Morgunblaðið - 08.03.1981, Qupperneq 32
Síminn
é afgreiöslunni er
83033
JTlerannblntiib
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
Lögreglan
varar við
„húsarottu“
LÖGREGLAN leitar ákaft að
þjófi, sem alloft hefur brotizt inn
i mannlaus hús i Reykjavik að
undanförnu ok haft á hrott með
sér talsverð verðma-ti. I>jófurinn
er á ferli jafnt á nóttu sem deui
en þessa tegund af þjofum kalia
lóirri KÍumenn sín á milli „húsa
rottur“.
Þjófurinn einskorðar sig ekki
við ákveðin borgarhverfi, hann
hefur brotizt inn í íbúðir um alla
borgina. Rannsóknarlögregla
ríkisins leggur mikið kapp á rann-
sókn málsins og hún hefur beðið
Mhl. að brýna fyrir fólki að ganga
vel frá dyra- og gluggaumbúnaði
íbúða sinna.
Flugvél leit-
ar að Báru VE
FU'GVÉL Landhelgisgæzlunnar
leitaði í gær að vélbátnum Báru
VE 141, sem enn er saknað með
tveimur mönnum. Einnig leituðu
bátar frá Suðurnesjum, en veður
hamlaði þó leit fram eftir morgni.
Báru hefur verið saknað síðan á
miðvikudagskvöld, en á bátnum
eru bræðurnir Bjarni og Jóel
Guðmyndssynir frá Vestmanna-
eyjum, nú búsettir í Garðinum.
Sigurbára mikið
skemmd en reynt
að bjarga Heimaey
Vestmannaeyjabátarnir
Heimaey og Sigurhára eru
enn á strandstað. Heimaey á
Þykkvabæjarfjöru og Sigur-
bára á Sólheimasandi. Sigur-
báran er mikið skemmd og
átti að kanna i gær hvernig
horfði með björgun skipsins.
Vonir standa til að hægt verði
að ná Ileimaey á flot á stór-
streymi nú um helgina.
Skipverjar á Sigurbáru og
björgunarsveitarmenn héldu á
strandstað í birtingu í gær-
morgun til að kanna aðstæður.
Veður hafði þá gengið talsvert
niður og átti að kanna hvort
mögulegt yrði að ná skipinu
upp úr brimgarðinum til að
bjarga verðmætum, en ekki
var ljóst orðið í gærmorgun
hvernig skipinu hafði reitt af
um nóttina. Skipið er metið á
um 10 milljónir króna.
Björgunarsveitarmenn og
skipverjar á Heimaey undir-
bjuggu í gærmorgun tilraunir
til að ná skipinu á flot á
stórstreymi nú um helgina.
Var fjölgað ýtum og tækjum og
björgunarskipið Goðinn er við
strandstaðinn. Voru menn
vongóðir um að björgun tækist
ef veður héldist skaplegt.
Féllí
UNGUR maður féll í sjóinn við
hafskipahryggjuna við Granda-
garð i Reykjavíkurhöfn um
klukkan 05 í fyrrinótt. Mai.nin-
um tókst að komast upp aftur af
eigin rammleik, en lögregla kom
honum til aðstoðar og ók honum
á slysavarðstofu.
Áttburar fæddust í Hreppum "
Fréttir berast af og til af þriburum og fjórburum í mannhcimum, en slikt þykir ekki fréttnæmt hjá systkinahópnum sem hér sést i vörslu
Asdisar Erlu Jóhannesdóttur á Syðra-Langholti í Ilreppum. betta eru hvorki meira né minna en átta hvolpar, sem Border-CoIlier-tikin
Nellý átti þar fyrir skömmu, og er ekki annað að sjá en „áttburununT heilsist vel.
Þorskaflinn frá 1972 og aukið útflutningsverðmæti:
Samsv ar ar, tvöföldum
loðnuflota Islendinga
bORSKAFLI tslendinga hefur
aukizt um 200 þúsund lestir
siðan árið 1972. Hann var um 426
þúsund lestir í fyrra, en árið 1972
veiddu íslendingar 225.400 lestir
af þorski. Áætla má að útflutn-
insgverðmæti þessarar aukning-
ar nemi rösklega 1,5 milljörðum
nýkróna cða 150 milljörðum
gkróna. Fyrir VÆ milljarð er
hægt að gera ýmsa hluti og til
viðmiðunar má benda á, að 1.
janúar siðastliðinn var vátrygg-
ingaverðmæti skuttogaranna 86
samtals 1,65 milljarðar króna.
Vátryggingaverðmæti loðnuskip-
anna 52 var þá hins vegar um 750
milljónir króna eða helmingur
aukningarinnar i útflutnings-
verðmæti þorskafla siðustu árin.
Þorskafli íslendinga og fob-
sjóinn
Ekki er vitað um nánari tildrög
óhappsins, en maðurinn var sjó-
blautur og kaldur sem von var er
hann kom upp, en þykir hafa sýnt
af sér hreysti við að komast úr
sjónum án aðstoðar. Maðurinn er
skipverji á bát, sem liggur í
Reykjavíkurhöfn.
I útflutningsverðmæti frá árinu
I 1972 má áætla sem hér segir
Álverið keypti
rafmagn fyrir
4 milljarða
gkróna í fyrra
í ÁRSREIKNINGI Landsvirkj-
unar fyrir árið 1980 kemur
fram, að ÍSAL keypti raforku
af Landsvirkjun fyrir tæplega
40 milljónir króna eða tæplega
4 milljarða gkróna á síðasta
ári. Raforkusala Landsvirkjun-
ar til almenningsveitna á sfð-
asta ári nam 10,5 milljörðum
gkróna.
Samkvæmt reikningunum er
eigið fé Landsvirkjunar 45,4
milljarðar gamalla króna. Tekj-
ur Landsvirkjunar námu tæp-
lega 15,9 milljörðum á síðasta
ári, en gjöld og afskriftir námu
17,3 milljörðum.
ÍSAL keypti raforku fyrir
3.894 milljónir gkróna og Járn-
blendiverksmiðjan fyrir 955
milljónir. Rafmagnsveitur ríkis-
ins keyptu raforku af Lands-
virkjun fyrir 5,3 milljarða
gkróna og Rafmagnsveitur
Reykjavíkur fyrir 4,7 milljarða.
I miðað við verðlag í ársbyrjun
| 1981: Þorskafli Fob-útll.
ísIendinKa verðmæti
f tonnum i milljúnum
1972 225.400 1.690
1973 234.900 1.762
1974 238.300 1.787
1975 265.000 1.987
1976 280.800 2.106
1977 329.700 2.473
1978 319.600 2.397
1979 360.100 2.701
1980 426.000 3.195
í þessari töflu er ekki um
nákvæmar tölur að ræða heldur
YFIRNEFND verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins ákvað á fundi sinum
f fyrradag lágmarksverð á loðnu,
veiddri til bræðslu, frá 1. janúar
sl. til loka vetrarvertíðar 1981.
Verðið var samþykkt með at-
kvæðum oddamanns, Bolla Þórs
Bollasonar og fulltrúa seljenda,
Ingólfs Ingólfssonar og Páls Guð-
mundssonar, gegn atkvæðum
kaupenda, Guðmundar Kr. Guð-
mundssonar og Jóns Reynis
Magnússonar. Þeir gerðu svofellda
grein fyrir atkvæði sínu:
grófan útreikning. Miðað er við
verðlag í ársbyrjun 1980. Verð-
mæti upp úr sjó er margfaldað
með 2, en sú verðmætaaukning
hefur verið í vinnslu þorskafla
síðustu 10 árin með tiltölulega
litlum frávikum. Verð á þorski
upp úr sjó er fundið með því að
reikna með meðalverðinu 3,75 kr.
á kíló.
Árið 1972 færðu jslendingar
landhelgina út í 50 mílur og árið
1975 var landhelgin færð út í 200
sjómílur.
„Miðað við framlagðar rekstr-
aráætlanir Þjóðhagsstofnunar
verða verksmiðjurnar eftir verð-
ákvörðun þess reknar með 17—
21% tapi, en útgerð veiðiskipanna
með 1—2% hagnaði.
Um 1,7 milljarða gamalla króna
mun vanta til að mæta áætluðum
rekstrarkostnaði verksmiðjanna á
vetrarvertíð. Teljum við slíka
ákvörðun meirihluta yfirnefndar
um tekjuskiptingu milli viðskipta-
aðila með öllu óhæfa."
Kaupendur á móti
nýju loðnuverði