Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 27 Dagur Ekknasjóðs SÍÐAN 1944 hefur Ekknasjóður íslands haft fjársofnun á oðrum sunnudeKÍ í mars. Verður leitað eítir fjárframlöKum við guðs- þjónustur dagsins. Sjóðinn stofn- uðu sjómannahjón árið 1944. Gáfu þau sem stofnfé áhættu- þóknun mannsins sem þá var i sÍKlingum. Síðan hefur sjóðurinn árlega styrkt bágstaddar ekkjur. Þrátt fyrir félagslega forsjá eru margar ekkjur til sem þurfa á hjálp að haida og hefur Ekknasjóður ís- lands getað veitt mörgum þeirra lið í tímabundnum erfiðleikum. Gjöfum til sjóðsins skal vin- samlega koma til presta landsins eða Biskupsstofu, Klapparstíg 27, Reykjavík. Sömu aðilar taka á móti styrkbeiðnum. I stjórn sjóðsins eru: María Pétursdóttir, form. Kvenfélaga- sambands íslands, biskup dr. Sig- urbjörn Einarsson, Björn Önund- arson, tryggingaryfirlæknir, Margrét Þórðardóttir frú, Guðný Gilsdóttir frú. (Fréttatilkynning.) Iþrótta- og trúfélög: Tillögur um niðurfellingu fasteignaskatta ekki studdar ALBERT Guðmundsson borgar- fulltrúi gerði um það tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar. að fallist verði á að fella niður fast- eignaskatta af húsnæði ÍSÍ, ÍBR og KSI. Einnig lagði Albert til að fasteignaskattar yrðu felldir niður af húsnæði Kirkju Jesú Krists hinna síðari dags heilögu. Bæði þessi erindi höfðu borist borgar- ráði og hafnaði borgarráð beiðnun- um. enda hafði borgarráð fengið umsögn borgarlögmanns, en þar var lagt til að svo yrði gert. Albert Guðmundsson taldi eðli- legt að fella niður þessa skatta af húsnæði íþróttafélaga og trúfélaga. Sagði hann að íþróttahreyfingin væri öllum opin og fjölmennasta hreyfing á landinu og væri eðlilegt að hún þyrfti ekki að greiða fast- eignaskatta. Albert sagði jafnframt að ekki væru greiddir fasteigna- skattar af kirkjum og því væri eðlilegt að allir trúarsöfnuðir nytu slíkra fríðinda. Menn ættu ekki að gera sínum söfnuði hærra undir höfði en öðrum. Tillögur Alberts hlutu ekki stuðn- ing á fundinum og náðu því ekki fram að ganga. Vöruskipta- jöfnuður óhagstæður í FRÉTT, sem Morgunhlaðinu hef- ur borizt frá Hagstofu tslands kemur fram að vöruskiptajöfnuður við útlönd var í janúar óhagstæður um 39.417.000 nýkrónur, en í sama mánuði i fyrra um 100.984.000 nýkrónur. Alls var nú f janúar flutt inn fyrir 355.586.000 krónur, en útflutningsverðmæti nam 316.151.000 krónum. í sama mánuði í fyrra nam útflutningur alls 204.372.000 en inn- flutningur 315.356.000 nýkrónum. í janúar á þessu ári var mest flutt út af áli og álmelmi eða fyrir alls 35.203.000 nýkrónur, en stærstu inn- flytjendurnir voru Landsvirkjun, sem flutti inn fyrir 14.240.000 krónur og íslenzka Álfélagið, sem flutti inn fyrir 12.204.000. Til samanburðar má geta þess að í janúar í fyrra var ál og álmelmi að andvirði 52. 503.000 nýkrónur flutt út og kísiljárn fyrir 5.789.000 kr. Þá var íslenzka álfélag- ið stærsti innflytjandinn, flutti inn fyrir 20.845.000. Ef Akai, Aiwa, Centex, JVC, Kenwood, Meriton, Nakamichi, Optonica, Pioneer, Royal Sound, Sansui, Sharp, TEAC, Toshiba, Uher og Yamaha að vióbættum Bang & Olufsen, Dual, Fisher, Harman-Kardon, Lafayette, Sankyo og Tandberg, mæla allir með S.A. kassettum í tækin sín ... ættir þú þá ekki að gera það líka? m - mwrm o* rnm mmr fwn^omM«w« SÍí:,- '4 wKBmsk wp*. 5.4 •« v m 1 :;'•' •. . ' M Framleiöendur ofantalinna kassettutækj a mæla allir með TDK Super Avilyn kassettum í tæki sín, þegar stillt er á sterk-stýringu (High Bias) eða króm-stillingu (CrÓ2). Hver og einn þeirra 16 aðila sem eru á fyrri listanum, æskja þess að S.A. kassettur séu notaðar í tæki þeirra, því að tækin eru sérstaklega hönnuð með gæði S.A. kasssett- anna í huga. Það er ekkert vit í öðru en að fá sér kassettu sem skilar bestu mögulegu gæðum. Meðmæli ofantalinna aðila ættu að vera þér nægjanleg hvatning til aÓ fá þér TDK S.A. næst þegar þú færð þér kassettu. •wMm ^TDK Tóngæði, dýpt, kraftur VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í tP Þl' Al'GLÝSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR I MORGLNBLAÐINL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.