Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 26

Morgunblaðið - 08.03.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 GLÆSILEG SERHÆÐ I HLIÐUNUM' Y. ósamt risi til sölu, samtals um 200 fermetrar (tvöfalt gler, Danfoss) Selst saman eða f sitthvoru lagi, bein sala. Upplýsingar I Sima 24456. Sigmondur Hannesson lögfrœöingur Bændur athugið Vorum aö fá nokkur stykki af PARMITER heyskerum. Þessir heyskerar vöktu geysilega at- hygli á Landbúnaöarsýningunni á Selfossi. Þeir eru auðveldir í tengingu við allar tegundir dráttarvéla og fljótvirkir í notk- un. Meö þeim fylgir áttfaldur vökvadeilir svo og allar slöngur og tengi sem meö þarf. Vélaborg I Sundaborg 10, - sími 86655 - 86680. V Leitiö nánari upplýsinga. HwnDffl^vr; Kr. 66.500 miöaö viö lúxusútbúnaö, svo sem: Stereo útvarps og kassettutæki, plussáklæöi, teppi á gólfum, höfuöpúöa, klukku, hitaöri afturrúöu o.fl. Ryövörn innifalin í veröinu. 4ra strokka fjórgengisvél, 1439 cc meö ofanáliggjandi knastás, 4ra gíra, al samhæföur gírkassi, eigin þyngd 910 kíló, aflbremsur, diska- bremsur aö framan og skála- bremsur aö aftan. McPerson gormafjöörun aö framan, blaö- fjaörir aö aftan. Frábærir aksturseiginleikar. Sýngarbíll á staönum. G/obus/ LÁGMÚLI 5, SÍMI81555 VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK l Þt AIGLÝSIR L'.M ALLT LAND ÞEGAR ÞL Al'G- LYSIR í MORGlMiLADIM Gunnar Bjarnason með eina mynd sina. Ljóðrænar myndheildir Nokkur ár eru nú liðin síðan Gunnar R. Bjarnason hélt sína fyrstu sýningu í Ásmundarsal og þá í félagi við Ragnar Kjartans- son myndhöggvara. Sýning þeirra félaga vakti þá töluverða athygli enda fóru þar málverk og höggmyndir vel sam- an og sýningin hin þekkilegasta í heild. Gunnar R. Bjarnason þekkja margir og þá einkum fyrir störf að leikmyndagerð og uppsetningu sýninga ásamt mörgu öðru tilfallandi á hönnun- arsviði. Þótt hann sé minna þekktur sem málari hefur ýmsum þó verið ljóst af myndum hans á fyrrnefndri sýningu og ýmsum samsýningum, að hann kann ýmislegt fyrir sér á því sviði. Gunnar hefur farið sér hægt á vettvangi málaralistar á undan- förnum árum, enda vísast störf- um hlaðinn við brauðstrit hvunndagsins, — það er eitt að marka sér ákveðið starf og vinna að listiðkun í hjáverkum, en annað að hafa listiðkun að starfsvettvangi og vera þvingað- ur út á vinnumarkaðinn til að sjá sér og sínum farborða. Báðir kostirnir eru afleitir ef stefnt er hátt og hér úthermtir það óhemju viljaþrek og fórnfýsi að ná marktækum árangri. Síðara tilvikið, er menn hafa oftlega langt og strangt listaskólanám að baki í sérgrein sinni, gerir hlutina ólíkt viðráðanlegri því að menn eiga þá auðveldara með að setja sig inn í myndsköpun í rökréttu samhengi. — Listamaðurinn, sem hér er til umræðu, heldur um þessar mundir sína stærstu og viða- mestu myndverkasýningu til þessa, — fyllir báða kjallarasali Norræna hússins með myndum unnum i olíu, pastellitum og teiknikoli. Það er geðfelldur heildarsvip- ur í stóra salnum þar sem olíumálverkin eru staðsett og Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hvert einasta málverk talar til manns á sinn ákveðna hátt og þá oftast þýðum ljóðrænum rómi. Og án þess að ljóðrænan glatist, dýpkar og styrkist hljómurinn í nokkrum myndum, svo sem nr. 4 „Við lónið“, 12 „Leikur í litum“, 16 „Rauð jörð“, 18 „Eyðibyggð" og 23 „Skömmu síðar“. I sumum myndanna bregður fyrir áhrifum frá málurum svo sem Sverri Haraldssyni, Hring Jóhannessyni, Maurice Ésteve og Jaques Villon, en í hvert sinn á sinn sérstaka hátt. Liturinn og blæbrigði hans eru hin sterkari hlið Gunnars og kemur það greinilega fram í kolteikningum hans þar sem hann virðist gleyma sjálfum sér en muna hins vegar aðra þeim mun betur, þann þátt sýningarinnar vil ég helst hlaupa yfir. — En svo birtast skyndilega pastelmyndir Gunnars, margar frekar smáar í formi en hver og ein hrifmikil í litrænum hrein- leika og áhrifamætti. Hér njóta hæfileikar Gunnars sín best, blómstra raunar meir en nokkru sinni fyrr og er hér tvímælalaust um hápunkt sýningarinnar að ræða að mínu mati. Myndhugsun hrein og skýr, blæbrigði lita rík og safamikil. Gunnar R. Bjarnason má vel við una með þessa frumraun sína um stóra einkasýningu. Hún sannar svo ekki verður um villst miklar litrænar kenndir þessa listamanns og að hann eigi af ríkum sjóði að ausa. En það þarf líka mikla vinnu og aftur vinnu til þess að höndla þann auð þannig að hann beri ávöxt í tíma og rúmi. Á móti fjölgun borgarfulltrúa „ÞETTA mál hefur lítið verlð rætt innan borgarmálaráðs Alþýðu flokksins. þannig að flokkurinn sem slikur hefur ekki tekið afstöðu til fjölgunar borgarfulltrúa. Ég er hins vegar á móti þvi að borgar- fulitrúum verði fjölgað og tel að það verði aðeins tii þess að gera borgarkerfið þyngra i vöfum,“ sagði Bjarni P. Magnússon vara- borgarfulltrúi Alþýðuflokksins i samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður álits á hugmyndum um fjölgun borgarfulltrúa. „Núverandi kerfi hefur reynst ágætlega, þó mætti gera vissar kerfisbreytingar, en hið pólitíska samband er ágætt. Ég er þeirrar skoðunar að það sé bara peninga- austur að fjölga borgarfulltrúum," sagði Bjarni. Bjarni sagði að álit stjórnkerfis- nefndar borgarinnar væri komið á góðan rekspöl og brátt færu meiri- hlutaflokkarnir að fjalla um það, til að taka einhverja grundvallaraf- stöðu. Meðal annars yrði afstaða tekin til fjölgunar borgarfulltrúa og fjölgunar borgarráðsmanna. „Ég held að menn séu ekki einhuga innan Alþýðuflokksins um fjölgun borgarfulltrúa og ég sé enga ástæðu til að fjölga þeim. Því er kannski lítið hægt að segja um afstöðu Alþýðuflokksins. Annars finnst mér að forystumenn Alþýðu- flokksins vilji ekki taka afstöðu til þessa máls fyrr en þeir sjá þá stefnu sem hinir meirihlutaflokkarnir taka, til þess að geta síðan látið beygja sig,“ sagði Bjarni P. Magnús- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.