Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 COSPER Ég treysti því læknir, að það verði blátt bióð sem þið komið með handa mér! Ast er... ... að troða 'i pípuna hans meðan hann ekur. TM Rag U S Pat Oft «H rtohts rtMrvtd • 1978 Lm Angeies bú ert síkvartandi. — Þetta er þó dálítil eyja um fjöru! Með morgunkaffinu Ék bý hvorki til mat eða annað, ég er enn i sumarfríi! HOGNI HREKKVISI x-xr V IMI McNaught Synd.. Inc. _ L / viui w, n V/o r/am tinmv úw (n ti) mA 'A FRÖpiKM VfiVHMSW'" Eru kvenfélögin ófínni en Kiwanis? Kvenfélagskona skrifar: „Fréttir hafa borist í fjölmiðlum um það framtak Bandalags kvenna í Reykjavík að safna 600 þúsund krón- um til kaupa á svokölluðum tauga- greini. Fréttunum fylgdi að í Banda- lagi kvenna væru rúmlega 30 kvenfé- lög í Reykjavík. Þetta sýnir að enn ríkir stórhugur og bjartsýni meðal íslenskra kvenfé- lagskvenna, þótt þær hafi þurft að horfast í augu við mikinn andróður og áreitni síðustu ár. Aukin útivinna húsmæðra hefur dregið mátt úr félagsstarfi kvenfélaga og í umræðum um jafnrétti kynjanna hefur verið dreginn í efa tilveruréttur félaga, þar sem félagsmenn séu eingöngu af öðrum kyninu s.s. kvenfélaga, Kiwan- isfélaga, Lionsfélaga, Rotaryfélaga, Frímúrara og Oddfellowa. En er þetta hlut- verk félagasamtaka? Þess verður þó að geta að gagnrýni á tilveru þessara félaga hefur nær eingöngu komið frá vinstri armi jafnréttisfólksins og virðist /rjálst félagsstarf af þessu tagi fara sér- staklega í taugarnar á vinstri sinnuðu fólki. Það er einhvern veginn svo skrítið að þótt vinstri sinnum sé oft tamt að eigna sér umhyggju fyrir lítilmagnanum og hugmyndir um félagslegar framfarir, virðist þeim ekki aðeins óskiljanlegt að til skuli vera einstaklingar sem vilja fórna einhverju frá sjálfum sér í því skyni, heldur finna þeir líka hjá sér hvöt til að fordæma þá einstaklinga, sem sjá af tíma sínum til að prjóna, sauma, föndra, baka, spila bingó, standa við basarsölu og kaffisölu, selja happ- drættismiða og gefa til líknar- og framfaramála. Nei, þá er einfaldara að ákalla ríkið. Þetta á ríkið að gera segja þeir, ekki einstaklingar. Tókuð þið til dæmis eftir því i þættinum í vikulokin 28. febrúar sl., þegar verið var að segja frá þessari söfnun reykvísku kvenfélaganna, þá spurði einn stjórnandinn: En er þetta hlut- verk félagasamtaka? Á ekki ríkið að gera þetta? Hvað segja aðrir um þetta? Á undanförnum áratugum hafa íslenskar kvenfélagskonur með fá- dæma dugnaði og elju safnað fé til margvíslegra framfaramála (til kaupa á lækninga- og hjálpartækjum, kirkjugripum, höklum og til styrktar sjúklingum til utanferða o.m.fl.). Það hafa ekki alltaf safnast háar fjár- hæðir hverju sinni, en með síendur- teknum bösurum, kaffisölum og bingókvöldum hefur margt smátt gert eitt stórt. Og þá er ég komin að þeim mikla aðstöðumun, sem er í starfi kvenfélaga og karlafélaga eins og t.d. Kiwanis- og Lionsfélaga. Hvað segir þú t.d., lesandi góður, sem ert að lesa þetta? Metur þú starf kvenfélaga til jafns við starf karlafélaga? Finnst þér konurnar vera að vinna að svipuðu markmiði? Ég veit að ef svo ólíklega vill til að þú sért vinstri sinnuð jafnréttiskona, þá segir þú eitthvað á þá leið að hvorki kvenfélög né karlafélög eigi rétt á sér. En hvað segja aðrir um þetta? Sýnir þú t.d. jafn mikinn áhuga á að kaupa happdrættismiða af kvenfélagskonu og rauða fjöður af Lionsmanni eða K-lykil af Kiwanismanni? Afleiðingin er lélegur afrakstur hjá konunum Ég vil taka fram, tii að forðast misskilning, að öll þessi félög eiga rétt á sér, að mínu mati, en staðreynd er það samt að þau standa ójafnt að vígi. Karlarnir í karlafélögunum hafa miklu meiri möguleika í gegnum sína atvinnu að safna t.d. happdrættis- vinningum og auglýsingum og það sem er ekki hvað þýðingarminnst, að koma auglýsingum um starfsemi sinna félaga í fjölmiðla. Ef þeir eru ekki sjálfir í þessari aðstöðu, eiga þeir örugglega vin eða starfsbróður, sem með lítilli fyrirhöfn getur „redd- að“ málinu. Konur eru færri í áhrif- astöðum og hve margar þeirra, sem það eru, ætli séu starfandi í kvenfél- ögum? Takið bara eftir hvernig fjöl- miðlar gera miklu meiri fréttir úr starfsemi karlafélaganna með marg- ra dálka fyrirsögnum, jafnvel viðtöl- um og myndum. En frétta- tilkynningar frá kvenfélögunum um happdrætti eða kaffisölu eru oft teknar með hangandi hendi og eftir- tölum og birtast svo með eins dálks fyrirsögn niðri í horni. Afleiðingin er Leiðrétting í grein Hafsteins Blandon, „Enn um grænan sjó“ í Velvakandadálkn- um í gær féll niður hluti af málsgrein í kaflanum „Áhrif breyti- legs mismunarþrýstings". Þar sem næsta málsgrein á undan lenti saman við hina síðari, birtast þær báðar hér á eftir: „Niðurstöður þeirra rannsókna eru þær að breyt- ist mismunarþrýstingur um 1 metra vatnssúlu þá megi reikna með hit- astigsbreytingu um það bil 0,1 °C. í dæmi Gísla mundi þetta svara til hitastigssveiflu um 0,3°C, og er það auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að vatnsrennsli muni ekki aukast um 100% við slíka smábreyt- ingu.“ Velvakandi biður greinarhöfund afsökunar á þessum mistökum. lélegur afrakstur hjá konunum, þrátt fyrir gífurlega fyrirhöfn, en sams konar markmið. beir halda hádegisverð- arfundi á veitingastöðum Þá er ekki úr vegi að minnast á það aðstöðuleysi, sem flest kvenfélög búa við til félagsstarfsins sjálfs, til funda, föndurs, sýnikennslu, matreiðslu, sameiginlegrar kaffidrykkju o.þ.b. Ekki er óalgengt að við kaffisölur og basara þurfi að bera borð og stóla í tugatali milli herbergja, lítil sem engin aðstaða til að laga kaffið eða þvo upp leirtauið, geyma kökur sem berast eða hengja upp ytri fatnað. Fundir og önnur starfsemi fer oft fram í skólahúsnæði, sem að sjálf- sögðu er reiknað fyrir skólastarf en ekki félagsstarf fullorðinna, borð og stólar af barnastærð, kvöldfundir rekast á ræstingu, virða þarf reyk- ingabann o.m.m.fl. Karlarnir láta sér ekki detta í hug að starfa á þennan hátt, þeir halda heldur hádegisverð- arfundi út á veitingastöðum. Ekki verkeíni fyrir konur Fyrir nokkrum árum tók kvenfélag eitt hér í Reykjavík sig til og boðaði til funda formenn allra þeirra félaga, sem störfuðu í sama hverfi. Auk kvenfélagsins voru það íþróttafélög, skátafélög, safnaðarfélög, KFUM-K; Kiwanisfélag og Æskulýðsráð. I hverfinu var ekkert húsnæði til fé- lagsstarfs og hvergi hægt að halda fundi með viðunandi hætti, nema í þrísetnu skólahúsi, sem hvorki hent- aði né var alltaf falt. Kvenfélagskon- ur voru stórhuga og töldu að með sameiginlegu átaki gætu öll félögin i hverfinu komið upp félagsmiðstöð, hugsanlega með viðtengdri kapellu fyrir kirkjulegar athafnir. Skemmst frá að segja fengu hugmyndir kvenfé- lagskvenna engar undirtektir og sum- ir karlarnir höfðu á orði að þetta væri ekki verkefni fyrir konur. Og enn, tíu árum síðar, er sama aðstöðuleysið til félagsstarfs í hverfinu. Húrra fyrir þeim í Kópavoginum Því er þetta rifjað upp hér að í nálægu bæjarfélagi gerðist svipaður atburður fyrir skömmu. Hugmynd barst frá kvenfélagi, sem þar starfar, um sameiginlegt átak félaganna í bænum um byggingu hjúkrunarheim- ilis fyrir aldraða. Þar voru menn þroskaðri og sýndu málinu áhuga. Byggingarframkvæmdir eru í fullum gangi og framtakið hefur vakið al- menna athygli og aðdáun um allt land. Húrra fyrir þeim í Kópavogin- um. Einn sameiginlegan íjáröflunardag á ári Og við skulum líka hrópa húrra fyrir reykviskum kvenfélagskonum (Bandalagi kvenna), sem eru að safna fyrir taugagreini. Vonandi sjá fjöl- miðlamenn sóma sinn í að kynna þessa söfnun ekki síður en aðrar (og þá þær, sem karlarnir beita sér fyrir). Og vonandi tekur almenningur þess- um kvenfélagskonum vel, þegar þær leita eftir stuðningi við kaup á taugagreininum. Og til kvenfélags- kvenna út um allt land, vil ég beina þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt, að öll kvenfélög í landinu hefðu, t.d. undir forystu Kvenfélagasambands íslands, einn sameiginlegan fjáröfl- unardag á ári hverju með tilhlýðilegri kynninu í fjölmiðlum á starfsemi og markmiði kvenfélaga." Góð morgunorð Þessir hringdu . . Einn af Suðurnesjum hringdi og kvaðst vilja þakka japönsku kon- unni sem flutt hefði Morgunorð útvarpsins fyrir skömmu: — Hún minnti okkur á að vera þess ávallt minnug hvað við hefðum, og vera þakklát fyrir að búa í þessu landi. Það var gott að hlusta á þessa konu, jafnvel þótt hún talaði um að allar bjarkir (en ekki bjargir) væru bannaðar. Hafi hún heila þökk fyrir þessa þörfu morgun- hugleiðingu. Uppörvandi og vinsamlegir Varði hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Eg er nú orðið algerlega bundinn hjólastólnum og kemst ekki lönd né strönd hjálp- arlaust. Ég hef orðið að kvabba í Iögreglunni til að komast á milli staða, og það oft. Aldrei hefur það brugðist að lögregiumennirnir hafa tekið mér einstaklega vel, verið fúsir að liðsinna mér og auk þess verið uppörvandi og vinsam- legir. Barnabörnin mín hugsa líka hlýlega til þeirra og vilja alltaf spjalla við þá, þegar þeir koma með afa. Viltu gjöra svo vel að bera þessum hjálparhellum mínum kveðjur og þakklæti, Velvakandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.