Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 Markúsarbúd á Eskifirði rifin EHkifÍrði 5. mars. NÚ nýlega var svonefnd Mark- úsarbúð hér á Eskifirði rifin, en þar bjó síðast Ingólfur Hall- Krímsson. Elzti hluti hússins var byKKður 1897 ok var nefnt Antonshús. Síðan var bætt við húsið árið 1907. Um 1920 var i húsinu fyrsta kvikmyndahús á Eskifirði, sýninKarvélin var handsnúin eins ok þá tíðkaðist. en bæði var hæKt að kaupa miða i almcnn ok upphækkuð betri sæti. .Síðan var verzlun í húsinu allt fram á síðustu ár og lengst mun Markús E. Jensen hafa verzlað þar, en síðast Sigurþór Jónsson. Húsið var rifið þar sem það stóð út í Strandgötuna og var orðið í vegi fyrir bæjarskipu- laginu. — Ævar. Hverjir gegna störfum ráðherra? „MÉR ER ekki kunnugt um hver gegnir störfum þriggja ráðherra Alþýðuhandalagsins“, sagði Pálmi Jónsson í viðtali við Mbl. í gær, en hann gegnir nú störfum forsætisráðherra í fjarveru Gunnars Thorodd- sen og Friðjóns Þórðarsonar. Frá því á þriðjudag hafa allir þrír ráðherrar Alþýðuhandalagsins verið erlendis á þingi Norðurlandaráðs. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður spurði þá Pálma Jónsson og Ólaf Ragnar Grímsson alþingismann í umræðum í sameinuðu AlþinKÍ í gær, hver gegndi störfum fjármálaráðherra í fjarveru Ragnars Arnalds. „Ég veit það ekki“, svaraði Pálmi þá, en Ólafur Itagnar svaraði engu. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra, Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkuráð- herra fóru allir á þing Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn. Þó mun Ragnar ekki hafa farið utan, fyrr en á þriðjudag skv. upplýsing- um Pálma, og Hjörleifur var vænt- anlegur heim í gærkvöldi. Á sama tíma gegndi Tómas Árnason störf- um Ólafs Jóhannessonar utanríkis- ráðherra og Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra en Steingrím- ur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra fór ekki utan. Pálmi Jónsson gegndi störfum hinna sjálfstæð- ismannanna tveggja. Við spurðum Pálma hvort engin ákvæði væru í stjórnarskránni um hvernig staðið skyldi að málum, er ráðherra færi utan? „Ég verð að játa, að ég hef ekki kynnt mér það“ svaraði Pálmi. Þá sagði hann að- spurður, að þessa vikuna hefði ríkisstjórnin aðeins afgreitt nokkur formsatriði, því hún hefði ekki talið rétt að afgreiða stærri málefni vegna fjarveru ráðherranna, og væri það ekki venja í slíkum tilvikum. „Afgreiðsla verðhækkan- anna bíða komu hinna ráðherr- anna, enda ákvæði í bráðabirgða- lögunum frá því á gamlársdag, að undanþágu frá verðstöðvunarlög- unum megi ekki veita án samþykkis ríkisstjórnarinnar", sagði hann að lokum. Nýjustu hugmyndir meiríhlutans í skipulagsmálum: íbúðabyggð í JSlliðaárdal og þungaiðnað i Arbæjarhverfi NÝJUSTU skipulagshugmyndir vinstri meirirhlutans í borgar- stjórn Reykjavikur lúta að því að taka til skipulags og bygginga svæði i Elliðaárdal og i Árbæjar- hverfi. Svæðin sem hér um ræðir cr svæði i Eiliðaárdal, allt frá Reykja- nesbraut og að hinni væntanleKU Höfðabakkabrú. Þetta er norðan Stekkjarhakka. á milli Stekkjar- bakka og Elliðaáa. Þarna eru hugmyndir um að íbúðahyggð rísi. Þá eru uppi hugmyndir um að úthluta svæði í Árbæjarhverfi und- ir þungaiðnað, eða atvinnustarf- semi fyrir þungavinnu. Svæði þetta er mjótt og er á milli bæjarháls og Hraunhæjar. Hugmyndirnar lúta að því að skipta þessu svæði í þrennt og þar verði úthlutað lóðum til atvinnufyrirtækja. I samtali við Morgunblaðið sagði Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að mál þetta hefði verið kynnt á fundi Umhverf- ismálaráðs síðastliðinn þriðjudag og áður hefði verið búið að kynna það á fundi í skipulagsnefnd. Magnús sagðist hafa gert athugasemdir við þessar hugmyndir á fundinum og síðan kynnt málið á fundi hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins. „Borgarstjórnarflokkur- inn er á móti þessum hugmyndum og telur fráleitt að hugsa sér að byggja á þessum svæðum. Meiri- Borgarstjórn: Tillögu um orkumál frestað Sameignarsamningur um Landsvirkjun samþykktur í UMRÆIÐUM um sameignarsamn- ing um Landsvirkjun á fundi borgarstjórnar i ga'rkveldi lagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgar- fulltrúi fram tillögu um orkumál. í tillogunni segir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að skora á ríkisstjórn og Alþingi að taka sem fyrst ákvörðun um næstu stórvirkj- un. Jafnframt lýsi borgarstjórn Reykjavíkur því yfir að hún telji Sultartangavirkjun eigi að verða næsta verkefni í orkumálum. svo hægt verði að forða vandræða- ástandi i orkumálum i náinni framtið. Sjöfn sagði ennfremur að sam- eignarsamningur sá sem gerður hefði verið og nú lægi fyrir borgar- stjórn væri miklu betri en sá „sem felldur var hér í borgarstjórn á sínum tíma, en sá samningur var gerður að undirlagi þeirra Bessa- staðaárvirkjunarmanna í iðnaðar- ráðuneytinu". Davíð Oddsson borgarfulltrúi Leiðrétting: Ekki, féll niður í Morgunblaðinu í fyrradag urðu þau mistök í frétt af sjóprófunum vegna Heimaeyjarslyssins að eitt orð, ekki, féll niður þar sem standa átti að'ekki væri óalgengt að aðstoð varðskips væri afturkölluð. Sjálfstæðisflokksins sagði í umræð- um að hann væri hlynntur þessum nýja sameignarsamningi og kvaðst hann jafnframt styðja tillögu Sjafn- ar um orkumál. „Það er ljóst að þessi virkjunarkostur er að ýmsu leyti hagkvæmur og hvað lengst kominn í undirbúningi," sagði Dav- íð. Sigurður Tómasson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins lagði fram frestunartillögu á tillögu Sjafnar og var samþykkt að fresta málinu til næsta fundar borgarstjórnar, sem verður að hálfum mánuði liðnum. Síðan var sameignarsamningur um Landsvirkjun samþykktur með 14 atkvæðum gegn 1, en Albert Guðmundsson greiddi atkvæði á móti. hlutinn má ekki sjá græn svæði í borginni án þess að vilja taka þau til bygginga, enda er hann kominn í þrot með byggingalóðir," sagði Magnús. Magnús sagði ennfremur, hvað svæðið á Árbæjarhverfi varðaði, að ibúarnir hefðu komið óskum á framfæri um að svæðið, þar sem þungaiðnaðurinn á að rísa, verði ræktað upp og þeir fengju sjálfir að hafa hönd í bagga með ræktun svæðisins. Magnús taldi litlar líkur á að það gæti orðið ef hugmyndum meirihlutans yrði hrint í fram- kvæmd. Þá sagði Magnús að hug- myndirnar sem að Elliðaárdal lytu hefðu það í för með sér að svokallað- ur Höfðabakkavegur yrði ekki að veruleika, heldur myndi Höfða- bakkabrú verða tengd Stekkjar- bakkanum. Slíkt taldi Magnús frá- leitt því nú þegar væri mikil umferð um Stekkjarbakkann, svo mikil að íbúarnir hefðu kvartað undan. Ákvörðun í þessu máli verður væntanlega tekin á fundi í skipu- lagsnefnd á mánudaginn. Kolmuimaveiði: Stjórnvöld taki þátt í olíukostnaði FULLTRUAR útgerðarmanna 8 af stærstu loðnuskipunum gengu í gærmorgun á fund sjávarútvegs- ráðherra. Voru þar lagðar fram tölur um kostnað þessara skipa við kolmunnaveiðar og rætt um möguleika þessara skipa eftir að loðnuveiðar hafa dregist verulega saman. Útgerðarmenn telja nauð- synlegt að gera myndarlegt átak í kolmunnaveiðum, en til þess að það sé mögulegt telja þeir að stjórnvöld þurfi að taka þátt i olíukostnaði, en kolmunnaveiðar eru olíufrekur veiðiskapur. Sjáv- arútvegsráðherra hefur mál þetta nú til athugunar. Sigurður Óskarsson: Suðurland náðist af strandstað FLUTNINGASKIPIÐ Suður- land kom upp að bryggju á Höfn í Hornafirði um klukkan 6 í gærmorgun, en á flóðinu skömmu áður hafði tekist að ná skipinu af strandstað í Mikleyj- arál með aðstoð vélbátsins Giss- urs hvíta. Suðurland strandaði á leið inn til Hornafjarðar síðastliðinn þriðjudagsmorgun og tókst ekki fyrr en í fjórðu tilraun að ná skipinu af strand- stað. Engar skemmdir urðu á skipinu. Suðurland lestaði salt- fisk á Hornafirði í gær og er skipið nú fulllestað. Það beið í gærkvöldi eftir flóði til að komast út. „Vonandi halda stuðningsmenn rikis- stjórnarinnar nú betur vöku sinniu „OKKAR afstaða er alveg skýr og við ræddum málið t.d. mikið á þingi Alþýðusambands Suður- lands 21. og 22. febrúar sl. Þar var engin hjáróma rödd, allir töldu að Suðurlandið væri hagkvæmast og heppilegast til næstu virkjunar- framkvæmda,“ sagði Sigurður Óskarsson framkvæmdastjóri full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Rangárþingi í viðtali við Mbl. í Kær. en hann var spurður, hvert álit félaga verkalýðsfélaganna væri á staðsetningu næstu stór- virkjunar landsmanna. „Það er ekki aðeins, að við viljum fá virkjunina í Suðurlandskjör- dæmi af því að við búum þar. Það er einnig vegna þess að allir marktækir sérfræðingar telja, að þetta sé eini staðurinn sem sé tilbúinn. Þar nefna þeir í fyrsta lagi að vegakerfið á Austurlandi t.d. sé ekki tilbúið til að taka við slíkum framkvæmdum. Aðstöðu- sköpun tekur yfirleitt langan tíma, og hún er þar ekki fyrir hendi. Þá greinir rannsóknarmenn, sem vit hafa, á um, hvort aðstöðusköpun sé yfirleitt fyrir hendi þar. Þó ekki sé tekið fleira en þetta, þá nægir það til þess, að við erum þess fullvissir að það er ekkert vafamál hvar næsta virkjun á að vera staðsett. Við viljum einnig, að það verði sýndur stórhugur við að virkja þessar dýrmætu orkulindir þjóðar- innar. Við teljum, að við eigum að halda ótrauð áfram á Tungnár- svæðinu, jafnframt eigum við að hefja nauðsynlegan undirbúning fyrir virkjanir norðan- og austan- Iands.“ Þá sagði Sigurður: „Ég tel að sunnlenzku þingmennirnir og aðrir þingmenn, sem styðja ríkisstjórn- ina, ættu núna — hafi þeir látið plata inn á sig í stjórnarsáttmála ákvæðum sem útiloka hagkvæm- ustu leiðina í orkumálum á íslandi — að láta skynsemina ráða. Samfara öllum virkjunaráætlun- um og ákvörðunum þá er tímabært að íhuga hvaða orkufrekan iðnað við eigum að tryggja þessum virkj- unum og hvar staðsetja. Vonandi halda nú sunnlenskir stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar á Alþingi betur vöku sinni varðandi þessi mál, heldur en þegar þeir létu véla inn á sig stjórnarsáttmálanum. Það verður gaman að sjá þá standa frammi fyrir kjósendum sínum eftir allar borubröttu yfirlýs- ingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.