Morgunblaðið - 08.03.1981, Qupperneq 1
64 SÍÐUR
56. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Reiðubúin að
sleppa föngum
Islamabad. Pakistan. 7. marz. AP
PAKISTÖNSK stjórnvöld lýstu sig
í morKun rriðuhúin að láta póli-
tiska fanga lausa úr fanKelsi en þó
ekki þá. sem eru ákærðir fyrir
KÍæpsamleKt athæfi. eins ok tals-
maður stjórnvalda orðaði það.
FluKræninKjarnir um horð i pak-
istönsku þotunni í Kabúl hafa
krafist þess. að allir póiitiskir
fantcar i landinu verði látnir lausir
úr fanKelsi.
Þeir myrtu í gær einn gísla sinna,
en alls halda þeir 115 gíslum um
borð í flugvélinni. Þeir hafa hótað
að myrða alla gíslana verði ekki
gengið að kröfum þeirra.
Skekkjur í
útreikningum
Einsteins?
Malaga. 7. marz. AP.
STÆRÐFRÆÐINGIJR frá Panama
búsettur i Malaga. hefur sent
ýmsum háskólum grein þar sem
hann heldur þvi fram, að afsta-ðis-
kenning Einsteins sé byggð á
röngum stærðfræðiútreikningum.
Hann sagði, að þessi mistök
Einsteins þurfi þó ekki endilega að
draga úr gildi kenninga hans.
Skekkjur væru í útreikningum á
a.m.k. tveimur stöðum, og því mætti
segja að undirstöðustólpar í kenn-
ingunum væru brostnir.
„Það má vera, að hægt sé að
útskýra afstæðiskenninguna með
öðrum stærðfræðilíkönum, en alla-
vega eru útreikningar Einsteins
skakkir," sagði Juan Alberto Moral-
es. Hann sagði, að Einstein byggði
m.a. á stærðfræðilíkönum, sem
kennd væru við hollenzka Nóbels-
verðlaunahafann Hendrik Anton
Lorentz, og fullyrti að skekkjur
væru í útreikningum Lorentz, er
gerðu kenningar hans um ummynd-
un að engu.
Góðglaður
undir stýri á
Jan Mayen
Ósló. 6. marz. fri Jan Erik Laure
fréttaritara Mbl.
NORSK blöð gera sér mikinn
mat úr þvi i daK. að ólánsmaður
á þritugsaldri hafi verið dæmd-
ur fyrir ölvun við akstur á Jan
Mayen ok hlotið 2 ára fangels-
isdóm fyrir. bað er i fyrsta
skipti að manni er refsað fyrir
ölvun við akstur á Jan Mayen.
Forsaga málsins er sú, að
maðurinn hafði að lokinni kvöld-
vakt sturtað í sig dágóðu magni
af vínanda, og gekk seint til
hvílu. Þar af leiðandi hafði hann
aðeins sofið í fjórar klukku-
stundir er komið var að því að
drífa sig tii vinnu að morgni.
Hann hugðist aka vegarspottann
stutta, eins og hann var vanur,
en ekki tókst betur til en svo, að
hann ók út í skurð á leiðinni.
■ ^ M
I
Skipverjar á dráttarbátnum Magna stóðu i ströngu i fyrradag við að aðstoða skip i Sundahöfn.
Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M.
íranir hafna friðar-
tillögu múhameðsríkja
Bagdad. Teheran, 7. marz. AP.
SADDAM Hussein, forseti fraks,
hótaði frönum „cndalausu stríði“
eftir að franir höfnuðu friðartil-
lögu sáttanefndar múhameðstrú-
arrikja. „Við munum berjast þar
til franir viðurkenna réttindi
okkar,“ sagði Hussein á fjölda-
Göng undir
Ermarsund
London, 6 marz. AP.
SAMGÖNGUNEFND brezka
þingsins lagði til i dag. að gerð
yrðu einföld járnbrautargöng
undir Ermarsund, en lokaákvörð-
un i málinu tekur Norman Fowler
samgönguráðherra. og er búizt
við ákvörðun hans á miðju næsta
sumri.
Formaður nefndarinnar sagði, að
kostnaður við göngin yrði a.m.k.
ein billjón sterlingspunda. Verði
tekin ákvörðun um að ráðast í gerð
ganganna, má búast við að fyrsta
lestin hlaðin farþegum fari um
göngin á árinu 1988.
fundi skammt frá Bagdad.
Skömmu eftir að Hussein hélt
ræðu sína, þá ásökuðu franir
íraka um að hafa gert eldflauga-
árás á borgina Dezful. Borgin
varð sambandslaus við umheim-
inn eftir árás íraka og þvi er
ekki vitað um mannfall. I nóv-
ember gerðu frakar eldflaugaár-
ás á Dezful og þá biðu 154 manns
bana.
íranska herráðið hafnaði í gær
friðartillögu sáttanefndar mú-
hameðstrúarríkja. Formaður
nefndarinnar er Ahmed Sekou
Toure, forseti Gíneu. Að sögn
talsmanns íranska herráðsins, þá
höfnuðu íranir sáttatillögunni
vegna þess, að samkvæmt tillög-
unni er írökum ekki „refsað" og
eins, að írökum er ekki gert að
draga herlið sitt skilyrðislaust og
tafarlaust af írönsku landsvæði.
Samkvæmt tillögu sáttanefnd-
arinnar, þá átti vopnahlé að taka
gildi á fimmtudag. Brottflutning-
ur íraskra hermanna af írönsku
landsvæði átti að hefjast innan
viku og vera lokið innan mánaðar.
Þá átti að setja á stofn sérstakar
friðarsveitir múhameðstrúarríkja
til eftirlits með Shatt el Arab-
skipaleiðinni. íranir segjast ekki
ganga til samninga við íraka,
nema írakar viðurkenni Algeirs-
borgarsamkomulagið frá 1975.
Samkvæmt því deila þjóðirnar
skipaleiðinni. Saddam Hussein,
forseti Iraks, ógilti samkomulagið
skömmu áður en hann sendi herlið
inn í íran. Hussein hefur gert það
að skilyrði fyrir vopnahléi, að
íranir viðurkenni lögsögu íraka
yfir skipaleiðinni.
Stjórnvöld í írak hafa ekki
svarað friðartillögu múham-
eðstrúarríkja en blöð í Bagdad
hafa tekið tillögunni vel. Hið
opinbera málgagn stjórnarinnar í
Bagdad hvatti Irani til að grípa
þetta „gullna tækifæri" til friðar-
samninga.
Barnamorðinginn:
20. fómarlambið fundið
Atlanta. 7. marz. AP.
Slökkviliðsmenn (undu í
dag lík þrettán ára gamals
þeldökks pilts, sem talinn er
vera fórnarlamb barna-
morðingjans svonefnda.
Piltsins hafði verið saknað
frá 19. febrúar. Lík hans
fannst í Suðurá. Líkkrufning
leiddi í ljós, að dánarorsök
var köfnun. Lýst hefur verið
eftir öðrum ungum þeldökk-
um pilti, og mál hans er í
höndum sérstakrar lögreglu-
sveitar sem stofnuð hefur
verið til höfuðs barnamorð-
ingjanum, sem eignuð hafa
verið 20 morð á þeldökkum
börnum. Hans er ákaft leit-
að.
Harmleikur á hjúkrunarheimili:
F or stöðumaður
deyddi vistmenn
OhIó, 7. marz. frá
Jan-Erik Lauré. fréttaritara Mbl.
FORSTÖÐUMAÐUR elli- og
hjúkrunarheimilisins i Orkdal
fyrir norðan Þrándheim hefur
játað að hafa falsað lyfseðla og
þannig komist yfir mikið magn
af hinu lífshættulega lyfi Cur-
acit með ólögmætum hætti.
Forstöðumaðurinn sagðist
hafa gert þessar falsanir til
þess að verða sér úti um nóg af
lyfinu til að bana tveimur
vistmönnum.
Lögreglan hefur ákveðið að
rannsaka þessar falsanir for-
stöðumannsins nánar, þar sem
hann hefur orðið sér úti um
margfalt það magn sem dugar til
að bana manni. í því sambandi
hefur verið ákveðið að fara yfir
skýrslur um öll andlát á heimil-
inu frá 1977. Lögreglan hefur
ekki haft af því pata, að for-
stöðumaðurinn hafi banað fleiri
vistmönnum með þessum hætti.
Forstöðumaðurinn komst yfir
alls 3000 milligrömm af Curacit
með því að fylla sjálfur út
lyfseðla er læknar heimilisins
höfðu áritað. Lyfið Curacit er
náskylt eitrinu Curare sem indí-
ánar vættu örvarodda sína í, er
þeir veiddu til matar. Lyfið er
notað við uppskurð og sjúkling-
urinn þá hafður í sambandi við
öndunarvél. Lyfið hefur lamandi
áhrif á vöðva og gerir öndun
þannig ókleifa. Til marks um
skaðleg áhrif lyfsins þarf ekki
nema 40 milligrömm til að aflífa
hund, en forstöðumaðurinn varð
sér úti um 3000 milligrömm eins
og áður segir.