Morgunblaðið - 08.03.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 08.03.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 19 Ljósmyndir að Kjarvalsstöðum Ljósmyndasýningar eru að verða jafn algengur viðburður og málverkasýningar hér á höfuð- borgarsvæðinu. Sé þetta ekki hreinar ljósmyndasýningar, þá er t.d. um hugmyndafræðilega list að ræða með ljósmyndir sem uppistöðu, og sé lengra haldið, þá má nefna það, að þeim myndlistarmönnum fjölgar sem nota ljósmyndina og stækkarann sem uppistöðu og burðargrind mynda sinna. Ljósmyndin er þannig allt í kringum okkur og hun er vissu- lega í besta falli gild myndlist enda er erfitt að setja mörkin hér á milli. Málarar hafa notað ljósmyndina sem hjálpartæki frá fyrstu tíð svo sem kunnugt er, en þó oftast á annan veg en gert er í nútímanum. Tveir ungir menn með næm augu fyrir hinu myndræna í umhverfinu troða nú upp með ljósmyndasýningu í vestri sal Kjarvalsstaða. Eru það þeir Em- il l>ór Sigurðsson og Finnur P. Fróðason. — Emil Þór er fréttaljósmyndari hjá Vísi og er lærður sem andlitsmynda- Þýdd bók um John Lennon frá Yöku Útgáfufyrirtækið Vaka, sem er í eigu Ólafs Ragn- arssonar, hefur samið við brezkt útgáfufyrirtæki að gefa út á íslandi ævisögu John Lennons, brezka bit- ilsins, er var myrtur í nóvember sl. Er bókin að koma út í Bretlandi um þessar mundir. Ólafur Ragnarsson kvaðst í samtali við Mbl. nýlega hafa tryggt sér útgáfurétt þessarar bókar. Hafði hin brezka útgáfa afráðið að gefa út ævisögu Lennons nokkru áður en hann féll frá og ráðið til þess brezkan rithöfund. Hefði verkinu nú verið flýtt og kæmi bókin út næstu daga. Ólafur hefur ráðið þau Þorgeir Ástvaldsson og Eddu Andrésdóttur til að skrifa íslenzkan sérkafla við bók- ina. I þessum bókarauka verður fjallað um áhrif bítl- anna á popptónlist hérlendis og hafa þau þegar hafizt handa við verkið. Að öðru leyti verður bókin eins og brezka útgáfan, m.a. prýdd fjölda mynda. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU u <.i.ym\<; \ SIMIW KK: 22180 ljósmyndari, en hins vegar er Finnur P. sjálfmenntaður. Þeir félagar eiga sér það sameiginlegt að nálgast mynd- efnið með ljóðrænar stemmn- ingar í huga — það er í senn auðsætt á myndum þeirra og enn frekar á nafngiftum myndanna. Það er í raun réttu dálítið vafasamt fyrirtæki með því að með því beinir það huga áhorf- andans að afmörkuðu hugarsviði gerandanna í stað þess að lofa áhorfandanum að skálda sjálfur í myndirnar. Hér er þetta atriði mjög áberandi þar sem um hlutbundnar ljósmyndir af landslagi og ýmsum fyrirbærum í landslagi er að ræða — en að öðru leyti má karpa endalaust um gildi og þýðingu nafngifta myndverka. Það er margt um fallegar myndir á sýningu þeirra félaga og vil ég hér nefna sérstaklega Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON myndir eins og nr. 10, 11, 12, 16, 17 og 27 eftir Emil Þór og nr. 32, 34, 35, 43, 44, 49, 56, 57 og 61 eftir Finn P. Ætti ég að nefna eftirminni- legustu myndirnar á sýningunni eftir tvær heimsóknir yrðu það „Tíminn sem tórði í gær“ (10), eftir Emil Þór og „Ó blóm sem deyið! Björtu vökunætur, sem bráðum hverfið inn í vetrar- skuggann", eftir Finn P. — I báðum tilvikum má segja að um hafi verið að ræða „skot í bláhornið"... Svo sem sjá má eru textarnir mjög skáldlegir og í raun er maður mjög skáldlega þenkjandi ■ lengi eftir að maður er farinn af sýningunni. Eg mundi vilja koma því hér að: Haldið áfram að skálda með ljósmyndavélinni í landslagið ungu menn, eða máske réttara, leitið í spreng að skáldlegu myndefni, og látið það duga... Fjölbreytt úrval sófasetta til afgreiðslu nú þegar modell APHr'ODITE Viö vekjum einnig at- hygli á pöntunarþjón- ustu okkar á sófasett- um. Afgreiöslut. ca. 8 vikur. Bíósfo Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn Ármúli 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.