Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
29
Valur RE fékk net í skrúfuna:
„Alltaf nokkrir möguleikar
á að illa fari í svona veðri“
- segir Birgir Ingólfsson, skipstjóri á Val RE
SÍÐDEGIS á fimmtudaK varð
það óhapp að vélbáturinn
Valur RE fékk net í skrúfuna
þar sem hann var á netaveið-
um útaf Faxaflóa. Vélbátur-
inn Helgi S. KE kom honum
fljótlega til aðstoðar og tókst
að koma taug á milli skip-
anna. Mikið illviðri var á
þessum slóðum og gekk
Helga S. KE mjög seint að
draga Val til lands en bátarn-
ir komu i höfn í Reykjavík
laust fyrir kl. 12 í gærmorg-
un.
I samtali við Morgunblaðið
sagði Birgir Ingólfsson, skip-
stjóri á Val RE að báturinn
hefði fengið net í skrúfuna er
þeir voru að leggja um kl. 17 á
fimmtudag. „Þetta getur alltaf
komið fyrir og sérstaklega er
hætt við því í svona veðri —
sjóarnir ríða undir bátinn og
kasta honum til — í mörgum
tilfellum yfir netið, sem verið
Jan Mayen-nefndin:
Viðræður með
oddamanni
standa yfir
NÚ STANDA yfir viðræður þeirra
Hans G. Andersens og Jens Ev-
ensens í Jan Mayen-nefndinni,
sem fjallar um skiptingu hafsvæð-
isins milli Noregs og íslands, og
Elliot Richardsons oddamanns
hennar. Að sögn Hans G. Ander-
sens mun viðræðunum haldið
áfram meðan á fundi Hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
stendur. Hann kvaðst ekki geta
sagt nákvæmlega hver staðan
væri, en þegar nefndin hefur
komizt að niðurstöðu á hún að
skila áliti sinu til ríkisstjórna
íslands og Noregs, sem taka munu
endanlega afstöðu til málsins.
Kirkjukvöld í
Laugameskirkju
NÆSTKOMANDI þriðjudags-
kvöld, 10. mars, verður árleg
föstusamkoma i Laugarnes-
kirkju. Að þessu sinni standa
söfnuðir Ás- og Laugarneskirkju
saman að samkomunni, en náin
og ánægjuleg samvinna hefur
löngum verið með þessum ná-
grannasóknum.
Á dagskrá kirkjukvöldsins er
ræða Sigurbjörns Einarssonar
biskups um kristniboðsárið, sem
nú stendur yfir, samsöngur
kirkjukóra Laugarness og As-
kirkju undir stjórn Kristjáns Sig-
tryggssonar organista Ássafnað-
ar, en Gústaf Jóhannesson, organ-
isti í Laugarneskirkju leikur undir
og flytur einnig orgelverk. Sókn-
arprestarnir, Jón Dalbú Hró-
bjartsson og Árni Bergur Sigur-
björnsson flytja upphafs og niður-
lagsorð samkomunnar og einnig
verður almennur söngur.
Er það von aðstandenda kirkju-
kvöldsins, að sóknarbörn beggja
sókna fjölmenni til þessarar sam-
eiginlegu helgistundar sóknanna
og sameinist í íhugun, lofgjörð og
bæn fyrir starfi kirkjunnar á
landi hér.
Samkoman hefst klukkan 20.30
og eru allir hjartanlega velkomn-
ir.
Sóknarprestur.
er að leggja — og þá er voðinn
vís.
Helgi S. KE var kominn til
okkar um áttaleytið um kvöld-
ið og tókst greiðlega að koma
taug yfir til okkar, í annarri
atrennu. Um kl. 21 hafði hann
tekið okkur í tog.
Jú, það var orðið ansi slæmt
veður um það leyti, vindhrað-
inn 10 vindstig og sjórinn eftir
því. Það gekk mjög hægt að
komast til lands, við höfðum
fikrast svona tvær mílur á
klukkutíma. Að vísu gekk
heldur betur á tímabili þegar
við vorum komnir upp undir
landið 12 mílur út af Þor-
móðsskeri — þar til við kom-
um hérna út af Hvalfirðinum,
þá versnaði aftur og okkur
gekk mun hægar. Þegar við
komum uppundir Reykjavík
var veðrið það vont að ekki
þótti ráðlegt að sigla inn í
höfnina að svo stöddu. Við
héldum því sjó fyrir utan
eyjar fram eftir morgni en
komum í höfn um klukkan
hálf tólf.“
Telur þú að'þið hafið verið í
hættu staddir?
„Ja, manni finnst það nú
ekki þegar allt gengur svona
vel — hins vegar eru alltaf
nokkrir möguleikar á að illa
fari í svona veðri, því þá má
lítið útaf bera,“ sagði Birgir að
lokum.
HcIkí S. KE kemur með Val RE i togi til Reykjavíkur. Ljósm. ól.K.M.
Skipverjar á Val RE glaðbeittir að aístaðinni þrekraun.
Bjóðum nokkrar tegundir af
hinum heimsþekktu amerísku
WORLD-CARPET gólfteppum á
stórlækkuðu verði.
Misstu ekki af þessu einstæða
tækifæri til að eignast úrvals teppi
á alvöru afsláttarverði.
arma
Byggingavörur hf.
Hefíisgötu 16 Hafnarfiröi. simi 53140
W KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR
tVEXTIR
IKUNNAR
BLÓOAPPELSÍNUR MAROKKO — APPELSÍNUR
JAFFA — SÍTRÓNUR — GREIPALDIN — EPLI
GRÆN — EPLI DÖNSK — VÍNBER GRÆN —
VÍNBER BLÁ — PERUR — MELÓNUR —
MANGÓ — KIWI — ANANAS — AVOCADO —
BANANAR.
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, sími 85300
E4
1111 /)