Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
25
Ólafía Valdimarsdóttir
- Nokkur minningarorð -
Á morgun verður til moldar
borin Ólafía Valdimarsdóttir. Hún
var fædd í Reykjavík 8. febrúar
1906 og því rétt sjötíu og fimm ára
að aldri, er hún lézt 26. f.m.
Foreldrar hennar voru sæmdar-
hjónin Valdimar Loftsson rakara-
meistari og kona hans Ólafía
Magnúsdóttir. Auðséð var, að hún
hafði fengið í föðurhúsum gott
veganesti í hagsýni, myndarskap
og frjálslegri framkomu.
Á yngri árum sínum stundaði
Lóa, eins og hún var ævinlega
kölluð, verzlunarstörf, unz hún
giftist árið 1934 móðurbróður
mínum, Bergi Jónssyni, sem þá
var sýslumaður og alþingismaður
Barðstrendinga. Bergur hafði þá
tveimur árum áður misst fyrri
konu sína frá þremur ungum
börnum. Það féll því í hlut Lóu að
ganga þeim í móður stað.
Þau Bergur bjuggu ekki nema
skamman tíma á Patreksfirði, því
að ári eftir að þau giftust var
hann skipaður bæjarfógeti í Hafn-
arfirði og sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Fluttu
þau því brátt til Reykjavíkur og
Elín lést á Landspítalanum
hinn 2. nóvember 1980 og var
jarðsett í Hafnarfirði 13. nóvem-
ber. Hún var fædd á Miðgrund í
Blönduhlíð 30. nóvember 1931.
Foreldrar hennar voru Ingvar
Eiríksson bónda í Sölvanesi Guð-
mundssonar og Kristrún Helga-
dóttir bónda í Merkigerði, Jóns-
sonar. Móðuramma Elínar var
Þóra Kristjánsdóttir, en föður-
amma Jórunn Guðnadóttir frá
Villinganesi. Hún var komin út af
Sigurði bónda á Daufá, þeim er úti
varð á Kili með Reynistaða-
mönnum og var Elín sjötti ætt-
liður frá honum.
Kristrún var vinnukona á
Miðgrund, þegar Elín fæddist, hjá
þeim hjónum Finnboga Bjarna-
syni og Sigrúnu Eiríksdóttur, sem
var föðursystir Elínar, en Krist-
rún hafði alist upp hjá foreldrum
Finnboga, eftir að hún missti
móður sína, barn að aldri. Voru
þær mæðgur því eigi hjá vanda-
lausum þar.
Frá Miðgrund flutti Kristrún
með dóttur sína að næsta bæ,
Réttarholti, og voru þær þar um
sinn hjá góðu fólki og átti Elín
þaðan sínar fyrstu bernskuminn-
ingar.
Þegar Elín var 6 ára, fluttist
hún með móður sinni að Gils-
bakka, er Kristrún réðst ráðskona
til Hjörleifs Jónssonar bónda þar
og giftist honum síðar. Elín ólst
svo upp á Gilsbakka ásamt yngri
systkinum, var tápmikill krakki
og hjálpaði til við búskapinn.
Urðu uppvaxtarárin á Gilsbakka
henni því kærara umræðuefni sem
lengra leið, en á þessum árum var
hið þúsund ára gamla búskaparlag
að láta undan síga fyrir nýrri
tækni og búskaparháttum.
Eftir ferminguna fór Elín að
fara að heiman til lengri og
skemmri dvalar. Hún stundaði
nám í Húsmæðraskólanum á
Löngumýri, sem þá stóð í miklum
blóma. Nítján ára gömul varð hún
fyrir þeirri ógæfu að veikjast af
hinni svonefndu Akureyrarveiki,
sem raunar var mænuveiki, og
gekk hún eftir það aldrei heil til
skógar. En hún hafði af miklu að
má og vann jafnan sem heilbrigð
væri, enda ekki vorkunnsöm við
sjálfa sig.
Svo lá leiðin suður. Þar kynntist
hún ungum manni og átti með
honum sitt fyrsta barn. Ekki
reyndust þau eiga skap saman,
Elín og barnsfaðir hennar, og
skildu leiðir, en af félagslegum
ástæðum varð hún að láta son
sinn Sigurð frá sér fara og ólst
hann upp sem kjörbarn góðra
hjóna. Eg sá Sigurð fyrst fulltíða
mann og vissi þá, að Elín bar
síðan til Hafnarfjarðar, þar sem
Lóa bjó manni sínum og börnun-
um þremur yndislegt heimili. Hún
var frábær húsmóðir, og hafði
sérstakt lag á því að gæða um-
hverfi sitt fegurð og þokka. Hún
var manni sínum styrkur og hjálp-
arhella í hvívetna. Mest var þó um
vert, hve vel hún reyndist börnum
hans, en hún gaf þeim að nýju
sömu tilfinningar til hans og
annarra barna sinna og eigi hafði
hann heldur gleymt uppruna sín-
um.
Það urðu þáttaskil í lífi Elínar,
er hún kynntist Kristjáni Ragn-
arssyni frá Skagaströnd. Gerðust
þau lífsförunautar, sem dauðinn
einn fékk að skilið. Þau stofnuðu
sitt fyrsta heimili í Hafnarfirði,
fluttust þaðan í Kópavoginn og
bjuggu þar um sinn. Þaðan flutt-
ust þau aftur til Hafnarfjarðar. Á
fyrstu sambúðarárum þeirra
hjóna var Kristján við nám í
Stýrimannaskóla íslands og lauk
þaðan prófi árið 1957. Lagði hann
þar með grundvöll að bættum
efnahag, sem síðar varð. Elínu
þótti vænt um Hafnarfjörð æ
síðan og bað að líkami sinn yrði
lagður þar til hinstu hvíldar. Frá
Hafnarfirði lá leiðin til Akraness.
Þar voru þau í átta ár. Kristján
stundaði sjóinn, og Elín vann eins
og heilsan leyfði. Frá Akranesi
fluttust þau svo til Sauðárkróks
ásamt þeim börnum sínum, sem
ekki höfðu þá stofnað sín eigin
heimili. Var Kristján þá þegar
ráðinn til Útgerðarfélags Skag-
firðinga og hefur starfað þar
óslitið siðan, lengst sem skipstjóri
á togaranum Skafta.
Þegar hér var komið gat Elín
loks veitt sér þann munað að helga
heimilisstörfum krafta sína alla,
nema hvað hún sinnti nokkuð
félagsmálum, sem hugur hennar
stóð jafnan til. Starfaði hún mest
að málefnum fatlaðra og var
formaður Sjálfsbjargar á Sauð-
árkróki, er hún lést.
Snemma árs 1980 dró skugga
upp á himinn þessarar fjölskyldu,
þegar í ljós kom að Elín var haldin
lífshættulegum sjúkdómi. Hún
gekkst undir skurðaðgerð og virt-
ust miklar líkur á að komist hefði
fyrir meinið, en vonirnar um bata
minnkuðu smátt og smátt og urðu
loks að engu.
heimili fullt af hlýju, glaðværð og
móðurlegri umhyggju.
Bergur og Lóa bjuggu í Hafnar-
firði á annan áratug, og þar lifðu
þau bæði og fjölskyldan sinar
gleðilegustu samvistarstundir. Því
miður urðu þessi hamingjuár
færri en vonir stóðu til. Nýir
erfiðleikar og vonbrigði sóttu að,
og Bergur átti við vaxandi van-
heilsu að stríða, unz hann féll frá
árið 1953, aðeins 55 ára að aldri. í
erfiðleikum þessara síðustu ára
veitti Lóa honum ómetanlegan
styrk og uppörvun, hvað sem á
móti blés.
Bergi og Lóu varð ekki barna
auðið, en hún gekk börnunum
þremur fullkomlega í móður stað,
og eftir að Bergur féll frá var líf
hennar og áhugi bundið við fjöl-
skyldu þeirra, og þá ekki sízt við
vaxandi hóp barna og barnabarna,
sem hópuðust í kringum hana.
Þannig liðu árin, alltaf virtist
Lóa halda jafn vel glaðværð sinni
og yndisþokka. Hún var fríð kona
sýnum, og hún hélt þeim eiginleik-
um betur en flestir aðrir, sem ég
hef þekkt, að vera ung í anda, fasi
og framkomu, allt til þess tíma, er
hún lagðist síðustu leguna. Þess
vegna verður líka ætíð bjart yfir
minningum þeim, sem ástvinirnir
geyma um líf hennar og starf.
Jóhannes Nordal
Þau Elín og Kristján eignuðust
6 börn. Þau eru talin hér í röð eftir
aldri: María Lúísa húsfreyja í
Stóra-Lambhaga, maður hennar
er Sverrir Jónsson og eiga þau 3
dætur; Kristín, búsett á Suður-
eyri, maður hennar er Kristján
Þorleifsson, þau eiga 2 dætur;
Sigurbjörg Guðlaug, búsett á Ak-
ureyri, maður hennar er Kristinn
Pálsson, þau eiga eina dóttur.
Áður eignaðist hún dreng með
örnólfi Ásmundssyni frá Austari-
hóli í Fljótum; Sigurbjörn Rúnar,
sjómaður á Sauðárkróki, kona
hans er Gígja Rafnsdóttir, þau
eiga eina dóttur; Sigurlaug Ebba,
búsett á Sauðárkróki, maður
hennar er Björn Svavarsson frá
Lyngholti; Karen Elín er yngst
barnanna og enn í foreldrahúsum.
Elín var fremur hávaxin og
svaraði sér vel. öll var hún hin
myndarlegasta. Hún var vel
greind og hafði um flest fastmót-
aðar skoðanir, sem hún fylgdi
ákveðið fram við hvern sem var að
eiga. Hún var harðdugleg, vel
verki farin og hugmyndarík á því
sviði. Kjarkmikil var hún og hafði
örugga og frjálslega framkomu.
Urðu því aðrir óþvingaðir og leið
vel í návist hennar. Allt undirferli
var henni fjarri skapi. Hún hafði
yndi af að umgangast dýr og var
góð við þau, glöggur náttúruskoð-
ari, en hafði ónógan tíma til að
sinna því hugðarefni sínu. Hún
átti marga vini og kunningja, og
þótt hún eignaðist nýja, þá
gleymdi hún ekki öðrum í staðinn.
Nokkuð gat hún orðið hörð og
ströng við vini og vandamenn
þegar henni þótti þörf að stappa í
þá stálinu. Hjónabandið var mjög
gott og byggt á gagnkvæmu
trausti og virðingu, en hvorugt
réði yfir skoðunum hins.
Ég þakka Elínu fyrir allt gott
nú að leiðarlokum. Heimili hennar
hefur verið annað heimili mitt
síðan þau fluttu á Krókinn. Hver
hefði getað fært nafna mínum og
fóstra okkar beggja jafn lifandi
fréttir af búskapnum og öðru því
sem honum þótti fréttnæmt að
heiman? Það er orðinn langur tími
alls, sem hún hefur setið við
símann hans vegna í þessi 6 ár,
sem hann er búinn að vera á
sjúkrahúsinu. Þeim tíma fannst
henni vel varið. Það var ekki að
ófyrirsynju, að honum þótti ailtaf
eins vænt um hana og sín eigin'
börn. Þegar hún dreif sig hingað
frameftir til að hjálpa mér á
sauðburði í harðindunum miklu
vorið 1979, þá sannaðist hið forn-
kveðna, að sá er vinur, sem í raun
reynist. Ekki lét hún bilbug á sér
finna þá. Ekki heldur í élinu
grimma, sem dauðastríð hennar
var, en hún reyndi að láta það sem
minnst mæða á öðrum. Ég vona að
það hafi birt fallega upp og óska
Elínu góðrar ferðar inn í lönd
ódauðleikans.
Hjörleifur Kristinsson,
Gilsbakka.
Elín Ingvarsdóttir
Minningarorð
Jón Ásgeir Guð-
mundsson
Fæddur 18. júní 1895.
Dáinn 25. febrúar 1981.
Jón Ásgeir Guðmundsson var
fæddur 18. júní 1895 að Dönu-
stöðum í Laxárdal, sonur Guð-
mundar Sveinssonar og Bjargar
Jónsdóttur. Systkinin voru fimm
og er ein systir á lífi, Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Jóns afa míns er mér ljúfast að
minnast í huga mér, en mig langar
samt að minnast hans hér í
nokkrum línum.
Ég hugsa til þess með þakklæti
að ömmu minni, Ragnhildi Hann-
esdóttur, ungri ekkju með þrjú
börn, skyldi auðnast að fá hann
fyrir lífsförunaut. Barn eins þess-
ara barna er ég og var hann mér
eins og góður afi og nokkur afi
getur orðið og er það dýrmætt
hverju barni að eiga góðan afa og
ömmu. Saman eignuðust afi og
amma einn son, Hörð Kristbjörn
Jónsson.
Það tilheyrði sumrinu að ferð-
ast upp á Akranes og vestur í
Dalasýslu að heimsækja góða vini
og veit ég að til hinstu stundar
leituðu hugsanir afa og þrár
- Minning
þangað vestur, hann minntist á
það við mig þegar ég heimsótti
hann sl. aðfangadag.
Ragnhildur amma mín dó í
marz 1969, fáum árum síðar flutt-
ist afi á Hrafnistu og þar lauk
hann ævi sinni.
Blessuð sé minning hans.
Þórdis Guðmundsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför fööur okkar,
AÐALSTEINS Ó. GUDMUNDSSONAR,
Bergþórugötu 57.
Jóhanna Aóalatainsdóttir,
Halldór Aöalatejnaaon.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlaf og útför
myndlistarkonunnar
VIGDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR.
Fyrir hönd vina og vandamanna.
Þorsteinn Kristjánsson.
t
Þökkum innitega vináttu og samúö vegna andtáts og jaröarfarar
bróöur okkar,
RUDOLPHS J. EYLAND.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans.
Ólaf J. Eyland,
Henrý J. Eyland,
Gísli J. Eyland,
Guórún Eyland.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför eiginmanns mins og bróöur okkar,
BJÖRGVINS STEINDÓRSSONAR,
Miklubrautar 42.
Sérstakar þakkir skulu færöar samverkamönnum og vinnuveitend-
um hans á Keflavíkurflugvelli.
Halla Guónadóttir,
Siguröur Ó. Steindórsson, Jóhanna O. Steindórsdóttir,
Sigurbjörg Steindórsdóttir, Arinbjörn S. Steindórsson,
Friórik Steindórsson.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför
BJORNS JÓHANNESAR ÓSK ARSSONAR,
Stórholti 43,
Sérstakar þakkir til samstarfsfólks hjá Sölumiöstöö Hraöfrystihús-
anna fyrir vináttu og samhug.
Sigríöur Ólafsdóttir,
Jóhanna Jóhannesdóttir,
Siguröur Óskarsson,
Nanna Óskarsdóttir,
Jórunn Óskarsdóttir,
Guömundur Óli Ólafsson,
Óskar Jóhann Björnsson,
Sigríöur Guómundsdóttir,
Halldór Lúóvíksson,
Kristinn Þórhallsson,
Margrét Sigbjörnsdóttir.
Vegna útfarar
frú Ólafíu Valdimarsdóttur
veröur verzlunin lokuð kl. 13—16 mánudaginn 9.
marz.
Bókabúó Olivers Steins, Hafnarfirði.