Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981
Birna K. Bjarna-
dóttir - Minning
Fædd 4. ágúst 1956.
Dáin 25. febrúar 1981.
Okkur langar að minnast vin-
konu okkar, Birnu Kristínar
Bjarnadóttur, með nokkrum orð-
um. Orð mega sín að vísu lítils á
sorgarstundu sem þessari þegar
góð vinkona fellur svo snögglega
frá. Ósjálfrátt reikar þó hugurinn
til baka og upp skjóta kollinum
ótal skemmtilegar minningar frá
samverustundum okkar vinkvenn-
anna.
Við kynntumst í Melaskólanum
og áfram lágu leiðir okkar í
Hagaskóla. Oft er sagt að einmitt
þessi ár, æsku- og unglingsárin,
séu eftirminnilegustu og jafnvel
dýrmætustu ár ævinnar. Allar
erum við sammála um að Birna
skipar stóran sess í endurminn-
ingum okkar frá þessum árum.
Enda skyldi engan undra sem
Birnu þekkti, þar sem hún var
sterkur og litríkur persónuleiki.
Birna var sjálfkjörinn leiðtogi
hópsins, uppfull af hugmyndum og
krafti til að framkvæma þær. Það
var engin hætta að okkur stöllum
leiddist saman, Birna sá fyrir því
með margvíslegum og fjörlegum
uppátækjum sínum. Á þessum
árum var Birna jafnan fremst í
flestu því, sem hún tók sér fyrir
hendur. Gildir þá einu hvort um
var að ræða skólanámið, íþróttir
eða félagslíf.
Eftir að námi okkar í Hagaskóla
lauk, lágu leiðir okkar í hverrar í
sinn skólann og sáum við þar af
leiðandi minna hver af annarri.
Birna fór í MR og lauk þaðan
stúdentsprófi. Haustið eftir gerð-
ist hún kennari á Laugalandi í
Rangárvallasýslu þar sem hún
kenndi í tvo vetur. Við vissum að
Birna var ánægð fyrir austan og
ákvað hún að leggja kennarastarf-
ið fyrir sig. Var hún við nám í
KHI er hún lést svo snögglega.
Síðustu sex árin hafði Birna
mikilvægt hlutverk með höndum
sem var uppeldi litlu dóttur henn-
ar, Tinnu. Ohætt er að fullyrða að
aldrei nutu mannkostir Birnu sín
betur en í móðurhlutverkinu. Við
erum þess fullvissar að þessi litli
sólargeisli, sem Birna lætur eftir
sig, eigi eftir að skína á heimili
foreldra Birnu, Ólafar og Bjarna,
þar sem þær mæðgur bjuggu
lengstum og létta þeim og öðrum
ástvinum þeirra mikla missi.
Við biðjum þess að Guð styrki
foreldra, systkini og dóttur Birnu
nú og um ókomna tíð.
Ásdis, Hildur. Margrét,
Sólveig og Þórdís.
Aldrei finnum við sárar til
smæðar okkar og umkomuleysis
en þegar ungt fólk er hrifið í burtu
fyrirvaralaust í blóma lífsins.
Spurningarnar hrannast upp.
Hvernig gat þetta gerst og hvers
vegna? Við þeim eigum við ekkert
svar annað en það eitt, sem hefur
reynst mönnunum haldreipi í
ósegjanlegum þjáningum, að vísa
til Frelsarans og þeirra þrauta,
sem hann leið og við minnumst nú
á föstu.
Enginn af okkur er undanþeg-
inn sorg og erfiðleikum. Jesús bjó
lærisveina sína undir það, að þeir
þyrftu að mæta mótlæti. Hann
talaði í því sambandi um kærleika
Guðs, sem lætur sér annt um
mennina eins og ástríkur faðir um
börn sín. Jafnvel spörvinn fellur
ekki til jarðar án föðurins, segir
Jesús. Það er að segja án þess að
Guð sjálfur falli með. Hann er því
nálægur í sorg þeirra, sem mest
hafa misst og mest líða, þegar kær
ástvinur deyr. Hann er faðir
okkar, hvað sem fyrir kann að
koma og kærleikur hans er hjá
okkur í myrkrinu. Jesús hefur birt
okkur það á píslargöngu sinni, að
Guð er með okkur í djúpinu, þegar
við föllum niður hjálparvana, þá
fellur hann sjálfur með og umlyk-
ur börn sín á bak og brjóst.
I dag kveðjum við hjartfólgna
frænku og vin með hlýju og djúpri
þökk. Við vildum svo gjarnan geta
deilt sorginni með litlu dótturinni,
foreldrum, systrum og öðrum
ástvinum, en orð mega sín lítils.
Birna Kristín fæddist í Reykja-
vík 4. ágúst 1956, dóttir hjónanna
Bjarna Kristins Bjarnasonar og
Ólafar Pálsdóttur. Hún lætur eftir
sig sex ára dóttur, Tinnu Lauf-
eyju, og var mjög náið með þeim
mæðgum. Tinna litla nýtur nú
ástríkis afa síns og ömmu og
annarra ættingja og er þeim
huggun í þungum harmi.
Áhuginn á lífinu og þeim verk-
efnum, sem Birna Kristín tók sér
fyrir hendur, einlægni, hispurs-
leysi og næmur mannskilningur
voru mjög ríkir þættir í fari
hennar. Okkur þykir vænt um að
hafa fengið að njóta vináttu henn-
ar og hlýju. Hún átti góða að og
frá Einimelnum eigum við kærar
minningar, en þangað er alltaf
gott að koma. Sérstaklega lágu
leiðirnar þó oft saman þann tíma,
sem Birna Kristín kenndi á
Laugalandi í Holtum. Það voru
sannkallaðir gleðifundir, þegar
hana bar að garði, hún var alltaf
svo frjáls og geislandi af áhuga og
krafti.
Að leiðarlokum þökkum við
Guði fyrir það allt.
Við þörfnumst þess að heyra um
föðurinn himneska, sem elskar
sköpun sína og líður með henni og
stríðir. Fullvissan um svo tak-
markalausan og altækan kærleika
er sá ljósgeisli, sem lýsir upp
jafnvel dimmustu sorg. Og þegar
sú, sem okkur þykir vænt um,
hnígur til foldar, þá treystum við
því, að Guð sjálfur stígi niður
hröðum skrefum og lyfti henni
upp til sín í riki upprisunnar og
eilífa lífsins. Þar skírast allir
skuggar og þar gefast svör við
erfiðustu spurningunum. I því
trausti kveðjum við Birnu Krist-
ínu og felum hana föðurmiskunn
Guðs. Megi huggun hans koma
hundraðföld yfir þá, sem syrgja
hana.
Bjarnheiður og Sigfinnur
Sorg er tilfinningaleg reynsla,
sem orð fá ekki lýst. Aðeins tár og
þögn túlka sársaukann. Ung móðir
er kvödd burt frá elskuðu barni
sínu, ástkærri fjölskyldu og nán-
um vinum.
Orð eru líka fátækleg, er okkur
langar að þakka fyrir kynnin við
Birnu Kristínu Bjarnadóttur, og
fyrir allt, sem hún gaf í sínu
stutta lífi.
Við höfum þekkt hana frá barn-
æsku, en náið nú um sex ára skeið
sem móður lítillar, yndislegrar
bróðurdóttur okkar. Við þekktum
hana því fyrst og fremst sem
móður, en það hlutverk leysti hún
einstaklega vel af hendi. Dóttur
sinni gaf hún dýrmætustu gjöf,
sem gefin verður barni, kærleika,
trú á guð og allt hið góða.
Birna ól dóttur sína upp í skjóli
góðra foreldra sinna og systra.
Við, föðurfjölskyldan og faðir
barnsins, höfum notið þess að fá
að vera þátttakendur í uppeldinu,
og fáum það aldrei fullþakkað.
Tinna Laufey, sex ára, leggur nú
á lífsbrautina. Hún ber með sér
ógleymanlega mynd móður sinnar
og besta hugsanlega veganesti.
Þetta, ásamt ást allra þeirra, sem
Tinnu þekkja, mun reynast henni
styrkur nú.
Tíminn virðist nú óendanlegur
til að sakna. Hann mun þó að
lokum sefa sárasta harm Tinnu
Laufeyjar, foreldra Birnu, systra
hennar og ömmu og annarra
aðstandenda, sem nú hafa misst
svo mikið. Þeim vottum við okkar
dýpstu samúð.
Elisabet Haraldsdóttir,
Ragnheiöur Haraldsdóttir.
Stundum er erfitt að skilja og
erfitt að trúa. Birna er dáin. Hún
var tekin burt í blóma lífs síns.
Framtíðin blasti við henni og hún
ljómaði af lífsgleði og hamingju.
Þeirri hamingju gaf hún öðrum
hlutdeild í og hafði alltaf gert.
Sagt hefur verið að þeir deyi
ungir sem guðirnir elska. Þeir
deyja líka oft ungir sem margir
elska. Það má segja um Birnu.
Hún átti mjög auðvelt með að
kynnast fólki og hún varð per-
sónulegur vinur flestra sem hún
kynntist. Birna var sterkur per-
sónuleiki sem kom alltaf til dyr-
anna eins og hún var klædd.
Einnig var hún næm fyrir tilfinn-
ingum annarra og hún hafði þann
sérstaka eiginleika, sem var henn-
ar sterkasta einkenni, að hún
laðaði ætíð fram það besta í
hverjum einstaklingi.
Leiðir okkar Birnu lágu fyrst
saman er ég kom að Laugalandi,
Holtahreppi, rétt eftir áramótin
’78 til að kenna þar. Kynntist ég
Birnu fljótt og var hún mér stoð
og stytta þegar ég, óreyndur og
hikandi, byrjaði mína kennslu.
Birna var þar á sínum öðrum vetri
og fljótlega varð ég var við að hún
var vinsæl af nemendum, sam-
kennurum og sveitungum hrepp-
anna sem Laugaland þjónaði sem
skóli. Hún þekkti alla og allir
þekktu hana. Mörgum kynntist ég
að tilstuðlan Birnu. Hennar ein-
lægustu vinir að austan voru
samkennarar hennar Guðmundur
og Sigurlaug og fjölskyldan að
Hamrahóli, Asahreppi. Arið áður,
þetta ár og fram á síðustu stundu
hélt hún nánu sambandi sínu við
þau og aðra vini sína í Rangár-
vallasýslu. Dóttur lætur Birna
eftir sig, Tinnu Laufeyju. Tinna á
sína vini fyrir austan frá þessum
árum og æ síðan sem helst er að
nefna börn Guðmundar og Sigur-
laugar.
Haustið ’79 héldum við sömu
leið er við hófum nám í Kennara-
háskóla íslands. Þar var fljótt
tekið eftir Birnu sem ákveðinni, en
jafnframt einlægri manneskju og
sem endranær eignaðist hún brátt
marga nýja vini. Öllum, sem hana
þekktu, er mikill missir að henni,
og við sem umgengumst hana
mikið, söknum hennar sárt. í lífi
okkar er tómarúm sem aldrei
verður fyllt.
Birna Kristín var dóttir hjón-
anna Bjarna K. Bjarnasonar og
Ólafar Pálsdóttur. Sem fyrr sagði
lætur hún eftir sig dóttur, Tinnu
Laufeyju Ásgeirsdóttur. Megi Guð
vera með Tinnu litlu, henni, for-
eldrum Birnu heitinnar, systkin-
um og öðrum aðstandendum votta
ég mína innilegustu samúð. Megi
orð Hallgríms Péturssonar í ljóði
hans „Um dauðans óvissan tíma“
verða þeim einhver huggun.
MAUt eins ok blómstriA eina
upp vex á sléttri grund
faKurt með frjóvKun hreina
fyrst um daK« morKunstund.
á snöKKU auKabraKÓi
af skorió veróur fljótt,
lit ok bloó niÓur Ihkóí,
lif mannleKt endar skjótt.“
Halldór Páll Ilalldórsson
Hún var aðeins 24 ára gömul,
þegar hún andaðist langt fyrir
aldur fram hinn 25. febrúar sl. á
afmælisdegi dóttur sinnar Tinnu
Laufeyjar.
Leiðir okkar lágu saman um
skeið við Laugalandsskóla í Holt-
um, en þar starfaði hún sem
kennari í þrjú ár.
Engum duldist sem kynntist
Birnu að þar fór góður kennari,
sem bjó yfir staðgóðri þekkingu
bæði í stærðfræði og tungumálum,
sem ekki er algengt, enda hugðist
hún gera kennslu að lífsstarfi sínu
og hafði nær lokið tveggja vetra
námi við Kennaraháskóla íslands.
Fljótlega eftir að Birna hóf
kennslu við Laugalandsskóla
komu vinsældir hennar í ljós og þá
alveg sérstaklega meðal nemend-
anna, enda var hún að eðlisfari
félagslynd og skemmtileg í við-
ræðu. Mér verður hún alltaf sér-
staklega minnisstæð vegna þátt-
töku hennar og áhuga á íþróttalífi
skólans. Hún var með afbrigðum
góður félagi og alltaf hvetjandi til
alls góðs í leik og starfi. Birna var
bæði sjálfstæð og ákveðin í skoð-
unum og hikaði ekki við að halda
þeim fram, hvort sem öðrum
líkaði betur eða verr.
Samt sem áður var hún hjarta-
hlý og hafði góðan mann að
geyma, enda átti hún til góðra að
telja, þar sem foreldrar hennar
eru, en þau hjón eru bæði Árnes-
ingar að ætt, Bjarni borgarfógeti
Bjarnason frá Öndverðarnesi og
Ólöf Pálsdóttir, læknaritari frá
Búrfelli í Grímsnesi.
Birna verður öllum minnisstæð,
sem kynntust henni og ekki hvað
sízt fyrir umhyggju og ástúð á
dóttur sinni Tinnu, en um það
getum við hjónin borið, eftir náið
samstarf.
E.t.v. átti Birna sín beztu ár hér
austan fjalls, þó að framtíðin
virtist brosa við henni fyrir sunn-
an.
Konan mín og ég vottum vanda-
mönnum öllum innilega samúð og
blessun í minningu Birnu K.
Bjarnadóttur.
Már Sigurðsson
í dag kveð ég vinkonu mína
Birnu Kristínu Bjarnadóttur. Erf-
itt er að skilja, hvers vegna hún
var kölluð burt aðeins 24 ára að
aldri, í blóma lífsins og frá ungri
dóttur sinni. Harmur okkar allra,
er þekktum hana, er mikill.
Eg kynntist Birnu fyrst, er við
settumst saman í 4. bekk MR, og
hefur vinátta okkar haldist óslitið
síðan.
Birna var góður vinur vina
sinna, hún tók þátt bæði í sorgum
þeirra og gleði. — Hún var
glaðvær, greind og frjálsleg í fasi
og miðlaði öðrum af glaðværð
sinni. En hennar eiginleikar komu
best í ljós, er hún fæddi dóttur
24.2. ’75, er skírð var Tinna Laufey
Ásgeirsdóttir. Mér var ekki eins
ljóst þá og mér er nú, hversu mikil
breyting varð á lífi hennar, en
Birnu tókst að sameina það að
t
Elskuleg móöir okkar,
GUDRUN LÁRUSDÓTTIR,
Lynghaga 8,
andaöist aö Hrafnistu 4. þ.m.
Guórún P. Helgadóttir,
Ingvar Helgason,
Lárua Helgason,
Siguröur Helgason.
Móöir mín t
ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Sogni,
IÁ<st í i anHaiíAteerjífaia hann 27. febrúar sl. veröur
jarösungin fra Reynivallakirkju, laugardaginn 7. marz kl. 14.
Bílferð frá Umferöarmiöstööinni kl. 13.
Fyrir hönd aöstandenda. ^
Kristfn Jakobsdóttir.
t Jaröarför ÓLAVÍU JÓNSDÓTTUR frá Svínavatni, sem andaöist 2. marz fer fram frá Mosfellskirkju, þ.m. kl. 2 e.h. laugardaginn 7.
Vandamenn.
t
Faöir minn og afi
ÓLAFUR INGI JÓNSSON
frá Læknastööum Langanesi,
veröur jarösunginn frá Húsavíkurkirkju, laugardaginn 7. marz kl. 2.
Aöalheiöur Ólafsdóttir,
Ólafur Ingi Jóhannesson.
t
Eiginmaöur minn
EGGERT ENGILBERTSSON,
Sunnuhvoli, Hverageröi,
veröur jarösunginn frá Hverageröiskirkju, laugardaginn 7. marz kl.
14.00.
Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.30.
Guöríöur Gunnlaugsdóttir.
t
Móöir okkar og stjúpmóöir
ARNBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR
Hátúni 10A,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni, föstudaginn 6. marz, kl. 13.30
e.h. Þeir sem vilja minnast hennar láti Langholtskirkju njóta þess.
Gunnar Ólafsson,
örn Ólafsson,
Kristín Jónsdóttir,
Hafliöi Jónsson.