Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 Stelpur á upptökuheimili Aristóíanes, leiklistarklúbbur Fjðlbrautaskóians í Breiðholti: SJÖ STELPUR Eftir Erik Torstensson. býðing: SÍRmundur Örn Arngrimsson. Leikstjóri: Jón Júliusson. SýninKarstaður: Breiðholts- skóli. Það eru níu ár síðan Þjóðleik- húsið sýndi Sjö stelpur undir leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur. Leikritið fékk góðan hljóm- grunn, enda vandamálaleikrit af þessu tagi að ryðja sér til rúms og hafa verið fyrirferðarmikil síðan. En Sjö stelpur er á engan hátt úrelt verk. Það á jafn brýnt erindi nú og þegar Erik Thor- stensson sauð það upp úr dagbók sinni, en hann hafði kynnst af eigin raun stúlkum á upptöku- heimili. Stelpurnar sjö eru mis- jafnlega illa farnar eftir þær kröfur sem þjóðfélagið og for- eldrarnir hafa gert til þeirra. Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Sumar eru bara dálítið ruglaðar, ráðþrota, aðrar eru á hættulegu stigi, ofnota áfengi og eiturlyf. Eins og gefur að skilja hefur Jóni Júlíussyni ekki tekist að sneiða hjá ýmsum vanköntum skólasýninga. Viðvaningsbragur er augljós. En stúlkurnar léku af lífi og sál. Með átakanlegum hætti voru örlög þeirrar stúlku sem verst er farin leidd í ljós. Ingveldur Ólafsdóttir náði að vísu ekki æskilegum tökum á hlutverkinu, en vann á þegar leið á sýninguna og var túlkun henn- ar sannfærandi í lokin. Margrét Magnúsdóttir komst nokkuð vel frá hlutverki Maju. Hlutverk hinna stúlknanna voru í höndum Elsu S. Þorvaldsdóttur, Elísa- betar Ólafsdóttur, Kolbrúnar Ingibergsdóttur, Elínar Símon- ardóttur og Elsu Maríu Ólafs- dóttur. Gísli Reynir Erlingsson lék yfireftirlitsmanninn og gerði það á óþvingaðan hátt. Anna Hansdóttir var Nilla gæslukona. Egill Ólafsson dró upp skoplega mynd vandræðalegs gæslu- manns sem stelpurnar sjá auð- veldlega við. Gæslumanninn Svein lék Sigurgeir Kristjánsson og var leikur hans hinn geðfelld- asti. Ekki veit ég hvort annað skólaleikfélag hefur glímt við Sjö stelpur. En um árangur leiklistarklúbbs Fjölbrauta- skólans í Breiðholti má segja að hann hafi verið mjög viðunandi eftir aðstæðum. Stytting og breytingar verksins eru að mínu mati til bóta og eðlilegar. Sjö stelpur eiga að vekja til umhugsunar og benda á vanda sem verður enn almennari og geigvænlegri. Auk þess sem verkið er laglega samið er það þörf áminning fyrir alla, ekki síst foreldra. Mikið eiturhneyksli í uppsiglingu á Skáni Stokkhólmi. 4. marz. fri GuAflnnu Rannarsdóttur fréttaritara Mbl. MIKIÐ mengunarmál og eiturhneyksli virðist nú vera i uppsiglingu á Skáni i Suður-Sviþjóð. Komið hefur i Ijós að fyrirtæki, eða lítil verksiniðja, sem sér um að króma biiavarahluti og annað. hefur hellt niður krómmenguðu vatni og krómsýru, trúlega i mörg ár. Óttast er að krómið, sem er mjög hættulegt efni, hafi komist út i grunnvatnið á nærliggjandi svæði. Verksmiðjan, sem er til húsa í gamalli stórri sykurverksmiðju, hefur dælt krómvatninu niður í undirgöng í kjallara og önnur neðanjarðarútskot, og fer nú fram allsherjarrannsókn á verksmiðju- svæðinu. Lögreglan lokaði verk- smiðjunni í síðustu viku, og í gær fundust svo 125 kíló af hinu banvæna eitri cýaníði, falin í gömlum skúr, en það er nóg til að drepa 40—50.000 manns. Verk- smiðjan hafði ekki leyfi til að hafa slíkt eitur undir höndum. Það eru aðeins nokkur ár síðan upp komst um mesta eitur- hneyksli Svíþjóðar til þessa, en þar átti efnaverksmiðjan BT Kemi, sem í mörg ár eitraði grunnvatnið og jörðina á stóru svæði. Mengunin var gífurleg og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Margar konur misstu fóstur, og ofnæmi og alls kyns útbrot lögðust á fólk í nágrenni við verksmiðjuna. Gróður og grænmeti eyðilagðist einnig í stór- um stíl. Það var ung sænsk húsmóðir sem á eigin spýtur kom upp um eiturhneykslið við BT Kemi. Henni fór ekki að standa á sama um öll fósturlát og veikindi þorps- búa, og hóf markvissar athuganir og njósnir á verksmiðjusvæðinu. Þar með komst skriður á málið og BT Kemi var lokað fyrir fullt og allt, og verksmiðjan að lokum sprengd í loft upp eftir að tugir eiturtunna höfðu verið grafnar úr jðrðu í nágrenni við verksmiðjuna. 1891-1981 Málefni aldraðra Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur borgarafund um málefni aldraðra að Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 7. marz klukkan 14.00. Fundurinn er öllum opinn. Þeirra hlutskipti í dag, verður okkar á morgun. Hvernig búum við að þeim sem arfleiddu okkur að velferðarþjóðfélaginu? Eru kjör þeirra í samræmi við hugmyndir æskunnar um eigið ævikvöld? Frummælendur verða: Skúli Johnsen borgarlæknir. Adda Bára Sigfúsdóttir, formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Albert Guðmundsson aiþingismaður. Ásthildur Pétursdóttir húsmóðir. Pétur Sigurðsson alþingismaður. Enn hefur Svíum ekki tekist að losna við eiturtunnurnar, en kostnaðurinn við rannsókn og hreinsun BT Kemi-svæðisins, varð um 40 milljónir sænskra króna. Enn er ekki vitað hversu víðtæk mengunin er hjá krómfyrirtæk- inu, sem heitir Plateline, og er fyrir sunnan Málmey. En eitur- fundirnir vaxa með degi hverjum, og komið hefur í ljós, að flestir, sem unnið hafa þar, hafa fengið slæm sár, sem gróið hafa bæði seint og illa. Mikill óróleiki hefur gripið um sig í nærliggjandi héraði, og flest bendir til þess að margt eigi enn eftir að koma í ljós á verksmiðju- svæðinu þegar lögreglan í næsta áfanga brýtur upp verksmiðju- gólfið og grefur upp lóðina. Meðferð eiturs í verksmiðjum hefur verið gagnrýnd mjög, en hingað til hefur það borgað sig að brjóta gegn þeim fyrirmælum sem fyrir hendi eru, og einungis hefur verið um að ræða eins árs fangelsi fyrir slík brot. Og brot sem varða mengun fyrnast samkvæmt nú- gildandi reglum eftir tvö ár. Nú liggja fyrir sænska þinginu tillögur sem að segja að fyrning slíkra mála eigi aö koma til greina fyrst eftir fimm ár, og að tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brot- um. Tveir íslending- ar í hópi frumntæl- enda á norræna lögfræðiþinginu XXIX. norræna lögfræðingaþing- ið verður haldið i Stokkhólmi 19.—21. ágúst nk. Á þinginu verða til umræðu mörg veigamik- ii lögfræðileg viðfangsefni. Má. m.a. nefna þessi efni: Tjáningarfrelsi og þagnar- skylda opinberra starfsmanna, fjármál hjóna og fólks í óvígðri sambúð, réttindi sjúklinga, lög- fræðileg vandamál er varða vinnustaði, almannaréttindi, vernd þeirra og takmarkanir, rétt- arvitund og refsiverðleiki, réttar- staða útlendinga, ágreiningsefni, sem eigi varða mikilvæga hags- muni og hvernig þau verði leyst með sem skilvirkustu móti, laga- ábyrgð stjórnarmeðlima í félög- um, andmæli almennings og lög- fræðileg vandamál, er þeim tengj- ast, og svo efnið frelsi, réttarör- yggi og virk stjórnun þjóðfélags og lögfræðileg vandamál er af því spretta. Meðal frummælenda eru tveir íslenzkir lögfræðingar, Guðrún Erlendsdóttir dósent og Hallgrím- ur Dalberg, ráðuneytisstjóri. Tilkynningar skulu hafa borist fyrir 31. mars til Björns Helgason- ar hæstaréttarritara, sem veitir nánari upplýsingar, og skulu þátttökutilkynningar ritaðar á sérstök eyðublöð, sem fást hjá honum. Formaður stjórnar íslands- deildar norrænu lögfræðinga- þinganna er dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari. (Fréttatilkynning.) MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRJCTI • - SÍMAR: 17152- 17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.