Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
7
SIEMENS
nýr valkostur
Siemens-
eldavélin
MEISTERKOCH
með blástursofni
SMITH &
NORLAND HF.,
Nóatúni 4, sími 2830B.
Verzlunin veröur lokuö
þriöjudaginn 10. marz, vergna jaröarfarar ísleifs
Jónssonar.
ísleifur Jónsson hf.,
byggingavöruverzlun
Bolholti 4.
Scandinavian
Fashion Week
í Kaupmannahöfn
17.—23. mars
Verö frá kr. 3.407.-.
Innifalid: Flugfargjald og gisting meö morgun
veröi.
Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum:
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
1969 1. flokkur
1970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
pr. kr. 100.-
5.850,48
5.357.03
3.891,02
3.536,04
3.069.78
2.627,66
1.958,90
1.804,31
1.245,68
1.017.68
767,13
727,80
590.44
548,38
459.35
374.35
295.45
249,83
193,85
151,59
119,55
nýtt útboö 105,44 ♦ dv.
8. marz 1981
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
Kaupgengi pr. kr. 100.-
A — 1972 2.011,42
B — 1973 1.656,51
C — 1973 1.415,60
D — 1974 1.205,01
E — 1974 830,30
F — 1974 830,30
G — 1975 556,12
H — 1976 531,55
I — 1976 407,05
J — 1977 379,94
OfanskréA gwtgi «r m.y. 4% ávðxtun
uk vinn-
•ru g*1-
Maðalávöxtun aparMiirtoina umtram
varðtryggingu *r 3,5—«%. Sðiutimi *r
1—3 dagar.
VEÐSKULDA-
ingsvoner. I
in út á handhafa.
HLUTABRÉF
M.
Kauptilboð
óakaat
Kaupgangi m.v. natnvaxti
BREF:* 12% 14% 16% 1S% 20% 38%
1 ár 65 66 67 69 70 81
2 ár 54 56 57 59 60 75
3 ár 46 48 49 51 53 70
4 ár 40 42 43 45 47 66
5 ár 35 37 39 41 43 63
*) Miðað ar við auðsaljanlaga faataign.
miiiranncmHiM fflimu hp.
VERÐBRÉFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaöarbankahúsinu. Sími 28566.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.
Fyrst eru nokkrar hugleið-
ingar í framhaldi spjalls
Odds Sigurjónssonar um
stofnanaíslensku. Stofnana-
mál er ekki séríslenskt fyrir-
bæri og ekki heldur nýtt af
nálinni. I gamla daga nefndu
menn þetta kansellístíl, og
stofnanaíslenskan nú hefur
einnig gengið undir nafninu
nýkansellístíll. Það er vafa-
lítið rétt hjá Oddi Sigurjóns-
syni, að skipulegar rann-
sóknir á tilurð stofnanamáls
hafi lítt farið fram hér á
landi, og er þá að geta sér til
um hana.
Stofnanamál (á ensku
officialese) á sér trúlega
frumorsök sína í því að
ýmsar stofnanir þurfa að
fást við mjög sérgreind efni.
Orðaforðinn verður þegar af
þeim sökum sérlegur og óal-
þýðlegur. í stofnunum hins
opinbera er oft fengist við
ýmsar nýjungar, hugtök og
hluti, sem ekki eiga sér áður
heiti í málinu. Er þá um
tvennt að velja: taka upp
útlendu orðin eða reyna að
búa til nýyrði. Sum tökuorð
fara vel í málinu, ef þess er
gætt að þau gangist undir
reglur um beygingu, fram-
burð og stafsetningu þess
máls sem þau verða hluti af.
Nýyrðasmíð er hins vegar
vandasöm og stundum verr
farið en heima setið.
Ég hef ekki trú á því, að
stofnanamál sé að nokkru
marki komið til vegna þess
að stofnanamenn séu vísvit-
andi að smíða brú milli sín
og alþýðu manna. Ef svo
væri, þá er alvarleg hætta á
ferðum. Ég held fremur að
orðfæri margra þeirra valdi
kunnáttuleysi, slævður
smekkur vegna langdvalar
erlendis og skortur á þolin-
mæði. Einnig þyrfti að sjá til
þess að stofnanamenn hefðu
greiðan gang að góðum
ráðgjöfum, svo að þeir láti
ekki ambögur frá sér fara, og
sem betur fer, leita ýmsir
þeirra sér slíkrar ráðgjafar.
Sumir embættismenn hins
opinbera virðast aftur ekki
gera sér grein fyrir því,
hversu skrípislegt mál það er
sem oft kemur frá „æðstu
stöðum", jafnvel háskóla og
menntamálaráðuneyti, þar
sem varðborgir íslenskrar
tungu ættu þó að standa
traustastar.
Hitt er fagnaðarefni, að
málkennd almennings er svo
næm að hann lætur ekki
bjóða sér bögumæli og hnoð
möglunarlaust. Og er þá
komið að kjarna málsins.
Það sem kemur frá æðstu
stofnunum samfélagsins, á
að vera á skiljanlegu og þjálu
mannamáli, eftir því sem
unnt er. Skylt er að viður-
kenna að slíkt getur verið
erfitt, þegar um mjög sér-
hæfð vísindi er að ræða, að
minnsta kosti sum hver. En
viðleitnin má ekki niður
falla. Við megum ekki sætta
okkur við að til verði tvenns
konar íslenska, önnur fyrir
lærða og hin fyrir leika. Þó
við ætlumst til mikils af
skólum og ráðuneytum, þá
skulum við ekki gleyma því,
að akademía íslensks máls er
líka, og á að vera, á heimilum
almennings í sveit og við sjó.
Og meðan fólk gerir gys að
stofnanaíslensku (nýkans-
ellístíl) þá held ég að við
séum ekki í bráðri hættu.
Gestur Pálsson skáld sagði í
frægum fyrirlestri um lífið í
Reykjavík 1888: „Háðið, nógu
napurt og nógu biturt, hefur
um allan aldur heimsins ver-
ið besti læknirinn fyrir
mannkynið."
Örn Snorrason (Aquila) í
Reykjavík leggur til að flókið
mál verði gert einfalt og af
útlenda orðinu stereo verði
afturendinn tekinn og eftir
standi ster, beygist eins og
ber, sker eða gler. Hvernig
líst mönnum á þetta? Er það
nokkuð verra en hvað annað?
Geir Magnússon í Banda-
ríkjunum skrifar mér á þann
veg að hann lesi öll blöðin
„að heiman" og sér blöskri
oft málleysur og ambögur.
Ekki nefnir hann sérstök
dæmi, en víkur hins vegar að
ofnotkun orða og orðasam-
banda. Ýmsar tískubylgjur
af því tagi eru kunnari en frá
þurfi að segja. Geir leiðist
mest hvernig orðasambandið
„að vera í stakk búinn" sé
þrástaglað. Hann segist hafa
séð í blaði, að „einhver var
spurður um bölvaðan stakk-
inn, sá hinn sami svaraði
með sama stakk tvisvar. Get-
urðu ekki, Gísli minn, kveðið
þennan stakk í kútinn?“
Gott er til þess að vita að
áhugi á íslensku máli nái út
fyrir landsteinana („Ætt-
landshafið"), svo sem skrifað
hefur verið) og reyndar al-
kunna að langdvöl erlendis
hafi skerpt þjóðerniskennd
og málvitund (gagnstætt því
sem fyrr sagði í þessum
þætti). Dæmi af Hafnar-
Islendingum eru mörg því til
staðfestingar.
Stakkinn get ég að sjálf-
sögðu ekki „kveðið í kútinn".
En tískubylgjur hníga.
Ofnotkun orða er hvimleið,
en við henni er kannski lítið
að gera nema minna menn á
að „of mikið af öllu má þó
gera“. Og orðasambandið að
vera í stakk búinn er út af
fyrir sig rétt. Ég held við
verðum í þessu sambandi að
klæðast í bili stakki þolin-
mæðinnar. Mér er skapr nær
að glíma við verri máldrauga
og hefur þó illa gengið að
kveða niður sitthvað af þeim
óhreinindum. Ég er þó ekki
frá því að ársgrundvöllurinn
hafi brostið nokkuð svo og
sitthvað fleira í stofnana-
máli hafi lagast. Tökum t.d.
orðið dagvistunarstofnun.
eins og prófessor Halldór
Halldórsson gerði í fyrir-
lestri á dögunum. Hann seg-
ist hafa búið í heimavist,
þegar hann var í Mennta-
skólanum á Akureyri. Hann
bjó ekki í heimavistunar-
stofnun. Og síðan spurði
Halldór: Má þá ekki alveg
eins segja dagvist og heima-
vist?
Nú skulum við láta stofn-
un njóta sannmælis. í frétt-
um sjónvarpsins tveimur
dögum seinna sagði frá því,
að dagvistir á Akureyri og í
Kópavogi kynnu að verða
lokaðar vegna ' uppsagna
fóstra. Þessi viðbrögð hjá
fréttastofu sjónvarpsins eru
til fyrirmyndar, og vonandi
fylgja aðrir þessu góða for-
dæmi. Við skulum ekki
gleyma því í allri fordæm-
ingu okkar á stofnanaís-
lensku, að margir stofnana-
menn taka fegins hendi leið-
beiningum sem þessum. Er
þess nú að vænta að dagvist-
ir standi opnar, en dagvist-
unarstofnanir gleymist um
sinn.
Spurður hef ég verið hvers
vegna þrjár fyrstu nætur
hjónabandsins heiti Tobías-
arnætur. í sumum heimild-
um má finna að þennan tíma
mættu brúðhjónin ekki haf-
ast hjúskaparfar við. Hörður
Jóhannsson á Akureyri
fræddi mig um þetta flókna
mál. Meðal apókrýfra bóka
Gamla testamentisins er
Tobíasarbók. Þar segir m.a.
af því, að Sara Ragúelsdóttir
var gefin Tobíasi þeim sem
bókin er við kennd. Hún
hafði oft áður verið manni
gefin, og dóu allir skyndi-
lega. Mér skilst að Tobías í
samnefndri bók hafi ekki
gert sér brátt um samfarir
við Söru og borgið með því
lífi sínu (Innskot: Tobías
merkir: Guð er góður).
Hlymrekur handan kvað:
Alltaí þreyta mig bönn öll og bras.
Ég er bráðlátur, allt að þvi ras-
gjarn á að gera
hitt, sem gott á að vera.
Þína slóð sist ég treð, Tobias!
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERO
AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355
Verslunin hættir
að Laugavegi 63
Daglega nýjar vörur. Gerið góö kaup.
Erla, Laugavegi 63.