Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 5 Sjónvarp mánudagskvöld kl. 21.15: Það er svo margt í henni veröld Á dagskrá sjónvarps á mánu- dagskvöld kl. 21.15 er danskt sjón- varpsleikrit, Þaö er svo margt í henni veröld, eftir Bille August, sem einnig er leikstjóri. Aöalhlut- verk Mikkel Koch, Peter Schröder og Helle Merete Sörensen. Þýöandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Mads litla virðist hvorki skorta ást né umhyggju foreldra sinna. En hann á við þann vanda að etja að hann vætir rúmir sitt, og þar kemur, að hann fer á sjúkrahús til rannsóknar. Úr danska sjónvarpsleikritinu „ÞaA er svo margt í henni veröld“. sem er á dagskrá kl. 21.15. Sveitaaðall kl. 21.20: Hjónaband Lindu og Tonys að leysast upp Á dagskrá sjónvarps kl. fred Wincham giftast og 21.20 er fjórði þáttur í setjast að í Oxford. breska framhaldsmynda- flokknum Sveitaaðall. Þýð- andi er Sonja Diego. Polly giftist Boy Dougale, sem misst hefur fyrri konu sína og þau setjast að á Sikiley. Svo virðist sem hjóna- band Lindu og Tonys sé að leysast upp. Fanny og Al- Landsmót skáta í Kjarnaskógi _ Akureyri, 6. marz. ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda landsmót skáta 1981 i Kjarna- skógi, útivistarsvæði Akureyringa, dagana 26. júli til 2. ágúst. Undir- búningsvinna hefir staðið frá 1977, en mótsstjórn hefir starfað frá þvi í janúar 1980. Mótsstjórnin er skipuð 7 skátum, þaulreyndum við undirbúning og framkvæmd stórmóta. Mótsstjórar verða Gunnar Jónsson og Þorbjörg Ingvadóttir, fjármálastjóri Valtýr Hreiðarsson, dagskrárstjóri Garðar Lárusson, tjaldbúðastjóri Tryggvi Marínósson, útbreiðslustjóri Björn Sverrisson og ritari Edda Her- mannsdóttir. Skátafélögin á Dalvík, Húsavík og í Ólafsfirði munu taka að sér ákveðin hlutverk, en megin- vinnan við undirbúninginn hvílir á rúmlega 400 akureyrskum skátum. Á Akureyri starfa 4 skátafélög: Kvenskátafélagið Valkyrjan, Skáta- félag Akureyrar, Hjálparsveit skáta og St. Georgsgildið, og standa þau öll að landsmótinu. Alls starfa 35 skátafélög á 25 stöðum á landinu, og í þeim eru 3500—4000 skátar. Búast má við, að um 1000 íslenskir skátar sæki mótið og allmargir erlendir skátar, um 25 frá Álasundi, vinabæ Akureyrar í Noregi, og sennilega um 50 aðrir frá ýmsum löndum. Landsmótið var kynnt á skátamóti í Lancaster í Englandi í fyrra, og þar komust akureyrskir skátar í samband við skáta í öllum Evrópulöndum, þar sem skátastarf fer fram. Öllum skátum er heimil þátttaka í landsmótinu, ef þeir eru eða hafa verið virkir í starfi og hafa lokið 1. áfangaprófi. Mótsgjald er 725 krón- ur, en hvert systkini umfram hið fyrsta fær 25% afslátt. Innifaiið { gjaldinu er fullt fæði allan tímann, mótsmerki og öll þjónusta, sem veitt er á mótinu. Margháttuð starfsemi fer fram í Kjarnaskógi mótsdagana, svo sem blaðaútgáfa, bankastarf- semi, sjúkraþjónusta, ferðaskrif- stofa og minjagripaverslun, svo að eitthvað sé nefnt. Tvennar tjaldbúð- ir verða á mótinu, skátabúðir með torgafyrirkomulagi og fjölskyldu- tjaldbúðir, þar sem hjón geta dval- ist með börnum sínum undir skáta- aldri. Vitanlega verður dagskrá afar fjölbreytt og forvitnileg og nóg að starfa og fást við allan tímann. Laugardaginn 1. ágúst verður heim- sóknardagur, og um kvöldið verður aðalvarðeldur mótsins, þar sem öll- um verður heimill aðgangur. Móts- slit verða laust fyrir hádegi sunnu- daginn 2. ágúst, og þá heldur hver heim til sín, nema hvað sumir erlendu skátarnir munu dveljast á heimilum íslenskra skáta nokkra daga eftir mótið. Að kvöldi mánu- dagsins 3. ágúst ætla skátarnir að skila mótssvæðinu með þakklæti fyrir lánið og í því ástandi, að ekki verði séð, að þar hafi neitt manna- mót verið haldið. Sv. P. PRINTM VNDAOKRO AÐALSTRXTI • - SlMAR: 171S2-173SB Vift kynnum sumaráaetlunina 1981 Einstaklega ódýrar og skemmtilegat ferðir með sjálfstacðu leiguflugi í hin vinsælu sumarhús í Karlslunde, auk þess sem nú býðst einnig dvöl í svipuðum sumarhúsum í Karribæksminde og Helsingör. Danmerkur ferðimar eru tilvaldar fjölskylduferðir, þar sem allir aldurshópar finna sér sameiginleg áhugamál og verkefni, jafnt á baðströndinni sem á fjöl- mörgum ævintýrastöðum nálægra borga og bæja. Danmörk SUMARHÚS í KARRIBÆKSMINDE, KARLSLUNDE OG HELSINGÖR MALTA Mellieha Holiday Centre Nýr og spennandi áfangastaður fyrir íslenska hópferðafarþega. Gisting í einsiaklega glæsi- legum sumarhúsum í Mellieha Holiday Centre, - fullkominni ferðamannamiðstöð við eina glæsi- legustu baðströnd Möltu. Þessi einstæða ævintýraeyja Miðjarðarhafsins hefur löngum þótt sérstakur og óvenjulegur sumarleyfisstaður, þar sem í senn má njóta fullkomins ferðamanna- aðbúnaðar og kynnast um leið fábrotnu og hefð- bundnu mannlífi eyjarskeggja. VERÐ FRA KR. 5.900 Kanada TORONTO Samvinnuferðir-Landsýn efnir nú í fyrsta sinn á íslandi til reglubundins leiguflugs vestur um haf. Stefnan er sett á stórborgina Toronto, sem á engan hátt þykir gefa eftir frægustu borgum Bandaríkjanna í fjölskrúðugu stórborgarmannlífi sínu. Frá Toronto liggja leiðir til allra átta fyrir þá sem vilja t.d. fljúga til stórborga í Banda- rflcjunum og er rétt að benda sérstaklega á hag- stæð flugfargjöld innanlands, sem sjálfsagt cr að notfæra sér i hinum 3ja vikna löngu Toronto ferðum. Með þessu reglubundna sjálfstacða leigu- flugi opnar Samvinnuferðir-Landsýn bæði stórum og litlum hópum nýja og áður útilokaða möguleika á verulegum hópafslætti í ferðum til Ameríku. VF.RÐ FRA KR. 1.300 Aðildarfélagsafslættir - barnaafslættir Italía RIMINI Ein af allra bestu og vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lifi og fjöri allan sólarhringinn. Endalaus spcnnandi verkefni fyrir alla fjölskyld- una á leikvöllum, í skemmtigörðum, tívolíum oj: viðar. Veitingahús og skemmtistaðir i sérflokki, stórkostleg baðströnd og síðast en ekki síst fyrsta flokks íbúðargisting á Giardino, Bonini og Rinaldi. Hótelgisting á City, Excelsior og Atlantico. VERÐ FRA KR. 4.210 Samvinnuferðir-Landsýn býður nú í fyrsta sinn öllum aðildarfélögum sinum fullan afslátt í allar hópferðir til Rimini, Portoroz, Danmörku og Möltu. Rétt á aðildarafslætti eiga allar fjölskyldur sem tengjast féiögum innan vébanda ASÍ, BSRB, Landssambands islenskra samvinnustarfs- manna, Stéttarsambands bænda eða Sambands íslenskra bankamanna. Afslátturinn nemur kr. 500.- fyrir hvem aðildarfélaga og maka hans, en kr. 250 - fyrir börn. Sérstakur barnaafsláttur er einnig veittur og er hann allt að kr. 1.500.-. Þegar allt er talið getur því t.d. fjögurra manna fjölskylda fengið allt að kr. 4.500 - í afslátt og munar svo sannarlega um minna! Júgóslavía PORTOROZ Friðsæl og falleg sólarströnd sem aldrei bregst tryggum aðdáendum sinum. Margra ára reynsla Samvinnuferða-Landsýnar í Portoroz tryggir Júgóslavíufarþegum besta fáanlegan aðbúnað á allan hátt. Hótelgisting á hinum viðurkenndu hótelum Palace samsteypunnar, Grand Paiace, Appollo og Neptun. VERÐ FRA KR. 4.450 m/hálfu fæði Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 VERÐ FRÁ KR. 3.300 fjölbreyttari og glæsilegri en nokkru sinni furr SL-kjör“ 99 Samvinnuferðir-Landsýn býður farþegum sínum ný og hagsiæð greiðslukjör, sem tryggja þeim örugga vöm gegn gengisbreytingum eða hækkunum á verði sólarlandaferðanna. Með innborgun fyrir 1. maí má festa verð ferðarinnar i réttu hlutfalli við innborgun og komast þannig hjá hzkkunum er líður á sumarið. „SL-kjörin“ auðvelda þannig raunhæfa Hárhagsáætlun þrátt fyrir ótryggt efnahagsástand og örar gengisbreytingar. Allar upplýsingar í bæklingunum Nýir og sérstaklega vandaðir sumarferðabæklingar liggja nú frammi á skrifstofunni í Austurstræti og hjá umboðsmönnum um land allt. Þar eru farnar ótroðnar slóðir og veittar upplýsingar um smæstu sem stærstu atriði, s.s. gistingu, skoðunarferðir, ferðatilhögun, ýmsar aðstæður og aðbúnað, helstu veitinga- og skemmtistaði, opnunartíma verslana og banka o.fl. o.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.