Morgunblaðið - 08.03.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981
Stúdentakosningar
3 listar i framboði í fyrsta sinn
KOSNINGAR til stúdentaráðs Háskóla íslands og kosning tveggja fulltrúa til
Háskólaráðs fara fram miðvikudaginn 11. marz næstkomandi. Nú í fyrsta skipti
eru í framboði þrír listar, listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, listi Félags
vinstri manna og listi umbótasinnaðra stúdenta. Undanfarin ár hefur baráttan
staðið á milli hinna tveggja fyrrnefndu og síðustu árin hefur þar verið mjótt á
mununum. Nú er kosið um 13 fulltrúa i stúdentaráð og 2 i Háskólaráð.
Fyrir þessar kosningar eiga Vaka og Félag vinstrimanna 1 fulltrúa hvort i
Iiáskólaráði, en í stúdentaráði á Félag vinstri manna 7 fulltrúa á móti 6 fulltrúum
Vöku. Listi umbótasinnaðra stúdenta er enn óskrifað blað og erfitt að gera sér
grein fyrir hver áhrif hann kunni að hafa á úrslit kosninganna. Hvort hann verði
til þess að rjúfa 10 ára valdaferil Félags vinstri manna innan Iláskólans. og ef svo
verður, með hvaða úrslitum veit enginn enn, en telja verður öruggt að gömlu
listarnir verði áfram stóru öflin i stúdentapólitíkinni, hvað sem verða kann í
framtíðinni. Til að varpa frekara ljósi á þessi mál og til að skýra stefnu allra
listanna hafði Morgunblaðið samband við efstu menn þeirra allra og formann
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og fara viðtölin hér á eftir.
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson:
Vaka eini
raunhæfi
valkosturinn
„Við Vökumenn sjáum enga
ástæðu til annars en að vera
bjartsýnir þó framboð umbóta-
sinnaðra stúdenta hafi nú komið
fram, við unnum mann, bæði í
fyrra og hitteðfyrra og í síðustu
kosningum til 1. des.-nefndar
munaði aðeins 27 atkvæðum á
okkur og Félagi vinstrimanna, svo
það er augljóst að við erum að
sækja á,“ sagði Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, formaður Vöku er
Mbl. ræddi við hann um fyrirhug-
aðar kosningar til stúdenta- og
Háskólaráðs.
„Það virðist sem vaxandi
óánægju gæti meðal vinstrimanna
sjálfra, menn virðast hafa fengið
nóg af róttæklingunum og póli-
tískri sjálfsgagnrýni þeirra. Miðað
við þessa augljósu óánægju og
fylgishrun vinstrimanna í síðustu
1. des.-kosningum má búast við
því að framboð umbótasinnanna
taki frekar frá vinstrimönnum en
Vöku, fylgi okkar er stöðugra. Ég
álít samt sem áður, að enn sem
fyrr muni baráttan standa á milli
Vöku og róttæklinga. Það er því
mikilvægt að lýðræðissinnar
dreifi ekki kröftum sínum. Skyn-
samlegra er að styðja hinn eina
raunhæfa valkost, það er að segja
Vöku.
Þrátt fyrir hávaðann í umbóta-
sinnunum hafa þeir ekkert nýtt
fram að færa. Þetta er alls óreynt
fólk, hefur ekkert komið nálægt
stúdentapólitíkinni og virðist ekki
vita út á hvað málin ganga, eins og
sjá má á kosningablaði þess.“
— Gætuð þið hugsað ykkur
samstarf með umbótasinnum,
komist þeir í oddaaðstöðu í stúd-
entaráði?
„Við erum stórhuga og ætlum
okkur að vinna hreinan meirihluta
í þessum kosningum og því tel ég
ótímabært að ræða slika mögu-
leika. Við höfum unnið jafnt og
þétt að því að auka fylgi okkar og
höfum orðið varir við mjög góðar
undirtektir 1. árs nema. Róttækl-
ingabylgjan virðist alls staðar í
rénun og fólk sér að vinstrimenn
hafa siglt ýmsum mikilvægum
málum í strand, eins og rekstri
stúdentagarðanna og Stúdenta-
blaðið hefur þeim tekizt að eyði-
Ieggja gjörsamlega. Félagsstarf
Vökumanna hefur að undanförnu
vaxið verulega og lofar það vissu-
lega góðu.“
— Hver eru helztu stefnumál
Vöku?
„Vaka hefur markað stefnu í
ýmsum málum, svo sem mennta-,
hagsmuna-, þjóð-, og utanríkis-
málum. Eitt af því, sem brýnast
er, er að hefja þegar byggingu
nýrra stúdentagarða. Þegar Gamli
og Nýi Garður voru byggðir fyrir
allmörgum árum hýstu bæði húsin
25% stúdenta, en nú rúma stúd-
entagarðarnir ekki nema um 4%
stúdenta við Háskóla Islands. Þá
verður að leggja áherzlu á, eftir að
viðgerðum á görðunum lýkur að
leiga standi undir rekstrarkostn-
aði, svo ekki þurfi að verða aftur
slíkt ófremdarástand eins og verið
hefur undanfarin ár, vegna lélegr-
ar rekstrarstefnu vinstri manna.
Stúdentablaðið er alls ekki leng-
ur málgagn allra stúdenta, heldur
málgagn þröngs hóps öfgamanna
og er úr öllum tengslum við
deildarfélögin. Við Vökumenn
lögðum til, að við blaðið yrði 13
manna ritnefnd, það er 1 frá
hverju deildarfélagi. Það var sam-
þykkt um síðir, en ritstjórar
blaðsins hafa síðan að mestu
hundzaö þessa ritnefnd. Þá er rétt
að geta þeirrar óhæfu að ritstjóri
blaðsins hefur fengið um 5 millj-
ónir gkr. fyrir að gefa út 8
tölublöð og það þó hann hafi sér
til aðstoðar 13 manna ritnefnd og
ritstjóri SÍNE sjái auk þess um
einn þriðja hluta blaðsins. Vöku-
menn, vanir blaðaútgáfu, hafa
boðizt til að taka útgáfu blaðsins
að sér, því að kostnaðarlausu, en
því boði hefur enn ekki verið tekið.
Þá er rétt að benda á það að
allir stúdentar eru skyldaðir til að
kaupa Stúdentablaðið í gegn um
innritunargjöldin án tillits til þess
hvort þeir hafi áhuga á því.
Mönnum ætti að vera frjálst að
kaupa blaðið, slíkt fyrirkomulag
yrði ábyggilega hvetjandi fyrir
aðstandendur blaðsins og ef það
fjallaði um það, sem því bæri sem
málgagni allra stúdenta ætti það
hvorki að koma niður á fjárhag
þess né útbreiðslu.
Bókhaldsmál Félagsstofnunar
hafa verið í algjörum ólestri og
sem dæmi um það má nefna að nú
fyrst eru að koma fram í dagsljós-
ið reikningar áranna 1978 og ’79.
Reksturinn hefur sömuleiðis verið
í ólestri og það verður að bæta.
Vökumenn leggja áherzlu á að í
Háskóla íslands ríki akademiskt
frelsi og þar verði stundaðar
hlutlægar vísindaiðkanir, en ekki
að námið verði í tengslum við
marxismann eins og róttæklingar
vilja. Slíkt er brot á akademiskum
reglum lýðræðisins. Þá erum við á
móti öllum fjöldatakmörkunum,
því þær brjóta í bága við grund-
vallarreglur lýðræðisins.
Vaka leggur áherzlu á að náms-
lán séu framfærslulán og að öllum
stúdentum séu með þeim tryggðir
jafnir möguleikar til náms án
tillits til efnahags og að tekjur
dragist ekki frá lánsupphæð.
Hvorki vinstrimenn né umbóta-
sinnar hafa getað skilið það, að
með því móti er réttur þeirra sem
minnst mega sín bezt tryggður,
þeim er þá kleift að vinna sér inn
talsverða peninga á sumrin á þess
að þurfa að eiga það án hættu að
námslán þeirra skerðist. Þá leggj-
um við áherzlu á að lánin verði að
fullu greidd eftir að námi lýkur,
en þá verði tekið mið af greiðslu-
getu viðkomandi aðilja.
Vaka hvetur því stúdenta til að
nýta sér kosningarétt sinn og alla
lýðræðissinnaða stúdenta til að
standa saman og sýna þannig
styrk sinn og styðja hina einu
breiðfylkingu lýðræðissinna í
stúdentapólitíkinni, sem talizt
getur valkostur.
Vinstrimenn hafa á stjórnarár-
um sínum stórskaðað hagsmuni
stúdenta út á við með pólitísku
sjálfsskoðunarbrölti sínu. Því þarf
að breyta og það getur Vaka ein
gert.
Jón Júlíus
Elíasson:
Stefnum að
áframhald-
andi forystu
vinstri manna
„ÉG HEF ekki getað kynnt mér
þetta nýja framboð nægilega vel
vegna þess hve seint stefnuskrá
þess kom út, en mér lízt þó nokkuð
vel á það og sýnist að það geti
orðið til þess að virkja fleiri
stúdenta í hagsmunamálum okkar
allra,“ sagði Jón Júlíus Elíasson
efsti maður á lista Félags vinstri
manna.
„Það er þó ýmislegt sem ég hef
náð að kynna mér lítillega og er á
móti. Umbótasinnarnir vilja til
dæmis hækka innritunargjöld til
að nota þau til uppbyggingar
Félagsstofnunar stúdenta, en því
erum við algjörlega á móti. Við
viljum að í slíkum tilvikum komi
ríkið til, stúdentar hafa alls ekki
fjárhagslegt bolmagn til að standa
í slíkri uppbyggingu.
Þeir eru á móti rekstri ferða-
skrifstofunnar, en í því sambandi
vil ég geta þess, að um 400
stúdentar notfærðu sér þjónustu
hennar á siðasta ári auk þess sem
hún kemur sér vel fyrir ýmiss
konar námsferðir. Vegna þessa
teljum við vinstri menn hana
mjög gagnlega, þó hún skili ekki
hagnaði. Það eru mjög fáir liðir
innan Félagsstofnunar, sem geta
skilað hagnaði, því að hún er fyrst
og fremst ætluð til að þjóna
hagsmunum stúdenta. Sem dæmi
um það má nefna, að halda verður
niðri eins og unnt er matarverði
og leigu á stúdetagörðunum.
Ég tel það með vilja gert hjá
umbótasinnum að senda stefnu-
skrá sína svona seint út til að
vinna sér fylgi áður en nýjabrum-
ið er farið af henni og kjósendur
gera sér ljóst, að hjá þeim kemur
nær ekkert nýtt fram.“
— Hverja telur þú möguleika
umbótasinnanna?
„Þeir fá ábyggilega einhverja
menn kjörna, en hve marga get ég
engu spáð um, en ég tel það
óheppilegt fyrir stúdentapólitík-
ina ef fleiri en tveir flokkar fara
að ráða einhverju innan stúdenta-
ráðs. Það mun að öllum líkindum
verða til þess að erfiðara verður
að koma ýmsum hagsmunamálum
stúdenta fram. Þess vegna stefn-
um við vinstri menn að því að
halda meirihluta okkar og erum
ekkert hræddir við aukna kjör-
sókn, þvert á móti.
Mér finnst það mjög slæmt hve
allt félagslíf er dauft, nema rétt
fyrir kosningar, því það er nauð-
synlegt að halda lífi í því allt
skólaárið og auka þannig sam-
skipti stúdentaráðs og deildarfé-
laganna, sem hefur verið lítið sem
ekkert að undanförnu. I framhaldi
af því er rétt að minnast á það, að
mikil nauðsyn er að fulltrúar allra
deilda eigi sæti á hverjum lista, en
ástandið sé ekki eins og hjá Vöku,
þar sem nær eingöngu fólk úr 2 til
3 deildum á sæti. Það er einn af
kostunum við lista vinstri manna
hve mikil dreifing á fólki úr öllum
deildum er á honum.
— Hver eru helztu stefnumál
vinstri manna?
„Þau eru að sjálfsögðu ýmiss.
Fjöldatakmarkanir eru eitt af því
sem við berjumst gegn, en þær
koma fram á ýmsan hátt, til
dæmis í hækkuðum lágmarkskröf-
um, þyngingu prófa og auknu
námsálagi, sem kemur mjög mis-
jafnlega niður á nemendum eins
og til dæmis einstæðum foreldr-
um.
Þá þarf að bæta námsaðstöðu,
en það krefst aukins fjármagns og
leiðir þá jafnfram af sér betra
skipulag, sem nauðsynlegt er.
Auka þarf fé til rannsókna innan
Háskólans, sem nemendum verði
gefinn kostur á að nýta sér í
samvinnu við kennara. Námsmat
er mjög æskilegt og sjá þarf um að
nemendur hafi vissa valkosti, t.d.
mismikinn tíma fyrir seminar-
verkefni, sem eru mjög gagnleg,
en aðrir vilja fremur vinna að
ritgerðum. Það þarf að búa þannig
um hnútana að báðar þessar leiðir
verði öllum færar. Þar sem það er
mjög misjafnt hvaða námsleið og
námshraði henta hverjum fyrir
sig, þurfa áfangalýsingar að vera
talsvert rýmri og til þess að slíkt
verði hægt þarf að fastráða fleiri
kennara. Þá þurfa deildarfélögin
að fá aukið sjálfstæði.
Stúdentablaðið hefur talsvert
verið gagnrýnt af andstæðingum
okkar, sem virðast ekki gera sér
grein fyrir því, að hagsmunamál
okkar hér heimafyrir eru ekki allt,
við verðum einnig að fylgjast með
því, sem er að gerast í stúdenta-
pólitíkinni í löndunum í kringum
okkar og öðrum heims- og þjóð-
málum.
Hvað námslánin varðar leggjum,
við áherzlu á 100% brúun fjár-
þarfar ekki seinna en 1982 og
tekjur verði umreiknaöar að vissu
marki þannig að ráðstöfunarfé
allra námsmanna hækki. Þá þarf
að endurskoða framfærslumatið,
sem er frá 1973. Greiðslukerfi
lánanna þarf að vera sveigjan-
legra, þannig að mögulegt sé, að fá
hærri upphæðir í byrjun námsárs,
standi þannig á að viðkomandi
þurfi að greiða húsaleigu fyrir-
fram, eða eitthvað þess háttar. Þá
verður að greiða verðbætur á
lánin í lok hvers námsárs. Fyrsta
greiðsla þarf að koma fyrr í
upphafi námsárs og þá í stærri
hlutum, en eins og er kemur
stærsti hlutinn í apríl, þegar
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson
námsárinu er að ljúka. Endur-
greiðslur þurfa að miðast við
tekjur viðkomandi og ég er
hlynntur 100% endurgreiðslu, en
þess ber að gæta, að taka verður
tillit til aðstæðna og þá jafnvel
fella niður eða minnka lágmarks-
greiðslu, ef illa stendur á fyrir
mönnum eins til dæmis veikindi,
atvinnuleysi og taka þarf tillit til
erfiðleika einstæðra foreldra. Mér
sýnist það augljóst að eins og
lánin eru í dag geti þau varla
talizt eftirsóknarverð, þar sem
aðeins um 37% nemenda nýta sér
þau. Þeir taka þau því sem þurfa á
þeim að halda og greiða þau að
fullu til baka, svo það er misskiln-
ingur hjá almenningi að með
lántökunum séum við að seilast í
vasa hans.
Ég vil að lokum hvetja alla til
að nota kosningarétt sinn til að
stuðla að áframhaldandi styrkri
stjórn vinstri manna, þeir hafa
sýnt að þeim er treystandi.
Sigurbjörn
Magnússon:
Stefnum að
forystu Vöku
„Það er erfitt að segja til um,
hvaða áhrif framboð umbótasinn-
anna hefur í þessum kosningum.
Það er þó ljóst að þarna er um að
ræða einhvers konar klofning úr
Félagi vinstri manna og þá senni-
lega þeir hófsamari, sem ekki hafa
komizt til áhrifa fyrir ofríki rót-
tæklinganna. Það er því rétt, sem
Vaka hefur haldið fram, að rót-
tæklingar réðu ferðinni í Félagi
vinstri manna. Vökumenn láta
þetta þriðja framboð á engan hátt
raska sáiarró sinni og halda
áfram að berjast á grundvelli
lýðræðishugsjónarinnar í and-
stöðu við marxismann og aðrar
öfgastefnur, með það að höfuð-
verkefni að vinna hagsmunum
stúdenta gagn,“ sagði Sigurbjörn
Magnússon, sem skipar efsta sæt-
ið á framboðslista Vöku.
„Báðir andstæðingar okkar
keppast við að kalla okkur öfga-
sinnaða hægrimenn, en það er
alrangt. í Vöku eru og hafa ávallt
verið lýðræðissinnaðir sjálfstæð-
Jón Júlíus
Eliasson