Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 3 Prófastar á fundum meö biskupi SÍÐASTA þrjú dæxur hafa staft- ið yfir fundir biskups með pró- fostum landsins. Undanfarin þrjú ár hafa prófastar komið saman á fund biskups um þetta leyti árs, og rætt málið ítar- legar, heldur en á þeim prófasta- fundum sem hafa verið í tengsl- um við prestastefnu. „Við ræddum aðallega um kristniboðsárið", sagði Hr. Sigur- björn Einarsson, biskup Islands í samtali við Mbl. „Við ræddum hvernig kirkjan ætlaði að halda uppá það ár, minnast upphafsins að kristniboði hér á landi, og nota það tilefni til þess að minna sjálfa sig á hlutverk sitt. Á fundinum í gær veittist próföst- um einnig tækifæri til þess að ræða drög að reglugerð um vænt- anlegt biskupskjör með fulltrúum kirkjumálaráðuneytisins. Pró- föstum er ætlað að hafa umsjón með kosningu þeirra kjörmanna, sem eiga að taka þátt í biskups- kjöri af hálfu leikmanna. En það sem lýtur að kristniboðsárinu verður nánar kynnt síðar." Ljósmyndina tók Ólafur K. Magnússon. Steinsteypufélag Islands: Stjórnvöld veiti styrki eða lán til viðgerða á alkaliskemmdum STEINSTEYPUFÉLAG íslands hélt nýverið fund þar sem fjallað var um alkalískemmdir í stein- steypu. Verkfræðingarnir Ríkharð- ur Kristjánsson, Hákon Ólafsson og Vífill Oddsson fluttu framsögu- erindi á fundinum. sem sóttu rúm- lega 80 manns, og á eftir urðu fjörugar umræður. Það kom fram á þessum fundi, að orsakir alkalískemmda eru einkum þrjár: Alkalí-ríkt sement, „virkt" malarefni, og hátt rakastig. Þegar „Rekstrarafkoma Landsvirkjunar reyndist með óhagstæðasta móti árið 1980, en þá nam rekstrarhalli fyrirtækisins um 1470 milljónum gamalla króna," sagði Halldór. „Er þetta þriðja árið í röð, sem um verulegan halla er að ræða. Hin slæma afkoma þessi ár á rót sína að rekja til samansafnaðs vanda í gjaldskrármálum fyrirtækisins, sem ekki tókst að yfirstíga á síðastliðnu ári þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á því ári heimilað Landsvirkjun veru- legar hækkanir á gjaldskrá sinni. Námu þessar hækkanir alls um 91%, en þar sem um áfangahækkanir var að ræða var hækkun á meðalverði Landsvirkjunar minni á árinu eða aðeins um 50%. Enmnfremur stafar rekstrarhallinn 1980 að hluta af samdrætti í orkusölu vegna þeirrar rafmagnsskömmtunar, sem grípa þurfti til á árinu sökum vatnsskorts. Hin slæma afkoma fyrirtækisins hefur leitt til þess, að Landsvirkjun hefur þurft að taka eriend lán til að mæta rekstrarhallanum frá ári til árs síðastliðin þrjú ár og getur slíkt að sjálfsögðu ekki gengið til lengdar. Vaxtagjöld og gengistap af slíkum ráðstöfunum leiða óhjákvæmilega til hærra kostnaðarverðs rafmagns og auka verðhækkunarþörfina jafnt og farið var að nota íslenskt sement á árinu 1959 jukust möguleikar á alvarlegum alkalískemmdum í steypu og eftir að farið var að nota uppdældan sjávarsand á Reykjavík- an að mun. Og í byggingum steypt- um á tímabilinu 1959—1972 eru að öllum líkindum verulegar skemmdir í 10% þeirra, en mikil útbreiðsla alkalískemmda hér á landi var samt ekki almennt kunn fyrr en á árinu 1978. Á sl. ári hafa farið fram þétt með þeim afleiðingum, að raf- magnsverð til almennings verður fyrr eða síðar hærra en ella. Önnur afleiðing þessarar þróunar og með sömu óheppilegu áhrifunum er sú, að ekki hefur reynzt unnt að fjármagna framkvæmdir Lands- virkjunar með fé úr rekstri fyrir- tækisins síðastliðin þrjú ár heldur hefur þurft að fjármagna þær svo til eingöngu með erlendum lánum. Til þessa dags á þetta því miður að öllu leyti við um Hrauneyjafossvirkjun, en upphaflegar áætlanir um fjár- mögnun hennar gerðu ráð fyrir því, að um 25% af stofnkostnaði virkjun- arinnar yrði fjármagnaður með fé úr rekstri Landsvirkjunar og þá með það fyrir augum, að lántökur í þágu framkvæmdanna yrðu ekki meiri en góðu hófi gegndi. Það er hins vegar ljóst að stjórn- völd hafa sýnt vaxandi skilning á umræddum vanda eins og hækkun- arheimildir Landsvirkjun til handa á síðastliðnu ári bera vott um, en verðhækkanir samkvæmt þeim búa mjög í haginn fyrir afkomuna árið 1981. Auk þess sem Landsvirkjun var heimiluð 16% hækkun frá 2. janúar sl. að telja," sagði Halldór Jóna- tansson að lokum. gagngerar endurbætur á fram- leiðslu sements frá Sementsverk- smiðju ríkisins, og árið 1979 var hætt notkun sjávarefnis í „út- veggjasteypu" á Reykjavíkursvæð- inu. Þessar endurbætur gera líkur á alkalískemmdum í framtíðinni litl- ar. Rannsóknir Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins benda til þess að til að koma í veg fyrir áfram- haldandi alkalískemmdir á þegar steyptum mannvirkjum sé að vatnsklæða húsin, en vatnsklæðning er dýr, svo að athuga þyrfti aðrar aðferðir, eins og málningu og „sprautuhúðun". Allavega töldu menn ljóst að stórfé yrði að verja til lagfæringa á næstu árum. Þess vegna gerði fundur Stein- steypufélags íslands eftirfarandi samþykkt: „Vegna alvarlegra alkalí- skemmda í húsbyggingum, skorar fundur í Steinsteypufélagi Islands á stjórnvöld, að veita styrki eða hag- kvæm lán til viðgerða á þeim. Einnig skorar fundurinn á stjórn- völd að veita fé til rannsókna á þessu sviði." Samhljóða samþykkt Iláskólaráðs: Dr. Kristjáni Eld- járn verði veitt prófessorsstaða Á FUNDI Iláskólaráðs í gær var samþykkt samhljóða, að dr. Kristjáni Eldjárn, fyrr- verandi forseta íslands. yrði veitt prófessorsstaða við heimspekideild Háskóla ts- lands. Guðmundur Magnússon, há- skólarektor sagði í gær, að heimspekideild hefði flutt til- lögu þess efnis, að dr. Krist- jáni Eldjárn yrði veitt þessi staða. Á þann hátt myndi Háskóli íslands styðja við bakið á þeim rannsóknum, sem hann vinnur að. Prófess- orsstaðan er bundin nafni Kristjáns Eldjárns og er án kennslu- og stjórnunarskyldu. Staðan er ólaunuð. Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra, fær nú mál þetta til endanlegrar ákvörðunar. Landsvirkjun: Tap á rekstrinum þriðja árið í röð TÆPLEGÁ 15 milljóna króna tap varð á rekstri Landsvirkjunar á síðasta ári, en það svarar til 1,5 milljarða gkróna. Morgunblaðið ræddi við Halldór Jónatansson. aðstoðarframkvæmdarstjóra Landsvirkjunar, i gær og sagði hann m.a. að árið 1980 væri þriðja árið í röð. sem fyrirtækið væri rekið með halla. Þá kom einnig fram í samtalinu við Iialldór. að fyrirtækið hefur ekki verið aflögufært með fé úr rekstri til að fjármagna hluta stofnkostnaðar Ilrauncyjafossvirkjunar eins og ráðgert hafði verið. Boeing 737-þota Arnarflugs: Eostar 16 millj. gkr. að þjálfa hvern flugmann FJÓRIR flugmenn Arnarflugs hafa nú lokið bóklegri þjálfun fyrir flug á Boeing 737 og eru í verklegri þjálfun. Alls verða þjálf- aðir 10 flugmenn félagsins á þessa tegund flugvélar. sem félagið hef- ur tekið á leigu frá belgíska flugfélaginu Air Belgium og hyggst nota í leiguflugi fyrir brezka fiugfélagið Britannia Airways um Evrópu. Þjálfun, sem þessi er mjög dýr samkvæmt upplýsingum frá Arn- arflugi, en kostnaðurinn við þjálf- un hvers flugmanns er um 16 milljónir gkróna, eða heildarkostn- aður upp á um 160 milljónir gkróna. Flugvélin fær Arnarflug afhenta seinnihluta aprílmánaðar og leigu- flugið fyrir Britannia Airways hefst 1. maí nk. Seinni hópurinn, þ.e. sex flug- menn fer svo í þjálfun mjög bráðlega, og mun hafa lokið þjálf- un áður en félagið fær vólina afhenta. Góð sala SKUTTOGARINN Guðsteinn seldi 177,7 lestir af ísuðum fiski í Cux- haven í gær fyrir 1241,5 þúsund krónur, meðalverð á kíló 6,99 krónur. Mikið var af góðum karfa í afla skipsins og fékkst gott verð fyrir hann. Guðsteinn er eini togarinn, sem landar ytra í þessari viku og í þeirri næstu er Karlsefni eitt ís- lenzkra skipa með bókaðan löndun- ardag ytra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.