Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 5 Yoko Ono ok John Lennon. Bók um John Lenn- on og bítlana frá AB — eftir Anders Hansen blaðamann BÓK UM hinn nýlátna bítil John Lennon mun væntanleg hjá Almenna bókafélaginu. Það er Anders Ilansen blaðamaður. sem er að skrifa bókina, sem verður ævisaga Lennons, sagt verður frá ferli hans og hljómsveitarinnar The Beatlcs, rakin sólóferill hans og samband við Yoko Ono, og sagan sogð allt til þess dags er hann féll fyrir morðingjahendi í New York siðla á síðasta ári. .„Ég er þegar byrjaður á þessu verki, það er rétt“ sagði Anders í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hugmyndina að þessu fékk ég eiginlega þegar eftir lát Lennons, og nú hefur orðið að samkomulagi að Almenna bókafélagið gefi bók- ina út. Mér hefur miðað ágætlega við verkið, og sýnist mér þetta munu verða bók upp á um 200 blaðsíður, auk þess sem myndir verða á 40 til 60 síðum." Anders kvaðst lengi hafa fylgst með ferli Bítlanna, bæði meðan þeir léku saman og eftir að þeir hættu samstarfi og hófu sjálfstæð- an feril hver í sínu lagi. „Efnisöfl- un hefur því verið mér tiltölulega auðveld" sagði Anders, „því í gegn- um tíðina hefur mikið verið skrifað um þessa frægu fjórmenninga frá Liverpool. Bækur, blaðagreinar og viðtöl um og við bítlana skipta hundruðum, og úr þessu hef ég verið að vinna. Eftir lát Lennons í vetur hafa þegar komið út bækur um hann, og mun ég að sjálfsögðu einnig taka mið af þeim, svo og af síðstu viðtölum er hann veitti skömmu fyrir andlátið. í bókinni ættu að verða miklar upplýsingar, sem ekki hafa komið fram áður hérlendis, auk þess sem sagan er rifjuð upp fyrir þá sem vel hafa fylgst með ferli Bitlanna í gegnum tíðina." Anders kvaðst fremur hafa vilj- að fara þá leið að skrifa sjálfur bók um Lennon og Bítlana, en að þýða einhverja nýútkomna bók. „Ástæð- ur þess eru fyrst og fremst þær“ sagði Anders, „að betur fer á því að mínu áliti, að bók fyrir íslenska lesendur sé skrifuð af íslendingi hér heima á íslandi, en að notast sé við það sem miðað er við aðrar þjóðir og allt annan lesendahóp. Þá hefur mér einnig virst að þær bækur um Lennon sem út hafa komið nú eftir dauða hans, séu of mikil hraðsuða til að þær geti talist áhugaverðar. En með því að velja úr það besta af tiltækum heimild- um, nýjum og gömlum, held ég að takast eigi að gera góða bók, þó um það verði lesendurnir auðvitað að dæma er hún kemur út.“ Anders sagðist skrifa bókina þannig, að hún ætti að geta átt erindi til allra aldurshópa og allra lesenda. „John Lennon og Bítlarnir eru ekki eign neins sérstaks aldurs- hóps eða einnar kynslóðar" sagði Anders, „heldur náðu þeir fjór- menningar til mun fleiri en al- mennt gerist um listamenn. Von- andi geta því allir sótt eitthvað í bókina, þó trútega höfði hún eink- um til unglinganna og svo til þess fólks sem nánast ólst upp með Bítlunum, en það er nú fólk sem hefur komið sér fyrir og er orðið ráðsett!" Ályktun Alþingis: Sveigjanlegar regl- ur um aldurshámark ríkisstarfsmanna ALÞINGI samþykkti i gær þingsályktun þess efnis að rík- isstjórnin skuli endurskoða lagareglur um aldurshámark starfsmanna ríkisins í samráði við samtök rikisstarfsmanna. Markmið endurskoðunarinnar skal vera að kanna, „hvort ekki sé rétt að hækka aldursmork þau, sem nú er miðað við, gera reglurnar sveigjanlegri, svo og að setja fastari reglur um möguleika eldri starfsmanna tii að gegna hlutastörfum, ýmist á sínum gamla vinnustað eöa i öðrum stofnunum“. Þessi tillaga, sem nú er orðin ályktun Alþingis til ríkisstjórn- ar, var flutt af þremur þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, Birgi ísleifi Gunnarssyni, Sal- ome Þorkelsdóttur og Alberti Guðmundssyni. I greinargerð með tillögunni er fram tekið að meðalaldur landsmanna hafi hækkað verulega, samhliða því sem menn varðveittu starfs- hæfni fram á mun hærri aldur en áður var. Því sé rétt að endurskoða það lagaákvæði að ríkisstarfsmenn skuli undan- tekningarlaust láta af störfum við 70 ára aldursmark. Sá kostur verði áfram tiltækur að menn geti sezt í helgan stein þegar umsömdum eftdirlaunaaldri er náð, ef þeir kjósa svo, en eigi jafnframt það val, ef vilji og heilsa leyfir, að starfa lengur í hluta- eða heilu starfi. Þingsályktunin var samþykkt með 31 samhljóða atkvæði í Sameinuðu þingi í gær. Margir þingmenn vóru fjarverandi at- kvæðagreiðsluna, bæði erlendis á þingi Norðurlandaráðs og af öðrum orsökum. Ashkenazy kosinn heið- ursforseti Listahátíðar á fundi fulltrúaráðs hátíðarinnar FULLTRÚARÁÐ Listahátiðar. sem fer með yfirstjórn Listahá- tiðar hélt nýverið fund, þar sem endurskoðuð voru iög hátíðarinn- ar og kosið i framkvæmdastjórn Listahátiðar. Einnig var á þess- um fundi Vladimir Ashkenazy gerður að heiðursforseta Lista- hátiðar. Hinar nýju samþykktir um Listahátíð fela meðal annars í sér skýrari ákvæði um fjárhag og reikningsskil Listahátíðar og hlut- verk framkvæmdastjóra. Sam- kvæmt þeim ber framkvæmda- stjóri ábyrgð á fjárreiðum Lista- hátíðar og skal hann hafa fullt samráð við ríkisendurskoðun og borgarendurskoðun varðandi þau. Þessar samþykktir og einhverjar fleiri, taka ekki gildi fyrr en þær hafa fengið staðfestingu borgar- ráðs Reykjavíkur. Á fundinum var einnig kosið í framkvæmdastjórn Listahátíðar til næstu 2ja ára. Kosningu hlutu Ann Sandelin, forstjóri Norræna hússins, Njörður P. Njarðvík, form. Rithöf. samb. Islands, og Rögnvaldur Sigurjónsson form. Félags íslenskra tónlistarmanna. Einnig sitja í framkvæmdastjórn Gunnar R. Bjarnason, fulltrúi menntamálaráðuneytisins og Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar. Fram- kvæmdastjórnin ákvað að Njörður P. Njarðvik skyldi vera formaður hennar. Varaformaður var kjör- inn Rögnvaldur Sigurjónsson. Fulltrúaráðið kaus sem áður segir Vladimir Ashkenazy heið- ursforseta Listahátíðar í þakklæt- isskyni fyrir þátt hans að stofnun Listahátíðar og ómetanlega aðstoð við hátíðina þau 10 ár frá því hún var stofnuð. Svo var Örnólfur Árnason endurráðinn fram- kvæmdastjóri Listahátíðar. Einn- ig urðu formannaskipti í full- trúaráðinu, Egill Skúli Ingibergss- on tók við af Ingvari Gíslasyni" en menntamálaráðherra og borgar- stjóri gegna til skiptis for- mennsku í fulltrúaráðinu, tvö ár í senn. Kapella St. Jósefssystra í Hafnarfirði: Helgi- og bænastundir hvert föstudagskvöld í KVÖLD. föstudag 6. marz kl. 20:30, verður haldin helgi- og bænastund i kapellu St. Jósefs- systra í Hafnarfirði. Verður svo á hverju föstudagskvöldi fram að páskum. Helgistundir þessar verða í um- sjá presta kaþólska safnaðarins og þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnar- firði og eru liður í einingarvið- leitni kirkjunnar á kristniboðsári. Á föstunni er kristnum mönnum ætlað að ihuga baráttu Jesú Krists við öfl myrkurs og dauða. Við getum þar leitað huggunar og styrks, fundið til þess að hann er enn að verki, falið honum erfið- leika og þrautir í trausti þess að upprisan og sigurinn sé hans. Þess er vænst að einhverjir finni þjá sér hvöt til þess að njóta þessara stuttu en góðu stunda í kapellu systranna því þar ríkir mildur blær virðingar og blessun- ar. Prestarnir. Loöfóöruöu sleðagallarnir og pólarúlpurnar vinsælu komin aftur 10156 Pólarúlpan er flík sem flestir íslendingar þekkja af eigin reynslu. Hlýrri og sterkari skjólflík er varla hægt aö hugsa sér. Allir, sem útiveru stunda, hvort sem er við vinnu eöa leik, þurfa aö eiga svona úlpu. Ytra byröi er 100% polyamid og svo er hún loöfóöruö og er þaö eitt af mörgu, sem hún hefur fram yfir aörar úlpur á markaðn- um. Úlpan er létt, vindþétt, hrindir vel frá sér vatni og er afburða hlý. Litir: Blátt og grænt. Stæröir: 44—58 (jafnar tölur). Sleðagallar Þessir frábsru sleöagallar eru loöfóöraöir meö hettu. Þeir eru léttir, vindþéttir og „ofn"hlýir. Flík, sem allir sem útiveru stunda, þurfa aö eiga Belgjageröin Heildsala — Smásala í húsi Karnabæjar, Fosshálsi 27, sími 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.