Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík 75 ára: Elzta kvenfélag kirkju- safnaðar hér á landi Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Það er elzt allra safnaðarkvenfélaga hér á landi, stofnað 6. mars 1906. Það er þó ekki fyrsta kvenfélag safnaðarins því skömmu eftir að Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður 19. nóvember 1899 starfaði innan hans kvenfélag í þrjú ár. Haldið verður upp á afmæli kvenfélagsins á sunnudag og verður þá hátíðarmessa í Fríkirkjunni kl. 4. Munu konur í Kvenfélaginu aðstoða við messuna en að henni lokinni verður afmæliskaffi að Hótel Borg fyrir safnaðarfólk og gesti þess. Bryndís Þórarinsdóttir og Auður Guójónsdóttir. Núverandi formaður Kvenfé- lags Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík er frú Auður Guðjóns- dóttir, eiginkona Kristjáns Ró- bertssonar Fríkirkjuprests, en hún tók við af frú Bryndísi Þórarinsdóttur, ekkju séra Árna Sigurðssonar Fríkirkjuprests, sem gegndi formennsku í félag- inu í 46 ár samfleytt. Blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við þær Auði og Bryndísi og var Bryndís fyrst spurð hver hefðu verið meginviðfangsefni Kvenfélagsins um það leyti sem hún hóf formennsku. „Félagið hefur alltaf starfað með svipuðu sniði og það hafa ekki orðið verulegar breytingar þar á . í lögum félagsins segir að tilgangur Kvenfélagsins sé að sameina krafta félagskvenna til stuðnings góðu trúarlífi og kristilegu siðgæði, að efla safnaðarlífið og styrkja hvert gott málefni er söfnuðinn varðar. Þá hefur mikil áherzla verið lögð á kristilegt starf með börnum og líknarstarf af öllu tagi. Það er e.t.v. fyrst og fremst í sambandi við líknarstörfin sem breyting hefur orðið á hjá kven- félaginu. Áður voru þau veru- legur þáttur starfsins — þá voru almannatryggingar ekki eins víð- tækar og nú, og ef eitthvað kom fyrir á heimilum safnaðarmeð- lima, t.d. ef íbúðarhús brunnu eða langvarandi veikindi komu upp á hljóp Kvenfélagið undir bagga með peningagjöfum. Eins voru gefnar jólagjafir innan safnaðarins, þeim sem verst voru staddastir. Nú er að sjálfsögðu enginn grundvöllur fyrir líknar- starfi af þessu tagi lengur og þó kvenfélagið gefi til dæmis enn þá jólagjafir, þá er það auðvitað á allt öðrum forsendum en áður.“ Hverjar eru helztu fjáröfl- unarleiðir kvenfélagsins? „Við höfum haldið basara og tombólur en einnig hafa félaginu oft borist höfðinglegar gjafir frá einstaklingum. Fjárþörf félags- ins hefur alltaf verið mikil og mörg mikilvæg verkefni oft beðið úrlausnar árum saman. Kvenfé- lagið hefur ætíð borið kirkjuna mjög fyrir brjósti og hefur gefið mikið fé til hennar. Þannig keyptu kvenfélagskonur t.d. orgel í kapellu prestshússins, skírnarfont í kirkjuna ásamt fjölmörgum öðrum kirkjumun- um. Stærsta átakið á minni formennskutíð var samt að fá hitaveitu lagða í kirkjuna. Áður var hún kolakynt og sífelld vandkvæði með hitann í henni. Hitaveitan var lögð inn 1952 og var það mikið átak og dýrt. En það sem hefur gert Kvenfélaginu fært að starfa að svona stórum verkefnum er að söfnuðurinn hefur styrkt okkur einhuga og þegar eitthvað mikilvægt stóð til voru allir fúsir til að rétta okkur hjálparhönd. Fríkirkjan hefur Iíka þá sér- stöðu meðal lútherskra kirkna hér á landi að hún fær engan stuðning úr ríkissjóði heldur er hún alveg háð söfnuðinum um fjárframlög. Safnaðarkenndin hefur líka alltaf verið sterk hjá fólki í Fríkirkjusöfnuðinum ogég hlýt að nota þetta tækifæri til að þakka söfnuðinum fyrir sam- starfið á umliðnum árum. Ég vil jafnframt þakka kvenfélagskon- um fyrir samstarfið og þann einlæga áhuga sem þær hafa ætíð sýnt málefnum safnaðar og kirkju. Kvenfélagið hefði ekki komið svo miklu til leiðar hefði það ekki verið skipað svo ágætu fólki.“ Það hefur verið mikið starf að gegna for- mennsku í kvenfélaginu allan þennan tíma? „Já, það var svo sannarlega oft í mörgu að snúast. Þá þurftu prestar líka að gegna ýmsum aukastörfum sem eru nú fyrir löngu komin í annarra hendur. Þá voru aðeins þrír prestar hér í Reykjavík, — Séra Bjarni Jóns- son, og séra Friðrik Hallgríms- son við Dómkirkjuna og maður- inn minn, séra Árni Sigurðsson, við Fríkirkjuna. Þessi aukastörf voru margvísleg. Til dæmis áttu prestar að annast það að sækja um ellistyrk fyrir eldra fólk til bæjarins. Maðurinn minn hafði engan tíma aflögu til þessa starfs — og þess vegna þurfti ég að taka það að mér. Ég man að fyrir kom að forstofan hjá mér fylltist af gömlu fólki sem var að sækja um ellistyrk, sérstaklega fyrst eftir að ég tók við þessu. Mér fannst ekki hægt annað en að bjóða því kaffi meðan það beið þannig að þetta safnaði utan á sig og varð talsvert starf. Við héldum alltaf fundi einu sinni í mánuði að vetrinum og hefur sú tilhögun haldist. Þá var alltaf haldið uppá afmæli félags- ins með sameiginlegri máltíð þar sem haldnar voru ræður en á eftir dönsuðum við svo hver við aðra. Á meiriháttar afmælum var gestum boðið og þá komu Fríkirkjan i Reykjavík auðvitað herrarnir. Þeir voru þó aldrei svo margir að flestar okkar þyrftu ekki að dansa hver við aðra eftir sem áður. Þessar afmælishátíðir fóru alltaf fram í Iðnó nema stórafmæli og reynd- ar á Kvenfélagið forráða- mönnum Iðnós mikið að þakka því þeir hafa alla tíð sýnt okkur mikil liðlegheit og greiðasemi. Á sumrin var alltaf farið í skemmtiferðir til staða í ná- grenni Reykjavíkur, Þingvalla, Laugarvatns o.fl.“ Hvað varð til þess að þú gerðist formaður Kvenfé- lagsins? „Það hefur lengi verið siður að eiginkona prestsins gegndi þessu starfi. Ég var mjög hikandi við að taka starfið að mér því ég hafði litla reynslu í félagsstörf- um. Guðríður Guðmundsdóttir fyrsti formaður félagsins gegndi því raunverulega í minn stað í 11 ár — ég fór framá það við hana að þurfa ekki að taka við strax og Árni tók við prestsembættinu, og það var ekki fyrr en 1933 sem ég tók við — annars hefði ég líklega haft formennskuna á hendi í 56 ár. Ég get varla skilið við þetta spjall um Kvenfélag Fríkirkj- unnar án þess að minnast á kvenfélagið sem starfaði áður á vegum safnaðarins og stofnað var um aldamótin. Formaður þess var frú Kristín Pétursdóttir, kona séra Lárusar Halldórsson- ar, fríkirkjuprests. Með henni í stjórn voru frú Sigríður Jakobs- dóttir, gjaldkeri, og Guðrún Lár- usdóttir, ritari. Guðrún er reynd- ar móðir Gísla Sigurbjörnssonar formanns elliheimilisins Grund- ar, en Gísli hefur alla tíð sýnt Kvenfélagi Fríkirkjusafnaðarins sérstaka ræktarsemi og framlag hans til starfs þess verið ómetan- legt. Þetta fyrra kvenfélag Frí- kirkjusafnaðarins starfaði að- eins í þrjú ár. Séra Lárus lét af prestskap í árslok 1902 og lagðist þá kvenfélagið niður. En það starfaði af lifandi áhuga að safnaðarmálum í þessi þrjú ár og safnaði m.a. talsverðu fé í kirkju- byggingarsjóð," sagði Bryndís. Auður Guðjónsdóttir hef- ur verið formaður Kvenfé- lags Fríkirkjusafnaðarins frá 1979. Hún var áður stofnandi og fyrsti for- maður Systrafélags Siglu- fjarðarkirkju frá 1968— 1971. „Það var ákveðið að halda uppá afmælið á sunnudaginn, tveim dögum eftir hið raunveru- lega afmæli svo hægt væri að sameina það hátíðarmessunni," sagði Auður. „Á eftir verður svo afmæliskaffi á Hótel Borg þar sem allir safnaðarmeðlimir eru velkomnir ásamt gestum þeirra. Til að minnast þessara merku tímamóta í sögu Kvenfélagsins hefur félagið ákveðið að gefa Fríkirkjunni 10.000 nýkr. til að lagfæra hitalögnina í kirkjunni en í vetur gaf Kvenfélagið svip- aða upphæð í Verndarsjóð kirkj- unnar. Við höldum stóran basar til að afla fjár til þessara gjafa. Þá höfum við félagskonurnar tví- vegis verið á Útimarkaðinum á Lækjartorgi — í seinna skiptið sem við vorum þar var hálfgert illviðri sem reyndar varð okkur til happs því snjóstormurinn feykti fólkinu beinlinis til okkar og það seldist mikið af vettling- um, ullarsokkum, lambhúshett- um o.fl. Það virðist þannig oft margt leggjast á eitt um að okkur verði vel ágengt á fjáröfl- un og alltaf sitja 10 verkefni á hakanum fyrir hvert eitt sem við leysum út.“ Ilvað viltu svo segja um formannsstarfið yfirleitt — er þetta umsvifamikið starf? „Já, það getur verið það, sér- staklega þegar það bætist ofaná annað sem maður þarf að sinna. Annars kemur þetta dálítið í skorpum en svo er kannski ekki svo mikið að gera á milli. Mín gæfa í þessu starfi er sú að það eru ákaflega góðar konur í kring um mig, fullar starfsgleði og fórnfýsi. Ég vildi að lokum þakka þeim fyrir samstarfið þennan tíma sem ég hef verið í Kvenfélaginu." Árangurinn blasir við „MEÐ glæsilegu starfi sínu í 75 ár hefur Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins reist sér ævarandi minnisvarða“, sagði Séra Þorsteinn Björnsson fyrrverandi frí- kirkjuprestur í stuttu spjalli við Mbl. „Félagið hefur unnið Frí- kirkjusöfnuðinum mikið gagn með elju sinni og óþreytandi áhuga. Árangur- inn blasir við þegr komið er inn í kirkjuna: Altaristaflan, altarisklæðið, skírnarfontur- inn, ljóshjálmurinn, kerta- stjakarnir, gólfteppið, nýju Séra Þorsteinn Björnsson stólarnir og svo mætti lengi telja. Kvenfélagið hefur eflt safnaðarlífið með trúrækni sinni og fórnfýsi; með þeim áhuga og dugnaði, sem ein- kennt hefur starfsemi þess alla tíð. Konurnar hafa alltaf verið mjög kirkjuræknar, og vil ég þakka þeim það á þessum tímamótum í starfi þeirra. Okkur prestunum finnst það fólk sem sækir kirkju veita okkur svolitla uppörvun. Ég minnist þessara kvenna allra með góðum hug og þakklæti, og vil óska þeim til hamingju með mikið starf í 75 ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.