki skrifað þessa grein. Ég gerði tilraun til að mótmæla þessu fyrir hönd kynbræðra minna í landinu. Ég fékk lélegar undirtektir hjá henni. Rauðsokkur eru að rækta hjá sér karlmannahatur í heift sinni. Sumar rauðsokkur hafa skilið við eiginmenn sína. Þetta bitnar illa á börnum þeirra. Vigdís Finnbogadóttir stendur sig ekkert betur en þessi karlpeningur sem hefur setið í stólunum til þessa. Ég valdi mér góðviðrisdag á sínum tíma til að kjósa Vigdísi á lögregluvarðstofu Kópavogs. Ég gerði þetta allt saman hárrétt þrátt fyrir fötlun mina. Ég fékk á sínum tíma myndabók í jólagjöf. Ég leyfði mér að fletta svolítið í þessari bók og skoða myndirnar með stækkunargleri. Ég sá það þegar að bókin væri lélegur aug- lýsingaáróður. Ég bað fólk mitt að skipta á þessari bók fyrir sagn- fræðirit. Ýfirleitt er fólk kurteist við afgreiðslustörf hjá Almenna bókafélaginu. Ég hlustaði á nýárs- boðskap í sjónvarpinu hjá þessari geðþekku konu. - Mér skildist á henni að henni væri orðið um og ó. Allt þetta auglýsingabrölt hjá rauðsokkum hér á landi, og víða út um heim. Nú er þessi geðfellda kona komin úr heimsókn til drottn- ingarinnar í Danmörku. Nú var mikið af myndum í dönskum blöðum. Þetta er hreint snobb og til lítils sóma, fyrir kvenfrelsis- hreyfingu í heiminum. Dönsku blöðin gera mikið af því að birta myndir af kóngafólki í álfunni. Allt þetta fólk er meira og minna skylt. Eins og mönnum er kunnugt er til vandræðafólk í sumum konungsfjölskyldum. Það er þekkt staðreynd að margar konur standi á bak við menn sína eða elskhuga og láti þá fremja allskonar níð- ingsverk. Konurnar sleppa alltaf en sökin lendir á karlmönnunum. Ég þarf ekki vað vitna í aðrar frægar sögupersónur en Hallgerði langbrók á Hlíðarenda og Berg- þóru á Bergþórshvoli. Bergþóru var boðin lífgjöf í brennunni. Mér þótti það fyndið á sínum tíma þegar talað var um að formaður Alþýðubandalagsins móðir mín sem látin er fyrir all mörgum árum. Stoð og stytta afa og ömmu við búskapinn var Sigfús sonur þeirra. í Stóru-Breiðuvík vorum við systkinin í sveit á sumrum, og litum ætíð á staðinn sem okkar annað heimili. Þar var gott að vera, og ekki hefðum við viljað missa af þeirri dvöl, fyrir nokkurn mun. Afi og amma voru samhent hjón, aldrei hefði ég vitað nokkr- um semja betur en þeim. Þau voru vinnusöm, en máttu oft búa við kröpp kjör og veikindi. Samt tókst með árunum að rækta jörðina og stækka búið. Gestrisni afa og ömmu var með afbrigðum, þó húsakostur væri ekki mikill að vöxtum. Oft hefi ég hugsað um hvernig allt það fólk sem þar áði, rúmaðist í bænum. Afi var ekki langskólagenginn, heldur sótti hann sinn fróðleik yrði kallaður fyrir jafnréttisráð. Ég þarf ekki að láta neinn aðila í landinu skýra frá skoðunum þessa gamla samstarfsbróður míns á Þjóðviljanum. Hann lagði stund- um út í erfiða baráttu með skrifum sínum í Þjóðviljanum. Ég hefi sömu skoðun og ráðherrann. Ég er ekki á móti því að húsbænd- ur eigi að hjálpa húsmæðrunum á heimilinu, þegar báðir aðilar vinna úti. Það eiga líka að gera unglingarnir á heimilinu. Ég er heldur ekki á móti launajafnrétti. Þetta er ranglæt- ismál í þjóðfélaginu í dag. Nú eru rauðsokkur í Þjóðviljanum fárnar að kalla karlmenn „pungrottur", og „karlrembi". Fyrr má-nú vera orðbragðið, þegar barist er fyrir réttlætismálum. Mig langar að spyrja rauðsokkur um eitt atriði: Er það á stefnuskrá þeirra að karlmenn eigi að kveikja í vindl- ingum fyrir konu, þegar þeir eru nýhættir að reykja. Þegar aum- ingj mennirnir eru að reyna að komast á kvennafar. Frakkar þekkja kvenfólk einna best í heim- inum. Þeir segja oft „Ou est la femme?" Þetta þýðir á íslensku: Hvar er konan? Þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti kom með föruneyti sínu á Kastrup-flugvöll í Kaupmanna- höfn tók danska konungsfjölskyld- an á móti henni. Þarna var mikið talað um kápur þessara tignar- kvenna. Einnir var skýrt frá því, hvaða mat þetta tignarfólk borð- aði, fréttamennirnir fengu ekki að koma inn í veizlusalinn í Krist- jánsborgarhöll til að kynna sér hvað tignarfólkið væri að borða. Allt er afgreitt á færibandi hjá fréttamönnum eftir einhverju rit- úali. Ég hef aldrei getað skrifað um kóngaheimsóknir hingað til lands. Sömuleiðis hef ég aldrei getað skrifað um forsetaferðir til útlanda. Ég fór á sínum tíma með Kristjáni Eldjárn fyrrv. forseta til Finnlands. Svo þvældi ég eitthvað um veðrið á flugvellinum, þegar forseti kom. Ég hef grun um að Kristján Eldjárn sé hrifinn af Kekkonen Finnlandsforseta. Fig held að Kristján öfundi Kekkonen fyrir hlutleysi Finna gagnvart stórveldum. Hann vill hafa sama hátt á hér á landi. Mér finnst þetta skynsamlegt. Nú eru snobbhænur í landinu ánægðar. Nú verður mikið keypt af Alt for damerne. Nú græða margir með þessu blaði og mynd- um þess. með lestri og ýmsu grúski. Var með ólíkindum hversu fróður hann var, um hina olíkustu hluti. Með þessum fáu línum vil ég kveðja afa minn með þakklæti fyrir liðnar stundir, fullviss þess að hann fær góðar móttökur í nýjum heimkynnum. Bryndís Ilrólfsdóttir Andrés Sigfússon Stóru-Breiðuvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.