Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 Valsmenn vel að sigri komnir — sigruöu UMFN í stórkostlegum úrslitaleik Valsmenn urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrir keppnistímahil- ið 1980—1981 í Kærkvöldi, er liðið sigraði íslandsmeistara Njarðvíkur 90 — 84 í æsispennandi úrslitaleik í LauKardalshöllinni í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 41—33 fyrir Valsmenn, sem höfðu forystu allan leikinn. Þetta var bikarleikur eins og þeir gerast bestir, hraði, harka og síðast en ekki síst, stórgóður körfuknattleikur hjá háðum liðum, sérstaklega þó hjá Valsmönnum. sem áttu sigurinn meira en skilið. Lið UMFN stóðst Val ekki snúning að þessu sinni, en liðið á hrós skilið fyrir gífurlega baráttu allt til leiksloka. Tvivegis vann liðið upp 10—12 stiga forystu Vals og slikur var hamagangurinn síðustu mínúturnar, að segja má að sigurinn hafi ekki verið öruggur fyrr en flautað var til leiksloka. I fyrri hálfleik virtist allt benda til þess að Valsmenn myndu vinna nokkuð öruggan sigur. Liðið náði strax forystu og smájók hana þar til að munaði 12 stigum nokkrum sinnum síðari hluta hálfleiksins. Tölur eins og 33—21, 35—23 og 39—27 mátti sjá á töflunni. Þokkalegur endasprettur hjá UMFN í fyrri hálfleik, minnkaði muninn í 8 stig. Njarðvíkingar breyttu vörn sinni í síðari hálfleik, komu langt út á gólf til að trufla sóknarleik Vals og bar það árangur í fyrstu. Valsmenn gerðu þá nokkrar skyss- ur og voru óheppnir í bland og Suðurnesjamennirnir beittu skyndisóknum vægðarlaust. Á þennan hátt skoraði lið UMFN 8 af tíu fyrstu stigum síðari hálf- leiks og var staðan allt í einu orðin 43—51. Smám saman tóku Vals- menn sig saman í andlitinu á nýjan leik, en fyrst um sinn gerðu þeir ekki betur en að halda 2—5 stiga mun, sem er eins naumt og hugsast getur í körfuknattleik. Auk þessa, voru Valsmenn komnir í alvarleg villuvandræði, þannig voru bæði Torfi og Kristján komn- ir með 4 villur um miðjan siðari hálfleik og aðrir voru með 2—3 stykki. Var bagalegt fyrir Vals- menn að geta ekki beitt þessum sterku leikmönnum sem skyldi. Á 7. mínútu síðari hálfleiks var forysta Vals aftur komin niður í næstum ekki neitt, 55—54, en þá fór liðið að síga smám saman fram úr á nýjan leik, þannig munaði 11 stigum þegar rúmar 6 mínútur voru til leiksloka, 71—60. 9 stiga munur var þegar 3 mínútur voru eftir, 79—70, en á skömmum tíma minnkaði bilið niður í 6 stig. Og síðan fjögur stig á síðustu tveimur mínútunum. Danny Shouse var sérstaklega atkvæða- mikill í liði UMFN þennan loka- kafla, en Valsmenn voru menn til að svara hverri körfu og því var sigrinum fleytt í höfn þrátt fyrir hetjulega baráttu liðs UMFN til þess að tryggja sér bikarinn. Hefði ekki verið amalegt aö stilla honum upp við hlið íslandsbikars- ins sem liðið tryggði sér fyrir skömmu. En það gekk ekki upp að þessu sinni, Valsmenn reyndust ofjarlar íslandsmeistaranna og höfðu bikarinn með sér að Hlíðar- enda. Lið Vals lék á köflum frábær- lega vel í gærkvöldi, bæði í sókn og vörn. í vörninni áttu leikmenn Njarðvíkur enga möguleika ef skot þeirra geiguðu. Þeir Pétur Guð- mundsson og Brad Miley gnæfðu hátt yfir þá og hirtu næstum öll fráköstin. Auk þess léku aðrir Valsmenn vörnina af mikilli grimmd, kannski einum of mikilli grimmd, því villupúkinn herjaði á marga leikmenn liðsins í síðari hálfleik. Pétur og Brad léku báðir mjög vel í sókn, einkum Pétur, sem átti oft hreint ótrúlegar sendingar á samherja sína, auk þess sem hann skoraði flest stig Valsmanna, eða 20 talsins. Annars var það jafnræði leikmanna sem var helsti styrkleiki Valsmanna að þessu sinni, eigi færri en fimm leikmenn skoruðu yfir einn tug stiga. Torfi og Kristján voru mjög drjúgir og Ríkharður var hrein- lega óstöðvandi síðari hluta leiks- ins, átti nokkur mislukkuð skot snemma í leiknum, en þegar hann hitti loks, fór allt ofan í sem á eftir fylgdi. Þá má til að geta Jóns Steingrímssonar, en mikið mæddi á honum í villuvandræðum þeirra Torfa og Kristjáns. Var Jón því í eidlinunni næstum allan leikinn og var mjög traustur þó ekki skoraði hann mikið. Danny Shouse bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í liði UMFN og sá eini sem eitthvað kvað að í raun og veru í sóknar- leiknum. Danny er svo atkvæða- mikill, að við liggur að það eina sem aðrir leikmenn UMFN geri í sókn sé að senda á Danny. Oft í vetur hefur hann yljað áhorfendum og félögum sínum með frábærum sendingum milli þess sem hann skoraði 8—10 stig í röð. Nú sást ekkert slíkt og liggur við að hann verði sakaður um eigingirni. En góður var hann, meira að segja stórkostlega góður. Varnarleikurinn var vel útfærður hjá UMFN, pressuvörn liðsins í síðari hálfleik sló Val nokkuð út af laginu á köflum og barátta leik- manna var mikil. Gengu þar fremstir fram Guðsteinn Ingi- marsson, Jónas og Gunnar. Gunn- ar, ásamt Árna Lárussyni voru þeir einu sem eitthvað sýndu í sókn að auki, ef Danny er undan- skilinn. Segja má, að Árni hafi leikið mjög vel. En það segir meira en mörg orð um lið UMFN, að renna augunum yfir stigaskor einstakra leikmanna. Stig Vals: Pétur Guðmundsson 20, Torfi Magnússon 19, Ríkharður Hrafnkelsson 18, Kristján Ág- ústsson 14, Brad Miley 13, Jón Steingrímsson 4 og Jóhannes Magnússon 2 stig. Stig UMFN: Danny Shouse 43, Árni Lárusson 12, Gunnar Þor- varðarson 11, Þorsteinn Bjarna- son 7, Jónas Jóhannesson 5, Guð- steinn Ingimarsson 4 og Jón Viðar Matthíasson 2 stig. Jón Otti og Siggi Valur sáu um dómgæsluna og var hún í heild í lagi. Helst ber að kýta í vott af ónákvæmni og er þá átt við, að dæma villu á varnarmann þegar virtist vera um borðliggjandi ruðning að ræða, dæma síðan ekki neitt á svipað nokkru síðar og dæma loks ruðning enn síðar í leiknum þegar svipað atvik var á ferðinni. —gg. „Var mjög spenntur“ — sagði Torfi Magnússon fyrirliði „Þetta var geysilega skemmti- legur og spennandi leikur, að minnsta kosti var ég mjög spenntur. En þetta fór nokkurn veginn eins og við reiknuðum með og vonuðumst til, en ég var búinn að spá okkur fjögurra stiga sigri,“ sagði Torfi Magn- ússon fyrirliði Vals i spjalli við Mbl. eftir leikinn. Blm. hafði eitthvað á orði að sigurinn hafi verið öruggur, en Torfi sagði: „öruggur? Fannst þér það? Það fannst mér ekki, þetta var hörkuspennandi allt til leiks- loka, enda almennilegir mót- herjar.“ „Pressuvörn þeirra kom okkur dálítið í opna skjöldu um tíma, en við lékum með nýju kerfi í sóknarleiknum og hann var allur hreyfanlegri og hraðari en áður. Nýja kerfið gekk mjög vel upp,“ sagði Torfi fyrirliði að lokum. „Stórgóður leikur beggja liða“ „Þegar upp var staðið, var það sterkari liðsheild sem færði okkur sigur. Það var ekki hægt að ganga að einum leikmanni og segja honum að sigur hafi ekki unnist vegna þess að hann skor- aði ekki sinn skammt af stigum." sagði Pétur Guðmundsson, sem var að öðrum ólöstuðum besti maðurinn á vellinum. Pétur hélt áfram: „En þetta var stórgóður leikur af beggja hálfu og æsispennandi. Við náðum okkur vel á strik og lið Njarðvíkur var aldrei skilið eftir, þeir voru alltaf aftan í okkur og gáfu okkur engan frið. Sigurinn var því ekki öruggur fyrr en að flautan gall. Það hefði átt að koma okkur í opna skjöldu þegar þeir breyttu varnarleik sínum og það gerði það um tíma, en við vorum fljótir að laga okkur að hinum breyttu aðstæðum og náðum auk þess upp mjög góðum varnarleik. Brad átti góðan leik gegn Danny, en þó var ég hissa hve vel Danny hitti yfir Brad og sýnir það hversu erfitt er að stöðva Danny. Jú, jú, Danny skaut mikið, en ég myndi ekki álasa honum fyrir það ef ég væri þjálfari hans, hann bar af í liði þeirra eins og gull af eiri,“ sagði Pétur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.