Morgunblaðið - 08.03.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.03.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 Bresku söngkonunni Sheenu Easton skaut óvænt upp á stjörnuhimininn á síöasta ári. Þá gaf hún út þrjár litlar plötur með lögunum 9 to 5, Modern Girl og One Man Woman sem öll náöu miklum vinsældum. Nú er komin út fyrsta LP-plata Sheenu og ber hún nafniö Take My Time eins og 4. litla plata hennar. Sheena Easton var fyrsta breska söng- konan sem náöi þeim árangri aö eiga tvö lög meöal tíu vinsælustu laga í Englandi í sömu vikunni og er hún nú þegar í hópi vinsælustu söngkvenna þar, aðeins nokkrum mánuöum eftir aö hún vakti fyrst á sér athygli. Sheena Easton Take My Time FALKINN Suöurlandsbraut 8 — aími 84670 Laugavagi 24 — aími 18670 Auaturvarí — afmi 33360. Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Fgálst val hitastigs með hvaða kcrfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar, Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. ' Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /FOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 I...L sfc- ^ ......... Árni og Bruce Broughton, lagahöfundur og útMtjari, hlusta á upptökur é plötunni „Baaaus Eractus*1. Arni Egilsson gerir alþjóðlegan hljómplötusamning Frá Sigurjóní Sighvatssyni, fréttaritara Mbl. I Los Angalas aö telst ávallt til tíöinda þegar íslendingar skara fram úr úti í hinum stóra heimi. Fram til þessa eru þeir ekki margir sem hafa undirritaö hljómplötusamning viö þekkt er- lend fyrirtæki. Samkvæmt því sem undirritaöur hefur komist næst er þaö aöeins einn landi þar sem náö hefur þeim áfanga; Jakob Magnússon. Nú hefur hins vegar bæst í hópinn annar til, nefnilega Árni Egilsson bassa- leikari. Árni er reyndar öllum kunnur fyrir störf sín meö Sinfóníu- hljómsveit Houstonborgar, Jazztríói André Previn og sem „session" — hljóðfæraleikari í Los Angeles. Fyrir um þaö bil ári tók hann upp sína tyrstu ein- leiksplötu, „Basso Erectus," sem gefin var út á íslandi. Tildrög þess aö Árni ákvaö aö ráöast í hljómplötugerö voru þau aö þeg- ar Gunnar Þóröarsson dvaldi í Los Angeles haustiö 1978 viö upptökur á annarri sóló-plötu sinni sýndi hann áhuga á því aö gefa út hljómplötu meö einleik Arna. Þegar á reyndi hins vegar haföi skolliö á kreppa í íslenskri hljómplötuútgáfu og Gunnar treysti sér ekki til aö ráöast í plötu meö Árna um skeiö. En neistinn haföi veriö kveikt- ur svo aö Árni ákvaö aö haida sínu striki og gefa plötuna út á eigin spýtur. Platan fékk prýöis viötökur heima og mörg erlend fyrirtæki sýndu áhuga á því aö gefa hana út á alþjóöavettvangi. Nú fyrir skömmu undirritaöi Árni svo samning viö hljómplötufyrir- tækiö „Inner City“, sem er eitt stærsta hljómplötufyrirtæki í heimi sem einbeitir sér aö útgáfu jazzhljómplatna. Meöal þeirra listamanna sem fyrirtækiö hefur haft á sínum snærum er frændi vor Nils H. Petersen, Frakkinn Jean-Luc Ponty og saxófónistinn Dexter Gordon. Samningur Árna hljóöar upp á útgáfu þriggja platna á tveimur árum. Veröa plöturnar gefnar út á alþjóöavettvangi. Fyrst í röö- inni veröur „Basso Erectus” sem nú mun heita „Bassus Erectus" til aö gera latínumönnum til hæfis. Kemur platan út í janúar í sama formi og hún var gefin út á íslandi, nema hvaö plötuumslag- iö kemur til með aö líta ööruvísi út. í samtali viö undirritaöan lýsti Árni yfir ánægju sinni yfir þess- um nýja áfanga sínum á tónlist- arbrautinni en bætti því viö aö hann þakkaöi ekki síöur árangur þennan Bruce Broughton, tón- skáldinu sem semur tónlistina á plötunni. Mun Bruce einnig semja tónlistina á næstu plötum Árna. Sagöi Árni aö Bruce skrif- aöi af einstakri næmni fyrir kontrabassann en einleikshljóö- færi er kontrabassinn erfitt hljóö- færi og ekki á hvers manns færi aö skrifa góöa tónlist fyrir hann. Árni sagöi aö þessum nýja samningi fylgdu þó engar megln- breytingar á lífi sínu. Hann myndi eftir sem áöur einbeita sér fyrst og fremst aö hljóöupptökuvers- vinnu í Los Angeles. Hins vegar nefndi hann aö í undirbúningi væru nokkrir tónleikar í tilefni af útgáfu plötunnar. Bæri þar fyrst aö telja einleikstónleika í Los Angeles meö hinni svonefndu „Orchestru" sem er hundraö Árai EgilMon. manna sinfóníuhljómsveit sett saman af stúdíó-hljóöfæraleikur- um héöan úr borginni. Meöal einleikara sem leikiö hafa meö þeirri hljómsveit má nefna m.a. Söru Vaughan og Oscar Peter- son. Þegar Árni var spurður um tónleikahald á íslandi vildi hann lítiö tjá sig um máliö á þessu stigi en sagöist þó hafa mikinn áhuga á því aö koma heim og spila og þá helst meö nokkrum löndum sem hann heföi mikið dálæti á sem jazztónlistarmönnum. Eins og flesta rekur eflaust minni til , lék Árni síöast jazz á íslandi á Listahátíóinni 1974, þegar hann gekk til liös viö Johnny Dank- worth og hljómsveit hans, ásamt André Prévin, hinum gamla sam- starfsmanni sínum. Gleymast þeir tónleikar seint og er óskandi aö Árni komi heim aftur sem fyrst meö bassann undir hendinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.